Morgunblaðið - 28.03.2020, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.03.2020, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2020 ✝ Sigríður Júl-íusdóttir fædd- ist á Framnesvegi 29 í Reykjavík 3. desember 1930. Hún lést nær níræð á hjúkrunarheim- ilinu Skjóli 23. febrúar 2020. Foreldrar henn- ar voru Júlíus Guð- mundsson, kaup- maður í Verzlun- inni Baldri á Framnesvegi 29, og Guðrún Nikulásdóttir. Hús þeirra hjóna á Framnesvegi voru reist á erfðafestulandi Sigríðar, móður Guðrúnar en eiginmaður hennar, faðir Guðrúnar, var Nikulás Jak- obsson frá Litla-Seli vestast í Vesturbæ Reykjavíkur. Systk- ini Sigríðar voru Guðmundur Sigurður og Guðrún Kristbjörg og eru þau bæði látin. Eftirlifandi eiginmaður Sig- ríðar er Kristmundur Elí Jóns- son, f. 27. mars 1929. Þau gengu í hjónaband 5. maí 1950. Kristmundur er sonur Jóns Sveinssonar, skipstjórn- armanns og síðar eins af eig- endum Bæjarins beztu pylsna, og konu hans, Guðrúnar Krist- mundsdóttur. Foreldrar Sigríð- Sambýlismaður hennar er San- ford Mahr. Barnabarnabörn Sigríðar og Kristmundar eru sex. Sigríður ólst upp hjá for- eldrum sínum á Framnesveg- inum og í sumarbústað þeirra, Fagradal, ofan við Geitháls. Þangað flutti fjölskyldan í byrj- un maí ár hvert og kom ekki aftur í bæinn fyrr en sumri hallaði. Tré, blóm og matjurtir voru ræktuð af kappi í Fagra- dal og var Sigríður alla tíð mik- il ræktunarkona. Eftir gagn- fræðapróf lagði hún stund á nám í píanóleik við Tónlistar- skólann í Reykjavík meðal ann- ars hjá Rögnvaldi Sigurjónssyni Eftir að Sigríður giftist Krist- mundi gerðist hún heimavinn- andi húsmóðir en spilaði áfram á píanóið og voru píanóverk Chopin í sérstöku uppáhaldi. Þegar barnauppeldi lauk og hún komst frá gerðist hún mikil laxveiðikona og eitt árið fékk hún verðlaun Stangaveiðifélags Reykjavíkur fyrir stærsta lax sem kona dró það sumarið. Sig- ríður gekk ung til liðs við Odd- fellow-stúkuna Bergþóru nr. 1 og starfaði ötullega með henni þar til heilsan brast á efri ár- um. Þau hjón ferðuðust víða en síðustu áratugina áttu þau sér yndisreit við hafið á vestur- strönd Flórída þar sem heitir Lands End. Útför Sigríðar hefur að hennar ósk farið fram í kyrr- þey. ar og Kristmundar voru góðvinir, tengd fjölskyldu- böndum og Odd- fellowar. Sigríður og Kristmundur byggðu sér hús á Neshaga 4 í Reykjavík en fluttu árið 1983 á Einimel 17 og bjuggu þar þangað til þau minnkuðu við sig sökum aldurs. Þau eignuðust fjórar dætur: 1) Sigríði Dúnu, f. 1952, pró- fessor, gift Friðriki Sophussyni og á hún tvö börn; Ragnar Hjálmarsson og Sigríði Frans- isku Friðriksdóttur. Fósturbörn Sigríðar Dúnu, börn Friðriks, eru fimm. 2) Kristbjörgu Elínu, f. 1957, jógakennara, og á hún þrjú börn; Júlíus, Þórunni og Gabrí- el Eymundsbörn. 3) Guðrúnu Björk, f. 1962, eiganda Bæjarins beztu, og á hún soninn Baldur Halldórsson. Sambýlismaður hennar er Jón- as Björn Björnsson. 