Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1991, Side 23

Íþróttablaðið - 01.05.1991, Side 23
sumar, eins og hann gerði í fyrra, og aðrir leikmenn halda uppteknum hætti, verður liðið örugglega íeinu af þremur efstu sætunum. Jón Erling blómstraði í fyrra og má reikna með að hann geri slíkt hið sama í sumar. Fram hefur á að skipa fjórum af efni- legustu knattspyrnumönnum lands- ins — Ríkharði Daðasyni, Steinari Guðgeirssyni, Baldri Bjarnasyni og Antoni B. Markússyni. Nái þessir strákar að leika eins og þeir hafa getu til verður gaman að fylgjast með lið- inu. Pétur Ormslev gegnir lykilhlut- verki hjá Fram og hann er sá leikmað- ur sem finnur oftast skráargatið á vörnum andstæðinganna. Eitt af fá- um vandamálum Ásgeirs Elíassonar, þjálfara Fram, verður að koma í veg fyrir að liðið falli niður í nokkurra leikja „tap tímabil" eins og gerst hef- ur undanfarin ár. Jón Grétar Jónsson leikur að nýju með Val en hann hefur verið iðinn við að skora í vorleikjunum. KR-ingar hafa mjög reyndu liði á að skipa og til marks um það eiga 7 leikjahæstu leikmenn liðsins samtals 900 leiki að baki í 1. deild. Liðinu hefur bæst góður liðsstyrkur í þeim Bjarka Péturssyni, Heimi Guðjóns- syni og Rafni Rafnssyni og verður gaman að sjá hvernig bræðrunum vegnar í sumar. Einsogáður sagði var liðið hársbreidd frá því að vinna tvö- falt í fyrra og það hlýtur að skerpa vígtennurnarenn frekar. RagnarMar- geirsson átti sittbesta leikár á-íslandi í fyrra, að mati undirritaðs, og nái aðrir lykilleikmenn toppári hampar Pétur Pétursson, fyrirliði KR, örugglega bikar í sumar. Pétur er mjög mikil- vægur liðinu og nái hann fullum bata veltur árangur liðsins mest á frammi- stöðu hans, Atla, Ragnars, Rúnars og Ólafs Gottskálkssonar. Að flestra mati hefur KR dottið í lukkupottinn Hampar Pétur Ormslev enn einum bikarnum í haust? hvað varðar þjálfara því Guðni Kjart- ansson er enginn aukvisi í þeim mál- um. lan Ross innleiddi ákveðið hug- arfari í Vesturbæinn sem öllum er nauðsynlegt en Guðni vinnur á öðru- vísi nótum — ekki síður árangursrík- um. Enginn bjóstvið neinu afVal ífyrra en liðið sigraði þó í Mjólkurbikar- keppninni. Það sama er uppi á ten- ingnum í ár — fæstir búast við titli en þó getur allt gerst. Nokkrir reyndir leikmenn hafa róið á önnur mið en yngri strákar hafa gengið til liðs við félagið í staðinn. Jón Grétar Jónsson er kominn í Val að nýju eftir 2 ár hjá KA og hefur hann leikið vel í vorleikj- unum. Anthony Karl vann sér verð- skuldað sæti í landsliðshópnum í fyrra og verður framlína Vals öflug með hann og Jón Grétar sem hefur fundið lyktina af markaskorun. Nái Sævar Jónsson og Bjarni Sigurðsson svipuðu glanstímabili og í fyrra smit- ar það vel út frá sér. Einar Páll er kominn í hóp sterkustu varnarmanna landsins en góð barátta er um flestar stöður í liðinu. Það, sem Valsliðið hefur vantaði hin síðar ár, er leik- maður sem stjórnar sóknaraðgerðum liðsins — nokkurs konar Pétur Orm- slev. Steinar Dagur Adolfsson og Gunnlaugur Einarsson eru líklegir til þess að skila því hlutverki en Steinar átti við meiðsli að stríða í fyrra. Gunnlaugur var reyndar skorinn upp við kviðsliti fyrir skömmu en þessir tveir leikmenn eru mjög þýðingar- miklir. Þá verður gaman að sjá hvort Guðmundur Steinsson leikur ekki með Pétri Arnþórssyni í sumar — heldur með Víkingi. Baldur Bragason fer ekki að springa út en hann hefur mikla hæfileika sem hafa blundað of lengi. Auk þriggja fyrrgreindra liða eru nokkur önnur líkleg til þess að blanda sér í toppbaráttuna. Vest- mannaeyingar léku vel í fyrra en skörðTómasar Inga ogAndrejs Jerina verða vandfyllt. Það er ávallt gaman að horfaá lið ÍBV spilaþvíþegar liðið sækir taka allir leikmenn liðsins þátt í því — og hafa gaman af. Liðið skorar því mörg mörk en fær að sama skapi á sig mörg mörk. í liðinu er strákar sem hafagreinilegagaman af þvísem þeir eru að gera og leika með hjart- anu. Eyjamenn eru ávallterfiðir heim að sækja og það er sérstök upplifun að leika þar „fyrir fullu húsi". í liðinu er margir mjög góðir leikmenn og nægir þar að nefna Hlyn Stefánsson, Inga Sigurðsson og Jón Braga Arnars- 23

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.