Morgunblaðið - 28.03.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.03.2020, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2020 ✝ Fríður Jóns-dóttir fædd- ist 25. júní 1939 í Vestamanna- eyjum. Hún lést á sjúkrahúsi á Torrevieja á Spáni 23. febr- úar 2020. For- eldrar hennar voru Jón Þór- arinn Hinriks- son, f. 1918, d. 1983, og Jórunn Sigurlín Ólafsdóttir, f. 1903, d. 1995. Fríður átti eina hálfsystur, Sólrúnu Gestsdóttur, f. 1930. Einnig átti hún tvö alsystkin, Hrefnu, f. 1941, og Baldur, f. 1944. Fríður giftist árið 1958 Har- aldi Níels Magnússyni, f. 1937, d. 1976. Þau eignuðust soninn Sig- urjón, f. 26.12. 1957. Maki hans er Guðný Anna Annasdóttir, f. 1958, og eiga þau sjö börn: 1) Dagmar Íris, f. 1977, börn Erik Annas, f. 2005, Annabella Rún- veldur, f. 2010, og Sarah-Lilja, f. 2017, 2) Haraldur Níels, f. 1980, maki Tinna Ýr Ásbjörnsdóttir, f. 1982, 3) Kári, f. 1983, 4) Árni 1997, 2) Ísabella Rán, f. 2003, og 3) Alexandra Ósk, f. 2008. Auðunn Karlsson, fæddist 20. apríl 1943. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja 9. mars 2020. Hann var sonur hjónanna Karls Bjarnasonar, f. 13.12. 1913, d. 30.11. 1987, og Önnu Guðjónsdóttur, f. 22.1. 1914, d. 21.1. 1997. Auðunn átti fimm systkin. Geirlaug, f. 1936, Guðjón Bjarni, f. 1938,d. 2015, Dagný, f. 1941, Sigurður, f. 1944, og Anna, f. 1949. Árið 1964 gift- ist Auðunn Rögnu Steinu Helga- dóttur, f. 1943. Börn þeirra eru 1) Anna, f. 1961, maki Hanna Rún Þór, barn Anna Sigríður, f. 1997, 2) Guðfinna, f. 1963, maki Sveinbjörn Hauksson, börn Theodóra Lind, f. 1980, Helgi Már, f. 1996, og Heiða Rós, f. 2002, 3) Auður, f. 1964, maki Sig- urvin Heiðar Sigurvinsson, f. 1962, börn Ragna Ýr, f. 1993, Auðunn Orri, f. 1996, 4) Kristinn, f. 1966, d. 1968, 5) Ragnar, f. 1967, d. 1973. Auðunn og Ragna skildu 1972. Útför Fríðar og Auðuns fór fram í kyrrþey frá Útskálakirkju 27. mars 2020. Grétar, f. 1985, maki Linda Sóley Eyþórsdóttir, f. 1975, barn Ásdís Tara, f. 2011, 5) Hinrik Ottó, f. 1989, maki Anna Dybdal Hansen, barn Magnús Dybdal, f. 2017, 6) Páll Jóhann, f. 1991, maki Maria Hristovska, börn Leóna Sara, f. 2006, Amelía Sóley, f. 2014, Rík- harður Þór, f. 2016, og Estella Rós, f. 2018, 7) Sigurjón Magnús, f. 1993, unnusta Sara Lantz. Fríður og Haraldur skildu 1972. Árið 1975 giftist hún Auðuni Karlssyni, f. 20.4. 1943. Þau eignuðust soninn Bjarna, f.19.3. 1974. Maki hans er Sigurrós Jón- asdóttir, f. 1979, og eiga þau þrjár dætur. 1) Hjördís María, f. Móðir mín Fríður Jónsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum og ólst upp í Kirkjudal (Skólavegi 45). Eftir skólagöngu í Barna- skóla Vestmannaeyja fór hún eins og flestir á þessum árum að vinna í fiskvinnslu. Mikið var um að vera í Eyjum á vertíðum og fólk kom víða að til að vinna í fiski. Þar kynntist hún föður mínum, Haraldi Níels Magnús- syni frá Bolungavík. Fríður og Halli, eins og pabbi var alltaf kallaður, voru ung að árum þeg- ar þau eignuðust mig. Móðir mín var aðeins 18 ára og pabbi 20 ára. Fljótlega fluttust þau til Hafnar- fjarðar, þar sem ég ólst upp fram að unglingsárum. Á þessum ár- um fannst manni aldrei skorta