Fréttablaðið - 11.07.2020, Blaðsíða 26
Það er þægilegra
fyrir plöntupíuna
að geta vökvað allar
plönturnar í einu.
Jóhanna María
Einarsdóttir
johannamaria@frettabladid.is
Hér er rætt um plöntuæðið sem hefur tröllriðið öllu að undanförnu. Víða um heim
poppa upp svartir plöntumarkaðir
með sjaldséðar plöntur. Einnig
eru stunduð afleggjaraskipti á
Facebook og auglýstum plöntu-
mörkuðum. Hafsteinn Hafliða,
plöntupabbi okkar allra, er svo lík-
lega einn af vinsælustu mönnum
landsins, eftir að hafa stofnað
Stofublóm, inniblóm, pottablóm-
hópinn á Facebook. Þessar síður
eru mjög vinsælar.
Ekki misskilja mig. Plöntur eru
vissulega frábær leið til þess að
gera heimilið hlýlegra, fallegra,
heimilislegra og einfaldlega betra.
En sá böggull fylgir skammrifi
að það er ekki einfaldlega hægt
að skilja við þær eftirlitslausar til
lengri tíma.
Nú er ferðahugur í mörgum
og ólíklegasta fólk er farið að
koma sér upp útilegugræjum
fyrir sumarið. Nú á sko að upplifa
Ísland í allri sinni dýrð, því ekki er
í boði að skjótast til Tene eða Bene
sjöunda sumarið í röð. En hvað á
að gera við blómin á meðan? Hér
eru nokkrar leiðir, sem vefmið-
illinn Apartment Therapy hefur
tekið saman, til þess að halda
lífi í jurtabörnunum á meðan
þú þeysist á milli fossa og jökla á
fögru landi ísa.
Hvað verður um plönturnar
á meðan þú ert í sumarfríi?
Nýtt „trend“ hefur tekið sér bólfestu í landanum. Líkt og tískan sem fer sífellt í hringi, hefur þetta
æði ekki verið jafnríkjandi síðan það toppaði, á sjöunda og áttunda áratugnum. Einhver þarf þó
að hugsa um þessa dýrgripi á meðan fólk skreppur í ferðalag. Ýmis ráð eru til við vökvun blóma.
Gott er að safna plöntunum á einn stað í íbúðinni, til að auðvelda vökvun-
ina fyrir plöntupíuna. Það gerir starfið einfaldara fyrir þann sem vökvar.
Ýmsar leiðir er
hægt að fara til
þess að halda
lífi í þessum
gleðigjöfum
heimilisins.
„Terrarium“ aðferðin
Byrjaðu á því að fjarlægja öll dauð
lauf af plöntunum áður en þú ferð í
frí. Gefðu hverri jurt vel að drekka,
en passaðu að fjarlægja allt vatn
úr undirskálum svo að plönturnar
drukkni nú ekki. Komdu öllum
blómum og jurtum fyrir á stað í
íbúðinni þar sem kemur ekkert
beint sólarljós. Baðker með stein-
völum og smá vatni í botninum
henta oft vel. Einnig er hægt að
nota bakka með steinvölum og
smá vatni.
Næst skaltu leggja plastfilmu
yfir plönturnar til þess að búa til
eins konar innanhúss gróðurhús.
Notaðu spýtur eða annað til að
halda plastinu af plöntunum.
Rakinn sem myndast frá vatninu
í botninum helst innan plastsins
og getur haldið plöntunum þínum
hamingjusömum í allt að tvær
vikur.
Einnig er hægt að búa til „terr-
arium“ fyrir hverja plöntu fyrir sig.
Gerðu göt á plastið svo það hleypi
lofti inn og út og lokaðu pokaop-
inu með teygju eða öðru.
Vökvunarkúlur
Vökvunarkúlur fást í ýmsum
blómabúðum og geta haldið
plöntunum þínum votum í nokkra
daga og jafnvel vikur, en tíminn
fer eftir því hversu þurrt eða rakt
andrúmsloftið er og hversu mikið
vatn plantan þarf. Sumir nota
vökvunarkúlur hvort sem þeir eru
í fríi eða ekki, enda afar hentugar
og þægilegar í notkun.
Sjálfvökvandi kerfi
Einnig er hægt að nota sjálfvökv-
andi kerfi, sem flytja vatn frá
vatnsuppsprettu til plantnanna.
Hægt er að fjárfesta í slíku kerfi
eða búa það til sjálfur. Grunnhug-
myndin er að nota gegnumbleyt-
anlegt efni, eða rör, sem tengir
jarðveg plöntunnar við vatnstank
svo að plantan geti tekið til sín það
vatn sem hún þarf. Einnig eru til
kerfi sem vökva margar plöntur í
einu.
Haltu jarðveginum rökum
Hér er grunnhugmyndin sú að
koma í veg fyrir að jarðvegurinn
þorni upp. Þá er hægt að bæta við
vatni í moldina, sem og að auka
við jarðveginn svo hann haldi
meira vatni í sér. Rakakristallar
fást í blómabúðum og hjálpa til við
að halda jarðveginum rökum til
lengri tíma.
Þá er einnig hægt að klippa raka-
dræga hlutann úr bleyjum, bleyta
hann upp og setja í jarðveginn.
Passaðu að setja úrklippuna í
hliðina á pottinum og að hann sé
ekki fyrir dreninu. Einnig má setja
blautt dagblað ofan á jarðveginn
til að halda honum votum í ein-
hverja daga.
Svo er hægt að umpotta
plöntunni áður en maður heldur í
frí. Ferskur jarðvegur heldur meira
vatni og þornar síður.
Ráddu til þín plöntupíu
Ef þú þekkir einhvern sem þú
treystir, sem er tilbúinn að koma
við heima hjá þér og vökva plönt-
urnar þínar endrum og eins, er það
auðvitað frábær kostur. Passaðu
að skilja eftir nákvæmar leið-
beiningar um hvað hver planta vill
og íhugaðu það að setja plönturnar
allar á sama stað, sem fær næga,
óbeina birtu. Það er einnig þægi-
legra fyrir plöntupíuna að geta
vökvað allar plönturnar í einu og
hann eða hún þarf ekki að ganga
út um allt hús að leita að plöntum
til að vökva.
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 1 . J Ú L Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R