Morgunblaðið - 28.03.2020, Blaðsíða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2020
Á ársfundi Seðlabankans á
miðvikudaginn sagði seðla-
bankastjóri að peningastefna
væri í raun velferðarstefna. Það
eru orð að sönnu enda byggist
velsæld þjóða ekki síst á því
hvernig haldið er á stjórn efna-
hagsmála; bæði þegar vel árar og
þegar á móti blæs.
Nú blæs á móti í heiminum öll-
um þar sem allar þjóðir berjast
við vágest í formi veiru. Okkar
framlínufólk, hjá almannavörnum og heilbrigð-
iskerfinu, á aðdáun mína alla fyrir ótrúlega
frammistöðu; skýrar og afgerandi aðgerðir og
góða og hreinskilnislega miðlun upplýsinga til
okkar allra. Framlínufólk á öðrum sviðum,
kennarar á öllum skólastigum, afgreiðslufólk í
verslunum, og fjölmargir aðrir sýna sömuleiðis
á hverjum degi ótrúlega samstöðu í verki. Það
sem skiptir mestu máli núna er heilsa fólks og
því gerum við allt sem hægt er til þess að
stemma stigu við útbreiðslu veirunnar og
tryggja að heilbrigðiskerfið geti hlúð að þeim
sem þess þurfa.
Í þessari baráttu höfum við Íslendingar ekki
sótt styrk okkar í valdboð heldur í samheldni
og samhygð samfélagsins. Okkar vopn í þess-
ari baráttu eru samstaða, gagnsæi og hrein-
skilni. Við höfum verið opinská með þá stað-
reynd að þetta er óvissuferð. En við vinnum
hins vegar út frá bestu gögnum og upplýs-
ingum sem við höfum og tryggjum gagnsæi um
þær upplýsingar. Það er auðvitað aldrei hægt
að ná hundrað prósent árangri en ég tel að ár-
angur okkar hingað til sýni að það er alltaf
betra að ná árangri með samstöðu heldur en
valdboði.
En veirunni fylgja ekki aðeins heilbrigðis-
áhrif heldur líka mikil efnahagsáhrif. Þessi
kreppa er ekki eins og sú síðasta. Raunar er
hún ekki síst óvenjuleg vegna þess að við erum
sjálf, vísvitandi, að hægja á samfélaginu öllu og
með því líka á gangi efnahagslífsins. Það hefur
skammtímaáhrif sem við getum að einhverju
marki séð fyrir en líka langtímaáhrif sem öllu
meiri óvissa ríkir um.
Á efnahagshliðinni er ljóst að bæði ríkis-
sjóður og Seðlabanki Íslands eru í mjög sterkri
stöðu til að takast á við þau áföll sem nú dynja
á. Íslenska ríkið hefur þegar kynnt fyrstu að-
gerðir sínar til að standa við bakið á fólki og
fyrirtækjum í landinu. Við munum gera það
sem þarf til að koma íslensku samfélagi í gegn-
um þennan skafl enda hefur ríkið talsvert svig-
rúm til að auka skuldastöðu sína eins og þörf
krefur. Seðlabankinn hefur lækkað vexti og
afnumið sveiflujöfnunaraukann,
en hvort tveggja er hægt vegna
öflugrar hagstjórnar undanfarin
ár og skiptir verulegu máli fyrir
atvinnulífið í þessum þrengingum.
Á laugardaginn var kynntum
við tíu aðgerðir til varnar, vernd-
ar og viðspyrnu – Viðspyrnu fyrir
Ísland. Lífsafkoma fólks og störf
eru varin með hlutastarfaleiðinni
og ríkisábyrgð á lánum til fyrir-
tækja er til að tryggja að þau geti
haldið áfram að greiða fólki laun
næstu mánuði. Til að koma til
móts við greiðsluvanda fyrirtækja er frestur
veittur á opinberum gjöldum og tekjuskatti
fyrirtækja. Sérstakur barnabótaauki verður
greiddur fjölskyldum allra barna á Íslandi í
sumar og opnuð verður heimild til að nýta upp-
safnaðan séreignasparnað til að brúa bil þegar
tekjur heimila minnka tímabundið.
