Fréttablaðið - 11.07.2020, Síða 22
Blúsuð blanda af
ensku og frönsku
Jón Óskar hefur aldrei farið
leynt með einlæga aðdáun sína
á Ringo Starr og hefur haldið
tvær myndlistarsýningar, mjög
svo ólíkar, en báðar tileinkaðar
honum.
„Ein þeirra var í Kling & Bang
með teikningum, eða öllu
heldur eiginlega málverkum,
á pappír. Myndir sem voru
allar tengdar Ringo. Bara svona
nostalgíukennt dæmi hjá mér,“
segir Jón Óskar.
„Fyrir nokkrum árum var ég
svo með sýningu í Tveimur
hröfnum sem hét Beaucoups of
Blues og hét eftir feikilega fínni
sólóplötu frá honum. Þetta
er svona kántrý-plata,“ segir
Jón Óskar, áður en hann rekur
söguna að baki plötunnar, sem
Ringo gerði ásamt bandaríska
gítarleikaranum Pete Drake árið
1970.
Sagan segir að Ringo hafi
boðist til þess að sækja Drake
út á flugvöll, sem var kominn
frá Nashville til þess að leika á
gítar á móti George Harrison í
hljóðveri. Drake hafi síðan orðið
gapandi hissa þegar hann komst
að því að bifreið Bítilsins var
drekkhlaðin kassettum með
kántrý-tónlist.
„Þeir fara svo að ræða þetta í
stúdíóinu og þegar þessi mikli
áhugi Ringos á kántrý-músík
kemur í ljós, segir hinn: „Ég skal
redda hljóðfæraleikurum og
við tökum upp plötu,“ segir
Jón Óskar. „Og hann náði bara
í landsliðið í Nashville og þessi
plata, sem heitir Beaucoups of
Blues og ég nefndi sýninguna
eftir, varð til út úr því.
Það er reyndar engin mynd
af Ringo þar, en þetta er svona
útlegging, aðallega út frá
titlinum, mér finnst þetta vera
svo flottur titill. Beaucoups of
Blues. Svona samsuða af ensku
og frönsku. Eitthvert mix.“
Trymbillinn Ringo Starr varð 80 ára í vikunni, fæddur í Liverpool 7. júlí 1940. Hann er vel hress eftir aldri og fagnaði tímamótunum
ásamt vinum og kunningjum með
tónleikum á netinu, þar sem hinn
eftirlifandi Bítillinn, Paul McCart-
ney, var meðal gesta.
„Hann er náttúrlega elstur af
þeim og er einn af þessum mönnum
sem lífið hefur alltaf leikið við, ein-
hvern veginn. Það er bara alltaf
einhver leikur í honum,“ segir
myndlistarmaðurinn Jón Óskar
um uppáhalds-Bítilinn sinn og telur
ýmislegt upp Ringo til tekna, fyrir
utan trommuleik með áhrifamestu
rokkhljómsveit fyrr og síðar.
„Hann fór í bíómyndir og það
gekk allt fínt. Það virðist alltaf bara
vera gaman hjá honum. Það hefur
aldrei verið basl. Hann var til dæmis
söluhæstur af Bítlunum í Bandaríkj-
unum á tímabili með sólóplötur og
svo er líka dálítið magnað að enn
þann dag í dag er hann með ríkustu
mönnum Breta. Sem ég fæ engan
botn í. En hefur haft tekjur af aug-
lýsingum og öllum fjáranum.“
Við þetta má síðan bæta að 2018
var Ringo sagður auðugasti trym-
bill í heimi en þá var hann metinn á
350 milljónir dollara. „Og hann átti
náttúrlega sætustu Bítlakonuna,
James Bond-leikkonuna,“ segir
Jón Óskar, en þau Barbara Bach og
Ringo gengu í hjónaband 1981, sama
ár og þau léku saman í gamanmynd-
inni Hellisbúanum, og hafa verið
óaðskiljanleg síðan.
Hugljómun í Tónabíói
Þegar æstir Bítlaaðdáendur eru ann-
ars vegar bylur jafnan hæst í þeim
sem hafa Paul og John í mestum
hávegum, þannig að Ringo-fólkið
virkar sem einhvers konar frávik í
risastóru menginu.
„Þetta náttúrlega byrjaði þannig
hjá mér og þegar ég heyrði í Bítlun-
um sem barn þá var Lennon svona
fyrsta átrúnaðargoðið og rosalegur
töffari,“ segir Jón Óskar sem sá ljós-
Ringo er
gæinn sem
er til í Kók
og Prins
Bítillinn Ringo Starr er áttræður og sæmi-
lega ern eftir aldri. Kannski vegna þess að
hann er „einn af þessum mönnum sem lífið
hefur alltaf leikið við,“ eins og myndlistar-
og Ringo-maðurinn Jón Óskar orðar það.
