Fréttablaðið - 11.07.2020, Page 19

Fréttablaðið - 11.07.2020, Page 19
Á aðfangadag árið 1997 fæddist svo heilbrigður drengur sem var með aðeins öðruvísi hendi en flest önnur börn. „Tvífingruð höndin uppgötvaðist í raun ekki fyrr en ég fæddist.“ Er bara með óvenjulega hendi Magnús segist ekki líta á heilkenni sitt sem hömlun. Í gegnum árin hafi hann fengið ýmis hjálpartæki sem gerðu í raun ekkert fyrir hann. Hann hafi ávallt verið með gott grip og getað tekið utan um langflesta hluti. „Hjálpartæki eru því í raun alveg óþörf,“ segir hann og minnist þess þegar hann þurfti að læra að halda utan um borðbúnað. „Sem barn fékk ég einu sinni hjálpartæki til að aðstoða mig við að borða með hníf og gaffli en það reyndist óþarfi og í raun frekar til trafala.“ Sömuleiðis hafi hann náð að bjarga sér þegar hann lærði að róa. „Á siglinganámskeiði fékk ég svo einhvers konar griff lu til að geta haldið betur utan um ár í kajak eða árabát, en ég notaði hana lítið.“ Í raun og veru sé það engin höml- um fyrir Magnús að fæðast með tvo fingur á annarri hendi í stað fimm. „Það má eiginlega segja að þó höndin sé vansköpuð að þessu leyti þá er ég mjög lítið fatlaður af því hún hamlar mér nánast ekki neitt. Mér finnst ég því ekki geta kallað sjálfan mig fatlaðan einstakling þó ég sé með þessa óvenjulegu hendi.“ Mamma hafði áhyggjur Magnús var þó ekki alltaf með jákvætt viðhorf gagnvart heilkenni sínu. Sem barn var hann mjög með- vitaður um að hann væri öðruvísi en önnur börn og reyndi því að láta lítið á sér bera. „Til að mynda var ég oft með hana fyrir aftan bak á myndum. Sú tilhneiging hvarf svo bara eftir því sem ég þroskaðist og þá varð maður bara eins og allir aðrir. Smátt og smátt hættir maður að pæla í þessu og flestir aðrir sömuleiðis.“ Hann hafi síðan aldrei orðið fyrir leiðindum eða aðkasti út af hend- inni. Mamma hans hafi haft meiri áhyggjur en hann. „Þótt mamma hefði miklar áhyggjur af því og spurði mig reglu- lega hvort fólk væri mikið að spyrja út í höndina.“ Í dag segir hann fólk almennt bara áhugasamt og forvit- ið, sem hann segir gott og blessað. Missir er miklu erfiðari Magnús hefur þegar rætt við fjóra einstaklinga fyrir verkið sitt og segir hann sögur þeirra og upplifun af útlimum sínum vera jafn ólíkar og fólkið sjálft. „Það er mismunandi hvort þú fæðist svona eða missir eitthvað,“ segir Magnús. „Það er miklu erfið- ara að missa eitthvað, því þá þarftu að læra allt upp á nýtt. Það er erfiðara að þurfa að venjast nýjum aðstæðum og takast á við hluti sem voru auðveldir áður. Sem þú þurftir ekki að hugsa um áður.“ Fyrsti viðmælandinn sem Magn- ús ræddi við fæddist án framhand- leggs öðrum megin og er því með stubb frá olnboga. Hann er búinn að venja heiminn við sína fötlun að sögn Magnúsar „þannig hann er bara orðinn vanur öllu.“ Annar viðmælandi hafði hins vegar misst framan af nokkrum fingrum í slysi. „Í þannig tilvikum getur verið erfiðara að ná aftur færni og venjast aftur hlutum sem maður var vanur að gera með fleiri putta.“ Hann segist vilja tala við f leiri einstaklinga fyrir verkið sitt, til að skapa heildarmynd sem sýni fjöl- breytileikann. Hann hvetur fólk til að hafa samband við sig, vilji það deila sögum sínum með honum. Sýnir það sem yfirleitt er falið Þetta er í fyrsta sinn sem Magnús vinnur að skúlptúrverki en árið 2018 gaf hann út örsagnasafn sem heitir Óbreytt ástand. Magnús stefnir á að setja upp skúlptúrsýninguna Lim(a)lestur í ágúst. Viðeigandi nafn þar sem bæði er lesið í limi og lestir limir til umfjöllunar. Hann vonast til að sýningin varpi ljósi á ýmsa ólíka fleti í tilvist fólks sem er öðruvísi og hvað það sé í raun ekkert mikið öðruvísi þegar öllu er á botninn hvolft. „Fræðsla