Morgunblaðið - 28.03.2020, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2020
✝ Elsa Að-alsteinsdóttir
fæddist 1. maí 1930
á Þinghóli Glæsi-
bæjarhreppi, ólst
upp á Skútum og
bjó síðar á Akur-
eyri. Hún lést á
Hjúkrunarheim-
ilinu Hlíð 16. mars
2020.
Foreldrar henn-
ar voru Aðalsteinn
Jóhannsson, f. 23. ágúst 1892, d.
21. október 1977, og Sigríður
Sigurjónsdóttir, f. 4. september
1897, d. 29. maí 1977. Systkini
Elsu voru: Ásmundur Kristinn,
f. 14. janúar 1918, d. í nóvember
1920. Stefán Valdimar, f. 17.
ágúst 1919, d. 1. mars 1996. Ás-
f. 23. júní 1949, og Smári, f. 6.
nóvember 1950.
Barn Sigríðar Bjargar með
fyrri eiginmanni, Bergþóri Ein-
arssyni, f. 27. mars 1946, er
Inga Elsa, f. 25. ágúst 1968.
Börn með seinni eiginmanni,
Eyjólfi Guðmundssyni, f. 16. júlí
1953, eru Heiða Rós, f. 14. ágúst
1974, og Sigfús Örn, f. 10 mars
1976.
Börn Smára með eiginkonu
sinni Ragnheiði Brynjúlfs-
dóttur, f. 22. febrúar 1952, d. 4.
júlí 2011, eru Sigrún Elsa, f. 27.
nóvember 1972, Sigríður Bríet,
f. 22. september 1983, og Stein-
unn Lilja, f. 22. september 1983.
Sambýliskona Smára er Kristín
I. Marteinsdóttir, f. 24. júní
1956.
Sambýlismaður Elsu til
margra ára er Steinþór Þor-
steinsson, f. 25. maí 1925.
Barnabarnabörnin eru 14
talsins.
Í ljósi aðstæðna fór útför Elsu
fram í kyrrþey 27. mars 2020.
mundur Jóhannes,
f. 20 desember
1921, d. 14. nóv-
ember 2008. Sören
Metúsalem, f. 8.
júní 1925, d. 14.
janúar 2005, Krist-
ín, f. 1926, d. 9. maí
1927. Jónas Blóm-
kvist, f. 21. júní
1928, d. 2. mars
2009. Róslín Helga,
f. 14. febrúar 1932,
d. 3. júní 2018. Þórunn Sigur-
veig, f. 13. janúar 1934, d. 4.
júní 2019, og Jóhann Svan, f. 24.
júlí 1936.
Elsa eignaðist tvö börn með
Grími Lárussyni, f. 3. júní 1926,
d. 23. október 1995 (þau skildu).
Börn þeirra eru Sigríður Björg,
Elsku amma okkar er fallin
frá.
Það var bókstaflega himinn og
haf sem skildi okkur að. Við syst-
ur bjuggum í Vestmannaeyjum
þegar við ólumst upp og amma á
Akureyri. Samgangurinn var því
ekki mikill en við hlökkuðum allt-
af til sumarfrísins sem oftast var
tekið á Akureyri. Það var svo
hlýr og góður andi í kringum
ömmu. Rólegheitin réðu ríkjum á
heimili hennar og svo var auðvit-
að alltaf stutt í bakkelsið sem
geymt var í búrinu. Við nutum
þess að fara með ömmu í Lysti-
garðinn, göngutúra, drekka Mix
(sem fékkst ekki í Eyjum) með
lakkrísröri og sleikja Brynjuís og
sólina í garðinum hennar og síðar
hennar og Steinþórs.
Á síðari árum var líka mikil
lukka að eiga góða að á Akureyri
og hafa krakkarnir okkar fengið
að njóta þess. Ömmu Elsu þótti
vænt um að fá okkur og barna-
barnabörnin sín í heimsókn. Það
fundum við vel.
