Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1989, Síða 18

Íþróttablaðið - 01.04.1989, Síða 18
Ingibjörg Harpa Ólafsdóttir, 10 ára Akureyringur Texti: Þorgrímur Þráinsson Myndir: Gunnar Gunnarsson Ingibjörg Harpa Ólafsdóttir, 10 ára stúlka frá Akureyri hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarnar vikur. A meðan félagar hennar í handbolta etja kappi við hvert liðið á fætur öðru hefur hún þurft að fylgjast með ofan úr stúku með tárin í augunum. Fyrir nokkrum vikum var hún aðal- driffjöðrin í liðinu en sökum þess hve fjölhæfur og góður íþróttamað- ur hún er hefur hún verið útilokuð frá frekari keppni með strákum í handbolta í vetur. Núna bíður hún úrskurðar þess hvort hún fái að leika knattspyrnu næsta sumar með þeim sem eru í sama styrkleikaflokki og hún. Titlatog sumra liða er svo yfir- gengilegt að þau reyna með öllum tiltækum ráðum að koma höggi á andstæðinginn. Eftir túrneringu í 5. flokki í handbolta á Akureyri kærði stórlið úr Reykjavík KA fyrir það eitt að stúlka skyldi spila með strákun- um. Eflaust hefur það farið fyrir brjóstið á forráðamönnum liðsins hve stúlkan er góð í handbolta en að kæra 10 ára gamalt barn fyrir það eitt að vilja ná árangri í íþróttum er dálít- ið hjákátlegt. Hinn sanni íþróttaandi er vart sá að draga krakka í dilka og refsa þeim sem búa á fámennum stöðum með því að útloka þá frá keppni. Hvers eiga stúlkur í fámenn- um byggðarlögum, sem hafa brenn- andi áhuga á íþróttum og fá ekki að keppa með strákum, að gjalda? Allir krakkar verða að hafa sömu mögu- leika og það þýðir ekki að ergja sig yfir því þótt stúlka skáki strákum í boltaíþróttum. Ingibjörg er hávaxin miðað við aldur, 160 cm á hæð og hún segist vera um 20 cm hærri en vinkonur hennar. „Eg bjó í sveit þegar ég var lítil en flutti til Akureyrar þegarégvar 3 ára," segir Ingibjörg. „Ég var 7 ára þegar ég byrjaði að leika mér í fót- bolta en í fyrra byrjaði ég að spila handbolta. ífótboltanum er ég í vörn- inni en á miðjunni í handbolta." Þess má til gamans geta að Ingi- björg hefur keppt á Tommamóti 5. flokks í Vestmannaeyjum síðastliðin þrjú sumur og var í fyrra valinn besti varnarmaður keppninnar. Þá hlaut 18
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.