Morgunblaðið - 06.02.2020, Page 26

Morgunblaðið - 06.02.2020, Page 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2020 BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Áhrif breikkunar Vesturlandsvegar á Kjalarnesi á umferðaröryggi eru metin verulega jákvæð í nýrri frum- matsskýrslu sem verkfræðistofan Efla hefur unnið fyrir Vegagerðina. Skýrslan verður birt á vef Skipu- lagsstofnunar, þar sem almenn- ingur getur kynnt sér hana. Eins og margoft hefur komið fram í fréttum áformar Vegagerðin breikkun Vesturlandsvegar á níu kílómetra kafla milli Varmhóla í Kollafirði og vegamóta við Hval- fjarðarveg. Þá er eftir fimm kílómetra kafli frá Varmhólum að sveitarfélaga- mörkum Reykjavíkur og Mosfells- bæjar við Leirvogsá. Tvöföldun vegarins á þessum kafla er ekki á dagskrá, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Ástæðan er sú að samkvæmt umferðarspám mun fyr- irhuguð Sundabraut taka við meg- inhluta umferðarinnar til höfuð- borgarinnar, en brautin á einmitt að koma á brú yfir Kollafjörð við Varmhóla. Sundabrautin er hins vegar ekki komin á dagskrá og alls óvíst hvort hún verður lögð og þá hvenær. Í skýrslu um Sundabraut (Hreinsnefndin), sem kom út í fyrra, kemur fram í fylgiskjali Eflu að eftir tilkomu Sundabrautar verði umferð um Kollafjörð mjög lítil og núverandi vegur þar nægjanlegur. Því er spáð að með tilkomu Sunda- brautar muni 12.000 færri bílar fara um Mosfellsbæ á hverjum sólar- hring. Að stærstum hluta 2+1-vegur Með breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi verður hann að stærst- um hluta 2+1-vegur. Á þeim kafla sem um ræðir eru tæplega 30 vega- mót, tengingar og þveranir auk þess sem umferðin er öll á 1+1-vegi án aðskilnaðar akstursstefna. Að meðaltali fara rúmlega níu þúsund ökutæki um veginn á degi hverjum. Umferð hefur aukist mikið og árið 2018 urðu tvö banaslys á vegkafl- anum sem til stendur að breikka. Bæði banaslysin urðu með þeim hætti að bílar sem mættust skullu saman. Því er talið mikilvægt að að- skilja akstursstefnur til að lág- marka hættu á framanákeyrslum en slík slys eru næstalgengasta tegund alvarlegra slysa og banaslysa á Ís- landi. Aðskilnaður akstursstefna, fjölg- un akreina í sömu átt, fækkun veg- tenginga og bygging hringtorga eru allt aðgerðir sem draga úr líkum á umferðarslysum, segir Efla. Sama gildir um uppbyggingu hliðarvega og undirganga undir Vesturlands- veg fyrir innansveitarumferð og aðra en akandi vegfarendur. Áhrif á umferðaröryggi eru metin verulega jákvæð. Að mati Eflu mun framkvæmdin hafa í för með sér varanleg áhrif á landnotkun þess svæðis sem fer undir breikkun Vesturlandsvegar og hliðarvegi. Áhrifin eru að mestu óafturkræf. Svæðið sem verður fyr- ir áhrifum er að stórum hluta innan veghelgunarsvæðis núverandi Vest- urlandsvegar og hliðarvegir sem eru fyrir utan það svæði eru að miklu leyti nú þegar fyrir hendi. Vegurinn mun liggja um opin svæði og landbúnaðarland sem er ein- kennandi fyrir svæðið í heild. Hefð- bundinn landbúnaður hefur verið á undanhaldi á Kjalarnesi og því ekki um að ræða land sem hefur mikið gildi sem landbúnaðarland. Áhrif á landnotkun eru metin óverulega neikvæð. Ekki breikkað í Kollafirðinum  Áhrif breikkunar Vesturlandsvegar á Kjalarnesi á umferðaröryggi eru metin verulega jákvæð  Reiknað er með að Sundabraut taki við meginhluta umferðar sem annars færi um Kollafjörð Morgunblaðið/Sigurður Bogi H va lfja rða rve gu r Grunnkort/Loftmyndir ehf. Breikkun Vesturlandsvegar Mosfellsbær Esja Blikdalur Grundarhverfi Hofsvík Vesturlandsvegur verður áfram ein akrein í hvora aksturs- átt á 5 km kafl a frá Mosfellsbæ um Esju- mela að Varmhólum Fyrirhugað er að breikka Vesturlandsveg á um 9 km kafl a milli Varmhóla og vegamóta Hvalfjarðarvegar Um er að ræða breikkun í 2+1 -veg ásamt gerð þriggja hringtorga Möguleg lega Sundabrautar frá Vesturlandsvegi við Varmhóla og yfi r Kollafjörð í átt til Reykjavíkur Áætlað er að með tilkomu Sundabrautar muni umferð á Vesturlandsvegi um Esjumela minnka Kollafjörður Hvalfjörður Geldinganes Álfsn es Esju- melar Varm- hólar K J A L A R N ES Kollafjörður Ekki stendur til að breikka Vesturlandsveginn þarna og framkvæmdin er ekki í samgönguáætlun. Fimm kílómetra kafli verður áfram ein- breiður. Núverandi breidd Vesturlands- vegar er um 10 metrar en eftir breikkun verður hún 22-29 metrar. Vegurinn verður því breikkaður að jafnaði um 12- 19 metra en ætla má að um 10-13 hektara svæði fari undir breikkun vegarins, þ.e. mið- deili, akbrautir og axlir. Tilraunaboranir hafa sýnt að með breikunn samhliða eldri vegi myndi stór hluti nýrra vegkafla fara yfir mýrarsvæði sem mun síga. Því verður nýr vegur á nokkrum stöðum færður fjær eldri vegi. Á móti mjókkar svæðið milli Vestur- landsvegar og hliðarvega. Deiliskipulagið gerir ráð fyr- ir 2+2-vegi til framtíðar nema á tæplega kílómetra löngum kafla á móts við Grundar- hverfi. Þar er 1+1-vegur í deili- skipulagi og ekki var gert ráð fyrir vegriði milli aksturs- stefna. Nú er hins vegar gert ráð fyrir að breikka veginn til að koma fyrir vegriði milli ak- reina. Við nánari útfærslu eftir gerð deiliskipulags er áætlað að breikka veginn á öllum framkvæmdarkaflanum en mismikið eftir svæðum. Í norðurátt verða þrír kaflar með tveimur akreinum, hver kafli um 1,4 km langur. Breikkar um 12-19 metra HÖNNUN VEGARINS Morgunblaðið/Eggert Umferðarslys Mörg óhöpp og slys hafa orðið á veginum. Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fékk bíllinn ekki skoðun? Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl Sameinuð gæði BJB-Mótorstilling þjónustar flesta þætti endurskoðunar anngjörnu verði og að ki förum við með bílinn n í endurskoðun, þér kostnaðarlausu. á s au þin að LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.