Amma okkar var einstæð móð-
ir sem vann erfiðisstörf meðal
annars í fiskvinnslu. Hún átti
örugglega ekki alltaf auðvelt líf,
veitti sér fátt, var reglusöm, dug-
leg og hógvær. Skilaði sínu og
tók lítið í staðinn, lét lítið fyrir
sér fara, kannski of lítið, konur
eins og hún elsku amma Elsa
ættu að njóta meiri virðingar í
samfélaginu og fá að njóta ávaxta
erfiðis síns í ríkara mæli.
Hún amma okkar gladdist allt-
af einlæglega yfir velgengni af-
komenda sinna og reyndist okk-
ur alltaf vel. Það verður skrítið að
koma til Akureyrar og geta ekki
heimsótt ömmu. Aðfangadags-
kvöld verður líka breytt þegar
símtalið við ömmu vantar. Við
eigum eftir að sakna hennar.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson frá Presthólum)
Sigrún Elsa, Sigríður
Bríet og Steinunn Lilja
Smáradætur.
Elsa amma mín var dugleg og
lítillát kona, kvartaði aldrei, var
með jafnaðargeð en frekar fámál.
Amma kom alltaf í heimsókn á
hverju sumri á mínum bernsku-
árum og var þá alltaf í nokkra
daga, okkur systkinin hlakkaði
alltaf mikið til að fá ömmu í heim-
sókn frá Akureyri.
Ég var svo heppin að búa á
Akureyri í tvö ár þegar ég var
um tvítugt, þá átti ég mínar
bestu stundir með ömmu. Ég fór
stundum úr vinnunni í hádeginu
og borðaði með ömmu og Stein-
þóri eða kíkti í heimsókn og fékk
köku og mjólk hjá ömmu og við
töluðum um allt milli himins og
jarðar. Einnig er mér minnis-
stætt þegar ég fór á ættarmót
með ömmu þar sem ég var að
hitta marga af mínum ættingjum
í fyrsta skiptið.
Við Fannar Þór sonur minn
höfum haft það að árlegum við-
burði að fara til Akureyrar á
hverju sumri og heimsækja
ömmu, hún fylgdist með ömmu-
börnunum sínum og langömmu-
börnunum sínum og fannst gam-
an þegar Fannar kom í heimsókn
og hló mikið að uppátækjum
hans.
Hvíldu í friði, elsku amma mín.
Minning þín mun lifa í hjörtum
okkar allra.
Heiða Rós Eyjólfsdóttir.
Elsku Elsa frænka mín og ein
besta vinkona er flutt yfir í sum-
arlandið. Ó hvað ég sakna þín,
það sem við áttum var einstakt.
Elsa var systir pabba míns, en
hún var mér alltaf eins og amma,
svo góð var hún. Við Elsa bröll-
uðum margt í gegnum tíðina, það
eru ómetanlegar minningar. All-
ar sundferðirnar, að ógleymdum
Lystigarðsferðunum okkar, þar
tókum við með okkur teppi, kom-
um við í Brynju og keyptum nesti
og Sinalco, skunduðum upp í
Lystigarð þar sem við fundum
grasblett og settum niður teppi,
lágum í sólbaði, borðuðum nesti,
drukkum Sinalco og lékum okk-
ur. Elsa og Steinþór voru dugleg
að fara í bíltúra og oftar en ekki
var ég með. Þá útbjó Elsa nesti
sem var tekið með, sest var á
teppi á áfangastað og snætt.
Ófáar ferðir löbbuðum við úr
Hafnarstrætinu í bæinn eða í
Hagkaup og svo á leiðinni heim
aftur var komið við á Súlnabergi
þar sem við fengum okkur
franskar. Mjög gott þótti mér að
gista hjá Elsu frænku og vakna
við kaffiilminn á morgnana þegar
frænka hellti upp á kaffi á gamla
mátann, svo sat hún með kaffi-
bolla í hönd og saug molasykur
eða kandís, yndisleg minning.