neitt á heimilinu. Þessi ungu hjón unnu bæði úti og aldrei var neitt keypt nema eiga fyrir því. Fríður var félagslynd og hafði gaman af að fara í heimsóknir. Það voru ófáar heimsóknirnar sem hún fór með mig austur fyrir fjall, í Haga, Austurkot og alla þá staði þar sem skyldmenni voru. Á hverju sumri var farið til Eyja til ömmu og afa, þar voru rætur mömmu og alltaf hélt hún sam- bandi við gamla vini og skóla- félaga í Eyjum. Fyrst eftir komuna til Hafn- arfjarðar vann hún í Bæjarút- gerð Hafnarfjarðar og síðar Ís- húsi Hafnarfjarðar, þar sem hún kynntist Auðuni Karlssyni. Auð- unn var verkstjóri í Íshúsinu og myndaðist fljótt vinátta milli þessara tveggja fjölskyldna. Pabbi og Auðunn voru góðir vinir og brölluðu ýmislegt saman á þessum árum, gerðu upp bíla og fóru á grásleppuveiðar. Fjöl- skyldurnar fóru margar ferðir á sumrin, fyrst á Fordinum og svo Dodge Víbon, sem var gamall hertrukkur sem þeir félagar höfðu dundað sér við að gera upp. Það var eftirminnileg ferð þegar við fórum svo eitt sumar hringinn í kringum Ísland, eins og það var hægt í þá daga. Farið var yfir Sprengisand norður í land, keyrt austur fyrir og alveg að Skeiðarársandi. Síðan var keyrt til baka og tjaldað á hinum ýmsu stöðum á landinu. Í minn- ingunni var bara gott veður allan tímann og í bakaleiðinni fórum við yfir Kjöl. En öll þessi mikla samvera fjölskyldanna skapaði ýmsa til- finningalega togstreitu milli ein- staklinga, bæði góða og slæma. Að ræða tilfinningar var hvorki sterk hlið hjá Fríði eða Auðuni, sem skapaði vanlíðan og óöryggi hjá fjölskyldum þeirra beggja. Svo fór að Auðunn og Ragna skildu og skömmu síðar Fríður og Halli. Skilnaðir eru aldrei góðir, sérstaklega þar sem lítil börn eiga í hlut, sem eiga erfitt með að skilja flókin tilfinningaleg sambönd foreldrana. Ýmis áföll dundu á í þjóðfélaginu á þessum tíma og allt lífið breyttist á skömmum tíma. Eldgosið í Eyj- um varð til þess að öll fjölskylda, foreldrar og ættingjar Fríðar fluttu frá Eyjum. Það sem áður hafði verið fastur punktur í lífinu var nú allt í einu farið. Auðunn og Fríður fluttu til Súðavíkur 1972 og hófu þar nýtt líf og eign- uðust þau soninn Bjarna árið 1974. Kynni okkar Auðuns hófust þegar ég var um 10 ára gamall. Ég fylgdist alltaf vel með þegar Auðunn og pabbi voru að bralla í skúrnum, gerandi upp bíla og það voru ófáar ferðirnar sem ég fór með þeim á grásleppuveiðar út á Faxaflóa. Einnig vann ég hjá honum í Íshúsi Hafnarfjarðar, aðeins 12 eða 13 ára gamall. Auð- unn var atorkumaður og uppá- tækjasamur. Hann fór fljótlega í vinnuvéla- og vörubílaútgerð. Hann tók þátt í að opna Djúp- veginn og keypti hjólaskóflu til að vinna hjá Vegagerðinni á Ísa- firði. Sú útgerð átti eftir að end- ast í nokkur ár og þegar best lét gerði hann út þrjár hjólaskóflur. Á veturna sá hann um snjó- mokstur á Breiðadals- og Botns- heiði, en á sumrin var hann í vegagerð í Ísafjarðardjúpi, Súg- andafirði, Bolungavík og víða. Á áttunda áratugnum fóru Auðunn og Fríður að starfa meira saman í rekstri, þegar Auðunn keypti sig inn í bílaleiguna Vík, sem hann rak ásamt Elvari Bærings- syni. Auðunn var alltaf nýjunga- gjarn og sá