Morgunblaðið - 25.01.2020, Page 1
L A U G A R D A G U R 2 5. J A N Ú A R 2 0 2 0
Stofnað 1913 21. tölublað 108. árgangur
BJARNI BEN
FIMMTUGUR
Á SUNNUDAG
BÖRNIN
SMAKKA
ÞORRAMAT
BARNABLAÐIÐAFMÆLI 38-39
Á læknadögum
í Hörpu í vikunni
hafa læknar
fjallað um sjúk-
dóminn ME/CFS
sem ekki hefur
verið rannsak-
aður til hlítar.
Einkenni hans
eru helst
síþreyta, minnis-
leysi, höfuð-
verkur, verkir í liðum og vöðvum,
svefnvandamál og ofsaþreyta eftir
áreynslu.
Í Sunnudagsblaði Morgunblaðs-
ins er bæði rætt við bandarískan
lækni og við 41 árs gamlan mann,
Svein Benediktsson, sem þjáðst hef-
ur af sjúkdómnum síðan 2015.
„Það er veikindatilfinning í öllum
líkamanum. Ég er búinn að vera
svona bráðum í fimm ár, um 1.800
daga. Það er farið að taka toll.“
Veikur í 1.800 daga
Sveinn
Benediktsson Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Isavia, sem rekur flugvöllinn í Kefla-
vík, er með tilbúna viðbragðsáætlun
vegna svonefndrar kórónaveiru í Kína
sem breiðst hefur út til nokkurra landa
á síðustu dögum. Ekki er þó talin þörf
á að virkja slíkan viðbúnað að svo
stöddu og ekki víst að til þess þurfi að
koma.
Þrettán borgir í Kína eru í sóttkví,
en þar búa um 40 milljónir manna. Alls
hafa 26 látist af völdum veirunnar, sem
veldur alvarlegri lungnasýkingu. Vitað
er um meira en 800 staðfest tilfelli.
Sóttvarnayfirvöld hér á landi fylgj-
ast grannt með fréttum af veirunni.
Hefur Þórólfur Guðnason sóttvarna-
læknir í samvinnu við almannavarna-
deild ríkislögreglustjóra hafið vinnu í
samræmi við fyrirliggjandi viðbragðs-
áætlanir um alvarlega smitsjúkdóma.
Ferðamálastofa verður embætti land-
læknis innan handar við að koma upp-
lýsingum um veiruna og aðgerðir gegn
henni til erlendra ferðamanna hér á
landi.
Fram kemur á vef landlæknis að
viðbrögð við kórónaveirunni hér á
landi felist í aðgerðum á Keflavíkur-
flugvelli til að greina sýkta og hugsan-
lega smitaða einstaklinga og koma
þannig í veg fyrir frekari útbreiðslu.
Munu farþegar sem til landsins koma
fá skilaboð þess efnis að ef þeir eru
með merki um öndunarfærasýkingu
og hafi verið í borginni Wuhan í Kína
undanfarnar tvær vikur, eða haft sam-
gang við einstaklinga með grunaða eða
staðfesta sýkingu, þurfi að gera á þeim
læknisfræðilegt mat á flugvellinum.
Framhald aðgerða ræðst síðan af
læknisfræðilegu mati en einangrun
farþega kemur til greina.
Ekki er talin ástæða til að hitamæla
alla farþega eða leggja fyrir þá spurn-
ingalista á flugvellinum.
Allar heilbrigðisstofnanir hér á landi
hafa verið upplýstar um nýju veiruna.
AFP
Faraldur Kórónaveiran í Kína hefur leitt til þess að fresta hefur þurft hátíðahöldum vegna kínverska nýársins. Hvarvetna ber fólk sóttvarnargrímur.