Svo kom að því að ég fékk bílpróf,
þá var rúntað. Okkur þótti virki-
lega gaman að keyra um og
skoða í glugga, sérstaklega þegar
jólaljósin voru komin. Oft fórum
við í sjoppu og fengum okkur
pylsu með öllu og eplasvala, þá
var veisla. Þegar við fórum í
Hagkaup og Elsa gekk framhjá
kjúllanum sagði hún „eigum við
ekki að fá okkur bita“ og úr varð,
kjúllabita og kókómjólk fengum
við okkur, ég færði bílinn austast
á planið hjá Hagkaupum og við
sátum og borðuðum og horfðum
á umferðina á Hjalteyrargötunni.
Elsu þótti gaman að ferðast og
fóru hún og Steinþór einu sinni
til Spánar, það fannst henni rosa-
lega gaman og hún var lengi
lengi að segja mér frá því eftir að
heim var komið. Það sama ár fór-
um við frænkurnar svo til Glas-
gow að heimsækja yngri systur
mína. Elsa og Steinþór fóru mörg
sumur í sumarbústað með vin-
ahjónum hingað og þangað um
landið, þau nutu þess að ferðast
hvort sem um var að ræða lengri
eða styttri ferðir.
Elsa var börnunum mínum
ómetanleg, alltaf var hún tilbúin
að passa fyrir okkur, dæmi um
það var þegar hún og Steinþór
komu til okkar í Grímsey og
pössuðu fyrir okkur í nokkrar
vikur í senn, ómetanlegt. Þau
gengu með Hildi og Hólmar eyj-
una þvera og endilanga. Og eftir
því sem börnin mín urðu fleiri
hafði hún bara meira gaman.
Elsa greindist með alzheimer
fyrir um tveimur árum, það var
mikið áfall, en í kjölfarið flutti
hún á Hlíð. Það var erfitt þegar
Elsa fór inn á Hlíð, Steinþór var
áfram heima. Svo síðar þegar
hann flutti á Hlíð bjuggu þau
ekki saman og það tók á. Elsku
Elsa „amma“ mín, ósk mín er sú
að þú hafir það æðislega gott
hvar sem þú ert, ég elska þig svo
mikið og sakna þín svo mikið.
Steinþóri, Smára, Siggu og
fjölskyldum sendum við okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Ég vil gjarnan lítið ljóð
láta af hendi rakna.
Eftir kynni afargóð
ég alltaf mun þín sakna.
(Guðrún V. Gísladóttir)
Þangað til við hittumst á ný.
Sofðu rótt elskan mín,
Hrafnhildur Ósk (Systa
frænka), Erlendur og börn.
Elsa
Aðalsteinsdóttir
16. mars kvaddi
ég móður mína
Herdísi Ólínu Guð-
mundsdóttur. Ég
hafði einhvern veginn fengið það
inn á mig að hún myndi lifa að
eilífu. Ég minnst mömmu sem
duglegrar konu sem gerði allt
vel hvort sem það var handa-
vinna, að baka eða matbúa.
Mamma hafði gaman af ljóða-
lestri og skáldskap. Hún hélt
mikið upp á frænkur sínar skáld-
in Herdísi og Ólínu Andrésdæt-
ur, ljóðasafn þeirra lá oft
frammi. Mamma gat kveðið, ég
hafði gaman af að hlusta á þegar
að þær systur kváðust á þangað
til að þær fóru að skellihlæja.
Mamma var alltaf mjög létt og
það var alltaf stutt í gamansem-
Herdís Ólína
Guðmundsdóttir
✝ Herdís ÓlínaGuðmunds-
dóttir fæddist 12.
febrúar 1932. Hún
lést 8. mars 2020.
Útförin fór fram
í kyrrþey 16. mars
2020.
ina og hláturinn.
Mamma var alin
upp á Flateyri við
Reyðarfjörð. Hún
talaði oft með kær-
leika og hlýju um
sinn uppvöxt og lífið
á Flateyri. Hún var
mikill dýravinur,
þær systur voru oft
sendar með kind-
urnar og kýr út í
haga til að beita
þeim.
