Íþróttablaðið - 01.04.1989, Qupperneq 56
Þorgils Óttar fyrirliði gefur eiginhandaráritun. Fyrir framan Jón Hjaltalín er
Valery hjálparkokkur íslenska liðsins meðan á keppninni stóð.
okkur aukið sjálfstraust og liðið virk-
aði Ifklegt til alls. Þaðjákvæða varað
spilað var á fullu allan tímann og
aldrei slegið slöku við. En liðinu
hættir stundum til þess þegar góðri
forystu hefur verið náð.
Mikið er til í því sem Bogdan segir,
en það er að þegar þú ert að spila við
þjóðir sem þú etur ekki oft kappi við
er um að gera að vinna þær eins stórt
og mögulegt er. Leikmenn muna það
alla ævi þegar þeir fá rassskellingu og
það gefur ákveðið forskot næst þegar
þessar þjóðir mætast.
í öllum stórkeppnum eru gerð
svokölluð „dóptest" á leikmönnum
og var þessi keppni engin undan-
tekning þar á. Eftir leikinn gegn
Kuwait lenti leikmaður númer 13,
Siggi Sveinss., í úrtakinu ásamt ein-
um leikmanna Kuwait. Að leik lokn-
um voru þeir teknir og settir í sérstakt
herbergi þarsem þvagprufa vartekin.
Fá þeir sem lenda í þessu ýmislegt að
drekkatil aðauðvelda þeim róðurinn
í rennslinu. Verður þá bjórinn yfirleitt
fyrir valinu og eftir nokkra þá losnar
Tap þýddi alls
engin endalok
um hjá flestum og þá fyrst mega þeir
yfirgefa herbergið. Siggi Sveinss.
sagði mér eftir á að þegar þeir voru
spurðir, hann og markvörður Kuwait,
hvort þeir hefðu neytt einhverra lyfja
síðustu þrjá daga svaraði Siggi neit-
andi en Kuwaitleikmaðurinn svaraði
óttasleginn og skelfdur á svip:
„Never in my life"! Svo það er greini-
legt að í Kuwait gilda ströng viðurlög
við lyfjaneyslu.
Næst framundan var leikur gegn
Rúmenum. Eftir að hafa séð þá leika
fannst okkur þeir ekki eins sterkir og
við áttum von á. Líkurnar á sigri voru
góðar, en menn gerðu sér grein fyrir
að leikurinn yrði erfiður og þó að
leikurinn tapaðist þýddi það alls eng-
in endalok. Leikurinn tapaðist 21-23,
eins og allir vita, en hann var vel
leikinn af okkar hálfu og hefði sigur-
inn með smá heppni getað orðið okk-
ar. Eftir leikinn lágu úrslit fyrir úr hin-
um riðlinum. Hollendingar höfðu
komist áfram á kostnað Noregs og
Sviss vann V-Þýskaland. Ekki vorum
við allt of hressir með þau úrslit en
þau sýndu einungis að allt gat gerst.
Færðum við okkur nú frá Cherbourg
til Strassbourg þar sem milliriðillinn
fór fram.
I dagbókina skrifaði ég: „Sjálfur er
égmjög bjartsýnn en til þessað verða
A-þjóð að nýju þurfum við að leggja
Sviss og Vestur-Þjóðverja að velli.
Rúmenar verða eflaust efstir f riðlin-
um en þó getur alltgerst!!"
Upp frá þessu fóru hlutirnir að ger-
ast og liðið spilaði sem smurð vél.
Fyrstvoru V-Þjóðverjar lagðirað velli
í stórkostlegum leik og þar kom í Ijós
Guðjón, Valdi og Héðinn rólegheit-
um á hóteli.
hve gffurlegan metnað íslenska liðið
hefur. Þrátt fyrir allt mótlætið í leikn-
um, vankaða dómara og brottrekstur
Stjána og Alla í seinni hálfleik, gafst
liðið aldrei upp. Mótlætið þjappaði
liðinu einungis enn meira saman.
Með þessum sigri gerðum við það
sem fæstir áttu von á og nú var kom-
inn mikill hugur í menn. Héðan f frá
yrði ekki aftur snúið. Þegar upp á
hótel var komið vildi Bogdan strax fá
fund með leikmönnum. Hann þakk-
aði okkur fyrir sigurinn en benti á að
enn gæti allt gerst og við yrðum að
halda okkar striki. Bogdan var ansi
sannfærður um að V-Þjóðverjar
myndu vinna Rúmena og Alfreð og
Kristján tóku undir þá skoðun og
sögðu að þar sem rúmenskur hand-
knattleikur ætti lítið af peningum
myndu V-Þjóðverjar múta þeim. Því
án sigurs ættu V-Þjóðverjar ekki
lengur möguleika á A-sæti. Ef V-
Þjóðverjar kæmust ekki í A-hóp að
nýju væri það ekki einungis mikið
tekjutap fyrir þá sjálfa heldur einnig
alþjóðlega handknattleikssamband-
ið, I.H.F. Flestir styrktaraðilar þess
eru þýskir og ef Þjóðverjar ættu ekki
lið meðal þeirra bestu myndu margir
styrktaraðilar missa áhugann á I.H.F.
sem yrði um leið fyrir miklum tekju-
missi. Þetta hleypti illu blóði í okkur
en maður vildi ekki trúa því að slíkt
gæti gerst þvígetulega séð ættu Rúm-
enar að sigra V-Þjóðverja.
Þegar undirbúningur okkar fyrir
leikinn gegn Sviss hófst var leikur
Rúmena og Þjóðverja sýndur í sjón-
varpinu. Bogdan var illa við að við
horfðum á leikinn og sagði að slæm
úrslit þar gætu haft áhrif á undirbún-
ing okkar. Á sinni venjulegu eftirlits-
göngu kom Bogdan inn í herbergi til
Jakobs og Júlíusar og sá að þeir voru
að horfa á leikinn. Ætlaði hann að
banna þeim það en áður en hann
vissi af var hann sestur niður hjá þeim
til að horfa á leikinn! Leikurinn var
þvílík hörmung af hálfu Rúmena að
manni blöskraði. Ýmislegt lauslegt
56