Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2020, Qupperneq 38
Matseðill
Evu Ruzu
Morgunmatur
Létt ab-mjólk í skál og múslí eða
þeytingur.
Millimál
Hámark og banani ef ég tók
æfingu.
Hádegismatur
Flatkökur með smjöri og eggi,
skyrdós.
Millimál
Epli eða fjórar möndlur.
Kvöldmatur
Misjafnt, en alltaf hamborgari á
föstudögum.
Smoothie uppskrift
1/2 epli
1 banani
Lúka af frosnu spínati
2 dl af frosnu mangói
Sítrónubiti, sirka 2 msk.
250 ml kókosvatn eða mangó- og
kókossafi
Skyrsletta, ef vill – auka prótein
Allt maukað saman í blandara. MYND/AÐSEND
38 MATUR 10. JÚLÍ 2020 DV
É g elska að vera í eld-húsinu, skoða upp-skriftir og ímynda
mér að ég geti eldað allt sem
ég sé.“ Það segir Eva hins
vegar vera óráðlegt því hún
sé tæpur kokkur. Í vetur var
Eva með þættina Mannlíf,
þar sem hún reyndi ýmislegt
fyrir sér í eldhúsinu áhorf-
endum til mikillar gleði, en
bragðlaukum aðstandenda til
mismikillar gleði. Þeytingar
séu hins vegar lítið mál. „Ég
elska smothie og gæti í raun
drukkið þá allan ársins hring.“
Eva byrjar flesta daga á æf-
ingu í Bootcamp. Þar fær hún
útrás og finnst ekkert betra en
að byrja daginn á svita. Svo
tekur við blómastúss, en Eva
rekur blómabúðina Ísblóm
með móður sinni. Eftir vinnu
er brunað beint heim að sinna
börnum og elda kvöldmat.
Enga þolinmæði
fyrir kúrum
Eva fylgir engu ákveðnu mat-
arræði og segist ekki hafa þol-
inmæði fyrir því. Hún er hins
vegar mjög meðvituð um hvað
hún borðar og borðar yfirleitt
mjög hollt.
Eva lýsir mataræði sínu
sem fjölbreyttu en með dassi
af einhæfni. „Ég borða á
Með þráhyggju
fyrir flatkökum
Skemmtikrafturinn Eva Ruza er algjör A-mann-
eskja sem vaknar snemma alla morgna. Erfiðasta
ákvörðun dagsins er hvað hún eigi að hafa í kvöld-
mat. Eva er mikill grínari og fer ekki í felur með
veikleika sína, enda rýkur velgengnin af henni.
þriggja tíma fresti, ekkert
endilega af því að ég er svöng,
heldur vegna þess að ef ég
geri það ekki þá er fjandinn
laus.“ Uppáhald Evu eru þeyt-
ingar og gæti hún drukkið þá
allan daginn. Uppáhalds mál-
tíð Evu er svo eldbökuð pítsa
með djúsí osti, skinku og an-
anas. Það er ekkert lögbann
á það. Eva er með þráhyggju
fyrir flatkökunum frá Ömmu-
bakstri og hefur verið síðan
hún var barn og borðar hún
flatkökur í kílóa vís. n
Eva Ruza elskar góðan mat og stefnir allt í að hún verði hinn besti kokkur. MYND/ERNIR
Unnur Regína
Gunnarsdóttir
unnurg@dv.is