Viðbragðsáætlun tilbúin
26 hafa látist af völdum hinnar nýju kórónaveiru sem er tekin að breiðast út
til annarra landa Íslensk sóttvarnayfirvöld fylgjast grannt með þróun mála
MKórónaveiran breiðist út »4, 23
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Stjórnendur Rio Tinto (RT) hafa
ákveðið að verksmiðja fyrirtækisins
í Straumsvík verði ekki keyrð á full-
um afköstum í ár. Þannig muni
framleiðslan nema 184 þúsund tonn-
um á þessu ári en til samanburðar
skilaði verksmiðjan 212 þúsund
tonnum af áli á árinu 2018. Mikil frá-
vik urðu í starfseminni á árinu 2019
þegar tæknilegir örðugleikar urðu
til þess að slökkva þurfti á einum af
þremur kerskálum verksmiðjunnar í
júní síðastliðnum. Frá þeim tíma
hefur verksmiðjan ekki verið keyrð
á fullum afköstum.
Jafnvirði 2,5 milljarða króna
Ákvörðun RT um samdrátt í
framleiðslunni hefur áhrif á tekjur
Landsvirkjunar. Heimildir Morgun-
blaðsins herma að vegna minni raf-
orkunotkunar í Straumsvík verði
fyrirtækið af 20 milljóna dollara
tekjum, jafnvirði 2,5 milljarða
króna.
Sömu heimildir herma að RT hafi
einhliða heimild til þess að draga
með þessum hætti úr raforkukaup-
unum. Fyrirtækið er annar stærsti
kaupandi raforku af Landsvirkjun á
eftir Alcoa-Fjarðaáli á Reyðarfirði.
Hefur notkun RT numið um fjórð-
ungi alls þess rafmagns sem Lands-
virkjun framleiðir. Bjarni Már
Gylfason, upplýsingafulltrúi RT í
Straumsvík, segir aðspurður að
ákvörðun fyrirtækisins um að keyra
verksmiðjuna ekki á fullum afköst-
um sé til komin vegna erfiðrar stöðu
á álmörkuðum erlendis. Í viðtali við
ViðskiptaMoggann á miðvikudaginn
síðasta sagði Hörður Arnarson, for-
stjóri Landsvirkjunar, að eftirspurn
eftir raforku væri lítil um þessar
mundir, einkum vegna veikrar stöðu
á alþjóðlegum mörkuðum, einkum
tengdum áli og kísilmálmi. Heim-
ildir Morgunblaðsins herma að
stjórnvöld hafi verið upplýst um
stöðuna sem upp er komin vegna
ákvörðunar RT. Fjármála- og
efnahagsráðherra fer með hlutabréf
ríkissjóðs í orkufyrirtækinu.
Draga úr raforkukaupum
Álver Rio Tinto í Straumsvík hefur ákveðið að draga úr framleiðslu sinni um 15% á þessu ári
Samdrátturinn jafngildir 28 þúsund tonnum Landsvirkjun verður af 20 milljónum dollara
Morgunblaðið/Ómar
Álver Straumsvík er annar stærsti
viðskiptavinur Landsvirkjunar.
Óánægju gætir
með að verk-
efnum búnaðar-
stofu, sem nýlega
voru flutt frá
Matvælastofnun
til sjávarútvegs-
og landbúnaðar-
ráðuneytis, hafi
verið dreift á
deildir þess í stað
þess að vista þau
á skrifstofu landbúnaðar og mat-
væla eins og áformað var. Á bún-
aðarstofu er safnað upplýsingum
um búfjárhald, beingreiðslur fyrir
framleiðslu greiddar út og fleira.
Þessu er nú sinnt á skrifstofu fjár-
laga og þjónustu í atvinnuvega-
ráðuneyti.
Sigurður Eyþórsson, fram-
kvæmdastjóri Bændasamtaka Ís-
lands, segir mikilvægt að búnaðar-
stofa sé áfram sjálfstæð stofnun því
þangað þurfi bændur oft að leita og
ákvarðanir þar þurfi að vera hægt
að kæra til æðra stjórnvalds, það er
ráðuneytis, sem nú sé ekki lengur
mögulegt. »10
Búnaðarstofa á
tvist og bast
Landbúnaður Fjár-
rekstur í réttum.