Morgunblaðið - 17.01.2020, Side 19
19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2020
Snjór Ekki skortir verkefni fyrir snjómoksturstæki á Vestfjörðum. Í gær var mokað í gegnum snjóflóð í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi.
RAX
Ekkert hjálparstarf,
ekkert sjálfboðastarf
jafnast á við starf björg-
unarsveitanna á Íslandi.
Vel þjálfaðar hersveitir
manna sem vaka yfir lífi
fólks og hika aldrei þegar
neyðin er stærst og líf
liggur við til lands eða
sjávar. Þessi magnaði
englaher björgunarsveit-
anna fer út í veðrin og
stormana með áform um
að bjarga lífi. Þetta vel
þjálfaða fólk okkar leggur
sitt líf að veði í mörgum
orrustum þar sem sek-
úndur skipta máli, ekki
mínútur. Floti og tæki
björgunarsveitanna er
magnaður og tilbúinn að
sigra hvaða aðstæður sem
við blasa. Þjóðin stendur
að baki sveitunum – og hvar stæðum við án þeirra.
Nú á dögunum barst grátur stúlku úr föllnu húsi í
gegnum þykka skafla eftir snjóflóð á Flateyri. Ekki
hefði þurft að spyrja að leikslokum hefðu okkar menn
ekki verið komnir á staðinn að vörmu spori. Björg-
unarherinn er þjálfaður til að takast á við verstu að-
stæður og oft undrast maður stjórnvisku forystu-
mannanna í neyðinni, ró og festu í öllum viðtölum og
aga sem fylgir björgunarstarfinu. Það væri verðugt að
skylda þá sem stunda fjalla- og jöklaferðir að sækja
námskeið til Slysavanafélagsins Landsbjargar „því á
landamærum lífs og dauða leikur enginn sér“. Veður-
blíða getur á einu augnakasti breyst í manndráps-
veður hér, þá skiptir máli að ferðaþjónustufyrirtækin
kunni bæði að bregðast við og einnig að meta að-
stæður.
Þetta mikla starf björgunarsveitanna væri ekki bet-
ur skipulagt þó að hér væri ríkisher. Hafið heila þökk
björgunarsveitarfólk fyrir ykkar starf. Heiður ykkar
liggur í hetjuskap og björgun mannslífa.
Eftir Guðna
Ágústsson
» Þessi magnaði
englaher
björgunarsveit-
anna fer út í
veðrin og storm-
ana með áform
um að bjarga lífi.
Guðni Ágústsson
Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra.
Afrekssveit
Íslands bjargar
mannslífum
Á þeim dögum sem þjóðin er
að undirbúa gögn til að gera
keisaranum skil á fjárhagslegum
gögnum er vert að íhuga fjár-
hagslegt frelsi og gildi frjáls
sparnaðar og setja það í sam-
hengi við frelsi þjóðar.
Egill og hodd
Egill, afi minn í tuttugasta og
áttunda lið, Skallagrímsson vissi
sem var að þingheimur gengi af
göflum ef þingmenn kæmust í
annarra manna fjármuni. Því vildi hann sjá
þegar þingmenn hlypu til þegar hann dreifði
silfri sínu af bökkum Almannagjár. Hluti þing-
manna nútímans er svipaður að eðli og því,
sem Egill taldi samtímamenn sína. Reyndar
var Egill lítið betri sjálfur, því hann vildi helst
vera í samskiptum við hoddfjendur, en hodd
merkir silfur og hoddfjendur því þeir er ekki
vildu eiga silfur. Það silfur gat Egill eignast.
Árni byskup
Önnur lýsing er til um deilur í þingheimi um
skattlagningu. Frá því segir í Arna byskups
sögu að Loðinn Leppur sendimaður Nor-
egskonungs fann að tíundargerð Árna bysk-
ups í heimsókn sinni. Þar segir: „Þið bysk-
uparnir heimtið tíund af sylgjum og
silfurbeltum, koppum og keröldum og öðru
dauðu fé, og undra ég mjög hví landsbúar þoli
yður slíkar óhæfur og gerið eigi norræna tí-
und að eins og þá sem gengur allan heiminn,
og einsaman er rétt og lögtekin“
Byskup svarar fullum hálsi aðfinnslunum;
„Af orðum Innocenti páfa vitum vér að sú tí-
undargerð er eigi okur og vinnur engum
manni sálutjón.“ Þarna bjargaði Evrópusam-
vinna!
Það hafa fleiri gengið af göflunum en þing-
heimur í hug Egils. Ekki fyrir svo löngu
gengu íslenskir hæstaréttardómarar af göfl-
unum þegar þeir dæmdu í máli er
varðaði lögmæti auðlegðarskatts,
sem lagður var á „auðlegð“ árið
2009. Þar var forsenda lögmætis
auðlegðarskatts gagnvart stjórn-
arskrá sú að skatturinn væri
tímabundinn. Annaðhvort eru
skattar almennt lögmætir eða
ólögmætir. Hið tímabundna lög-
mæti er vandfundið í lögskýr-
ingargögnum.
Annar byskup,
og háyfirdómari
Lengi var að svo að fjármála-
starfsemi hér á landi var aðeins í milliskrift
hjá kaupmanni og sparnaður var í vaðmáli og
sméri. Þó voru til auðmenn. Á nítjándu öld
voru það bræður tveir frá Víðivöllum. Háyfir-
dómari og byskup. Þeir stunduðu lánastarf-
semi á sinni tíð, fyrir daga Landsbankans.