Til að spyrna við ráðumst við strax í fram-
kvæmdaátak á þessu ári þar sem verkefnum er
flýtt fyrir 20 milljarða, bæði hjá ríki og opin-
berum félögum. Verkefni átaksins eru fjöl-
breytt; nýjar byggingar eins og viðbygging við
Grensásdeild sem lengi hefur verið beðið eftir,
mikilvægar samgönguframkvæmdir, uppbygg-
ing í orkuskiptum og grænum lausnum, inn-
spýting í rannsókna- og tæknisjóð og nýsköp-
unar- og stafræn verkefni. Stutt verður við
íþróttastarf til framtíðar og síðast en ekki síst
verður stutt við skapandi greinar því að efna-
hagslíf framtíðar byggist á fjölbreytni og þekk-
ingu.
Á meðan óvissan ríkir enn sér ekki fyrir end-
ann á þeim úrræðum sem stjórnvöld munu
þurfa að grípa til. En markmiðið er skýrt og
það er að koma fólki og íslensku samfélagi
ósködduðu í gegnum þennan erfiða tíma. Við
munum gera það sem þarf til að draga úr þess-
um þrengingum til skemmri tíma og byggja
upp efnahag til lengri tíma sem verður enn
meira dugandi gagnvart þeim áföllum sem við
getum alltaf átt von á. Einmitt vegna þess að
við höfum lært af reynslunni erum við betur í
stakk búin en nokkru sinni til að takast á við
þetta áfall. Við munum lenda á fótunum og við
munum koma samfélaginu í gegnum þessar
hremmingar.
Eftir Katrínu
Jakobsdóttur
»Markmiðið er skýrt og það
er að koma fólki og ís-
lensku samfélagi ósködduðu í
gegnum þennan erfiða tíma.
Katrín Jakobsdóttir
Höfundur er forsætisráðherra.
Viðspyrna fyrir Ísland
Það er forgangsverk-
efni íslenskra stjórn-
valda og samfélagsins
alls að bregðast við
þeirri heilbrigðisvá sem
nú blasir við. Um leið
hefur ríkisstjórnin grip-
ið til markvissra og rót-
tækra aðgerða til að
bregðast við efnahags-
vandanum sem því
fylgir og hafa það
meginmarkmið að verja störf fólks og
tryggja þannig afkomu heimilanna.
Til viðbótar við þessar aðgerðir
kynnti ég í ríkisstjórn í gær 15 að-
gerðir sem vinna móti áhrifum CO-
VID-19 veirunnar á íslenskan land-
búnað og sjávarútveg. Markmið
þeirra er skýrt. Að lágmarka neikvæð
áhrif á þessar greinar til skemmri og
lengri tíma, en um leið skapa öfluga
viðspyrnu þegar þetta tímabundna
ástand er gengið yfir.
Fallið frá hækkun á gjaldskrá
1. Fyrirséð er að eftirspurn eftir ís-
lenskum matvælum mun dragast
saman á næstu misserum, m.a. í ljósi
fækkunar ferðamanna til Íslands, og
mun slíkt hafa áhrif á rekstur ís-
lenskra matvælaframleiðenda. Vegna
þessa verður hef ég ákveðið að fallið
verður frá áformum um 2,5% hækkun
á gjaldskrá Matvælastofnunar til 1.
september á þessu ári.
2. Ljóst er að hertar kröfur um sam-
komur fólks og aðrar
ráðstafanir yfirvalda
geta haft neikvæð áhrif
á fyrirtæki sem sinna
íslenskri matvælafram-
leiðslu. Heilbrigðis-
ráðherra hefur, eftir
samráð við sóttvarna-
lækni, almannavarna-
deild Ríkislögreglu-
stjóra og Matvæla-
stofnun, ákveðið að
veita kerfislega og efna-
hagslega mikilvægum
fyrirtækjum í þessum
greinum undanþágu frá tilteknum
ráðstöfunum að uppfylltum ströngum
skilyrðum. Ráðuneyti mitt mun
áfram fylgjast með þessari þróun í
samvinnu við heilbrigðisyfirvöld og
atvinnulífið.
