Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1989, Side 81

Íþróttablaðið - 01.04.1989, Side 81
Jón Kr. Gíslason, sigursælasti körfuknattleiksþjálfari ársins, handleikur glæsileg sigurlaun að loknum sigri í úrvalsdeildinni. — Var ekki erfitt að einbeita sér að hvorutveggja í senn, að vera leik- stjórnandi og þjálfari? „Það var sérstaklega erfitt þegar Þorsteinn gat ekki verið með okkur og ég þurfti að sjá um innáskipting- arnar sjálfur. Þetta tók mikið frá mér og persónulegur metnaður minn í leikjum minnkaði en varð meiri fyrir hönd liðsheildarinnar. Ég hef alla tíð verið leikstjórnandi ogfylgir því hlut- verki að sjá hvað þarf að gera til að hlutirnir gangi sem best upp. Það hef- ur oft verið sagt að bestu þjálfararnir séu þeir sem hafa áður verið leik- stjórnendur." — Verður þú þjálfari liðs ÍBK á næsta keppnisímabili? Jón brosti og fannst spurningin fremur ótímabær. „Ég er ekki að hugsa um það þessa stundina. Það er spurning hvort erlendum leikmönn- um verði leyft að leika á íslandi á næsta keppnistímabili. Ég er nokkuð ákveðinn í því að fara út í þjálfun næsta vetur og það munaði minnstu að ég gerðist þjálfari Grindavíkur fyrir nýafstaðið keppnistímabil. Þar sem ég er ekki nema 26 ára gamall ákvað ég að bíða í eitt á og auk þess leist mér það vel á lið ÍBK að ég vildi ekki sleppa því að eiga ógleymanlegt keppnistímabil með liðinu." — Ertu hlynntur því að erlendir leikmenn fái að leika á íslandi? „Við getum ekki litið fram hjá þeirri staðreynd að þegar Kanarnir léku hér á landi lifnaði gífurlega yfir körfuboltanum. En hjá sumum félög- um snérist allt í kringum þessa leik- menn með þeim afleiðingum að aðrir leikmenn tóku ekki eðlilegum fram- förum. Margir töldu of kostnaðar- samtaðfá Kanatil íslandsen ÍBanda- ríkjunum er fjöldi leikmanna sem fær ekki tækifæri í NBA-deildinni og leit- ar þar af leiðandi til Evrópu. Þessum mönnum þarf ekki að borga svim- andi háar upphæfðir fyrir að þjálfa og leika með. En spurningunni get ég hvorki svarað játandi né neitandi að svo stöddu." — Hverjir voru erfiðustu andstæð- ingar ykkar í deildinni í vetur? „Okkur gekk verst á móti Njarð- víkingum. Við töpuðum tvívegis fyrir þeim í deildinni og sömuleiðis tví- vegis í bikarkeppninni. Menn hafa verið að velta því fyrir sér hvers vegna okkur gengur ávallt illa á móti Njarðvíkingum en ég tel að það eigi „Utan vallar erum við bestu félagar“ sér langan aðdraganda. Þegar við, sem erum að spila í dag, vorum yngri átti Keflavfkekki lið í úrvalsdeildinni. Við fórum vitaskuld á alla leiki sem Njarðvík lék í úrvalsdeildinni, litum upp til leikmannanna og héldum með þeim í baráttunni. Innst inni blundar minnimáttarkennd gagnvart gamla liðinu okkar en ég vona að hún sé horfin núna." — Er rígurinn það mikill á milli liðanna að Njarðvíkingar eru óhress- ir með að þið skylduð vinna íslands- meistaratitilinn? „Alls ekki. Þeir sendu okkur hvatn- ingarorð í bæjarblaðinu í Keflavfk, Víkurfréttum og studdu okkur dyggi- lega í baráttunni við KR. Auðvitað er mikill keppnisrígurmeðal leikmanna en utan vallar erum við bestu félagar. En það verður að viðurkennast að rígurinn á milli stuðningsmanna lið- anna er mikill. Enda eru leikir ÍBK og UMFN ávalltskemmtilegustu leikirn- ir og fólk bíður eftir því að liðin leiki einhvern tímann hreinan úrslitaleik um íslandsmeistaratitilinn eða bikar- inn." — Ertu sáttur við fyrirkomulagið í úrvalsdeildinni? „Okkur leikmönnunum finnst skemmtilegast að leika sem flesta leiki og eins og fyrirkomulagið er í dag leikur hvert lið 26 leiki fyrir utan þau sem komast í úrslit. Fleiri leikir gera okkur að betri leikmönnum. Til samanburðar leika leikmenn NBA lágmark 82 leiki á keppnistímabil- inu. Riðlakeppnin og úrslitakeppnin á því rétt á sér að mínu mati en það eru lið í deildinni sem hafa í raun ekkert að gera þar. Þess vegna er það vafamál hvort fækka ætti liðunum. Samt hafa verið það miklar hræringar með fyrirkomulagið í körfuboltanum 81

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.