tækifæri í framtíð- inni. Bílaleigan varð fljótlega umboðsaðili hinar alþjóðlegu AVIS-bílaleigu. Fríður rak svo afgreiðslu bílaleigunnar á Ísa- fjarðarflugvelli ásamt veitinga- sölu á flugvellinum. Fríður var einnig umboðsmaður Flugfélags Íslands í Súðavík í nokkur ár. En Auðuni var ekki bara um- hugað um atvinnurekstur. Hann var virkur sjálfstæðismaður og sat lengi í sveitarstjórn Súðavík- urhrepps. Þar gegndi hann m.a. starfi oddvita. Í gegnum það starf gerðist hann stjórnarmaður í Útgerðar- og fiskvinnslufyrir- tækinu Frosta í Súðavík og síðar einn af aðalhluthöfum fyrirtækis- ins. En líf þeirra hjóna hefur ekki gengið áfallalaust, því árið 1995 lentu þau í snjóflóði eins og flestir í Súðavík. Eftir snjóflóðið hófst uppbyggingarstarf í Súða- vík og byggðu þau hjón sér nýtt hús á öruggu svæði í Eyrardal, sem þau áttu fram til ársins 2017. Sl. 20 ár hafa þau dvalið lang- dvölum á Spáni, þar sem þau höfðu keypt sér sumarhús. Þar nutu þau veðurblíðunnar og þess frelsis sem það bauð. Auðunn var í ýmsum rekstri og gerði m.a. út handfærabát með Bjarna syni sínum, þar til ársins 2005, þegar hann fékk heilablóðfall. Þetta var mikið áfall fyrir fjölskylduna og líf Fríðar breyttist á svip stundu. Hún annaðist umönnun og hjúkr- un, og allt það sem fylgir því að annast einstakling sem fengið hefur heilablóðfall og því miður náði hann aldrei fullum bata eftir þetta áfall. Því má segja að hún hafi unnið þrekvirki þau 15 ár sem hún sinnti Auðuni fram til dauðadags. En allt þetta álag tekur sinn toll. Árið 2010 greind- ist hún með brjóstakrabbamein og fór í meðferð við þeim sjúk- dómi og náði fullum bata. Árið 2017 urðu enn ein um- skiptin í lífi þeirra hjóna. Örlögin urðu til þess að þau fluttu í Garð á Reykjanesi, þar sem þau komu sér fyrir í þægilegu raðhúsi. En aldurinn færðist yfir og það var ljóst að ferðirnar til Spánar yrðu senn á enda, sem og reyndist. Þau fóru í sína síðustu ferð sl. haust. Fríður fékk heilablóðfall og lést á Spáni þann 23. febrúar sl. Fríður var alla tíð falleg og fríð kona og þótti frekar ungleg í útliti. Hún hugsaði vel um útlitið og var alltaf vel til fara. Þó að oft hafi komið skúrir í lífi okkar, þá minnist ég alltaf þeirra góðu stunda sem við áttum saman. Ég hefði gjarnan viljað að samvera okkar hefði orðið lengri og síð- ustu árin urðum við mjög nánir vinir. Fráfall Fríðar varð Auðuni þungbært, lífsfélagi og stoð í gegnum erfið veikindi var farinn. Það kom því ekki á óvart að lífs- viljinn fjaraði fljótlega út. Þann 9. mars sl. lést Auðunn eftir stutta legu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Blessuð sé minning þeirra hjóna. Sigurjón Haraldsson og fjölskylda. Fríður Jónsdóttir og Auðunn Karlsson Hjartans þakkir til allra sem auðsýndu samúð, vinsemd og kveðjur vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HRAFNHILDAR LILLU GUÐMUNDSDÓTTUR Gröf 3, Grundarfirði, sem lést föstudaginn 6. mars og var jarðsett 21. mars. Kristbjörn Rafnsson Oddný Gréta Eyjólfsdóttir Bárður Rafnsson Dóra Aðalsteinsdóttir Unnur María Rafnsdóttir Eiríkur Helgason Héðinn Rafn Rafnsson Jóhanna Beck Ingibjargard. barnabörn og