Morgunblaðið - 17.01.2020, Page 37
VIÐTAL
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Nýtt íslenskt leikrit, Helgi Þór rofnar
eftir Tyrfing Tyrfingsson, verður
frumsýnt í kvöld á Nýja sviðinu í
Borgarleikhúsinu. Leikstjóri verks-
ins er Stefán Jónsson og leikarar
Bergur Þór Ingólfsson, Erlen Ísa-
bella Einarsdóttir, Hilmar Guð-
jónsson, Hjörtur Jóhann Jónsson og
Þuríður Blær Jóhannsdóttir. Verkið
er það fimmta eftir Tyrfing sem leik-
húsið setur á svið.
Hilmar fer með hlutverk titil-
persónunnar, Helga Þórs, og er sögu-
þræði verksins lýst með eftirfarandi
hætti á vef leikhússins: „Lífið er dálít-
ið niðurdrepandi á útfararstofu Jóns.
Samt kviknar smá lífsneisti með syni
hans, Helga Þór líksnyrti, þegar að-
standandi líksins á börunum birtist;
ung stelpa sem hann þekkir. Það lifn-
ar yfir þeim báðum, þau skilja hvort
annað og eru að byrja að tengjast
þegar Jón mætir á svæðið. Hann er
móður og másandi eftir að hafa séð
sýnir og kastar fram spádómi um að
líf Helga sé í stórhættu. Og þar með
byrjar allt.“
Blaðamaður hitti leikstjórann og
leikskáldið í vikunni og ræddi við þá
um þetta mjög svo forvitnilega leikrit.
Hefur sjálfur rofnað
– Hvers vegna heitir verkið þessu
nafni?
„Ég hef upplifað sjálfur að rofna,
að fara bara í sundur eins og blað sem
er rifið í sundur og það er svo skrítin
tilfinning, að fara svona í tvennt. Ég
er ekki einhver brjálæðingur, ég er
alveg eðlilegur og heilbrigður en hef
samt upplifað þetta. Stundum er tal-
að um að fara í rof en mér finnst að
rofna skýrara og mér finnst það ger-
ast í verkinu og fínt að titillinn segði
frá því hvað þetta er,“ svarar Tyrf-
ingur.
Hann telur flest fólk lenda í því ein-
hvern tíma á ævinni að eitthvað klikki
milli þess og umheimsins. Mann-
eskjan upplifi þá tímann með öðrum
hætti, ýmist hraðari eða hægari en
venjulega og fari út úr líkamanum.
Sumir greini frá þessari upplifun
sinni en aðrir fari í felur með hana.
Stefán fær orðið. „Svo má líka leika
sér að þessum fallega titli á þann hátt
að rof sé ekki endilega neikvætt, það
er talað um að það rofi til í hausnum á
manni og maður sjái ljósið, sólin
brýst fram úr skýjunum. Það má líka
horfa á þetta þannig að það rofi til hjá
honum þannig að þetta vísar í báðar
áttir. Þegar baráttan hefst í verkinu
er Helgi Þór að reyna að brjótast út
úr þessu óveðursskýi sem líf hans er.“
– Það er sótt að Helga úr öllum átt-
um …
„Já, og ég held að það sé undanfari
rofsins, það er sótt að manni úr öllum
áttum. Stundum er það kannski ekki
raunin en upplifunin er sú,“ segir
Tyrfingur og bendir á að eitthvað
heilagt rofni líka í verkinu. „Það er
einhver helgi,“ segir hann og Stefán
bætir við sposkur: „Og það er líka
nafnið, Helgi.“
Kristni og ástatrú
Stefán segir titilinn sterkan. „Helgi
vísar í mínum huga til einhverrar
kristni. Þór er gamli átrúnaðurinn og
sem kemur líka við sögu því í verkinu
er mikið um spádóma og álög, fyrir-
boða og það er eitthvað sem við höf-
um alið með okkur í gegnum aldirnar
og á rætur að rekja í ásatrú að mikl-
um hluta. Mér finnst mjög skemmti-
legt að það er ákveðið banalítet í
verkinu hversu sterkt er kveðið að í
þessum spádómum og hvernig per-
sónurnar bregðast við þeim og trúa
þeim. Það er sannsögulegt því grunnt
er á því að við trúum þessu. Fjöldi
fólks fer til spákvenna og miðla og
þetta tengist líka inn í grísku trage-
díuna sem ég finn svo sterkt fyrir í
verkinu. Áhorfendur að grískri trage-
díu efast ekki um einhverjar véfréttir
og spádóma og Tyrfingur blandar
saman því háfleyga og klassíska, há-
menningu í menningarsögulegu sam-
hengi og fólki af lægri stéttum í
Kópavogi sem er sögusvið verksins.
