Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1989, Side 76

Íþróttablaðið - 01.04.1989, Side 76
DMAUM Texti: Þorgrímur Þráinsson Myndir: Kristján Einarsson g held að ég sé á tímamótum í lífi mínu," segir Jón Kr. Gíslason þjálfari og leikmaður Keflvíkinga, nýkrýndra íslandsmeistara í körfuknattleik. „Ég er kominn á þann aldur að verða að huga að öðru en íþróttum eingöngu og höfum við Auður Sigurðardóttir, sambýliskona mín, mikinn hug á því að flytja til útlanda. Draumur okkar beggja er að búa erlendis til skamms tíma og reikna ég fastlega með að sá draumur verði að veruleika. Frá því ég fór í mína fyrstu keppnisferð er- lendis hef ég haft einstaklega gaman af ferðalögum og skiptir engu til hvaða lands ég fer. Tilbreytingin í því að ferðast og dvelja erlendis gef- ur mér gríðarlega mikið. Veraldleg gæði skipta mig ákaflega litlu og er ég ekkert að flýta mér að eignast dýran bíl og einbýlishús. Ef ég ætti að velja á milli þess að setja parkett á íbúðina okkar og fara í ferðalg til útlanda, þyrfti ég ekki að hugsa mig um tvisvar. 76

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.