í bland við fagurfræði,“ segir hann, en verkefnið hefur verið ofarlega í huga hans í þónokkurn tíma. „Já, ég hef verið að pæla í þessu lengi. Maður þekkir auðvitað hönd- ina sína en að sjá hana svona, ja, uppstillta, þá breytist sýn manns. Hún verður öðruvísi,“ segir hann. Viðmælendur hans voru mis- feimnir við að deila sögum sínum að sögn Magnúsar, en þó eru flestir tilbúnir að opna sig eftir smáspjall. Sögur þessara einstaklinga verða nýttar í texta- og hljóðverk, en eins og fyrr segir vinnur listamaðurinn einnig skúlptúra af óhefðbundnum útlimum viðmælenda sinna. Þann- ig veltir hann með verkefninu upp spurningum um hefðbundna feg- urð og stillir því upp sem yfirleitt er falið. Dýrmætt að kynnast ólíku fólki Magnús gerir skúlptúrana úr efni sem kallast algín og er unnið úr þörungum. Tannlæknar nota sama efni til að taka mót af gómum og tönnum fyrir spangir. „Sjálfur hef ég lært mikið af móta- gerðinni, sérstaklega þegar kemur að blöndun bæði gifsefnis og alg- ínatefnis, en líka bara í undirbún- ingi almennt, hvernig maður þarf að skipuleggja sig, en ekki vaða bara beint í verkefnið. Þá má segja að við- talsformið sé líka nýtt fyrir mér og reynslan af því að spjalla við fólk og spyrja það út í hitt og þetta hefur verið mjög dýrmæt.“ Megináherslan átti í fyrstu að vera á skúlptúrana á sýningu Magn- úsar, en hann uppgötvaði f ljótlega að sögur einstaklinganna sem hann hitti væru miklu áhugaverðari. „Þessi viðtöl eru bara miklu merkilegri, finnst mér. Það er miklu áhugaverðara að fá að kynnast alls konar ólíku fólki.“ Magnús fékk nokkurs konar sum- ar-listamannalaun fyrir verkefnið og er það hluti af Skapandi sumar- störfum í Kópavogi. Hann hefur unnið að verkinu í júní og heldur áfram í listsköpun sinni út júlí og stefnir svo á að halda einkasýningu í ágúst. ÞAÐ ER MIKLU ERFIÐARA AÐ MISSA EITTHVAÐ ÞVÍ ÞÁ ÞARFTU AÐ LÆRA ALLT UPP Á NÝTT. Magnús Jochum Pálsson segir að þótt hann þekki hönd sína vel hafi hann fengið nýja sýn á hana þegar hann horfir á hana uppstillta sem skúlptúr. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Magnús Jochum segist hafa gengið lengi með hugmyndina að skúlptúrsýningunni Lim(a)lestur, sem hann ætlar að opna í næsta mánuði og freista þess að velta upp spurningum um hefðbundna fegurð. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Töframaðurinn frá Riga lék við hvern sinn fingur Varfingrun er heldur sjaldgæfur fæðingargalli sem rekja má til þess að þroski handarinnar er truflaður í móðurkviði. Algengast er að truflunin hafi minnst áhrif á þumal, baugfingur og litla fingur, þannig að höndin þykir stundum minna á kló. Magnús segir að heilkennið hamli honum ekki og þótt honum hafi í gegnum tíðina boðist ýmis hjálpartæki telji hann þau í raun óþörf. Honum finnist hann þann- ig ekki geta kallað sig fatlaðan einstakling þótt hann sé með þessa óvenjulegu hendi. Hann er líka síður en svo einn um að láta varfingrunina ekki trufla sig og má til dæmis nefna sovéska stórmeistarann, og á sínum tíma heimsmeistara í skák, Mikhail Tal. Tal, sem var jafnan kallaður töframaðurinn frá Riga, þykir með sókndjörfustu skákmönn- um síðari tíma, en hann lék ekki aðeins við hvurn sinn fingur yfir reitunum 64, þar sem hann var einnig flinkur píanóleikari þrátt fyrir varfingrun á hægri hendi. Þá lét kóreski píanóleikarinn Lee Hee-ah ekki aftra sér að hann var aðeins með tvo fingur á hvorri hendi. Mikhail Tal, töframaður- inn frá Riga, var með varfingraða hægri hönd sem lítið bar á enda athyglin á afrekum hans við tafl- borið. MYND/ GETTY H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 19L A U G A R D A G U R 1 1 . J Ú L Í 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.