Það er líka áhugavert, þetta eru ekki
kóngar, guðir og hetjur að koma úr
stríði heldur fólk sem á í stríði í sínu
daglega lífi í Kópavogi,“ segir leik-
stjórinn.
Snúningur á harmleikinn
Helgi Þór er mengaður af samveru
við föður sinn, Jón, að sögn Stefáns.
„Það vísar í álögin sem við fæðumst
inn í, alkóhólisma, misnotkun eða of-
beldi af einhverju tagi. Við verðum
fyrir vissum álögum frá foreldrum
okkar sem við reynum svo að losna
við í gegnum þerapíu, að öðlast
frelsi.“
– Er þetta tragíkómedía, mynduð
þið flokka verkið sem slíkt?
„Út frá áhrifunum sem þetta virð-
ist hafa á mjög marga áhorfendur,
þeir finna til feginleika undir lok
verksins, myndi ég halda að þetta
væri harmleikur,“ svarar Tyrfingur,
„en það er svolítill snúningur tekinn á
hann þannig að þetta er ekki hreinn
harmleikur og það er fíflast með
hann.“
Stefán tekur undir þessi orð leik-
skáldsins. „Hinn einstaki stíll Tyrf-
ings sem höfundar er þessi svarti
húmor, oft á tíðum og þetta afgerandi
orðfæri sem fær mann til að hlæja.
Við skynjum það á forsýningum að
fólk leyfir sér að hlæja eða heldur aft-
ur af hlátrinum af því að það skamm-
ast sín fyrir að hlæja að því sem það
sér. Og þarna komum við aftur að því
sem mér finnst svo mikil snilld hjá
Tyrfingi, hann vinnur á svo miklu
dýpi sem höfundur og af svo mikilli
kunnáttu en er að blanda saman ein-
hverju sem er á einhvern hátt há-
fleygt við eitthvað sem margir myndu
tengja við lágmenningu. Úr þessu
verður svo flottur kokkteill og í þessu
tilfelli nálguðumst við þetta sem
tragedíu. Það er okkar sýn á verkið.“
Samkennd og kærleikur
– Þú óttast ekki að ganga fram af
fólki, Tyrfingur?
„Ég verð alltaf rosalega hissa þeg-
ar einhverjum finnst þetta verk gróft
því ég held að ég hafi skrifað það upp-
fullur af ást. Hlutverk höfundarins er
ekki bara að nota tjáningarfrelsið
heldur líka að misnota það. Ég geng
hérna gjörsamlega fram af ömmu
Gunnu þannig að það þarf enginn
annar að gera það, ég hrindi fólki
lengra út á jaðarinn,“ svarar Tyrf-
ingur.
