Morgunblaðið - 25.01.2020, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2020
sp
ör
eh
f.
Rokk, Elvis, djass, fljótabátar, plantekrur og kántrí. Hér er spennandi ferð um mið- og
suðurríki Bandaríkjanna. Í Memphis heimsækjum við bæði Sun Studio þar sem Elvis
hljóðritaði sína fyrstu plötu og Graceland, heimili kóngsins. Við siglum á dæmigerðum
fljótabát á Mississippi, heimsækjum tónlistarborgina Nashville og könnum gamla,
franska hverfið í New Orleans, fæðingarstað djasstónlistarinnar.
Allir velkomnir á kynningarfund mánudaginn 27. janúar kl. 20:00
hjá Bændaferðum í Síðumúla 2, 2. hæð.
Fararstjóri: Þórhallur Vilhjálmsson
Kynntu þér úrval ferða á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík
19. - 31. október
NewOrleans -Nashville -Graceland
Í fréttaskýringu í Morgunblaðinuí gær var sagt frá þróun launa
hér og erlendis
á nýliðnum ár-
um. Fram kom
að laun á al-
mennum mark-
aði hækkuðu
um 41% frá
janúar 2015 til
október í fyrra.
Þessi gríðar-
lega launahækkun verður á sama
tíma og vísitala neysluverðs hækk-
ar um tæp 13%, sem sýnir hve mjög
kaupmáttur hefur aukist á skömm-
um tíma.
Ekki er síður áhugavert að sjáað í ríkjum ESB hækkuðu
laun um 2,7% frá 2015 til 2018 í evr-
um talið, en hér var hækkunin á
sama mælikvarða 38,7%.
En þó að þetta sé ánægjulegt eraugljóst er að þessi þróun get-
ur ekki haldið áfram hér á landi á
sama hraða. Fjöldi fyrirtækja
stendur ekki lengur undir þeim
miklu hækkunum sem samið hefur
verið um og eins og Yngvi Harðar-
son hagfræðingur bendir á í fyrr-
nefndri fréttaskýringu er þessi þró-
un ósjálfbær til lengri tíma og
kallar á leiðréttingu.
Hann nefnir tvo möguleika;gengislækkun eða aukna
framleiðni, sem geti verið ný fram-
leiðslutækni og/eða fækkun starfs-
fólks. Gengislækkun sé ólíkleg og
einnig er ólíklegt að framleiðslu-
tækni breytist það hratt að hún
standi undir áframhaldandi launa-
hækkunum á óbreyttum hraða.
Þá stendur aðeins eftir fækkunstarfa. Það er sá kostur sem
verkalýðshreyfingin ætti að vilja
forðast, en svo virðist sem sumir
forystumenn hennar séu ekki endi-
lega á þeim buxunum.
Ósjálfbær
launaþróun
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Tölur um birgðir í yfirliti atvinnu-
vegaráðuneytisins um framleiðslu og
sölu á kjöti sýna ekki raunverulegar
birgðir af nautakjöti, alifuglakjöti,
svínakjöti og hrossakjöti. Birgðirnar
liggja hjá kjötvinnslum en í yfirlitinu
er eingöngu að finna upplýsingar um
starfsemi afurðastöðva en ekki kjöt-
vinnslna, jafnvel þótt vinnslurnar séu
sumar hverjar starfræktar í nánum
tengslum við sláturhúsin.
Fram kom í grein um sölu á kjöti á
nýliðnu ári, sem birtist í blaðinu í gær,
að Kaupfélag Skagfirðinga og Slátur-
félag Suðurlands hefðu lækkað verð
til bænda á kýrkjöti um 10-11% um
eða fyrir áramótin. Ástæðan væri m.a.
birgðasöfnun. Steinþór Skúlason, for-
stjóri Sláturfélags Suðurlands, segir
að birgðir Sláturfélagsins á naut-
gripakjöti og öðru kjöti af stórgripum
komi ekki fram í opinberum skýrslum
þar sem þær séu í eigu kjötvinnslu fé-
lagsins en ekki afurðadeildar. Telur
hann að það sama gildi um önnur
fyrirtæki.
Aukinn þrýstingur á markaði
Ástæðan fyrir því að birgðir hafa
aukist er að sögn Steinþórs sú að nú
eru biðlistar eftir slátrun nautgripa.
Sláturfélagið taki við fleiri gripum til
slátrunar en þörf sé á fyrir markaðinn
um þessar mundir. Með þessu vilji
fyrirtækið koma til móts við bændur
sem þurfi að losna við gripi og taki á
sig kostnað við þessa þjónustu. Jafn-
framt segir hann að búast megi við
auknum þrýstingi á markaðnum
vegna innflutnings á ófrosnu kjöti sem
hefur verið heimilaður. Býst hann við
að hann hefjist og komi meira fram í
innflutningi á nautgripakjöti en svína-
og alifuglakjöti. helgi@mbl.is
Birgðir nautgripakjöts hjá vinnslum
Birgðirnar sjást ekki í opinberum skýrslum Biðlistar eftir slátrun nautgripa
Í gær var plastbáturinn Sjávar-
perlan hífður upp úr Flateyrarhöfn
eftir að hafa lent í snjóflóðinu í síð-
ustu viku. Með þessu eru fjórir bátar
af sex komnir á land. „Þetta er
sennilega eini báturinn sem hægt er
að segja með fullri vissu að sé ónýt-
ur,“ segir Guðmundur Kristjánsson
hafnarstjóri sem væntir þess að
hreinsun við höfnina ljúki í næstu
viku.
Í gær var tilkynnt skipun starfs-
hóps sem hefur það hlutverk að
treysta atvinnulíf og búsetu á Flat-
eyri í kjölfar snjóflóðsins. Huga á að
samfélagslegum innviðum og gera
tillögur til eflingar byggð. Formaður
er Teitur Björn Einarsson lögmaður
frá Flateyri.
Aðrir í hópnum eru Lísa Krist-
jánsdóttir, aðstoðarmaður forsætis-
ráðherra, Hermann Sæmundsson,
skrifstofustjóri í samgöngu- og
sveitarstjórnarráðuneyti, Guð-
mundur Gunnarsson, bæjarstjóri í
Ísafjarðarbæ, og Steinunn Guðný
Einarsdóttir á Flateyri, varabæjar-
fulltrúi í Ísafjarðarbæ.
Ljósmynd/Eyþór Jóvinsson
Björgun Fjórir af sex bátum sem skemmdust í snjóflóðinu komnir í land.
Sjávarperlan hífð
úr Flateyrarhöfn