Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1989, Síða 70

Íþróttablaðið - 01.04.1989, Síða 70
Bogdan ásamt valinkunnum „bekkjarfélögum", þeim Sigurði Gunnarssyni, Viggó Sigurðssyni og Guðjóni Guðmundssyni „hægri hönd" Bogdans. ist nú skrafhreifinn mjög og heldur næsta hálftímann eða svo fyrirlestur um handknattleik. Fréttamaður verður dolfallinn þegar hann gerir sér grein fyrir að þessi þjálfari sem svo oft hefur birst honum sem sjálf- umglaður og dæmigert þunglynt af- sprengi járntjaldsins er hér að tala af sannfæringu um hugsjónir sínar gagnvart íþrótt sem hann ann. Jafn- vel má segja að nú birtist framtíðar- sýn Bogdans og er víða komið við þegar lýst er drögum að handbolta- útópíu. Dómarar sem nú hafa allt of mikil völd verða í framtíðinni gæslumenn sem sjá til þess að leikurinn haldist innan vissra marka, en ekki beinir áhrifavaldar eins og nú tíðkast. í kjölfar þessa minnist hann á dóm- gæslu í Austur-Evrópu. Þar kvað vera daglegt brauð að múta dómur- um sem tíðum gerast verri heima- dómarar en við eigum að venjast á Vesturlöndum. Bogdan segir í þessu sambandi sögu frá Seoul, þegar Austur-Þjóðverjar og Ungverjar léku síðasta leikinn í riðlakeppninni. So- véskir dómarar dæmdu leikinn sem Austur-Þjóðverjar töpuðu með einu marki. Þar með lentu þeir í fjórða sæti og léku um sjöunda sætið við „Leiktíminn er of stuttur“ íslendinga. Suður-Kóreumenn kom- ust hins vegar óvænt í úrslitaleikinn við Sovétmenn. Skýringuna á dóm- gæslunni í téðum leik, sem þótti halla á Austur-Þjóðverja svo ekki sé meira sagt, var kannski að finna í þeirri skoðun handboltasérfræð- inga, að austur-þýska liðið væri eina liðið sem velgt gæti Sovétmönnum undir uggum. Stuttu síðar léku So- vétmenn og Suður-Kóreubúar til úr- slita í kvennaflokki og voru dómarar austur-þýskir. Það er skemmst frá því að segja að sovésku stúlkurnar sáu aldrei til sólar í leiknum. Og vart þarf að fjölyrða um „hlutleysi" aust- ur-þýsku dómaranna í þeim leik. Bogdan hefur ekki verið þekktur fyrir að skammast í dómurum og vík- ur fljótlega að byltingarkenndara umræðuefni. Leiktíminn er einfald- lega allt of stuttur! Erlendis eru vega- lengdir meiri en hér og oft tekur allt Bogdan bendir á að þrisvar sinnum þrjátíu mínútna hálfleikir sé æskileg- ur leiktími á handknattleik. að klukkustund að komast á völlinn í stórborgum. Ekki verður ferð á völl- inn í smábæjum (t.d. í Vestur-Þýska- landi og Frakklandi) styttri, þegar áhorfendur koma víða að úr nærlig- gjandi héröðum. Síðan tekur auðvit- að jafn langan tíma að komast heim aftur. Leiktími að leikhléi meðtöldu er þá innan við helmingur þess tíma sem tekur að komast til íþróttahall- arinnar. Þetta leiðir til tómleikatilf- inningar eftir leik og ófullnægju. Þá samrýmist þetta ekki breyttum þjóð- félagsvenjum þar sem aukið fram- boð skemmtiefnis keppir við aðsókn að kappleikjum. Þar skal þáttur sjón- varps sérstaklega nefndur. Þessu vandamáli hafa menn gert sér grein fyrir á handknattleiksmótum, þar sem oftast nær er boðið upp á tvo til þrjá leiki í röð til þess að laða að áhorfendur. Bogdan leggur til að leiktími verði lengdur verulega og að helst verði hann ekki skemmri en heildartími í knattspyrnuleik. Bent hefur verið á að þrisvar sinnum þrjá- tíu mínútur væru möguleiki. En er hinn mikli hraði í handknatt- leik ekki vandamál þegar lenging leiktíma er íhuguð? Bogdan leysir þetta á augabragði og segir að með lengingu leiktíma verði að fjölga varamönnum vegna aukins álags. Hann telur aðeins tímaspursmál, hvenær leyfðir verða fjórtán menn á skýrslu, en þeir eru nú tólf. Bogdan telur að þá muni menn velja tvo leik- 70
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.