Morgunblaðið - 25.01.2020, Qupperneq 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2020
Þegar Vetur konungur minnti kröftuglega á sig fyrr í þessummánuði fréttist af því að foreldrar skólabarna í Reykjavík hefðufengið tölvupóst með tilkynningu um „virkjun á röskun á skóla-starfi“. Sjálfsagt áttu margir þeirra eftir að velta því fyrir sér
hvað þetta merkti. Kjarni málsins var að foreldrar og forráðamenn voru
beðnir að sækja börn sín í lok skóladags. Tilkynningar sem skipta al-
menning miklu máli þurfa að vera eins skýrar og kostur er. Þegar Vega-
gerðin lokar fjallvegi er tilkynningin einföld: Öxnadalsheiði er lokuð.
Ekki þarf að ráða fram úr dulmáli á borð við „virkjun á röskun á umferð
um heiðina“. Reykjavíkurborg setti sér prýðilega málstefnu árið 2017 og
þar segir: „Sá sem skrifar og svarar erindum fyrir hönd Reykjavíkur-
borgar skrifar einfaldan, skýran og hlutlægan texta“ og sú er væntanlega
raunin að jafnaði.
Í Helsingborg í Svíþjóð
var nýlega ráðinn sérstakur
starfsmaður, krångelom-
budsman, til þess að greiða
úr vafstri sem íbúar kvarta
undan í sambandi við upplýs-
ingar frá borginni. Í starfinu
felst meðal annars að ein-
falda og umskrifa texta, einkum á vefnum og á eyðublöðum, í því skyni að
allur almenningur fái skilið innihaldið án vandkvæða. Orðið krångelspråk
er haft í sænsku um torskiljanlega texta, líkt og þegar sagt er á íslensku
að eitthvað sé óttalegt torf.
Margir kannast við reynslusögur um erfiðar eyðublaðaútfyllingar og
dæmisögur um torskilið orðalag í opinberum reglum og tilkynningum.
Sjálfsagt hafa sumir gengið of langt í gagnrýni á opinber skjöl að þessu
leyti. Í þeim verður oft efnisins vegna til dæmis að grípa til nákvæmra íð-
orða sem ekki er víst að aðrir en innvígðir hafi á hraðbergi dags daglega.
Það getur verið snúið að lýsa margþættu efni í skýru máli og án þess að
mikilvæg efnisatriði falli brott. Þegar textar frá stofnunum og fyrir-
tækjum, lög, reglugerðir og leiðbeiningar, fara fyrir ofan garð og neðan
hjá viðtakendum er ekki alltaf gott að vita hvort það stafar heldur af
óþarflega flóknum stíl og óvandaðri framsetningu eða hvort því er fremur
um að kenna að efni textanna sé hreinlega svo margslungið að ekki verði
komist hjá því að þeir orki við fyrsta lestur sem „óttalegt torf“.
Hvað sem um það má segja virðast sífellt fleiri hafa vaknað til vitundar
um mikilvægi skýrs málfars í opinberum tilkynningum og öðrum skjöl-
um. Í lögum frá 2011 um stöðu íslenskrar tungu segir m.a.: „Mál það sem
er notað í starfsemi ríkis og sveitarfélaga eða á vegum þeirra skal vera
vandað, einfalt og skýrt.“ Áður var vitnað til málstefnu borgarinnar, 2017,
en þar segir jafnframt: „Vandað, skýrt og auðskilið mál, hvort heldur rit-
að eða talað, er lykilatriði í allri þjónustu og stjórnsýslu Reykjavíkur-
borgar.“ Svipað ákvæði er einnig í málstefnu Stjórnarráðsins, 2012: „Mál
það sem fer frá Stjórnarráðinu skal vera skýrt og öllum skiljanlegt.“
Einfalt og skýrt
Tungutak
Ari Páll Kristinsson
aripk@hi.is
Morgunblaðið/Hari
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefurlagt fram stjórnarfrumvarp á Alþingi um„varnir gegn hagsmunaárekstrum hjáæðstu handhöfum framkvæmdavalds í
Stjórnarráði Íslands“. Í því frumvarpi er að finna
ákvæði um svonefnda hagsmunaverði, sem á ensku
eru kallaðir „lobbyists“, en starfsemi þeirra er fyrir
löngu orðin atvinnugrein sem snýst um margvíslega
hagsmunagæzlu fyrir einkaaðila, ekki sízt fyrirtæki,
gagnvart opinberum aðilum, hvort sem er stjórnvöld-
um einstakra ríkja eða samtökum ríkja eins og t.d.
Evrópusambandinu.
Í frumvarpi forsætisráðherra er einnig að finna
ákvæði þess efnis, að t.d. fyrrverandi ráðherrum sé
óheimilt að gerast hagsmunaverðir í sex mánuði eftir
að störfum þeirra lýkur.
