Morgunblaðið - 28.03.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.03.2020, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2020 Vertu með í páskaleik Góu á goa is!. Blaðamannafélag Íslands Aðalfundur BÍ 2020 Fimmtudaginn 30. apríl kl. 20.00 í Síðumúla 23 Aðalfundur Blaðamannafélags Íslands árið 2020 verður haldinn fimmtudaginn 30. apríl n.k. að Síðumúla 23, 3. hæð, 108 Reykjavík þar sem félagið er til húsa og hefst fundurinn stundvíslega kl. 20.00 BÍ-félagar eru hvattir til að mæta *Framboð til formanns BÍ þarf að berast skrifstofu BÍ ekki síðar en tveimur vikum fyrir boðaðan aðalfund. Ath.: Athygli er vakin á að vegna veirunnar, covid-19, og röskunar af hennar völdum, gæti komið til frestunar fundarins. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Skýrslur frá starfsnefndum Kosningar* Lagabreytingar Önnur mál KÓRÓNUVEIRUFARALDUR Helgi Bjarnason Erla María Markúsdóttir Þorgerður Anna Gunnarsdóttir Sóttvarnalæknir segir að heil- brigðisyfirvöld þurfi að halda að- gerðum sínum áfram til að draga úr smiti kórónuveirunnar. Alls óvíst sé hvort samkomubanni verði aflétt 13. apríl þegar það á að renna út. „Ég bið landsmenn um að búa sig undir að samkomubannið muni standa lengur, en það mun skýrast betur á næstu dögum,“ sagði Þór- ólfur Guðnason á upplýsingafundi almannavarna í gær. Fjórar vikur voru í gær liðnar frá því að fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi og kvaðst Þór- ólfur ætla að við værum nú hálfnuð í langhlaupinu. Faraldurinn væri enn í vexti og hápunktinum ekki náð. „Við getum búist við að sjá aukningu á greindum tilfellum en vonandi mun það fylgja þeirri spá sem hefur verið gefin út.“ Gat sótt- varnalæknir þess þó að miðað við innlagnir á gjörgæslu væru Íslend- ingar að feta verstu spána í spá- líkani íslensku vísindamannanna en bestu spána miðað við fjölda greindra. Greindi sóttvarnalæknir frá því að 18 sjúklingar væru á Land- spítalanum, þar af sex í öndunarvél á gjörgæslu. „Ég vil aftur minna á að þetta er langhlaup og við eigum langt í land,“ sagði Þórólfur en leyfði sér að fullyrða að faraldrinum gæti lok- ið í maí. Fossvogur undirlagður Greind hafa verið liðlega 13.600 sýni, eða af um 4% þjóðarinnar, og hafa alls 890 greinst með kórónu- veiruna hérlendis. Fjölgaði greind- um á síðasta sólarhring um 88. Alma D. Möller landlæknir sagði á fundinum að fylgst væri vel með þeim sem væru smitaðir. „Þeir sem verða alvarlega veikir fá lungna- bólgu, finna fyrst fyrir þreytu og andþyngslum. Súrefnismettun lækkar og þá þarf að gefa súrefni, eða setja fólk í öndunarvél,“ segir Alma. Álagið er að aukast í Fossvogi, að sögn Ölmu. Hún segir að yfir- völd séu að búa sig undir verstu sviðsmynd. Landspítalinn í Foss- vogi verði lagður undir fólk sem veikst hafi af kórónuveikinni og aðrar stofnanir taki þá við sjúkling- um þaðan, meðal annars sjúkra- stofnanir á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess. Hún segir að Orkuhúsið sé ekki í notkun og standi til boða, sem og einkarekna sjúkrahúsið Klíníkin. Þá sé Sjúkra- húsið á Akureyri tilbúið með sína áætlun. Alma var spurð að því á fund- inum hvernig alvarlega veikt fólk af kórónuveirunni væri flutt af lands- byggðinni á Landspítalann, hvort það væri með sjúkraflugvélum Mý- flugs eða þyrlum Landhelgisgæsl- unnar. Hún svaraði því til að fólkið yrði flutt í flugvélum í sérstökum hylkjum til að verjast kórónusmiti. Slík hylki væru til og til stæði að fjölga þeim. Með ljóta hárgreiðslu Víðir Reynisson yfirlögreglu- þjónn lauk upplýsingafundinum með ítrekun á mikilvægi þess að farið væri eftir reglum um sam- komubann. Gat þess að borist hefðu ábendingar um að hárgreiðslustof- ur sem bar að loka í kjölfar herts samkomubanns hefðu sumar hverj- ar fært starfsemi sína í heimahús. „Það er ekki að ástæðulausu að við settum þetta bann á. Það er ekkert hættuminna að gera þetta heima hjá sér heldur en á hár- greiðslustofum. Við verðum bara að vera með ljóta hárgreiðslu næstu vikurnar. Við verðum að lifa með því,“ sagði Víðir. Hann sagði einnig dæmi um að sótt væri um undanþágur frá sam- komubanni fyrir viðburði og starf- semi sem mætti alveg bíða. „Þetta samkomubann og þessar takmark- anir eru settar með þeim tilgangi að vernda líf.