Fjárfest í íslenskri garðyrkju
3. Nú standa yfir samningaviðræður
stjórnvalda og bænda um endur-
skoðun búvörusamnings um starfs-
skilyrði garðyrkju. Þar er gert ráð
fyrir að íslensk garðyrkja verði efld
til muna með auknum fjárveitingum
strax á þessu ári. Ég hef óbilandi trú
á þeim tækifærum sem blasa við ís-
lenskri garðyrkju enda er aukin
framleiðsla á íslensku grænmeti for-
senda þess að íslenskir garðyrkju-
bændur nái að halda við og auka
markaðshlutdeild íslensks græn-
metis.
4. Þá má nefna að því verður beint
til framkvæmdanefndar búvöru-
samninga að leita leiða til að færa til
fjármuni í samræmi við gildandi bú-
vörusamninga til að koma sérstak-
lega til móts við innlenda matvæla-
framleiðendur.
5. Jafnframt mun ráðuneytið taka
höndum saman með Bændasam-
tökum Íslands og Rannsóknamið-
stöð landbúnaðarins við að skrá
afurðatjón bænda vegna COVID-19.
Þá má nefna eftirfarandi aðgerðir í
landbúnaði:
6. Aukin þjónusta og ráðgjöf til
bænda vegna COVID-19.
7. Tryggt verður að einstaklingar
sem sinna afleysingaþjónustu fyrir
bændur sem glíma við COVID-19 fái
greitt fyrir þá vinnu.
8. Ráðuneytið og Bændasamtökin
munu vinna að gerð mælaborðs fyrir
landbúnaðinn til að bæta framsetn-
ingu gagna um landbúnaðarfram-
leiðsluna, birgðir og framleiðsluspár.
9. Óskað hefur verið eftir liðsinni
dýralækna í bakvarðasveit.
10. Ráðstafanir verða gerðar til að
heimila ræktun iðnaðarhamps hér á
landi með skilyrðum.
Afgreiðslu rekstrarleyfa
í fiskeldi flýtt
11. Á sviði sjávarútvegs og fiskeldis
má fyrst nefna breytingu sem þegar
hefur tekið gildi. Þannig undirritaði
ég fyrr í vikunni breytingu á reglu-
gerð sem heimilar hlé á grásleppu-
veiðum ef skipstjóri eða áhöfn þurfa
að fara í sóttkví eða einangrun.
12. Fiskeldi hefur vaxið mikið á und-
anförnum árum og var útflutnings-
verðmæti fiskeldis 25 ma.kr. í fyrra
eða sem nemur tæplega 2% af heild-
arútflutningi. Samhliða miklum vexti
greinarinnar undanfarin ár hefur
málsmeðferð rekstrarleyfisveitinga
vegna fiskeldis þyngst umtalsvert.
Ein af þeim aðgerðum sem ég kynnti
í gær snýr að því að flýta afgreiðslu
rekstrarleyfa í fiskeldi og hraða
þannig uppbyggingu greinarinnar.
Slíkt gæti á þessu ári og til framtíðar
haft í för með sér mikla fjárfestingu
hér á landi og ráðningu á fleira starfs-
fólki.
Efling hafrannsókna
13. Öflugar hafrannsóknir eru
meginforsenda þess að gera megi
verðmæti úr sjávarauðlindinni og
nýta hana með sjálfbærum hætti. Í
samræmi við samstarfssáttmála
ríkisstjórnarinnar verður veitt
viðbótarfjármagn til að efla hafrann-
sóknir við Ísland. Við ráðstöfun þessa
viðbótarfjármagns verður sérstak-
lega litið til þess að auka rannsóknir á
loðnu en um mikla þjóðhagslega
hagsmuni er að ræða en útflutnings-
verðmæti loðnu árin 2016-2018 var að
meðaltali um 18 milljarðar króna. Að-
gerðin er fjármögnuð með fjárfest-
ingaátaki ríkisstjórnarinnar á þessu
ári.