Stefán tekur undir þetta. „Eins og
hann segir þá gengur hann fram af
fólki en fyrir fólkið, alveg eins og þú
horfir á gríska tragedíu, horfir á
hræðilega hluti gerast, morð og
djöfulgang. Í þessu felst þetta „cat-
harsis“, geðhreinsunin sem þú von-
andi upplifir því þú ert búinn að
hreinsa út eitthvað sem hefur legið á
þér. Ekki svo að skilja að þú ætlir að
drepa pabba þinn eða sofa hjá
mömmu þinni en einhver hreinsun á
sér stað, samkvæmt grísku uppskrift-
inni. Það getur líka verið ákveðin los-
un að horfa á eitthvað sem gengur
fram af fólki,“ segir Stefán.
Hann segir verkið hafa allt að því
gengið fram af honum þegar hann las
það í fyrsta sinn en eftir að hafa kafað
dýpra í það og unnið sýninguna hafi
annað og meira komið í ljós. „Þetta er
ekki barnaleikrit en verk sem er fullt
af samkennd með manneskjunni og
kærleika, eins og Tyrfingur nefnir.
Þrátt fyrir allt sem gengur á erum við
að nálgast það á þeim nótum.“
Gott samstarf
Tyrfingur er spurður að því hvern-
ig sé að sjá verkið lifna við á sviði og
segir hann það mikinn létti. Hann
hafi dvalið lengi með persónum
verksins og sé feginn því að aðrir séu
tilbúnir að ættleiða þær.
Stefán segir þá Tyrfing hafa átt
gott samtal við uppfærslu verksins og
telur mikilvægt að eiga í góðu sam-
starfi og samvinnu við höfundinn.
„Við vorum sammála um áherslurnar
og svo hélt hann bara áfram að skrifa
önnur leikrit í Amsterdam og á Kan-
arí,“ segir Stefán.
– Varstu að skrifa á Kanaríeyjum,
Tyrfingur?
„Já, það er besti staður í heimi til
að skrifa á, ágætt að það komi fram!
Það er enginn annar að skrifa á Kan-
arí. Hver staður hefur sína skrifta-
orku og ég gat því notað hana alla,“
segir Tyrfingur.
Stefán segir þetta lýsandi fyrir
Tyrfing. „Á meðan Laxness er
kannski að skrifa í Locarno – þú sérð
það skrifað neðst í skáldsögunum,
„skrifað í Róm“ eða hvar það nú er –
gæti Tyrfingur skrifað „skrifað á
Kanarí“ eða í Smáralind,“ segir Stef-
án sposkur. Tyrfingur hlær að þessu
og segir þetta hárrétt hjá leikstjór-
anum. Eyjan Gran Canaria sé kjörinn
staður fyrir skrif á íslensku leikriti.
Engin truflun og ódýrir rækju-
kokkteilar.
Ljósmynd/Grímur Bjarnason og B
Líkstofa Hilmar Guðjónsson í hlutverki Helga Þórs og Bergur Þór Ingólfs-
son í hlutverki föður hans Jóns í Helgi Þór rofnar. Líkið sem þeir eru að
sýsla við leikur skipulagsstjóri Borgarleikhússins, Kári Gíslason.
Notar og misnotar
tjáningarfrelsið
Leikritið Helgi Þór rofnar frumsýnt í Borgarleikhúsinu
Stefán
Jónsson
Tyrfingur
Tyrfingsson
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2020
Shakespeare verður ástfanginn (stóra sviðið)
Lau 18/1 kl. 19:30
LOKASÝNING
Lau 25/1 kl. 19:30 ALLRA
SÍÐASTA SÝNING
Hrífandi og skemmtileg stórsýning fyrir áhorfendur á öllum aldri
Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur) (Kassinn)
Lau 18/1 kl. 19:30
LOKASÝNING
Lau 25/1 kl. 19:30 ALLRA
SÍÐASTA SÝNING
Ágengt og tragíkómískt nýtt íslenskt verk sem spyr stórra spurninga
Atómstöðin (Stóra Sviðið)
Sun 19/1 kl. 19:30 síðustu
sýningar
Fös 24/1 kl. 19:30 síðustu
sýningar
Nýtt og framsækið leikverk byggt á skáldsögu Nóbelskáldsins Halldórs Laxness
Engillinn (Kassinn)
Fös 17/1 kl. 19:30 8. sýn Sun 26/1 kl. 19:30 9. sýn
Leiksýning byggð á textum og myndlist eftir Þorvald Þorsteinsson
Meistarinn og Margarita (Stóra Sviðið)
Sun 26/1 kl. 19:30 8. sýn Lau 1/2 kl. 19:30 10. sýn Sun 9/2 kl. 19:30 12. sýn
Fös 31/1 kl. 19:30 9. sýn Lau 8/2 kl. 19:30 11. sýn
Hnyttin háðsádeila, gædd myrkum töfrum
Einræðisherrann (Stóra Sviðið)
Fim 27/2 kl. 19:30 29. sýn Sun 1/3 kl. 19:30 30. sýn
Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin!