“ Fjöldi eftir landshlutum Óstaðsett 13 1.927 Útlönd 0 1 Austurland 3 174 Höfuðborgarsvæði 686 4.965 Suðurnes 41 459 Norðurland vestra 17 403 Norðurland eystra 16 447 Suðurland 100 1.115 Vestfirðir 2 219 Vesturland 12 299 Smit Sóttkví Uppruni smits Innanlands Erlendis Óþekktur 62% 8% 30%13.613 sýni hafa verið tekin 97 einstaklingar hafa náð bata 3.209 hafa lokið sóttkví 18 eru á sjúkrahúsi 2 einstaklingar eru látnir 6 á gjör-gæslu 791 manns eru í einangrun Fjöldi staðfestra smita frá 28. febrúar 28.2. 29.2. 1.3. 2.3. 3.3. 4.3. 5.3. 6.3. 7.3. 8.3. 9.3. 10.3. 11.3. 12.3 13.3. 14.3. 15.3. 16.3. 17.3. 18.3. 19.3. 20.3. 21.3. 22.3. 23.3. 24.3. 25.3. 26.3. Upplýsingar eru fengnar af covid.is og landspitali.is 890 smit voru staðfest í gær kl. 13.00 10.009 hafa verið settir í sóttkví 800 700 600 500 400 300 200 100 890 Á von á lengra samkomubanni  Fjórar vikur liðnar frá fyrsta kórónusmiti  Álagið er að aukast á Landspítala  Þar eru sex sjúk- lingar í öndunarvélum á gjörgæslu  Sóttvarnalæknir segir að langhlaupið sé hálfnað en því ljúki í maí Ljósmynd/Lögreglan Upplýsingafundur Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri veitti upplýsingar í gær ásamt Ölmu D. Möller landlækni, Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá almannavarnadeild. Allt um sjávarútveg Síðdegis í gær eins og á anna- tímum undanfarna daga mátti sjá biðraðir fólks fyrir utan nokkrar vínbúðir í Reykjavík og nágrenni. Ástæðan er sú að vegna kórónu- veirufaraldursins má aðeins hleypa 20 viðskiptavinum inn í búðirnar í senn. Það er gert til að draga úr líkum á smiti. Afgreiðslan í búðunum hefur þó yfirleitt gengið hratt fyrir sig og dvölin í biðröðunum ekki verið löng. Fjöldatakmarkanir gilda einnig í öðrum verslunum en eftir því sem best er vitað hafa viðskiptin yfir- leitt gengið snurðulaust fyrir sig. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Vínbúð Biðröð við verslunina í Skeifunni. Biðraðir mynduðust við vínbúðir í gær „Ég vil ítreka það að líf eru í húfi. Það liggur mikið við að reglur sóttvarnalæknis séu virtar,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglu- stjóri á upplýsingafundinum þegar hún fjallaði um viðmið- unarfjárhæðir sekta vegna brota á lögum um samkomu- bann og sóttkví vegna kórónu- veirunnar. Lögreglan hefur fengið ábendingar um brot á sam- komubanni en þær hafa í mörg- um tilvikum ekki átt við rök að styðjast. Bætti Sigríður því við að lögreglan vildi gjarnan nýta krafta sína í annað. Ríkissaksóknari hefur sent út fyrirmæli um viðmiðunar- fjárhæðir sekta fyrir brot á sóttvarnalögum og samkomu- banni. Sekta skal þá sem brjóta gegn sóttkví um 50 til 250 þúsund krónur eftir alvarleika brots og fyrir brot gegn reglum um einangrun um 150 til 500 þúsund. Sá sem skipuleggur samkomu í andstöðu við sam- komubann getur átt á hættu 250 til 500 þúsund kr. sekt og sá sem sækir slíka samkomu 50 þúsund kr. sekt. Tilkynna ber alvarleg brot, til dæmis gegn reglum um einangrun, til héraðssaksóknara, sem metur hvort ákæra eigi viðkomandi. Sektað og ákært fyrir brot á reglum RÍKISSAKSÓKNARI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.