4) Júlíu Hrafnhildi, f. 1967, myndlistakennara við háskól- ann í Tampa og á hún soninn Kristmund Ágúst Jónsson. Ég hitti Sigríði fyrst fyrir 35 árum í veiðihúsinu við Haffjarð- ará, þar sem hún var við laxveiðar með Kristmundi eiginmanni sín- um. Mér varð strax ljóst, að þar fór fólk sem stundaði veiðarnar af alúð og skilningi á náttúrulegu umhverfi árinnar. Ekki hvarflaði að mér þá að þau yrðu síðar tengdaforeldrar mínir, vinir og veiðifélagar. Sigríður fæddist og ólst upp vestast í Vesturbænum, þar sem foreldrar hennar bjuggu á eign- arreit Sigríðar ömmu hennar úr landi Litla-Sels. Faðir hennar, Júlíus Guðmundsson kaupmaður, rak verslunina Baldur á horni Holtsgötu og Framnesvegar í 40 ár og margir gamlir Vesturbæing- ar muna eftir honum og Guðrúnu Nikulásdóttur eiginkonu hans. Sigríður var snaggaraleg stelpa, frá á fæti og þegar hún óx úr grasi þótti þessi ljóshærða og laglega stúlka stórglæsileg. Sigríður gekk í Tónlistarskól- ann og lærði á píanó hjá Rögn- valdi Sigurjónssyni. Hún spilaði alla tíð á píanóið og dæturnar minnast þess með hlýju þegar þær voru svæfðar með Tungl- skinssónötunni og Für Elise eftir Beethoven og ýmsum tónlistar- perlum Chopins. Mannsefninu sínu, Kristmundi E. Jónssyni, kynntist Sigríður eft- ir Oddfellow-dansleik, en foreldr- ar þeirra beggja voru virkir fé- lagar í Oddfellow-reglunni. Þau giftu sig bráðung fyrir hartnær 70 árum. Eins og foreldrarnir gengu Sigríður og Kristmundur í Odd- fellow-regluna og létu sitt ekki eftir liggja í störfum að mannúð- armálum. Sigríður var alla tíð heimavinnandi húsmóðir, ef und- an eru skilin afgreiðslustörf í Baldri, þegar ungu hjónin voru að koma sér þaki yfir höfuðið. Sigríð- ur og Kristmundur voru samhent og áttu mörg sameiginleg áhuga- mál. Þau höfðu unun af laxveiðum og hún var lunkinn veiðimaður. Eitt árið hlaut hún verðlaun Stangveiðifélagsins fyrir stærsta veidda laxinn. Þau stunduðu úti- vist, fóru í útilegur vítt og breitt um landið og í bátsferðir á sport- bátum sínum bæði við Ísland og Noreg. Sigríður tók „pungapróf- ið“ til að vera fullgild í þessum siglingum. Ferðir á Hornstrandir og viðlegur í Straumfirði voru of- arlega í minningunum. Á miðjum aldri eignuðust þau litla íbúð í Flórída, þar sem þeim leið vel og höfðu yndi af því að taka á móti vinum og vandamönnum. Nú þegar Sigríður tengdamóð- ir mín kveður okkur, koma upp í hugann skemmtilegar minningar um yndislegar samverustundir. Grillveislur á Einimelnum, sigl- ingar á Sundunum og laxveiðar við Grímsá ylja okkur um ókomin ár. Og barnabörnin áttu alltaf víst athvarf hjá ömmu Sirrý, þegar á þurfti að halda. Hún hafði unun af garðyrkju og ömmubörnin lærðu handbrögðin í fallega garðinum hjá henni. Á undanförnum mán- uðum hrakaði heilsu Sigríðar og hún lést í faðmi fjölskyldunnar hinn 23. febrúar. Kristmundur var stoð hennar og stytta allt til hinsta dags. Hann sér nú á eftir eigin- konu og einkavini til sjötíu ára. Um leið og ég þakka tengdamóð- ur minni ánægjulega og kærleiks- ríka samfylgd síðustu þrjá áratugi bið ég guð að blessa minningu hennar. Kristmundi og allri fjöl- skyldunni votta ég dýpstu samúð. Friðrik Sophusson. Gróskumikill garðurinn, bleik- ar rósirnar, bjartar stofurnar, platínuljóst hárið, milt brosið, og öll hlýjan. Amma, amma Sirrý. Við barnabörn Sigríðar Júlíusdóttur minnumst ömmu okkar af sömu hlýjunni og hún sýndi okkur og kenndi. Á hennar heimili, fyrst á Neshaganum og síðar á Einimelnum, áttum við alltaf vísan griðastað. Stofurnar eru