Lífsgleði og stöðug lukka einkenna elsta Bítilinn Ringo Starr að mati Jóns Óskars sem hefur áratugum saman verið ákafur Ringo-maður. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Jón Óskar
skipti Lennon
snemma út fyrir
Ringo vegna
heillandi per-
sónuleika hans.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
ið, eða Ringo í réttu ljósi, í Tónabíói
fyrir margt löngu.
„Þegar A Hard Days Night kom
til Íslands fór ég á hana nokkrum
sinnum, þó ekki jafn oft og Óttar
Felix Hauksson, og það er sena í
bíómyndinni þar sem Ringo er að
ráfa um borgina,“ segir Jón Óskar
og útskýrir hvernig þessi „melan-
kólíska og fallega sena“ kom til.
„Bítlarnir höfðu verið í partíi
kvöldið áður og áttu svo að mæta
um morguninn í myndatöku, en
þeir voru svo þunnir að þeir sváfu
bara áfram. Nema Ringo sem mætti
þunnur og þá ákvað leikstjórinn að
taka bara nokkur skot með honum,
sem varð bara ágætur kafli í mynd-
inni og hluti af melankólíunni er
sennilega hvað hann er þunnur,“
heldur Jón Óskar áfram og kemur
að kjarna málsins:
„Og þegar ég sá þessa bíómynd þá
áttaði ég mig á því hvað þetta var.
Þetta er gæinn sem hefði alveg verið
til í að fara með manni út í sjoppu og
fá sér Kók og Prins og svona og síðan
hef ég bara verið Ringo-maður.“
Sólargeislinn Ringo
Þótt Ringo hafi, eins og gengur og
gerist með trommuleikara, lamið
húðirnar með sínu örvhenta lagi í
bakgrunninum, heillaði hann þó
miklu fleiri en Jón Óskar í Reykjavík
horfinna daga.
„Þegar ameríska innrásin stóð
yfir þá var talað um að hann höfð-
aði sérstaklega til barna og mæðra
sem fannst hann álitlegasti tengda-
sonurinn af Bítlunum. Það er ein-
hver svona hlýja og góðmennska
sem hefur alltaf einkennt kallinn,“
segir Jón Óskar sem telur sig hafa
fundið skýringuna á þessum sér-
staka sjarma Ringo Starr.
„Ég held líka að skýringin á hvað
þetta er allt létt og kátt í kringum
hann, er að hann var sólargeisli í
fjölskyldunni. Hann var elskaður.
Hinir Bítlarnir eiga miklu tragísk-
ari bakgrunn, þar sem það er svona
meira basl og vesen.“
Jón Óskar minnir þó á að Ringo
hafi glímt við erfið veikindi í æsku
og eytt hluta hennar á spítölum.
„Hann var eitthvað veikur. En það
var allt látið eftir honum. Allar
frænkurnar og foreldrarnir og
svona þannig að það virkar á mann,
fyrir utan þessa sjúkrahúslegu sem
tók einhver tvö þrjú ár, eins og allt
hafi leikið við hann einhvern veg-
inn. Það er eins og það hafi alltaf
verið gaman.“
Smekklegur trymbill
Jón Óskar er ekki frá því að í öllu
talinu um tónsmíðar Johns og Pauls
og gítarsnilli George Harrisons vilji
það stundum gleymast að Ringo á
sinn sess í sögunni sem trommari.
„Annars er ég ekkert maðurinn til
að dæma svoleiðis, svona tónfræði-
lega. Ég ætla nú ekki að gefa mig út
fyrir það. Fyrir mér er þetta fyrst og
fremst bara spurning um karakter.
Hann var orðinn frægur á undan
þeim þegar hann var þarna í Rory
Storm and the Hurricanes, eða hvað
hún hét hljómsveitin. Þar var hann
heilmikil stjarna og var hafður
fremstur á sviðinu.
Eða það voru allaveganna einhver
sessjón þar sem hann var fremstur
og var mjög vinsæll í Liverpool
og þótti mjög f linkur í því að sitja
fremstur, berja bumbur og blikka
stelpur. Og svo fer hann yfir í Bítl-
ana náttúrlega og Rory Storm and
the Hurricanes leggst bara af,“ segir
Jón Óskar um þau stórmerki í ágúst
1962, þegar Ringo bauðst að ganga
til liðs við Bítlana í stað Pete Best.
„Það er stórmerkileg upptaka á
YouTube þar sem margir þekktir
trymblar fara yfir trommuleik Ring-
os og þykir mikið koma til ákveð-
innar tækni sem hann bjó yfir,“
segir Jón Óskar og bætir við að hann
veki af og til athygli á þessu mynd-
bandi til þess að minna á trommu-
hæfileika Ringos.
„Hann var hins vegar fyrst og
fremst trymbill sem spilaði með
laginu. Hann fer inn í laglínuna og
hefur alltaf þótt mjög smekklegur
trymbill.“
Þórarinn
Þórarinsson
thorarinn@frettabladid.is
1 1 . J Ú L Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð