Morgunblaðið - 28.03.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2020
B Æ J A R L I N D 1 4 - 1 6 2 0 1 K Ó P AV O G U R S Í M I 5 5 3 7 1 0 0 L I N A N . I S
O P I Ð M Á N T I L F Ö S T U D A G A 1 1 - 1 8 I L A U G A R D A G A 1 1 - 1 6
Ný sending
denza skápur kr.53.300
boli hliðarborð
kr. 28.800
brandon stóll kr. 36.900
Borgarráð samþykkti einróma áfimmtudag aðgerðir til að
sporna gegn neikvæðum áhrifum af
kórónuveirufaraldrinum. Þar er
um að ræða jákvæðar tillögur sem
byggja að miklu
leyti á tillögum
sem sjálfstæðis-
menn í borgar-
stjórn lögðu
fram 17. mars og
ganga meðal
annars út á
lækkun skatta og gjalda, sem er af-
ar þýðingarmikið og vegur þyngra
fyrir fólk og fyrirtæki en frestun
álagningar, þó að slík aðgerð geti
vissulega líka verið gagnleg við
þær erfiðu aðstæður sem nú ríkja.
Lækkun skatta og gjalda hjáborginni er að vísu ekki mikil,
en fátíðum atburðum af því tagi er
engu að síður ástæða til að fagna.
Þá getur sú frestun gjalda hjáborgarfyrirtækjum sem boðuð
er hjálpað ýmsum, en útfærsla
slíkrar frestunar skiptir vitaskuld
máli.
Frestur á allt að þremur gjald-dögum fasteignaskatta
atvinnuhúsnæðis hefur einnig þýð-
ingu, þó að síðar komi að skulda-
dögum. Þá verður vonandi meira
um að vera í atvinnulífinu og
greiðslur léttari fyrir fyrirtækin.
Um og eftir helgi má búast viðað ríkisstjórn og Alþingi ljúki
við aðgerðapakka sinn til stuðnings
atvinnulífinu.
Vonandi verða þær aðgerðir þesseðlis að þær nýtist sem flest-
um, því að staðreyndin er sú að rétt
eins og kórónuveiran gerir ekki
mannamun þá gerir hún ekki held-
ur upp á milli fyrirtækja. Þau eiga
nánast öll í vanda nú.
Vandinn
er víðtækur
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðu-
neytið hefur frestað réttaráhrifum
afskipta Matvælastofnunar af
bleikjueldi að Völlum í Svarfaðardal
meðan kæra þar að lútandi er til um-
fjöllunar í ráðuneytinu. Sem kunn-
ugt er stundar Bjarni Óskarsson
bóndi þar eldi á bleikjum í tjörn við
bæinn, sér og sínum til gamans, og
telur búskapinn tæpast leyfis-
skyldan. Matvælastofnun lítur öðru
vísi á, krefst þess að greitt sé leyfis-
gjald upp á tæplega 500 þúsund
krónur og ef ekki skuli tjörnin tæmd.
Hefur Bjarna verið gert að skila inn
tímasettri aðgerðaáætlun þar að lút-
andi, enda þótt tjörnin sé enn undir
snjó og ís sem óvíst er hvenær leysi.
„Þessi afstaða ráðuneytisins er
áfangasigur,“ segir Bjarni Óskars-
son. „Ráðuneytið ætlar sér sam-
kvæmt bréfi að komast til botns í
þessu máli og svara mér fyrir 22.
maí. Á meðan getur Matvælastofnun
ekki farið í neinar aðgerðir á minn
kostnað, eins og hafði verið boðað.“
Í samtali við Morgunblaðið á dög-
unum sagðist Kristján Þór Júlíus-
son, sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðherra, telja fullt tilefni til að fara
yfir málavöxtu í varðandi fiskeldið á
Völlum. sbs@mbl.is
Fresta afskiptum af fiskeldi á Völlum
Ráðuneytið skoðar kæru MAST
stoppar Áfangasigur segir bóndinn
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Norðurland Vellir eru í Svarfaðar-
dalnum austanverðum.
Mjólkursamsalan telur óhjákvæmi-
legt að Hæstiréttur Íslands fjalli
um dóm Landsréttar sem staðfesti
dóm héraðsdóms um að MS beri að
greiða 480 millj-
ónir kr. í sekt til
ríkisins vegna
misnotkunar á
markaðsráðandi
stöðu og brota á
upplýsinga-
skyldu. Ari Ed-
wald forstjóri
segir að MS
muni leita eftir
heimild til áfrýj-
unar til Hæstaréttar.
Í dómi Landsréttar segir að
Mjólkursamsalan sé í markaðs-
ráðandi stöðu og hafi selt Kaup-
félagi Skagfirðinga hrámjólk á allt
að 17% lægra verði en öðrum fyrir-
tækjum. Sama varan hafi því verið
seld ólíkum aðilum á mjög mismun-
andi verði og hafi það veikt sam-
keppnisstöðu þeirra sem hærra
verðinu sættu. Ekki séu fyrir hendi
hlutlægar ástæður er réttlæti verð-
mismuninn. Taldi Landsréttur ótví-
rætt að MS hefði brotið gegn sam-
keppnislögum. Telja yrði brotið
alvarlegt auk þess sem það hefði
staðið lengi og verið „augljóslega
mjög til þess fallið að raska sam-
keppnisstöðu“. Þá hefði brotið lotið
að mikilvægri neysluvöru og snert
á þann hátt allan almenning á Ís-
landi.
Skapar óvissu um hagræðingu
„Þessi niðurstaða Landsréttar
kemur Mjólkursamsölunni mjög á
óvart, enda telur fyrirtækið sig
hafa farið að öllu leyti að lögum við
framkvæmd á samstarfi til að hag-
ræða og lækka verð á mjólk-
urvörum til neytenda,“ segir Ari
Edwald. „Að mínu mati er alveg
ljóst að túlkun Landsréttar á
ákvæðum búvörulaga skapar mikla
óvissu um heimildir afurðastöðva í
mjólkuriðnaði til að hagræða og
lækka vöruverð með verkaskipt-
ingu. Slík verkaskipting fær ekki
staðist nema með jöfnun fram-
legðar milli þeirra sem taka þátt í
verkaskiptingunni. Að öðrum kosti
er enginn tilbúinn að taka að sér að
framleiða þær vörur sem gefa
minnst af sér. Mjólkursamsalan tel-
ur því óhjákvæmilegt að Hæsti-
réttur Íslands fjalli um þetta mál
og mun leita eftir heimild til áfrýj-
unar þangað.“
MS vill áfrýja
til Hæstaréttar
Dæmd til greiðslu 480 millj. kr. sektar
Ari Edwald