bjartar og ljósið leikur um þær. Kristallinn, hann þarf að passa. Speglarnir, þar sem lítil handaför passa ekki. Opið út á svalir. Amma í sólinni. Björt, brún og sælleg. Öll gróskan í garðinum stóra, og við frjáls. Amma var svona ekta amma. Hún kunni ógrynnin öll af vísum. Svo lagin var hún að fara með þær, að oft fannst okkur sem þær væru gripnar úr loftinu einu. En við nánari skoðun töluðu þær til augnabliksins og eftir sat: hve margar vísur í viðbót skyldi hún kunna? Ekta ömmur næra líka og klæða. Af mat var alltaf nóg, fjöl- rétta fjölskylduboð, stórar veislur og ung barnabörn, hungruð eftir hálfan dag í skólanum. Þetta leysti amma allt úr hendi, og á þann hátt, og á þannig tíma, að stritið þar að baki var flestum ósýnilegt. Um klæðin á okkur þarf ekki að fjölyrða, mjúku pakkarnir voru margir og stórir. En amma var líka Sigríður Júl- íusdóttir. Glæsileg ung kona, sem birtist okkur björt og hnarreist á svart-hvítu myndunum í stofunni. Kona sem stundar listnám og ber þá fegurð í brjósti. Hennar dálæti er Chopin, og rómantíkin. Grænir fingur og gróska. Ung kona sem verður ástfangin af afa. Þau tvö á giftingarmyndinni. Afi veit hvað hann er heppinn. Hún stýrir stóru heimili. Fæðir og elur fjórar stúlk- ur, og léttir síðan ötullega undir þeirra ungu fjölskyldum þegar barnabörnin koma. Kona með pungapróf. Sjálfboðaliði fyrir Rauða krossinn. Stór-stangveið- kona. Og eftir þrotlausa vinnu hin fyrri ár, þá auðvitað kunni hún best við sig í sólinni þau hin síðari. Þegar heilsu ömmu hrakaði hlýjaði það okkur öllum að sjá hve mikla umhyggju og ást Krist- mundur afi sýndi henni. Og ef- laust hefur hann lært vel af þeim ástarkrafti sem amma veitti hon- um og fjölskyldunni allri. Afi pass- aði upp á að verkefni biðu þeirra, að fjölskyldan settist niður til snæðings, að bíltúrar væru farnir, að te væri lagað, og gengið frá diskum. Afi kveður sinn förunaut, og nú er við kveðjum hlýjan faðm ömmu okkar þá tökum utan um afa okk- ar, Júlíus Eymundsson Ragnar Hjálmarsson Þórunn Eymundsdóttir Baldur Halldórsson Kristmundur Jónsson Sigríður Fransiska Friðriksdóttir Gabríel Eymundsson. Nú er elsku amma Sirrý farin yfir til sumarlandsins. Ég ímynda mér að þar hlaupi hún svo hratt að löggan sjái hana ekki á milli þess sem hún spilar Bach á flygilinn sinn. Á meðan sitjum við hin heima og minnumst hennar. Mín fyrsta minning um ömmu Sirrý er af Neshaganum, ég er inni á baði að borða röndótt tannkrem og amma er hinumegin við dyrnar að segja mér að opna. Ég man ömmu að gefa mér mjólk í bílaglasi, snúð úr bakaríinu, ilmandi bleikan koss. Það var alltaf svo góð lykt af henni og þegar mér fannst for- eldrar mínir ósanngjarnir óskaði ég þess að geta farið til ömmu þar sem allt var alltaf gott. Minning- arnar eru margar og þær mun ég eiga áfram, sá kærleikur sem hún sýndi mér, okkur barnabörnunum og fjölskyldunni minni er ómetan- legur. Síðastliðinn aðfangadag fór ég ásamt Gígju dóttur minni til ömmu og afa til að færa þeim jóla- matinn, við lögðum fallega á borð fyrir þau, spjölluðum og sátum hjá þeim dálitla stund. Þetta voru síðustu jólin hennar ömmu og síð- asta skiptið sem við hittumst. Amma kvaddi okkur mæðgur með fallegum og innilegum óskum um bjarta framtíð. Takk, amma mín, fyrir allt það góða sem þú gafst mér, minning þín býr í hjarta mínu. Þórunn. Sigríður Júlíusdóttir Sálm. 14.2 biblian.is Drottinn horfir á mennina af himnum ofan til þess að sjá hvort nokkur sé hygginn, nokkur sem leiti Guðs. