Morgunblaðið - 06.02.2020, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 06.02.2020, Qupperneq 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2020 BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Áhrif breikkunar Vesturlandsvegar á Kjalarnesi á umferðaröryggi eru metin verulega jákvæð í nýrri frum- matsskýrslu sem verkfræðistofan Efla hefur unnið fyrir Vegagerðina. Skýrslan verður birt á vef Skipu- lagsstofnunar, þar sem almenn- ingur getur kynnt sér hana. Eins og margoft hefur komið fram í fréttum áformar Vegagerðin breikkun Vesturlandsvegar á níu kílómetra kafla milli Varmhóla í Kollafirði og vegamóta við Hval- fjarðarveg. Þá er eftir fimm kílómetra kafli frá Varmhólum að sveitarfélaga- mörkum Reykjavíkur og Mosfells- bæjar við Leirvogsá. Tvöföldun vegarins á þessum kafla er ekki á dagskrá, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Ástæðan er sú að samkvæmt umferðarspám mun fyr- irhuguð Sundabraut taka við meg- inhluta umferðarinnar til höfuð- borgarinnar, en brautin á einmitt að koma á brú yfir Kollafjörð við Varmhóla. Sundabrautin er hins vegar ekki komin á dagskrá og alls óvíst hvort hún verður lögð og þá hvenær. Í skýrslu um Sundabraut (Hreinsnefndin), sem kom út í fyrra, kemur fram í fylgiskjali Eflu að eftir tilkomu Sundabrautar verði umferð um Kollafjörð mjög lítil og núverandi vegur þar nægjanlegur. Því er spáð að með tilkomu Sunda- brautar muni 12.000 færri bílar fara um Mosfellsbæ á hverjum sólar- hring. Að stærstum hluta 2+1-vegur Með breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi verður hann að stærst- um hluta 2+1-vegur. Á þeim kafla sem um ræðir eru tæplega 30 vega- mót, tengingar og þveranir auk þess sem umferðin er öll á 1+1-vegi án aðskilnaðar akstursstefna. Að meðaltali fara rúmlega níu þúsund ökutæki um veginn á degi hverjum. Umferð hefur aukist mikið og árið 2018 urðu tvö banaslys á vegkafl- anum sem til stendur að breikka. Bæði banaslysin urðu með þeim hætti að bílar sem mættust skullu saman. Því er talið mikilvægt að að- skilja akstursstefnur til að lág- marka hættu á framanákeyrslum en slík slys eru næstalgengasta tegund alvarlegra slysa og banaslysa á Ís- landi. Aðskilnaður akstursstefna, fjölg- un akreina í sömu átt, fækkun veg- tenginga og bygging hringtorga eru allt aðgerðir sem draga úr líkum á umferðarslysum, segir Efla. Sama gildir um uppbyggingu hliðarvega og undirganga undir Vesturlands- veg fyrir innansveitarumferð og aðra en akandi vegfarendur. Áhrif á umferðaröryggi eru metin verulega jákvæð. Að mati Eflu mun framkvæmdin hafa í för með sér varanleg áhrif á landnotkun þess svæðis sem fer undir breikkun Vesturlandsvegar og hliðarvegi. Áhrifin eru að mestu óafturkræf. Svæðið sem verður fyr- ir áhrifum er að stórum hluta innan veghelgunarsvæðis núverandi Vest- urlandsvegar og hliðarvegir sem eru fyrir utan það svæði eru að miklu leyti nú þegar fyrir hendi. Vegurinn mun liggja um opin svæði og landbúnaðarland sem er ein- kennandi fyrir svæðið í heild. Hefð- bundinn landbúnaður hefur verið á undanhaldi á Kjalarnesi og því ekki um að ræða land sem hefur mikið gildi sem landbúnaðarland. Áhrif á landnotkun eru metin óverulega neikvæð. Ekki breikkað í Kollafirðinum  Áhrif breikkunar Vesturlandsvegar á Kjalarnesi á umferðaröryggi eru metin verulega jákvæð  Reiknað er með að Sundabraut taki við meginhluta umferðar sem annars færi um Kollafjörð Morgunblaðið/Sigurður Bogi H va lfja rða rve gu r Grunnkort/Loftmyndir ehf. Breikkun Vesturlandsvegar Mosfellsbær Esja Blikdalur Grundarhverfi Hofsvík Vesturlandsvegur verður áfram ein akrein í hvora aksturs- átt á 5 km kafl a frá Mosfellsbæ um Esju- mela að Varmhólum Fyrirhugað er að breikka Vesturlandsveg á um 9 km kafl a milli Varmhóla og vegamóta Hvalfjarðarvegar Um er að ræða breikkun í 2+1 -veg ásamt gerð þriggja hringtorga Möguleg lega Sundabrautar frá Vesturlandsvegi við Varmhóla og yfi r Kollafjörð í átt til Reykjavíkur Áætlað er að með tilkomu Sundabrautar muni umferð á Vesturlandsvegi um Esjumela minnka Kollafjörður Hvalfjörður Geldinganes Álfsn es Esju- melar Varm- hólar K J A L A R N ES Kollafjörður Ekki stendur til að breikka Vesturlandsveginn þarna og framkvæmdin er ekki í samgönguáætlun. Fimm kílómetra kafli verður áfram ein- breiður. Núverandi breidd Vesturlands- vegar er um 10 metrar en eftir breikkun verður hún 22-29 metrar. Vegurinn verður því breikkaður að jafnaði um 12- 19 metra en ætla má að um 10-13 hektara svæði fari undir breikkun vegarins, þ.e. mið- deili, akbrautir og axlir. Tilraunaboranir hafa sýnt að með breikunn samhliða eldri vegi myndi stór hluti nýrra vegkafla fara yfir mýrarsvæði sem mun síga. Því verður nýr vegur á nokkrum stöðum færður fjær eldri vegi. Á móti mjókkar svæðið milli Vestur- landsvegar og hliðarvega. Deiliskipulagið gerir ráð fyr- ir 2+2-vegi til framtíðar nema á tæplega kílómetra löngum kafla á móts við Grundar- hverfi. Þar er 1+1-vegur í deili- skipulagi og ekki var gert ráð fyrir vegriði milli aksturs- stefna. Nú er hins vegar gert ráð fyrir að breikka veginn til að koma fyrir vegriði milli ak- reina. Við nánari útfærslu eftir gerð deiliskipulags er áætlað að breikka veginn á öllum framkvæmdarkaflanum en mismikið eftir svæðum. Í norðurátt verða þrír kaflar með tveimur akreinum, hver kafli um 1,4 km langur. Breikkar um 12-19 metra HÖNNUN VEGARINS Morgunblaðið/Eggert Umferðarslys Mörg óhöpp og slys hafa orðið á veginum. Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fékk bíllinn ekki skoðun? Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl Sameinuð gæði BJB-Mótorstilling þjónustar flesta þætti endurskoðunar anngjörnu verði og að ki förum við með bílinn n í endurskoðun, þér kostnaðarlausu. á s au þin að LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.