Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1989, Side 47

Íþróttablaðið - 01.04.1989, Side 47
VARNARDÚKKUR Varnarvegginn má taka í sundur og nota hverja dúkku sem andstæðing. Knattspyrna er og hefur ávallt verið einfaldur leikur sem nýtur gífur- legra vinsælda um heim allan. Sumir leikmenn eru betri en aðrir og svoeru alltaf einhverjir sem gera þennan ein- falda leik flókinn. Knattspyrnuþjálf- arar fara flestir svipaðar leiðir til þess að gera leikmenn sína hæfari til þess að leika þennan einfalda leik og ná betri árangri. Ýmis hjálpartæki til að auka fjölbreytni í æfingum hafa verið við lýði í mörg ár en þó hafa ekki öll lið notfært sér þá möguleika sem eru í boði. Eitt vinsælasta hjálpartækið í dag eru svokallaðar VARNARDÚKKUR. Notagildi þeirra er ótvírætt því nú þurfa varnarmenn ekki lengur að standa eins og stuðpúðar í vegg þegar aukaspyrnusérfræðingur liðsinser að æfa sig. Um þessar mundir er fyrrum landsliðsmaður íslands í knatt- spyrnu, Albert Cuðmundsson, sem hefur verið búsettur í Svíþjóð undan- farin ár, að kynna FREE varnardúkkur Albert Guðmundsson umboðsmað- ur FREE á íslandi. (Sá aftari) á íslandi. Þessar varnardúkkur, sem hafa einungis verið á markaðnum í 1 ár hafa farið sigurför um heiminn og nota þekktustu félagslið og landslið heims þær daglega í æfingaáætlun sinni. Dúkkurnar eru ekki eingöngu notaðar sem varnarveggur heldur er notagildi þeirra mjög fjölbreytt. Eins og meðfylgjandi myndir sína má nota þær til æfinga við knattrak. Á þeim eru stangir sem hægt er að stilla á fjóra mismunandi vegu og hoppa Notagildi dúkkanna er fjölþætt og má meðal annars strengja net á milli þeirra og leika skallatennis. yfir. Hægt er að strengja net á milli þeirra ef skallablak er á dagskrá og dúkkurnar geta „haldið" á bolta við hliðina á markinu þegar leikur er í gangi því tveir boltar verða ávallt að vera til taks. Síöast en ekki síst er ákjósanlegt að setja auglýsingar á dúkkurnar og er þar um tekjulind fyrir félagið að ræða. FREE varnardúkkur eiga án vafa eftir að skjóta upp kollinum á íslandi því ekki veitir af því að fara eignast aukaspyrnusérfræðinga á borð við Maradona og Platini. Ef einhverjir vilja grennslast enn frekar fyrir um varnardúkkurnar er símanúmer Al- berts í Svíþjóð: 46-42-201640. Upplagt er að selja auglýsingar á dúkkurnar sem geta með góðu móti geymt bolta meðan á leik stendur. 47

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.