Þegar byskupinn var búinn að lána þjóðsagna-
safnaranum fyrir húsi, þá voru lánamálin leyst
með því að byskupsdóttirin giftist fóstursyni
þjóðsagnasafnarans. Byskupinn gaf svo dóttur
sinni hús þjóðsagnasafnarans í brúðargjöf.
Seðlabanki
Fyrstu hugmyndir um banka á hinu endur-
reista Alþingi voru árið 1847 þegar rætt var
um seðlabanka. það var banki til að gefa út
seðla til að greiða fyrir viðskiptum. Þarna
virðist sú hugmynd komin fram að peningar,
seðlar og mynt, séu almennt samþykkt til
lúkningar skulda. Í umræðinni 1847 er aðal-
atriðið ekki um fjármálastofnun til að stuðla
að peningalegum sparnaði og lánaviðskiptum.
Umræða um fjármálastarfsemi á Íslandi hefur
aldrei komist á það stig að það sé samhengi
milli innlána og útlána, miðlun fjármagns.
Umræðan er aðeins sú að sparendur eigi að
styrkja bónbjargarfólk með lánveitingum.
Bónbjargarfólkið er að uppistöðu atvinnulíf.
Mestur hluti lánsfjármagns er til atvinnulífis
en vissulega þurfa einstaklingar á lánum að
halda til að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Þá
skiptir lánstíminn máli.
Siðaðar þjóðir
Á meðal siðaðra þjóða, sem vilja styðja við
frelsi einstaklinga og þjóðfrelsi, þá er talið
eðlilegt að einstaklingar eigi sem næst þriðj-
ung eigna sinna í fasteignum, annan þriðjung í
auðseljanlegum verðbréfum og það sem eftir
er í lausu fé, en það eru peningar og peninga-
ígildi, sem eru almennt samþykkt til lúkningar
skulda.
Það er tómt mál að tala um hlutabréfaeign
almennings eftir þá meðferð, sem almenn-
ingur hlaut á árunum 2003 til 2008. Eftirlits-
menn eigenda hlutafélaga, endurskoðendur,
voru staðnir að beinum lygum. Hlutabréfa-
eigendur hafa engar bætur fengið frá endur-
skoðendum, en það hafa kröfuhafar fengið.
Það ríkir en vantraust á hlutabréfamarkaði.
Hér á landi er leitast við að einstaklingar
eigi ekki peningalegar eignir, eignir sem gefa
af sér fjáreignatekjur. Því er á mörkum að
þjóðin teljist til siðaðra þjóða. Stjórnmála-
menn, hvar í flokki sem þeir standa, ganga
hart fram í skattlagningu fjáreignatekna.
Skilningur á skattandlagi
Fæstir stjórnmálamenn skilja hvað er
skattaandlag. Almennt er skattandlag verð-
mætaaukning, en ekki verðmælisbreyting.
Þannig er arður ekki skattandlag. Arður er
ráðstöfun á hagnaði, og hagnaður er skatt-
lagður í tveimur þrepum, hjá félaginu sem
hagnast og hjá móttakanda arðs. Þannig er
hagnaður skattlagður um 37,6% en ekki 20%
eins og er skattlagningarhlutfall félaga því
arður er skattlagður sérstaklega við útborgun.
Fæstir skilja eðli verðbóta. Ef til vill, þegar
verðbætur eru kynntar á ensku, en það er
„inflation adjustment“. Verðbætur geta ekki
verið skattandlag. En skattlagt hér um 22%.
Gengismunur, sem verður til vegna gengis-
falls gjaldmiðils gagnvart öðrum gjaldmiðli, er
ekki skattandlag. Þá er erlendi gjaldmiðillinn
jafn mikill í þeim gjaldmiðli, hvernig sem
gengis þess gjaldmiðils þróast gagnvart öðr-
um gjaldmiðli. Gengismunur er skattlagður
um 22%, vegna skorts á skilningi á skatt-
andlagi.
Sumarbústaður er sumarbústaður og
stækkar ekki um 25% þó að verðlag breytist
um 25%. Þar sem enginn veit hvert er stofn-
verð sumarbúastaðar, þá er helmingur and-
virðis sumarbústaðar við sölu talinn til tekna
og skattlagður um 22%.
Því til viðbótar geta þessar verðmælingar
komið til skerðingar á bótum almannatrygg-
inga hjá skattþegni, ef við á.
Dreifing á annarra manna eignum
Skattlagning af því tagi, sem hér er lýst, er
eignaupptaka vegna verðbólgu. Það er verð-
bólga sem hefur skapað þessar verðmælis-
breytingar. Eignaupptaka gerist fyrst og
fremst hjá siðlausum þjóðum, og þá fyrst og
fremst hjá þeim, sem telja sig hafa vitsmuni til
að dreifa annarra manna eignum að geðþótta.
Og refsa ráðdeild og sparsemi. Ef til vill finnst
þeim þetta einfaldur hór, sem þeir eiga við
samvisku sína.
Frjáls þjóð í frjálsu landi
Þjóð getur aðeins verið frjáls ef hún á frjáls-
an sparnað. Þvingaður sparnaður í formi líf-
eyriseignar er góður til síns brúks. Ef ekki eru
hvatar til frjáls sparnaðar veit enginn eyðsl-
una fyrr en öll er. Þá er frelsið farið og komið
helsi í stað frelsis.
Eftir Vilhjálm Bjarnason »Ef ekki eru hvatar til
frjáls sparnaðar veit
enginn eyðsluna fyrr en
öll er. Þá er frelsið farið og
komið helsi í stað frelsis.
Vilhjálmur Bjarnason
Höfundur var alþingismaður.
Fjárhagslegt frelsi og frelsi þjóðar