Íþróttablaðið - 01.04.1989, Síða 84
íþróttagreinar. Því er ekki að neita að
aðstaðan hér er mjög góð og ef við
tökum sem dæmi lið eins og Tinda-
stól þá á það lið mjög erfitt með að fá
æfingaleiki fyrir keppnistímabilið
nema koma suður."
Þótt Jón sé einn af fremstu körfu-
knattleiksmönnum sem ísland hefur
átt var hann ekki síður sleipur í knatt-
spyrnu á sínum yngri árum. Hann
varð íslandsmeistari með Keflavík í3.
flokki eftir að hafa lagt Breiðablik að
velli f úrslitaleik meðfjórum mörkum
gegn einu. Jón skoraði tvö mörk í
leiknum en meðal samherja hans má
nefna Ragnar Margeirsson sem er
enn að hrella marga markverði
landsins. Sigurður Grétarsson lék þá
með Breiðabliki en hann er sem
kunnugt er atvinnumaður í Sviss um
þessar mundir.
Auður, sambýliskona Jóns, er frá
Siglufirði og lék Jón með KS á Is-
landsmótinu í knattpyrnu í tvö ár og
skoraði „slatta" af mörkum að eigin
sögn. En var hann efnilegur í spark-
inu?
„Já, ég held ég hafi þótt nokkuð
efnilegur þótt ég segi sjálfur frá. Ég
bjó yfir ágætis tækni en var hrikaleg-
ur væskill fram til 19 ára aldurs. Þess
vegna datt ég út úr liðinu og á sama
tíma komst ég í unglingalandsliðið í
körfubolta. Þá var ekki aftur snúið."
— Voru þið sigursælir í yngri
flokkunum í Keflavík í körfubolta?
„Við lentum alltaf í basli með
Pálmar og félaga hans í Haukum en
ég held að við höfum unnið íslands-
meistaratitiIinn tvisvar sinnum í yngri
flokkunum. Þegar ég lít til baka geri
ég mér betur grein fyrir því hvað ligg-
ur að baki því að ná árangri í íþrótt-
um. Ástæðan fyrir því að ég, Axel
Nikulásson og Valur Ingimundarson
höfum náð langt í íþrótt okkar er sú
að á sumrin þegar aðrir lögðu körfu-
boltann á hilluna vorum við aðöllum
stundum. Sumrin eru tími framfar-
anna. Ég man sérstaklega eftir sumr-
inu 1981 en þá fórum við daglega
upp á Keflavíkurflugvöll og lékum
við margan góðan svertingjann. Við
réttgáfum okkurtímatil aðfara heim
að borða kvöldmat en síðan var
brunað upp á völl að nýju og leikið
sér fram eftir kvöldi. Þegar við vorum
á rúntinum um helgar var körfubolt-
inn ávallt í skottinu og við sáumst
iðulega vera að leika okkur í körfu-
„Þeir ná aldrei
góðum árangri“
bolta um miðja nótt. Þetta gerði
gæfumuninn hvað okkur varðar.
Þar sem ég er íþróttakennari sé ég
marga efnilega leikmenn en því mið-
ur eru þeir oft of latir og leggja ekkert
aukalega á sig. Þar af leiðandi ná þeir
aldrei teljandi árangri. Ef menn ætla
sér að verða toppmenn í sinni grein
verða þeiraðnýta hvíldartímabiliðtil
hins ýtrasta. Við þrír gerðum t.d. mik-
ið að því að leika einn á móti einum
og það herti mig gífurlega að þeir
skyldu báðir vera stærri og sterkari en
ég-"
Jón hefur hlotið fjölda viðurkenn-
Útsölustaðir:
Matvöruverslunin OLÍS, Hv<
Höfn, Selfossi,
Hagkaup, Reykjavík,
Mikligarður, Reykjavtk,
KRON, Eddufelli,
KRON, Skemmuvegi.
Hverabakarí
Heiðmörk 35,
810 Hveragerði
S 98-34179