Morgunblaðið - 25.01.2020, Page 42

Morgunblaðið - 25.01.2020, Page 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2020 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Tónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar er 40 ára og af þeim sökum er dag- skrá hátíðarinnar, sem hefst í dag, sérlega fjölbreytileg, með um tutt- ugu tónleikum og ýmsum öðrum uppákomum næstu átta dagana. Tónleikar verða víða, í Hörpu, Nor- ræna húsinu, Mengi, Salnum, Hann- esarholti og Iðnó, og meðal fjöl- skrúðugs hóps flytjenda eru Sinfóníuhljómsveit Íslands, Caput, Kammersveit Reykjavíkur og Strokkkvartettinn Siggi. Meðal er- lendra gesta eru hið kunna breska tónskáld Gavin Bryars, en Caput flytur verk hans „Úr Egils sögu“ (2004) í Breiðholtskirkju á mið- vikudagskvöldið kemur og tekur færeyski stórsöngvarinn Rúni Brattaberg þátt í flutningnum. „Við tókum upptakt að afmælis- dagskránni í fyrra og lengdum há- tíðina upp í viku,“ segir Gunnar Kar- el Másson, listrænn stjórnandi Myrkra músíkdaga, og bætir við að hátíðin hafi verið svona löng fyrstu árin en verið komin niður í þrjá daga fyrir nokkrum árum. Stofnað var til hátíðarinnar af Tónskáldafélagi Ís- lands sem vettvangs fyrir íslensk tónskáld til að fá verk sín flutt. Gunnar Karel segir að á síðustu árum hafi hátíðin líka farið fram á fleiri stöðum en um langt skeið þar á undan. „Við leitum samt líka í Hörpu enda hefur Sinfóníuhljómsveitin ver- ið með á Myrkum frá upphafi, eins og Kammersveitin og Caput nánast frá stofnun þeirra. Og þessar þrjár hljómsveitir má kalla hryggjar- stykkið í hátíðinni og hefur sam- starfið verið gæfuríkt. En hátíðin er líka vettvangur fyrir yngri tónskáld og flytjendur og við höfum reynt að setja það á oddinn nú að horfa á þessum tímamótum til framtíðar.“ Sem dæmi nefnir hann flutning á Blóðhófni, kammeróperu eftir Krist- ínu Þóru Haraldsdóttur við ljóð Gerðar Kristnýjar; dagskrá þar sem Hlökk frumflytur tónleikainn- setningu þar sem frumraun hennar í plötuútgáfu verður flutt í heild sinni; og tónleika hins bresk-íslenska Ekki minna duos, sem starfrækt er í Kaupmannahöfn og einsetur sér að flytja nýja norræna tónlist. Þegar spurt er hvernig gangi að halda úti hátíð sem snýst um nýja og framsækna tónlist segir Gunnar Karel það hjálpa nú að hátíðin sé nú formlega ein af hátíðum Reykja- víkurborgar. „Svo hefur áhuginn á þessari tónlist aukist jafnt og þétt á síðustu árum. Í því samhengi má nefna hvernig Hildur Guðnadóttir er að opna augu Hollywood-heimsins fyrir framsækinni tónlist með verk- um sínum. Mikið af þessari músík hefur haft óbein áhrif á ýmsa lista- menn, streymið hefur breytt lands- laginu nokkuð og svo hefur mennt- unarstig listamanna hér hækkað eftir að Listaháskólinn kom inn á sviðið. Enda hefur aðsókn að hátíð- inni verið að aukast. Þá höfum við markvisst verið að setja grasrótina í samhengi við eldri tónsmiði og eldri músík og það er af nógu að taka. Það er mikilvægt að fjölbreytileikinn sé í fyrirrúmi á hátíðinni.“ Fjölbreytileikinn í fyrirrúmi  Myrkir músíkdagar hefjast í kvöld  Hátíðin fagnar 40 ára afmæli  Gras- rótin markvisst sett í samhengi við eldri tónsmiði og eldri músík  Aukin aðsókn Ljósmynd/Friðgeir Einarsson Stjórnandinn Gunnar Karel Másson segir markvisst horft til framtíðar í afmælisdagskrá Myrkra músíkdaga. Sýning á verkum fimm finnskra samtímalistamanna verður opnuð í galleríinu Kling og Bang í Mar- shallhúsinu í dag kl. 17 og ber hún yfirskriftina Elämän vesi eða Lífs- ins vatn. Titillinn getur vísað í margt, segir í tilkynningu, t.d. Opinberunarbókina, samnefnt ævintýri eftir Grimms-bræður, brennivín og æskubrunninn og get- ur ýmist verið dulrænn og yfirnátt- úrulegur eða hversdagslegur og blátt áfram. Þátttökugjörningur eftir Ilona Valkonen verður fram- inn við opnunina. Lífsins vatn Kynningarmynd fyrir sýn- inguna í galleríinu Kling og Bang. Titill sem getur vísað í margt Gallerí Fold opnar í dag kl. 14 sýn- inguna Árstíðir. Á henni má sjá verk eftir Víði „Mýrmann Þrastarson sem sýna árstíðirnar og segir í tilkynn- ingu að dulúðugar og rómantískar aðstæður setji svip á verkin og að Víðir noti táknrænar ímyndir á borð við kýr, kindur, hrafna og báta til að leiða áhorfandann í gegnum óskerta náttúru og óbyggðir. „Fræðilegur