Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2020, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2020, Page 27
TÍMAVÉLIN Í viðtali við Morgunblaðið árið 1994 rifjaði Ragnar upp hvernig Sumargleðin varð til. Árið 1971 var hann að vinna fyrir Sjálfstæðis- flokkinn á svokölluðum hér- aðsmótum með Svavari Gests. „Þar skemmtum við á milli ræða og lékum svo fyrir dansleik á eftir og gafst þetta vel. Þegar Svavar hætti, tók ég við hljómsveitinni og þeg- ar héraðsmótin voru aflögð ákvað ég að halda áfram með skemmtanir í þessum dúr.“ Allt fylltist á augabragði Í ævisögu sinni árið 1992 rifjar Ragnar upp þegar hann bar hugmyndina undir Ómar Ragnarsson, sem þá var fréttamaður og lands- þekktur skemmtikraftur. „Við Ómar vorum sammála um að í stað þess að vera með fólk á fleygiferð út úr salnum væri nær að reyna að halda því inni – og til þess kunnum við ráð! Það var þá sem hugmyndin að Sumar- gleðinni kviknaði. Við sáum að skemmtun hlyti að ganga miklu betur ef við værum án stjórnmálamanna og ræðu- halda. Það kom líka á daginn að var rétt mat. Síðar, þegar ljóst var að héraðsmótin yrðu ekki haldin oftar, fór ég til Ómars og sagði: „Nú er ég að hugsa um að láta þetta verða að veruleika næsta sumar! Þú verður með, er það ekki?“ Ómar var í fyrstu dálítið hikandi þegar á reyndi því að hann hafði í raun nóg að gera – en ákvað svo að slá til. Síðan gaf ég þessu fyrirbæri nafnið Sumargleðin.“ Í umfjöllun Ský árið 2008 voru árdagar Sumargleð- innar einnig rifjaðir upp: „Fyrsta skemmtun Sumar- gleðinnar var auglýst í Húna- veri sumarið 1972. Skemmt- unin átti að hefjast kl. 21.00 en það var enginn mættur þegar klukkan var langt gengin í tíu. Skömmu seinna birtust fyrstu gestirnir og það var engu líkara en send hefðu verið út skilaboð um alla sveitina því það fylltist allt á augabragði. Skemmt- unin og ballið tókust vonum framar og Sumargleðin naut þess að gleðja landann næstu sumur.“ Stappfullt félagsheimili Meðlimir hljómsveitar- innar tóku jafnan virkan þátt í skemmtiatriðunum. Undirbúningur hófst upp úr áramótum á hverju ári þegar liðið hittist í klukkutíma í senn og lét allt vaða. Á daginn voru skemmtiatriði fyrir börn og fjölskyldur og á kvöldin var dansað inn í nótt- ina þar sem Ómar Ragnars- son tók slagarann Sveitaball og tjúttaði uppi á sviði. „Það var mikill söngur í þessu og við vorum með allt efni frumsamið. Ómar bjó til dæmis til mikið af textum. Ég bjó til grind af dagskránni og svo unnum við þetta í sam- einingu. Við spiluðum bingó þar sem bíll var í verðlaun, vorum með alls konar uppá- komur, getraunir, skemmti- þætti, grínþætti, söng og músík og svo var gífurlegt fjör á ballinu. Við vorum með eftirhermur, notuðum nöfn á fólki úr plássunum og fengum fólkið til að hjálpa okkur en það hafði mjög gaman af því. Við vorum með barna- skemmtanir á sunnudögum og laugardögum og létum krakkana taka mikinn þátt í þeim,“ rifjaði Ragnar upp í viðtalið við Morgunblaðið árið 1994. Elfar Logi Hannesson leik- ari skrifaði á dögunum pistil á vef BB þar sem hann rifjar upp þegar hann var lítill strákur á áttunda áratugnum og Sumargleðin kom í bæinn. „Vel man ég þegar Sumar- gleðin kom á Bíldudal. Rosa- lega höfðum við krakkarnir gaman og víst fengum við að taka virkan þátt í skemmtun- inni. Það var alltaf stappfullt félagsheimili og orkan í saln- um áður en tjaldið var dregið frá eins og í alvöru kaboja- mynd. Þakið var nærri farið af kofanum. En um leið og ljósin voru dempuð í leikhús- inu á Bíldudal varð þögnin í áhorfendasalnum líkt og hjá látbragðsleikara. Samt var engin af okkur púkunum á rítalíni. Svo byrjaði fjörið.“ Árið 1974 gengu skemmti- kraftarnir Halli og Laddi til liðs við Sumargleðina. Í ævi- sögu sinni árið 1991 kallar Laddi Sumargleðina „eitt frægasta fyrirbæri sem sést hefur í íslensku skemmtana- lífi“ og bætir við að „sagn- fræðingar eða þjóðfélags- fræðingar eiga örugglega eftir að skrifa um hana þykk- ar bækur.“ Hann rifjar einnig upp hversu skemmtileg ferða- lögin voru þegar Sumargleðin flakkaði út um allt land. „Það var alls staðar hús- fyllir. Ég hafði ekki haft hug- mynd um að það byggi svona margt fólk í landinu, en það var eins og það sprytti upp úr fjöllum og dölum og móum og mýrum. Við ókum um eyði- legar sveitir og komum inn í kaupstaði þar sem engan var að sjá á götum úti og um kvöldið var síðan fullt út úr dyrum í félagsheimilinu.“ Hættu á toppnum Frá 1980 var Sumargleðin einnig haldin í Reykjavík á haustin og stundum fram í desember, fyrst á Sögu og síð- an á Broadway. Sumargleðin fór í síðustu landsreisuna 1986, en þá var markaðurinn orðinn svo breyttur að menn töldu ekki ráðlegt að halda þessu áfram. Í viðtali við DV árið 2006 sagði Ragnar að Sumargleð- in hefði hætt á toppnum og því væru minningarnar frá þessum tímum afar góðar. „Við bulluðum og grínuðum út í eitt og þessi tími var sá allra gleðilegasti í mínu lífi. Það var mjög gefandi að ferðast um landið og kynnast Íslendingum.“ n Sumargleðin var fastur liður í íslenska sumrinu á árunum 1972 og allt til 1986 og skemmti hátt í 600 sinnum. Hugmyndin kom frá Ragnari Bjarna- syni söngvara sem ýtti hugmyndinni af stað ásamt Ómari Ragnars- syni. Skrautfjaðrir Sumar- gleðinnar, auk Ragnars og Ómars, voru meðal annars Karl Guðmundsson eftir- herma, Bessi Bjarnason, Magnús Ólafsson, Þuríður Sigurðardóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Halli og Laddi, að ógleymdum Hermanni Gunnarssyni og Þorgeiri Ástvaldssyni sem störfuðu í Sumargleðinni síðustu árin. Allir muna eftir Sumargleðinni Sumargleðin fór um landið á hverju sumri á átt- unda og níunda áratugnum. Vinsældirnar voru með hreinum ólíkindum og dæmi voru um að landsbyggðafólk stýrði sumarfríum sínum eftir komu skemmtikraftanna. Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is „Það var alltaf húsfyllir þegar Sumargleðin mætti í bæinn.“ MYND/TÍMARIT.IS FÓKUS 27DV 10. JÚLÍ 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.