Fréttablaðið - 11.07.2020, Page 52

Fréttablaðið - 11.07.2020, Page 52
Það að stofna til f jöl­skyldu er ein af stóru ákvörðunum lífsins, í kjölfar þess að hafa fundið þann eina eða einu réttu sem stefnt er að því að eyða ævinni með, eru barneignir hluti af næstu skrefum hjá mjög mörgum. Eins og við þekkjum þá er lífið samt ekki alveg svona einfalt og ekki endilega í ein­ hvers konar röð og reglu. Það væri býsna sérstakt ef allir færu sömu leið. Sumir geta skipu­ lagt og undirbúið sig undir það að stofna fjölskyldu, aðrir eru komnir á þann stað í upphafi sambands og þannig mætti lengi telja. Þá eru til pör sem glíma við erfiðleika við að eignast barn og er f lækjustigið þá orðið enn hærra. Náttúran ræður för Í líffræðilegum skilningi er það svo, að það þarf talsvert mikið til að geta eignast barn, það þarf allt að ganga upp ef svo má segja og náttúran sér svo sem um það mestmegnis sjálf. Þegar við erum ung þá eru meiri líkur á þungun og sömuleiðis eru þá meiri líkur almennt á að eignast barn sem er heilbrigt. Þetta er þó, eins og allt annað, ekki algilt. Við vitum að með auknum aldri kvenna minnkar frjósemi þeirra og að sama skapi er ákveðin áhætta á vandamálum sem geta fylgt bæði meðgöngunni sjálfri og heilbrigði barnsins. Fósturgallar eru algeng­ ari með auknum aldri, þá er einnig líklegra að konur sem eru eldri en 35 ára geti misst fóstur snemma á meðgöngu. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á aukna áhættu á að þróa með sér vandamál líkt og meðgöngusykur­ sýki, að legkaka verði fyrirstæð, aukna hættu á blæðingum og hækk­ andi keisaratíðni. Það að fæða fyrir tímann hefur verið hluti af þessari umræðu einnig og eru menn ekki alveg sammála um hvort aukinn aldur sé þar hluti af f leiri fyrirbura­ fæðingum. Frumbyrjur eldri en áður Með breytingum á lífsstíl, umhverfi okkar, menntun og starfi, hefur þró­ unin á Vesturlöndum og víðar orðið sú að konur eignast sín fyrstu börn síðar en áður og er þess vegna verið að horfa til aldursbila, þegar rann­ sóknir eru gerðar á meðgöngu og fæðingu kvenna. Við höfum einnig glímt við það í gegnum tíðina að það að konur eignist börn of snemma og séu ekki tilbúnar að stofna til fjöl­ skyldu, getur að sama skapi haft veruleg áhrif á líf einstaklinga. Þannig að það er ekki til neitt eitt svar við því hvenær er rétti tíminn og þurfa einstaklingar og pör að hafa það í huga. Það má heldur ekki gleyma því að það geta verið kostir við að eignast barn síðar á lífsleiðinni og fyrir utan þekkta áhættu sem ég kem að hér að ofanverðu, eru gögn sem styðja það að börn mæðra sem fæða eftir 35 ára aldurinn séu mögulega með minni líkur á hegðunarrösk­ unum og félagslegum vanda síðar á lífsleiðinni, svo eitthvað sé nefnt. Þarna vantar okkur enn talsvert af gögnum til að geta fullyrt slíkt með einhverri vissu. Stress og frjósemi Streita og álag vega mjög þungt í getu okkar til að eignast börn og er umræða um það að bæði frjósemi karla og kvenna líði verulega fyrir slíkt ástand. Með nýrri tækni og aukinni þekkingu erum við á þeim stað í dag að geta aðstoðað pör við barneignir með allt öðrum hætti en þekkst hafði. Það fylgir mikil van­ líðan því að geta ekki eignast börn og að reyna ítrekað en mistakast, jafnvel með aðstoð frjósemisað­ gerða. Það er ekki hægt að tryggja að slík meðferð gangi upp, en okkur hefur miðað vel á síðustu árum. Við þekkjum dæmi þess einnig að pör hafi með aðstoð eignast börn, eftir að hafa reynt árangurslaust um árabil að geta barn, í kjölfar þeirrar hamingju eignast parið jafnvel aftur barn án allrar aðstoðar. Það er sér­ stakt rannsóknarefni og er verið að skoða í dag. Að eignast barn Ákvörðunin ein og sér um að vilja eignast barn hrekkur skammt, þar sem margt þarf að ganga upp til þess að getnaður eigi sér stað, og náttúran er við völd og ræður úrslitum. Í líffræðilegum skilningi er það svo, að það þarf talsvert mikið til að geta eignast barn. Teitur Guðmundsson læknir Magasýra og framleiðsla hennar fer fram með reglu­bundnum hætti og er hluti af meltingu okkar og nauðsynleg til að brjóta niður matinn og stuðla að upptöku næringar. Þessi sama sýra getur líka verið til vandræða, en maginn er með náttúrulega vörn gegn lágu sýrustigi ef hann er heil­ brigður og við finnum alla jafna ekki fyrir honum. Þegar magasýran sem við fram­ leiðum lekur upp eftir vélindanu sem er ekki útbúið sömu vörnum og maginn, finnum við fyrir brjóst­ sviða eða bakflæðieinkennum. Ekki finna allir eins fyrir þessu og getur sumt fólk upplifað uppþembu, ropa og aukið loft, verki fyrir brjósti og kyngingartruflanir