Loks má nefna eftirfarandi aðgerðir í
sjávarútvegi:
14. Aukið svigrúm til að flytja afla-
heimildir milli fiskveiðiára og með því
stuðlað að auknum sveigjanleika við
veiðar og vinnslu.
15. Hraða vinnu við útgáfu árskvóta
til veiða úr þremur deilistofnum upp-
sjávarfisks, þ.e. síldar, kolmunna og
makríls. Með því er stuðlað að aukn-
um fyrirsjáanleika við þessar veiðar.
Tækifæri
Þessar aðgerðir er í mínum huga
stórt skref til að gera bæði landbún-
aði og sjávarútvegi auðveldara með
að mæta þeim áskorunum sem fram
undan eru, en um leið styrkja okkur í
þeirri sókn sem síðan tekur við. Það
er nefnilega sannleikskorn í þeim um-
mælum Rahm Emanuel að það ætti
aldrei að láta alvarlega krísu fara til
spillis, því þar væru falin tækifæri til
að gera ýmislegt sem áður var
ómögulegt. Staðreyndin er enda sú
að eftir að þessu tímabundna ástandi
lýkur þá verða báðar þessar undir-
stöðuatvinnugreinar okkar Íslend-
inga að vera reiðubúnar til að grípa
þau tækifæri sem þá munu blasa við.
Það verður í forgangi í mínu ráðu-
neyti á næstu dögum og vikum að
framfylgja þessum aðgerðum og að-
stoða íslenska matvælaframleiðslu í
gegnum þetta ástand. Grípa til frek-
ari aðgerða sem nauðsynlegar verða
og gera það sem þarf til þess. En
mögulega er mikilvægasta aðgerðin
af þeim öllum hins vegar sú sem hver
og einn Íslendingur hefur í hendi sér
á hverjum degi; að velja íslensk mat-
væli.
Eftir Kristján Þór
Júlíusson »En mögulega er
mikilvægasta að-
gerðin af þeim öllum
hins vegar sú sem hver
og einn Íslendingur hef-
ur í hendi sér á hverjum
degi; að velja íslensk
matvæli.
Kristján Þór Júlíusson
Höfundur er sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra.
Gerum það sem þarf
Í febrúar 1936 birtist byltingar-
kennd hagfræðikenning fyrst á
prenti. John M. Keynes hafði legið
undir feldi við rannsóknir á krepp-
unni miklu, þar sem neikvæður
spírall dró kraftinn úr hagkerfum
um allan heim. Niðursveifla og
markaðsbrestur snarfækkaði
störfum, minnkaði kaupmátt og í
leiðinni tekjur hins opinbera, sem
hélt að sér höndum til að eyða ekki
um efni fram. Keynes hélt því fram
að þannig hefðu stjórnvöld dýpkað kreppuna og
valdið óbætanlegu tjóni. Þvert á móti hefði hið
opinbera átt að örva hagkerfið með öllum til-
tækum ráðum, ráðast í opinberar framkvæmdir
og eyða tímabundið um efni fram. Þannig væru
ákveðin umsvif í hagkerfinu tryggð, þar til kerf-
ið yrði sjálfbært að nýju. Þegar þeim áfanga yrði
náð ætti hið opinbera að draga saman seglin og
safna í sjóði, svo hagkerfið ofhitnaði ekki. Í
stuttu máli; ríkið á að eyða peningum í kreppu,
en halda að sér höndum í góðæri til að vega á
móti hagsveiflunni á hverjum tíma
Fólkið
Efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna heims-
faraldurs kórónuveiru eru fordæmalausar.
Markmið aðgerðanna er fyrst og fremst að
styðja við grunnstoðir samfélagsins, vernda af-
komu fólks og fyrirtækja og veita öfluga við-
spyrnu fyrir íslenskt efnahagslíf á óvissutímum.
Íslenska þjóðarbúið er í góðri stöðu til að takast
á við þær áskoranir sem eru fram undan. Þrótt-
ur þess er umtalsverður, skuldastaða ríkissjóðs
er góð og erlend staða þjóðarbúsins jákvæð. Það
er ekki einungis staða ríkissjóðs sem er sterk
heldur standa heimili og fyrirtæki landsins
nokkuð vel auk þess sem kaupmáttur heim-
ilanna hefur aukist mikið. Engu að síður hafði
atvinnuleysi vaxið í aðdraganda Covid-19.