grunnur verkanna er vandlega rannsakaður og notast Mýrmann við hugmyndir táknfræði, rómantíkur, dulspeki og sjamanisma. Áskorunin sem Mýrmann setti sér fyrir þessa sýningu var að bera saman listina sem hugmynd og listina sem hlut í raunheimum,“ segir í tilkynningu. Listin sem hug- mynd og hlutur Árstíð Málverk eftir Mýrmann. Á mánudaginn kemur, 27. janúar, verður haldið upp á fæðingardag tónskáldsins Wolfgangs Amadeusar Mozart, sem fæddist árið 1756, með árlegum afmælistónleikum á Kjar- valsstöðum. Tónleikarnir hefjast klukkan 18 og fluttir verða þrír kunnir kvartettar tónskáldsins, tveir fyrir flautu og strengi og einn fyrir óbó og strengi. Flytjendur eru Björg Brjánsdóttir flautuleikari, Matthías Nardeau óbóleikari, Lauf- ey Sigurðardóttir á fiðlu, Þórunn Ósk Marínósdóttir á víólu og Bryn- dís Halla Gylfadóttir á selló. Nanna Kristjánsdóttir sagnfræðingur mun fjalla um tónskáldið og tónlistina. Þetta er 22. árið í röð sem tón- leikar eru haldnir hér á fæðingar- degi Mozarts og hefur Laufey stað- ið fyrir þeim frá upphafi. Hún segir að það hafi ávallt verið ánægjulegt og viðeigandi að leika tónlist hins mikla meistara innan um málverk Jóhannesar Kjarvals á Kjarvals- stöðum. „Markmiðið hefur verið að flytja sem fjölbreytilegast úrval verka Mozarts á þessum tónleikum. Stundum höfum við stillt saman ófullgerðum verkum með öðrum kunnum,“ segir Laufey og bætir við að efnisskráin mótist þó af því fjár- magni sem aðstandendur hafi úr að moða hverju sinni. „Það er gaman að leika með Björgu, sem er ungur flautuleikari sem ég hef ekki leikið með áður en hef samt þekkt nánast síðan hún fæddist,“ segir Laufey hlæjandi og hrósar þeim Matthíasi báðum í há- stert. „Verkin sem þau flytja eru mjög falleg og vinsæl, tónlist sem allir flautuleikarar og óbóleikarar þekkja og læra. Þá verður gaman að heyra Nönnu, sem er ungur sagn- fræðingur, segja okkur frá Mozart.“ Og Laufey bætir við að eins og með verk annarra klassískra listamanna eigi tónlist Mozarts „alltaf erindi“. Tónleikarnir standa í um klukku- stund, aðgangseyrir er 2.000 kr. og posi á staðnum. Leika verk Mozarts á fæðingardegi hans Afmæli Tónleikarnir eru haldnir á fæðingardegi Wolfgangs Amadeus- ar Mozarts á mánudag. Opnunarathöfn Myrkra músíkdaga verður kl. 19 í kvöld og verða þá út- nefndir tveir heiðursfélagar. Dag- skráin hefst síðan kl. 20 með tón- leikum Strokkvartettsins Sigga, sem leikur 15. strengjakvartett Dímítrí Sjostakovits, en verkið var leikið fyrir 40 árum á fyrstu tón- leikum hátíðarinnar. Meðal annarra viðburða hátíðar- innar má nefna flutning Blóðhófn- is, kammeróperu Kristínar Þóru Haraldsdóttur, í Iðnó kl. 20 á sunnudag; ljóðasveiginn Kafka Fragments eftir ungverska tón- skáldið Györgys Kurtág í Mengi á mánudagskvöldið í flutningi Her- dísar Önnu Jónasdóttur sópran- söngkonu og Elfu Rúnar Kristins- dóttur fiðluleikara; og tónleika Caput, Veronique Vaka og K.óla í Breiðholts- kirkju á mið- vikudags- kvöldið þar sem færeyski bassinn og stjörnu- söngvarinn Rúni Bratta- berg flytur verk Gavins Bryars. Á fimmtudag frumflytur Dúó Freyja ný tónverk eftir sex íslensk- ar konur á tónleikum í Hann- esarholti; á fimmtudag spinna bassaleikararnir Bára Gísladóttir og Skúli Sverrisson í Mengi og kvöldið áður flytur Sinfóníu- hljómsveitin dagskrána Hjakkað á Myrkum. Dagskrána má sjá á vefn- um myrkir.is Sum frumflutt, önnur klassísk RÚMLEGA VIKULÖNG TÓNLISTARHÁTÍÐ FRAM UNDAN Rúni Brattaberg Sími 552 2018 • info@tasport.is Sjá allar okkar ferðir ogmeiri upplýsingar á 1.-5. október tasport.is Elton John í Barcelona Innifalið: Flug, skattar og gjöld. 20 kg innrituð taska og 10 kg handfarangur. Gisting á 4* hóteli meðmorgunmat í 4 nætur.Miði á Elton John tónleikana 2. október. Rúta á tónleikana og til baka. Rúta til og frá flugvelli í Barcelona. Íslensk fararstjórn. Frekari upplýsingar í síma 552 2018 eða info@tasport.is Verð frá 156.800 Elton John er þessa stundina á ferð og flugi út um allan heim með Farewell YellowBrick Road tourinn. Þetta er síðasta tónleikaferða- lagið hjá Elton ogmá búast við að nú verði öllu tjaldað til. Hann verður í Palau Sant Jordi tónleikahöllinni í Barcelona. Ath. Takmarkaðurfjöldi sæta í boði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.