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Okkar ástkæra sambýliskona, móðir, amma og langamma, ELSA AÐALSTEINSDÓTTIR, lést 16. mars á Hjúkrunarheimilinu Hlíð, Akureyri. Bestu þakkir sendum við starfsfólkinu á Hlíð fyrir hlýja umönnun. Í ljósi aðstæðna hefur útför Elsu farið fram í kyrrþey. Steinþór Þorsteinsson Sigríður Björg Grímsdóttir Eyjólfur Guðmundsson Smári Grímsson Kristín I. Marteinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR KATRÍN HAFLIÐADÓTTIR, lést á Landspítalanum laugardaginn 21. mars. Jarðarförin fer fram í kyrrþey. Guðlaugur Helgason Júlía Laufey Guðlaugsdóttir Hjörtur Hoffmann Viðar Guðlaugsson Bryndís Kristjánsdóttir Ólöf Hafdís Guðlaugsdóttir Aldís Katrín Guðlaugsdóttir Ívar Örn Ómarsson Guðlaug Helga Guðlaugsd. Hörður Ómarsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær sambýlismaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, LÚKAS KÁRASON, stýrimaður frá Drangsnesi, lést aðfaranótt mánudagsins 23. mars. Að lokinni kistulagningu verður bálför en vegna aðstæðna í þjóðfélaginu fer útför fram síðar. Gerður Erla Tómasdóttir Birna S. Lúkasdóttir Ellert Guðmundsson Erling Þór Pálsson Ríta Lúkasdóttir Hörður Hilmarsson Pétur Nygaard Lúkasson Elva Björk Elvarsdóttir Karen Lúkasdóttir Erik Todal barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur Elsku hjartans móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LILJA HJARTARDÓTTIR HOWSER, Hraunvangi 1, Hafnarfirði, áður Stekkjarkinn 3, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans 13. mars. Í ljósi hinna óvenjulegu aðstæðna í samfélaginu mun útför fara fram í kyrrþey. Minningarathöfn verður haldin síðar og verður auglýst þegar þar að kemur. Laura Ann Howser Gunnar Leifsson Hjörtur Howser Delia Kristín Howser barnabörn og langömmubarn Renee Howser Polhemus, Ronald J. Polhemus Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HÖRÐUR HARALDSSON framreiðslumeistari, lést á Vífilsstöðum þriðjudaginn 17. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Hrefna Guðrún Harðardóttir Haukur Magnússon Anna Magnea Harðardóttir Hjörleifur Harðarson Inga Steinunn Björgvinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, EYSTEINN SIGURÐSSON, PhD. íslenskufræðingur og kennari, lést laugardaginn 21. mars og fór útför hans fram föstudaginn 27. mars í kyrrþey sökum aðstæðna í samfélaginu. Þökkum hlýhug og góðar kveðjur. Sigríður Eysteinsdóttir Þóra Björk Eysteinsdóttir Jóhannes Hermannsson Gunnar Wedholm Helgi Valur Wedholm Eysteinn Örn Jóhannesson Baltasar Máni Wedholm Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRDÍS KARELSDÓTTIR, Ofanleiti 25, lést mánudaginn 16. mars á Landspítalnum, Fossvogi. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á líknarfélög. Þökkum innilega veittan stuðning og samúð. Ágústa Þorbjörnsdóttir Guðmundur Harðarson Hlédís Þorbjörnsdóttir Valdimar Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.