Það hefur lengi verið ljóst að það væri óviðunandi
ástand hér að engin lagaákvæði skylduðu hagsmuna-
verði til þess að skrá hjá opinberum aðilum fyrir
hverja þeir vinna, hvort sem það eru innlendir aðilar
eða útlendir. Þetta kom mjög skýrt í ljós í eftirmálum
hrunsins.
Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram, að í
skýrslu GRECO, samtaka ríkja innan
Evrópuráðsins gegn spillingu frá marz
2018, sem var fimmta úttekt samtakanna
um Ísland, er ákveðnum tilmælum beint
til Íslands og þar á meðal þessum:
„Reglur verði settar um samskipti
æðstu handhafa framkvæmdarvalds við
hagsmunaverði (e. lobbyists) og aðra sem leitast við
að hafa áhrif á störf stjórnvalda … Settar verði reglur
um starfsval æðstu handhafa framkvæmdarvalds,
þegar þeir láta af störfum fyrir stjórnvöld.“
Þessi tilmæli GRECO ein út af fyrir sig ættu að
duga til þess að þingmenn láti þá hagsmunaverði, sem
eru andvígir tilkynningarskyldu ekki hafa áhrif á sig í
þessu máli. Það væri ekki gott fyrir orðspor Íslands,
ef það spyrðist út í kjölfar „gráa listans“.
Auðvitað hefur það alla tíð verið svo í því návígi
sem einkennir svo fámennt samfélag sem okkar að
einstaklingar hafa beitt persónulegum tengslum við
kjörna fulltrúa, hvort sem er í sveitarstjórnum eða á
Alþingi til þess að reyna að hafa áhrif á framgang
mála á þeirra vettvangi.
Fyrir nokkrum áratugum hófst skipuleg viðleitni
ýmissa aðila á hinu pólitíska sviði til þess að draga úr
slíkum áhrifum með því að halda fram mikilvægi svo-
nefndra „fagaðila“. Reynslan hefur sýnt að áhrif
„klíkuskapar“ á fagaðila er sízt minni en í pólitíkinni
þannig að þar var farið úr öskunni í eldinn.
Það kemur skýrt fram í greinargerð með frumvarp-
inu að sambærilegar umræður fara fram annars stað-
ar á Norðurlöndum. Tillögur um skráningu hags-
munavörzlu hafa komið fram á norska Stórþinginu en
þær hafa ekki verið samþykktar. Slíkar tillögur hafa
líka verið til umræðu í Svíþjóð. Og í greinargerðinni
kemur fram að í Finnlandi hafi skapast vilji til að taka
skráningu hagsmunavörzlu upp.
Reyndar kemur líka fram í greinargerð frumvarps
forsætisráðherra að skráning hagsmunavörzlu hefur
verið tekin upp í 12 aðildarríkjum Evrópusambands-
ins, þ.e. í Bretlandi, Írlandi, Frakklandi, Hollandi,
Þýzkalandi, Ítalíu, Póllandi, Litháen, Austurríki, Slóv-
eníu, Króatíu og Rúmeníu.
Og, eins og áður hefur verið að vikið hér á þessum
vettvangi, hefur Evrópusambandið sjálft tekið upp
skráningu hagsmunavörzlu og ekki að ástæðulausu.
Það liggur við að það sé orðin meiri háttar atvinnu-
grein í Brussel að hafa áhrif á það hvað fram-
kvæmdastjórn ESB gerir(!).
Auk þeirrar „persónulegu“ hagsmunavörzlu, sem
hér hefur lengi verið stunduð, má auðvitað segja að
samtök einstakra atvinnugreina hafi í raun virkað
eins og hagsmunaverðir gagnvart stjórnvöldum.
Breytingin sem orðið hefur á síðustu áratugum er að
hluta til í því fólgin að til hafa orðið eins konar milli-
liðir á milli atvinnugreina og stjórn-
valda.
Í árdaga hagsmunavörzlu hér á Ís-
landi var það áberandi hversu margir
þeirra sem áður höfðu starfað á fjöl-
miðum sóttu í hagsmunavörzlu, vænt-
anlega vegna þeirrar þekkingar sem
þeir höfðu á störfum fjölmiðla og vegna tengsla við
þá, sem þannig höfðu orðið til. Við því var í sjálfu sér
ekkert að segja.
En um leið og það sama fer að gerast, þegar fyrr-
verandi kjörnir fulltrúar eiga í hlut, vakna spurn-
ingar, einfaldlega vegna þess að þeir búa yfir upplýs-
ingum sem þeir hafa aflað sér og haft aðgang að í því
hlutverki, sem aðrir hafa ekki haft.
