Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.07.2020, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 11.07.2020, Qupperneq 30
Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Matjurtakassar Margrétar eru algjörlega hennar hug-mynd og hönnun, en þeir áttu bara að vera til einkanota. En vinir hennar og vandamenn voru svo hrifnir af kössunum að hún smíðaði nokkra fleiri fyrir þá og ákvað að deila myndum af þeim á Facebook. Hún átti ekki von á þeim viðbrögðum sem hún fékk. „Þetta hófst þannig að áður en COVID kom sagði ég upp vinnunni minni. Ég vissi náttúrlega ekkert að COVID væri að koma, en ég er með fyrirtæki sem heitir Verum góð og hef verið að halda fyrir- lestra og námskeið tengt því. En svo var allt í einu komið COVID og ég var þar af leiðandi ekki að halda neina fyrirlestra. Ég var þess vegna bara að dunda mér við að smíða kassana. Það var svo algjör skyndihugdetta að pósta þeim á Facebook og það endaði á að ég smíðaði 68 kassa á sex vikum,“ segir Margrét. „Ég hef lengi verið að smíða sem hobbí. Ég hef mjög gaman af því, ég hef smíðað skjólveggi og palla Smíðaði 68 kassa á sex vikum Margrét Sigurðardóttir fékk þá hugmynd fyrir nokkrum árum að smíða matjurtakassa til að hafa á veröndinni hjá sér. Kassagerðin tók svo óvænta stefnu þegar hún varð að fullri vinnu í vor. Margrét byrjaði að smíða kassana til einkanota og fyrir nokkra vini. Kassarnir eru til í ýmsum stærðum og eru huggulegir í garðinum. Á kössunum er áfast lok úr sterku plasti. og parketlagt og ýmislegt f leira smíðatengt svo ég kunni að smíða áður en ég byrjaði á þessu,“ segir Margrét. „Ég hef fengið svo mikið af jákvæðum athugasemdum að ég er búin að ákveða að ég ætla að halda áfram með þetta verkefni. Fólki er velkomið að finna mig á Facebook og senda skilaboð, ef það vill kassa. En svo er heimasíða í vinnslu fyrir fyrirtækið og þá mun ég auglýsa þá þar.“ Dásamlegt að vera úti að smíða Kassana hefur Margrét smíðað úti á veröndinni hjá sér, en hún segir það hafa verið algjörlega dásam- legt í vor og núna í sumar, að vera heima að smíða. „Kassarnir eru í ákveðnum stærðum, en fólk hefur líka gert sérpöntun hjá mér, til dæmis ef það vill að kassarnir passi í ákveð- ið rými. Þess vegna hef ég búið til svalakassa sem ég var ekki með í upphafi,“ útskýrir Margrét. „Það sem er gott við kassana er að inni í þeim er sterkur og góður jarðvegsdúkur og yfir þeim er plastdúkur úr plasti sem er notað í alvöru gróðurhús. Þetta er alveg níðsterkt. Ég veit það sjálf því ég er með svona kassa hjá mér og ég geymi þá úti allt árið. Út af jarð- vegsdúknum kemst engin óværa í þá eins og sniglar eða annað og moldin helst mjög góð.“ Minnsta kassann kallar Margrét kryddkassa því hún segir hann mjög hentugan til að rækta krydd- plöntur, en hann er samt nógu djúpur til að hægt sé að rækta í honum salatblöð eða kál. „Stærri kassarnir eru það djúpir að það er hægt að vera með kartöflur í þeim. En það gera það ekki margir. Þú færð ekki margar kartöflur úr einum kassa,“ segir Margrét. „Það er mjög gott að rækta í þessum kössum. Þeir eru sterkir og góðir, svo fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af að geyma þá úti. Ef fólk vill þá bæsa ég þá líka, svo þeir eru bæði huggulegir og endast.“ SG Hús hefur byggt yfir 1400 timburhús frá árinu 1966 vítt og breytt um landið Lögð er áhersla á smíði vandaðra umhverfisvænna timburhúsa sem eru hönnuð og byggð fyrir íslenskar aðstæður. Fjölbreytilegt veður- farið á Íslandi gerir miklar kröfur um vönduð vinnubrögð og reynsla starfsfólks okkar eykur öryggi og gæði húsanna. ÍSLENSK HÖNNUN OG FRAMLEIÐSLA ÍBÚÐARHÚS - FJÖLNOTAHÚS - KRAFTSPERRUR - SUMARHÚS 4 KYNNINGARBLAÐ 1 1 . J Ú L Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RÍSLENSKT – GJÖRIÐ SVO VEL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.