Vinnumarkaðurinn, og þar af leiðandi mörg
heimili í landinu, er því í viðkvæmri stöðu. Að-
gerðir stjórnvalda miða að fólkinu í landinu og
því hafa greiðslur verið tryggðar til fólks í
sóttkví. Hlutastarfaleið stjórnvalda er ætlað að
verja störf og afkomu fólks við þrengingar á
vinnumarkaði. Þessi leið mun styðja við áfram-
haldandi vinnu tugþúsunda einstaklinga og
verða atvinnuleysisbætur því greiddar til þeirra
sem lækka tímabundið í starfshlutfalli. Þetta á
við um sjálfstætt starfandi einstaklinga og laun-
þega. Endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna við-
haldsvinnu við heimili verður hækkuð úr 60% í
100%. Loks verður greiddur út sérstakur barna-
bótaauki 1. júní 2020 með öllum börnum undir
18 ára aldri.
Fyrirtæki
Atvinnuleysi óx nokkuð í að-
draganda faraldursins. Aðgerðir
ríkisstjórnarinnar eru útfærðar
sérstaklega með það í huga að
koma í veg fyrir varanlegan at-
vinnumissi fjölda fólks og að fjöldi
fyrirtækja fari í þrot. Frestun á
gjalddögum staðgreiðslu, trygg-
ingagjalds og fyrirframgreidds
tekjuskatts fyrirtækja kemur til
móts við þá stöðu sem upp er kom-
in. Þá er tryggð full endurgreiðsla
á virðisaukaskatti vegna vinnu við
endurbætur, viðhald og nýbyggingar. Stjórn-
völd munu einnig ábyrgjast helming brúarlána,
sem er ætlað að styðja fyrirtæki í rekstrarvanda
og þannig styðja þau til að greiða laun og annan
rekstrarkostnað. Aðgerðirnar miða að því að
efla einkaneyslu, fjárfestingar og samneyslu.
Vöruviðskipti skipta mjög miklu máli þessa dag-
ana og því vilja stjórnvöld auðvelda innflutning
með niðurfellingu tollafgreiðslugjalda og frestun
aðflutningsgjalda. Þá verður farið í sérstakt tug
milljarða kr. fjárfestingarátak, þar sem hið opin-
bera og félög þess setja aukinn kraft í sam-
göngubætur, fasteignaframkvæmdir og upplýs-
ingatækni, auk þess sem framlög verða aukin í
vísinda- og nýsköpunarsjóði. Stefnt er að því að
fjölga störfum, efla nýsköpun og fjárfesta til
framtíðar. Þar af verður verulegum fjárhæðum
varið í að efla menningu, íþróttastarf og rann-
sóknir.
Með þessum aðgerðum eru stjórnvöld að
stíga mikilvægt skref til að veita viðspyrnu og
mynda efnahagslega loftbrú. Á sínum tíma sá
loftbrú Berlínarbúum fyrir nauðsynjavörum á
erfiðum tíma í sögu Evrópu. Sú loftbrú sýndi
samstöðu og samvinnu fólks þegar á reyndi.
Ljóst er að verkefnið er stórt en grunnstoðir ís-
lensks samfélags eru sterkar og því mun birta
til.
Hagfræðikenning John M. Keynes, sem í
fyrstu þótti byltingarkennd, er óumdeild í dag.
Fræðilega gengur hún upp, en krefst aga af
stjórnvöldum og samfélögum á hverjum tíma.
Ætlan íslenskra stjórnvalda er að sýna þann
sveigjanleika sem nauðsynlegur er til að tryggja
hag fólksins í landinu.
Efnahagsleg loftbrú
Eftir Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Lilja Alfreðsdóttir
» Stjórnvöld eru að stíga
mikilvægt skref til að veita
viðspyrnu og mynda efnahags-
lega loftbrú.
Höfundur er mennta- og menningarmála-
ráðherra.