Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1989, Page 18

Íþróttablaðið - 01.04.1989, Page 18
Ingibjörg Harpa Ólafsdóttir, 10 ára Akureyringur Texti: Þorgrímur Þráinsson Myndir: Gunnar Gunnarsson Ingibjörg Harpa Ólafsdóttir, 10 ára stúlka frá Akureyri hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarnar vikur. A meðan félagar hennar í handbolta etja kappi við hvert liðið á fætur öðru hefur hún þurft að fylgjast með ofan úr stúku með tárin í augunum. Fyrir nokkrum vikum var hún aðal- driffjöðrin í liðinu en sökum þess hve fjölhæfur og góður íþróttamað- ur hún er hefur hún verið útilokuð frá frekari keppni með strákum í handbolta í vetur. Núna bíður hún úrskurðar þess hvort hún fái að leika knattspyrnu næsta sumar með þeim sem eru í sama styrkleikaflokki og hún. Titlatog sumra liða er svo yfir- gengilegt að þau reyna með öllum tiltækum ráðum að koma höggi á andstæðinginn. Eftir túrneringu í 5. flokki í handbolta á Akureyri kærði stórlið úr Reykjavík KA fyrir það eitt að stúlka skyldi spila með strákun- um. Eflaust hefur það farið fyrir brjóstið á forráðamönnum liðsins hve stúlkan er góð í handbolta en að kæra 10 ára gamalt barn fyrir það eitt að vilja ná árangri í íþróttum er dálít- ið hjákátlegt. Hinn sanni íþróttaandi er vart sá að draga krakka í dilka og refsa þeim sem búa á fámennum stöðum með því að útloka þá frá keppni. Hvers eiga stúlkur í fámenn- um byggðarlögum, sem hafa brenn- andi áhuga á íþróttum og fá ekki að keppa með strákum, að gjalda? Allir krakkar verða að hafa sömu mögu- leika og það þýðir ekki að ergja sig yfir því þótt stúlka skáki strákum í boltaíþróttum. Ingibjörg er hávaxin miðað við aldur, 160 cm á hæð og hún segist vera um 20 cm hærri en vinkonur hennar. „Eg bjó í sveit þegar ég var lítil en flutti til Akureyrar þegarégvar 3 ára," segir Ingibjörg. „Ég var 7 ára þegar ég byrjaði að leika mér í fót- bolta en í fyrra byrjaði ég að spila handbolta. ífótboltanum er ég í vörn- inni en á miðjunni í handbolta." Þess má til gamans geta að Ingi- björg hefur keppt á Tommamóti 5. flokks í Vestmannaeyjum síðastliðin þrjú sumur og var í fyrra valinn besti varnarmaður keppninnar. Þá hlaut 18

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.