barnabarnabörn Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra föður, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR INGIMUNDARSONAR, Þorsteinsgötu 17, Borgarnesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Brákarhlíðar í Borgarnesi fyrir einstaka umönnun, hlýju og virðingu. Margrét Guðmundsdóttir Jóhannes Ellertsson Pálmi Guðmundsson Elín Magnúsdóttir afa- og langafabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, CECILIA GUÐLAUG STEINGRÍMSDÓTTIR, andaðist á Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, miðvikudaginn 18. mars. Vegna aðstæðna í samfélaginu fór útförin fram í kyrrþey. Alúðarþakkir til starfsfólks Grenihlíðar fyrir frábæra umönnun. Jóhann Steinar Jónsson Hulda Einarsdóttir Heiðrún Helga Jónsdóttir Guðmundur Gíslason G. Ingileif Jónasdóttir ömmubörnin og fjölskyldur þeirra Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýjar kveðjur við andlát og útför elskulegrar móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BORGHILDAR B. FENGER. John Fenger Rósa Fenger Kristín Fenger Vermundsd. Helgi Benediktsson Björg Fenger Jón Sigurðsson Ari Fenger Helga Lilja Gunnarsdóttir Hilmar Bragi Fenger Kerri Gilday Ármann Örn Fenger Katie Fenger Ingi Rafn Fenger Deven Greene og barnabarnabörn Hugheilar þakkir fyrir samúð, hlýju og fallegar kveðjur við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og bróður, LEONHARDS INGA HARALDSSONAR tannlæknis. Þökkum sérstaklega starfsfólki hjúkrunar- heimilisins Sóltúns ómetanlega umönnun, vináttu og virðingu. Amalía Halla Skúladóttir Haraldur Ó. Leonhardsson Anna K. Engilbertsdóttir Ásta Leonhardsdóttir Þóroddur Björgvinsson Halla I. Leonhardsdóttir Einar Ö. Jónsson Ingunn G. Leonhardsdóttir Haukur Haraldsson og barnabörn Innilegar þakkir fyrir samúð, hlýhug og fallegar kveðjur vegna andláts og útfarar dóttur okkar, systur og mágkonu, ÖNNU BJARKAR ÞORVARÐARDÓTTUR. Útför hennar hefur farið fram. Þorvarður B. Magnússon Linda Örlaugsdóttir Íris Björg Þorvarðardóttir Þórður Þórðarson Hjartans þakkir til allra sem auðsýndu samúð og hlýhug við andlát og útför elsku móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu, langalangömmu, systur og mágkonu, GUÐRÚNAR SIGURMUNDSDÓTTUR sem lést 26. febrúar og var jarðsungin frá Langholtskirkju 13. mars. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Skjóls fyrir hlýju og góða umönnun. Sigurmundur Arinbjörnsson Hugborg Sigurðardóttir Árdís Ólafsdóttir Robert Nooitgedacht Ágústa Ólafsdóttir Roger Skagerwall barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn Jón Ingi Sigurmundsson Edda Björg Jónsdóttir Þökkum innilega auðsýnda samúð, virðingu og hlýju við útför bróður okkar og mágs, SKÚLA G. NORÐDAHL, Úlfarsfelli. Ingibjörg Norðdahl Daníel Þórarinsson Guðmundur G. Norðdahl Guðbjörg S. Birgisdóttir Guðjón Norðdahl Auðbjörg Pálsdóttir Innilegar þakkir fyrir hlýhug og fallegar kveðjur vegna andláts og útfarar elsku LILJU BERNÓDUSDÓTTUR frá Skagaströnd. Halla Bernódusdóttir Ari Hermann Einarsson Þórunn Bernódusdóttir Guðmundur Jón Björnsson Ólafur Halldór Bernódusson Guðrún Pálsdóttir börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.