eru oft nefndar sem einkenni. Þeir sem hafa bak­ f læði á nóttunni geta upplifað hósta, ræskingar að morgni, verri svefngæði og versnun á lungnasjúk­ dómum eins og astma. Það getur verið fullkomlega eðlilegt að finna fyrir brjóstsviða til dæmis eftir að hafa borðað eða drukkið fullmikið, ákveðnar fæðu­ tegundir ýta sérstaklega undir sýringu og aukin einkenni. Ef þetta er af og til er kannski ekki ástæða til að gera mikið í málinu og ef aug­ ljósar ástæður liggja að baki. Hins vegar er rétt að leita læknis og fá mat á því ef einkenni koma fram reglulega eða eru tíð. Sérstaklega ef upp koma versnanir, kyngingar­ truf lanir, tannlæknirinn sér gler­ ungseyðingu í skoðun sem er ekki hægt að tengja við annað og þannig mætti lengi telja. Ef einkenni eru ítrekuð og lang­ varandi getur það leitt til vandræða í vélinda, þar sem slímhúðin getur breytt sér og jafnvel myndað mein sem eru verulega erfið meðhöndl­ unar. Það er því gott ráð að skoða vel mataræði, inntöku og samhengi við einkenni. Draga úr neyslu þeirra matvæla sem ýta undir, sofa með hátt undir höfði. Sumir vilja nota sýrustillandi sem er hægt að kaupa í apóteki og svo auðvitað lyfseðils­ skyld lyf sem hindra framleiðslu sýr­ unnar. Eðlilegt er þó að leita læknis og jafnvel láta meta með magaspegl­ un ástand slímhúðar og leggja upp með plan fyrir framhaldið. Góð ráð gegn bakflæðinu Brjóstsviði er stundum fullkomlega eðlilegur. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Í dag vitum við að krabbamein þróast að hluta til vegna smit­sjúkdóma sem herja á okkur mannfólkið og eru túlkaðir sem sérstakir áhættuþættir fyrir því að mynda það. Slíkir sjúkdómar geta verið lúmskir og tekið langan tíma að þróast í þessa átt hjá sjúklingum. Það er því mikilvægt að vera vel meðvitaður um þá áhættu og reyna að verjast þeim. Í dag erum við til dæmis búin að innleiða í íslensku heilbrigðiskerfi bólusetningu gegn veiru sem kölluð er Human Papil­ loma Virus eða HPV og fá ungar stúlkur slíka við 12 ára aldur í heilsugæslu, sem hluta af almenn­ um forvörnum. Það er þekkt að vörtuveiran svo­ kallaða er með mörg af brigði líkt og veirur eru gjarnan, en talið er að ákveðnir stofnar hennar sé sérstak­ lega krabbameinsvaldandi og séu til að mynda meginorsökin fyrir því að konur þróa með sér leghálskrabba­ mein. Hluti af átaki til forvarna gegn krabbameinum eins og þekkt er, fer fram með skimun í leghálsi eftir frumubreytingum, sem oftar en ekki tengjast einmitt þessum tegundum veiru. Bóluefnið er hér talið vernda konur gegn þessari vá. Þá má þó ekki gleyma því að kynfæravörtur eða vörtuveiru­ sjúkdómur af þessum toga er einn­ ig algengur hjá körlum og hefur ekki náðst í gegn að unglingspiltar verði bólusettir til jafns við stúlkur. Krabbamein af völdum HPV veiru er ekki bundið við legháls, þó það sé algengast, heldur getur það einn­ ig myndast við endaþarm, munn­ hol, getnaðarlim og í raun í slímhúð almennt. Þannig er frægt krabba­ Kynsjúkdómar og krabbamein Smokkurinn er eina raunveru- lega forvörnin gegn kynsjúk- dómum. FRÉTTA- BLAÐIÐ/GETTY meinið hans Michael Douglas, Hollywood leikara, sem hann fékk af völdum þessarar veiru í hálsinn og fannst við speglun og skoðun á hálsi vegna þrálátra einkenna hans þar. Aðrir smitsjúkdómar sem falla undir f lokk kynsjúkdóma og geta valdið krabbameinum er HIV veiru­ sjúkdómur, en við framgang hans og veiklun ónæmiskerfisins kemur upp krabbamein sem kallað er Kaposi sarkoma og getur komið fram í húð og öðrum líffærum, sem og eitlum. Þá er aukin áhætta á B frumu meini, svokallað Non Hodgkin’s Lymp­ homa og svo líkt og við vörtuveiru er aukin áhætta á leghálskrabba­ meini hjá þeim sjúklingum sem þróa alvarlegri stig sjúkdómsins. Lifrarbólga B og C sem smitast einnig við kynmök er veirusjúk­ dómur sem getur leitt til lifrar­ krabbameins og er vel þekkt teng­ ing þar á milli. Aðrir kynsjúkdómar valda síður krabbameinum, þó það sé ekkert útilokað í grunninn. Mik­ ilvægt er að átta sig á því að þessir sjúkdómar eru vitanlega í grunn­ inn ekki jafn alvarlegir. Engin bólu­ setning er til við lifrarbólgu C né við HIV, en þróun meðferðar hefur gefið góða raun á undanförnum árum. Krabbamein er alltaf alvar­ legur hlutur og því er mikilvægt að vera vel á varðbergi og nota smokkinn, sem er eina raunveru­ lega forvörnin gegn því að smitast af kynsjúkdómum, auk þess að hindra annan vessa og slímhúðar­ kontakt. Förum varlega og förum í tékk reglulega. STREITA OG ÁLAG VEGA MJÖG ÞUNGT Í GETU OKKAR TIL AÐ EIGNAST BÖRN . 1 1 . J Ú L Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.