Morgunblaðið - 17.01.2020, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2020
Glæsilegar danskar
innréttingar í öll
herbergi heimilisins
Fríform ehf.
Askalind 3,
201 Kópavogur.
562–1500
Friform.is
Mán. – Fim. 10–18
Föstudaga. 10–17
Laugardaga. 11–15
Tónlistarmaðurinn Floni átti vin-
sælustu íslensku plötu ársins 2019,
Floni 2, samkvæmt ársuppgjöri
Tónlistans. Tónlistinn heldur utan
um spilun á Spotify og sölu á geisla-
diskum og vínylplötum í helstu
verslunum. Floni hafði þó ekki roð
við bandarísku tónlistarkonunni
Billie Eilish sem átti vinsælustu
plötu ársins, When We All Fall
Asleep, Where Do We Go?
Næstvinsælasta íslenska platan í
fyrra var Afsakanir með Auði og
Herra Hnetusmjör átti plöturnar í
þriðja og fjórða sæti íslenska
listans; Dögun og Hetjan úr hverf-
inu. Plata Hafdísar Huldar, Vöggu-
vísur, var sú fimmta vinsælasta.
Ef aðeins er horft til sölu á
geisladiskum og vínylplötum átti
Bubbi Morthens vinsælustu plöt-
una, Regnbogans stræti.
Vinsælasta lag ársins var Enginn
eins og þú með Auði. Það er niður-
staða mælinga á útvarpsspilun og
spilun á Spotify. hdm@mbl.is
Auður og
Floni á
toppnum
Vinsælustu tónlist-
armenn ársins 2019
Morgunblaðið/Eggert
Vinsældir Tónlistarmaðurinn Auð-
ur átti vinsælasta lag ársins í fyrra.
„Við tökum fagnandi hverri sálu sem styður íslenska
landsliðið,“ segir Kjartan Vídó Ólafsson, markaðsstjóri
HSÍ.
Keppni í milliriðli tvö á EM í handbolta í Malmö hefst
í dag þegar Ísland mætir Slóveníu klukkan 15. Kjartan
Vídó segir að búast megi við því að um 200 Íslendingar
verði á fyrsta leiknum. „Icelandair er með hópferð
hingað út á fyrri tvo leikina og svo er verið að selja í
aðra hópferð á seinni tvo leikina. Auk þess kemur eitt-
hvað af fólki sem er búsett hér í kring.“
Aðspurður segir Kjartan að HSÍ hafi yfir fjölda miða
að ráða og áhugasamir ættu að senda póst á midar-
@hsi.is með fyrirspurn. „Það verður góð stemning
hérna. Við verðum áfram með upphitun á veitinga-
staðnum Paddy’s. Þar verðum við með treyjur og
fleira. Við gerum allt til að umgjörðin verði eins og best
verður á kosið fyrir stuðningsmennina.“
Heldur hefur fækkað í stuðningsliðinu frá fyrsta leik
en um eitt þúsund Íslendingar sáu strákana okkar
leggja Dani að velli. Segir Kjartan að aldrei fyrr hafi
jafn margir íslenskir stuðningsmenn fylgt liðinu á leik
á erlendri grundu. Stuðningsmannasveitin Sérsveitin
er farin heim á leið og þykir það skarð fyrir skildi.
„Þau þurfa að sinna vinnu og fleiru. Sérsveitin var orð-
in vel þreytt enda liðsmenn hennar búnir að standa sig
frábærlega við að keyra áfram stemninguna hér. Nú
tekur bara næsti hópur við. Stemningin í höllinni verð-
ur góð.“ hdm@mbl.is
200 Íslendingar í höllinni
Ljósmynd/Af Facebooksíðu HSÍ
Stemning Íslensku stuðningsmennirnir hafa verið áberandi og háværir.
Góð stemning meðal áhorfenda á EM í handbolta í Malmö
Hafnir Ísafjarðarbæjar áforma
frekari uppbyggingu á Sunda-
bakka. Fyrirhugað er að lengja
Sundabakkann um 300 metra og
dýpka framan við bakkann niður á
allt að 11 metra. Framkvæmdin er
háð mati á umhverfisáhrifum og
hefur matsáætlun verið lögð fram.
Ísafjarðarhöfn er flokkuð sem
stór fiskihöfn en þjónustar þó fjöl-
breytta flóru skipa og báta.
Skemmtiferðaskipum sem koma til
Ísafjarðar hefur fjölgað mikið síð-
ustu ár, úr 23 árið 2008 í 108 árið
2019. Til að stærstu skipin geti
lagst að bryggju þarf bryggjukant
sem er yfir 250 metrar með dýpi
um níu metra á stórstraumsfjöru.
Vægi sjávarútvegs hefur minnk-
að í rekstri hafnanna en vægi ferða-
þjónustu og afþreyingar hefur auk-
ist umtalsvert. Undanfarin ár hefur
löndun á afla dregist verulega sam-
an frá því sem var á gildistíma
fyrra aðalskipulags, sem gilti fyrir
tímabilið 1989-2009, segir í tillögu
að matsáætlun, sem hægt er að
nálgast á heimasíðu Skipulags-
stofnunar. aij@mbl.is
Dýpkun við Sunda-
bakka á Ísafirði