Þetta er ekki sérstakt vandamál hér á Íslandi. Í
Bretlandi er dæmi um að þekktur stjórnmálamaður
hafi byggt upp umfangsmikil viðskipti sem í raun
byggjast á víðtæku tengslaneti sem sá hinn sami kom
sér upp um heim allan vegna fyrri starfa. Dæmi um
hið sama má nefna frá Þýzkalandi.
Hið „banvæna faðmlag“ stjórnmála og viðskipta
getur tekið á sig ýmsar myndir.
En kjarni málsins er sá að nú liggur fyrir Alþingi
stjórnarfrumvarp, þar sem tekið er á þessu tiltekna
máli. Það er fagnaðarefni vegna þess að það er löngu
orðið tímabært að dregnar verði skýrar línur á milli
hagsmunaaðila og stjórnvalda, sem eiga að starfa í al-
mannaþágu.
Það er í sjálfu sér ekkert „ljótt“ við hagsmuna-
vörzlu. Hún þarf bara að vera uppi á borðinu, þannig
að ljóst sé hverjir eru að vinna fyrir hverja.
Það verður spennandi að fylgjast með umræðum á
Alþingi um frumvarp forsætisráðherra, sem fjallar
raunar um fleira en þetta, þ.e. um hagsmunaskrán-
ingu þeirra sem starfa að opinberum málum, og eins
hvort umræður verða um þessi mál á vettvangi ein-
stakra flokka.
Skráning hagsmunavarða …
… er mikilvægt
framfaraspor
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Eðlismunur var á byltingunni dýr-legu í Bretlandi 1688 og bylting-
unni í Frakklandi 1789, eins og breski
stjórnskörungurinn Edmund Burke
benti á í stórmerku riti, sem kom út
þegar árið 1790. Hin breska var gerð
til að varðveita arfhelg réttindi Breta
og stöðva konung, Jakob II., sem vildi
taka sér einræðisvald að fyrirmynd
starfsbróður síns handan Ermar-
sunds, Lúðvíks XIV. Hin franska var
gerð í landi, þar sem konungur hafði
um langt skeið haft einræðisvald, en
nú ætluðu óreyndir málskrafsmenn
að skipta honum út fyrir Lýðinn, Al-
mannaviljann.
Íslendingar þekkja aðallega skoð-
anir marxista á frönsku byltingunni,
en árin 1972-1973 kom út tveggja
binda verk Alberts Mathiez um hana í
þýðingu Lofts Guttormssonar. Mat-
hiez hélt því fram eins og aðrir marx-
istar, að franska byltingin hefði verið
barátta tveggja stétta, aðals og borg-
ara. Hún hefði verið umbreyting alls
skipulagsins. Mathiez gerði lítið úr
ógnarstjórninni 1793-1794, þegar
konungur og drottning ásamt mörg-
um öðrum voru leidd á höggstokkinn,
en aðrir létu lífið í götuóeirðum eða
uppreisnum úti á landsbyggðinni.
Sumum var jafnvel drekkt í Leiru,
Loire-fljóti. Að dómi Mathiez var
hetja byltingarinnar jakobíninn Max-
imilien Robespierre, en konungs-
fjölskyldan hefði hlotið makleg mála-
gjöld fyrir ráðabrugg við óvini
Frakklands.
Nýrri rannsóknir sagnfræðing-
anna Alfreds Cobbans, François Fur-
ets og Simons Schama sýna, að skoð-
un Burkes var miklu nær lagi.
Byltingin var ekki umbreyting alls
skipulagsins, enda var Frakkland ár-
ið 1830 furðulíkt Frakklandi árið
1789. Hún var tilfærsla valds, stjórn-
arbylting, ekki stéttabarátta. Tals-
verður hreyfanleiki hafði verið fyrir
hana milli aðals og borgara, og raun-
ar voru fæstir þeirra, sem sátu í mál-
stofu borgara eða „þriðju stéttar“,
framkvæmdamenn eða fjármagns-
eigendur. Byltingarmennirnir voru
innblásnir af óraunhæfum hug-
myndum um beina stjórn Lýðsins og
síður en svo fulltrúar einnar stéttar.
Þeir ætluðu að fylla upp í það tóma-
rúm, sem einræðisvald konungs hafði
skilið eftir, en studdust ekki við
reynsluvit kynslóðanna eins og
breskir umbótamenn gátu gert. Ógn-
arstjórnin var afleiðing af reynslu-
leysi þeirra og ranghugmyndum, ekki
eðlilegt viðbragð við hættu að utan.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Hvers vegna
varð byltingin?
Góð þjónusta í tæpa öld 10%afslátturfyrir 67 áraog eldri
Flugvallarþjónusta
BSR sér um að skutla þér út á flugvöll og aftur heim þegar þú ferð til útlanda.
5-8 manneskjur
19.500 kr.
1-4 manneskjur
15.500 kr.
Verð aðra leið: