Fréttablaðið - 11.07.2020, Side 47

Fréttablaðið - 11.07.2020, Side 47
Freyðiefni í sjampói eru ónauðsyn- leg aukaefni sem plata þig til þess að nota meira en þú þarft. Allar líkur eru á því að þú sért að nota allt of mikið af sjampói í hárið. Margir telja að magn hársápu fari eftir lengd og magni hárs. Staðreynd­ in er sú að þegar við „þvoum á okkur hárið“, eigum við ekki að vera að þvo hárið, heldur hár­ svörðinn. Gefum okkur að f lestir sem nota hársápu noti hana nokkuð reglulega, hvort sem það er einu sinni á dag, tvisvar í viku eða tvisvar í mánuði. Hársérfræðing­ ar mæla með því magni af hár­ sápu í hársvörðinn sem nemur um það bil tveimur ertum. Sápan skolast svo í gegnum hárið og hreinsar það örlítið í leiðinni. Nú eru f lestir með svipaðan fersentimetrafjölda af hársverði og því ættu tvær ertur af sjampói að duga í þinn hársvörð. Við notum allt of mikið af sjampói Malala Yousafzai er orðin 23 ára. MYND/GETTY Á þessum degi, 12. júlí árið 1997, fæddist Nóbels­verðlaunahafinn Malala Yousafzai í Pakistan. Árið 2012 var hún skotin í höfuðið af talí­ bönum, en læknum tókst að bjarga lífi hennar. Eftir árásina varð Malala áberandi talskona fyrir réttindum pakistanskra stúlkna til að sækja sér menntun og varð hún f ljótt heimsþekkt fyrir þraut seigju sína og hug r­ ekki. Árið 2014 fékk hún Nób­ elsverðlaunin og varð þar með yngsta manneskj an sem hlotnast hefur sá heiður. Peningaverðlaunin sem hún fékk notaði hún til þess að byggja skóla fyrir stúlkur í Pakistan. Malala útskrifaðist nýverið úr Oxford og sagði af því tilefni á Instagram að nú væri kominn tími á smá Netf lix, lestur og svefn. Hetja fagnar afmæli Sumir vilja meina að það ætti alltaf að nota sólarvörn, líka þegar það er skýjað. MYND/GETTY Sólarvörn verndar húðina gegn skaðlegri útfjólublárri geislun sólarinnar. Við vitum öll að það borgar sig að nota sólar­ vörn til að verjast sterkri sól, en sumir vilja meina að það ætti alltaf að nota hana, líka þegar það er skýjað. Þegar það er skýjað komast 80% sólargeisla í gegnum skýin, þannig að húðin getur samt orðið fyrir óhollri geislun. Snjór getur líka endurkastað allt að 80% af útfjólu­ blárri geislun sólarinnar og eftir því sem fólk fer í meiri hæð verður það fyrir meiri geislun, þannig að það er bráðnauðsynlegt að hafa sólarvörn með í fjalla­ og skíða­ ferðir. Sólarvörn minnkar hættuna á húðkrabbameini um helming og hægir á öldrun húðarinnar. Útfjólublá geislun getur valdið krabbameini og gefur húðinni líka eldra og hrukkóttara útlit. Rannsóknir sýna að þeir sem eru undir 55 ára aldri og nota sólar­ vörn reglulega minnka verulega hættuna á að fá öldrunarmerki á húðina. Sólarvörn viðheldur líka jöfnum húðlit með því að koma í veg fyrir að sólin breyti litnum. Mælt er með því að nota alltaf sólarvörn sem er að minnsta kosti SPF 15, en sumir læknar segja að ekkert undir 30 dugi. Sólarvörnin er lífsbjörg stendur vörð um þína heilsu Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. Af bæði eigin reynslu og í gegnum starf mitt sem hjúkrunarfræðingur hef ég áttað mig á því hversu stór partur af heilsu fólks er tengdur meltingarveginum. Regluleg inntaka á góðgerlum styður við heilbrigða þarmaflóru og eflir ónæmiskerfið. Ég get svo sannarlega mælt með Bio-Kult vörunum sem hluta af heilbrigðum lífsstíl. Laufey Steindórsdóttir, hjúkrunarfræðingur og jógakennari. ÖFLUGIR GÓÐGERLAR fyrir alla fjölskylduna FÓLK KYNNINGARBLAÐ 5 L AU G A R DAG U R 1 1 . J Ú L Í 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.