Fréttablaðið - 11.07.2020, Qupperneq 44
Nú standa yfir
breytingar og
betrumbætur á gróður-
húsunum og er von á
fyrstu uppskeru í októ-
ber.“
Hrafnhildur lauk nýverið námi. „Ég er 22 ára garð-yrkjufræðingur, en ég
útskrifaðist af ylræktarbraut við
Landbúnaðarháskóla Íslands í vor.“
Gott og gefandi
Hrafnhildur ákvað að feta í fótspor
foreldra sinna og kveðst vera á hár-
réttri hillu í lífinu. „Það kom fátt
annað til greina eftir að ég kláraði
menntaskóla en að ég myndi fara
í garðyrkjunám til að starfa í Sól-
byrgi og kannski einn daginn taka
við rekstrinum. Það kemst lítið
annað fyrir hjá mér en plöntur
og umstangið í kringum þær, en
heimilið mitt er einnig stútfullt af
pottaplöntum. Það er svo gott og
gefandi að geta unnið við áhuga-
málið sitt,“ segir hún.
„Kærasti minn hefur einnig
Aldrei stigið fæti í gróðurhús
Sólbyrgi er garðyrkjustöð rekin af hjónunum Einari og Nönnu, ásamt dóttur þeirra Hrafnhildi.
Fjölskyldan flutti frá Vestmannaeyjum til Borgarfjarðar fyrir tólf árum og hóf matjurtaræktun.
Hrafnhildur
Einarsdóttir
útskrifaðist
sem garðyrkju-
fræðingur í vor.
Hrafnhildur ásamt kærasta sínum og foreldrum, Einari og Kristjönu.
brennandi áhuga og starfar í Sól-
byrgi, ásamt körfuboltaþjálfun. Öll
sumur sem barn hef ég unnið í Sól-
byrgi, að undanskildum tveimur
árum en þá vann ég einnig sem
kokkur í Krauma, en þeir leggja
mikla áherslu á að nota matvæli úr
héraði og gat ég þá eldað með mat-
jurtum sem ég hafði ræktað.“
Athygli vekur að foreldrar
Hrafnhildar höfðu hvorugt neina
reynslu á sviði gróðurræktar
þegar þau ákváðu að slá til, f lytjast
búferlum og byrja að rækta gul-
rætur. „Við fluttum í Sólbyrgi frá
Vestmannaeyjum 2008. Pabbi var
sjómaður og mamma vann hjá
Íslandspósti, en hvorugt þeirra
hafði komið inn í gróðurhús
áður. Við börnin erum þrjú, bæði
systkini mín búa á Akranesi og eru
þar í skóla og vinnu.“
Uppskera í október
Fjölskyldan ræktar nú ýmislegt
fleira en gulrætur. „Í fyrstu rækt-
uðum við gulrætur, en færðum
okk ur síðar í ræktun á tómötum,
gúrkum og fleiri tegundum til að
hafa úrvalið sem fjölbreyttast.
Árið 2014 hófum við tilraunir á
jarðarberjaræktun og héldum því
ótrauð áfram til ársins 2018, þegar
Rarik og veðrið setti stórt strik
í reikninginn. Þá stóðu gróður-
húsin okkar tóm og voru nýtt sem
geymsluhúsnæði fyrir ferðavagna
og bíla.“
Það er nóg á döfinni hjá fjöl-
skyldunni í Sólbyrgi. „Með nýjan
garðyrkjufræðing á bæ og ný tæki-
færi, höfum við ákveðið að snúa
okkur að ræktun á ný. Nú standa
yfir breytingar og betrumbætur á
gróðurhúsunum og er von á fyrstu
uppskeru í október.“
Áhugasömum stendur nú til
boða að heimsækja gróðrar-
stöðina. „Við höfum tekið á móti
hópum inn í gróðurhús til að leyfa
fólki að upplifa og sjá hvaðan
maturinn kemur á diskinn. Þá
ákváðum við að opna inn í gróður-
hús einn laugardag í mánuði og
hafa matarmarkað með ýmsum
framleiðendum úr héraði. Næsti
markaður er 11. júlí, en viðburðinn
má finna á Fésbókarsíðunni Sól-
byrgi.“
H
I L
M A . I S
H
Ö
N
N U N O G H A N
D V
E R
K
6 KYNNINGARBLAÐ 1 1 . J Ú L Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RÍSLENSKT – GJÖRIÐ SVO VEL