Eyður (Stóra Sviðið)
Mán 20/1 kl. 19:30 2. sýn
Sviðslistahópurinn Marmarabörn
Þitt eigið leikrit II (Kúlan)
Fös 14/2 kl. 18:00 Frums Lau 22/2 kl. 15:00 4.sýn Lau 7/3 kl. 15:00 8. sýn
Lau 15/2 kl. 15:00 2.sýn Sun 23/2 kl. 15:00 5.sýn Sun 8/3 kl. 15:00 9. sýn
Sun 16/2 kl. 15:00 3.sýn Lau 29/2 kl. 15:00 6. sýn
Fös 21/2 kl. 18:00 auka Sun 1/3 kl. 15:00 7. sýn
Hvert myndir þú fara? Þú mátt velja núna!
Dansandi Ljóð - Leikhúslistakonur 50+ (Þjóðleikhúskjallarinn)
Lau 18/1 kl. 20:00 Fös 24/1 kl. 20:00
Sun 19/1 kl. 16:00 Sun 26/1 kl. 16:00
Kynngikraftur kvenna birtist í leiklist, ljóðum og tónlist
Konur og krínólín - Leikhúslistakonur 50+
(Þjóðleikhúskjallarinn)
Lau 15/2 kl. 16:00 Lau 22/2 kl. 16:00
Sun 16/2 kl. 16:00 Sun 23/2 kl. 16:00
Tískugjörningur sem allir hafa beðið eftir! Fegurð, fræðsla og fjör.
Útsending (Stóra Sviðið)
Fös 21/2 kl. 19:30 Frums Fös 28/2 kl. 19:30 3.sýn Lau 7/3 kl. 19:30 5.sýn
Lau 22/2 kl. 19:30 2. sýn Lau 29/2 kl. 19:30 4.sýn
Magnað verk um átök innan fjölmiðlaheimsins og vald fjölmiðlanna
Skarfur (Kúlan)
Fös 20/3 kl. 19:30 Frums Lau 21/3 kl. 19:30 2. sýn
Í heimi þar sem illskan nærist á náttúrunni er ekki pláss fyrir ófleyga fugla.
Bara góðar (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 23/1 kl. 20:00 Fim 30/1 kl. 20:00
Sprenghlægilegt uppistand!
BORGARLEIKHÚSIÐ
Sex í sveit (Stóra sviðið)
Fös 17/1 kl. 20:00 39. s Sun 26/1 kl. 20:00 43. s Lau 8/2 kl. 20:00 47. s
Lau 18/1 kl. 20:00 40. s Fös 31/1 kl. 20:00 44. s Fös 14/2 kl. 20:00 48. s
Fös 24/1 kl. 20:00 41. s Lau 1/2 kl. 20:00 45. s Lau 15/2 kl. 20:00 49. s
Lau 25/1 kl. 20:00 42. s Fös 7/2 kl. 20:00 46. s Mið 19/2 kl. 20:00 50. s
Sprenghlægilegur gamanleikur!
Matthildur (Stóra sviðið)
Lau 18/1 kl. 13:00 83. s Sun 19/1 kl. 13:00 Lokas.
Allra síðustu sýningarnar um helgina!
Vanja frændi (Stóra sviðið)
Sun 19/1 kl. 20:00 5. s Fim 30/1 kl. 20:00 8. s Sun 9/2 kl. 20:00 11. s
Mið 22/1 kl. 20:00 6. s Sun 2/2 kl. 20:00 9. s Sun 16/2 kl. 20:00 12. s
Fim 23/1 kl. 20:00 7. s Fim 6/2 kl. 20:00 10. s
Er líf okkar andlegt frjálst fall?
Helgi Þór rofnar (Nýja sviðið)
Fös 17/1 kl. 20:00 Frums. Lau 25/1 kl. 20:00 4. s Lau 1/2 kl. 20:00 7. s
Lau 18/1 kl. 20:00 2. s Sun 26/1 kl. 20:00 5. s Sun 2/2 kl. 20:00 8. s
Fös 24/1 kl. 20:00 3. s Fös 31/1 kl. 20:00 6. s
Lífið getur verið svo niðurdrepandi!
Um tímann og vatnið (Stóra sviðið)
Þri 21/1 kl. 20:00 6. s
Kvöldstund með listamanni.
Kæra Jelena (Litla sviðið)
Sun 19/1 kl. 20:00 29. s Fim 23/1 kl. 20:00 31. s Fim 30/1 kl. 20:00 34. s
Mið 22/1 kl. 20:00 30. s Sun 26/1 kl. 17:00 32. s Lau 1/2 kl. 17:00 Lokas.
Aðeins örfáar aukasýningar.
Skjáskot (Nýja sviðið)
Þri 21/1 kl. 20:00 3. s Þri 11/2 kl. 20:00 4. s Fim 27/2 kl. 20:00 5. s
Kvöldstund með listamanni.
Club Romantica (Nýja sviðið)
Mið 12/2 kl. 20:00 21. s Fös 14/2 kl. 20:00 22. s Fös 21/2 kl. 20:00 23. s
Allra síðustu sýningar.
Gosi (Litla sviðið)
Sun 23/2 kl. 13:00 Frums. Sun 22/3 kl. 13:00 9. s Sun 19/4 kl. 15:00 17. s
Sun 23/2 kl. 15:00 2. s Sun 22/3 kl. 15:00 10. s Fim 23/4 kl. 13:00 18. s
Sun 1/3 kl. 13:00 3. s Sun 29/3 kl. 13:00 11. s Lau 25/4 kl. 13:00 19. s
Sun 1/3 kl. 15:00 4. s Sun 29/3 kl. 15:00 12. s Sun 26/4 kl. 13:00 20. s
Sun 8/3 kl. 13:00 5. s Sun 5/4 kl. 13:00 13. s Sun 26/4 kl. 15:00 21. s
Sun 8/3 kl. 15:00 6. s Sun 5/4 kl. 15:00 14. s Lau 2/5 kl. 13:00 22. s
Sun 15/3 kl. 13:00 7. s Lau 18/4 kl. 13:00 15. s Sun 3/5 kl. 13:00 23. s
Sun 15/3 kl. 15:00 8. s Sun 19/4 kl. 13:00 16. s Sun 3/5 kl. 15:00 24. s
Eitt ástsælasta ævintýri allra tíma
Er ég mamma mín? (Nýja sviðið)
Sun 9/2 kl. 20:00 Frums. Sun 23/2 kl. 20:00 4. s Sun 8/3 kl. 20:00 8. s
Fim 13/2 kl. 20:00 2. s Sun 1/3 kl. 20:00 6. s Fim 12/3 kl. 20:00 9. s
Sun 16/2 kl. 20:00 3. s Fim 5/3 kl. 20:00 7. s
Tvær sögur ■ eða alltaf sama sagan?
Kynntu þér matseðil Leikhúsbarsins á
borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is