Mamma var bara 8 ára gömul
þegar Bretar hernámu Ísland og
hafði það mikil áhrif á hana, „sá
dagur líður ekki úr minni þegar
stóru stálgráu skipin silgdu in
fjörðinn full með hermönnum“. Í
nágrenni við þau voru byggðir
braggar og var þar fjölmennt
herlið. Bretinn kom fyrir fall-
byssum víða í sveitinni og þegar
æfingar stóðu yfir áttu þau að
fara úr húsunum og liggja undir
börðum þar till æfingu væri lok-
ið. Þá voru níu manns í heimili á
Flateyri. „Svo var farið að skjóta
með þvílíkum hávaða og komu
kúlurnar niður uppi í falli eða úti
á sjó.“ Afi tók svo fyrir að þau
færu úr húsinu, þau væru örugg-
ari heima í húsi.
Mamma hjálpaði til heima og
gekk í öll verk en var meira í úti-
verkunum og fór með afa á sjó.
Við tvítugsaldur fór mamma að
hjálpa konum í sveitinni sem
lágu á sæng. Sú reynsla gerði
það að verkum að hún tók þá
ákvörðun að fara til Reykjavíkur
í ljósmóðurnám 1954. Mamma
var ljósmóðir í 42 ár, að mestu
leyti á Fjórðungssjúkrahúsinu í
Neskaupstað. Hún var mjög vel
liðin í sínu starfi.
Mamma var göngugarpur og
hafði gaman af að fara í langar
göngur með Siggu vinkonu sinni.
Mamma og pabbi byggðu hús á
Víðimýri 2 sem þau bjuggu svo í
í 33 ár, þangað til þau fluttu suð-
ur til að vera nær afkomend-
unum.
Það var mikilvægt fyrir
mömmu að við værum heil og
hrein og bærum virðingu fyrir
öllum og okkur sjálfum. Mamma
var alltaf hlý, umhyggjusöm og
traust, hún hlustaði og var úr-
ræðagóð. Mamma vísaði aldrei
neinum frá, hún var alltaf svo
vingjarnleg og hjálpsöm og gerði
aldrei mannamun. Og það var
alltaf borið á borð eða eitthvað
til með kaffinu. Mamma var mik-
ið fyrir fjölskyldulífið, hún bak-
aði alltaf fyrir helgar og bjó til
góðan mat. Hún hafði sérstak-
lega gaman af því þegar við
komum öll saman.
Þó svo að vegalengdirnar
væru langar og við hittumst
sjaldan voru hugsanirnar mínar
oft hjá henni. Símtölin urðu löng
og bréfin mörg. Þegar við kom-
um heim var alltaf vel tekið á
móti okkur. Þú reyndist mér
sem góð móðir, hlý og hugulsöm
amma sonar míns.
Núna þegar þú elsku móðir
mín ert farin og ég get aldrei
hringt í þig eða heimsótt þig
framar er ég sannfærð um að þú
sért með mér. Ástar- og sakn-
aðarkveðja þín dóttir,
Margrét.
Elsku besta
mamma mín og vin-
kona er farin á stað
sem við förum öll.
Þar líður henni vel. Ég vil þakka
henni samfylgdina og það hvað
hún reyndist mér vel. Ég á falleg-
ar og ljúfar minningar um hana
Lillu mína og manninn hennar
Rafn sem lést í fyrra. Núna eru
þau sameinuð á ný og passa hvort
annað og líta eftir börnum sínum
og fjölskyldum. Blessuð sé minn-
ing þeirra beggja. Ég votta fjöl-
skyldunni samúð.
Kristbjörn og Gréta.
Elsku Lilla.
Eins sárt og það er að hafa þig
ekki hjá okkur lengur þá er það
huggun að vita af þér hjá Rabba.
Eftir sitja ljúfsárar minningar.
Okkur fannst gott að fá þig í heim-
sókn til okkar og ennþá betra að
koma til ykkar, enda ófáar ferð-
irnar sem við fórum vestur. Það
var gott að sitja við eldhúsborðið,
Hrafnhildur Lilla
Guðmundsdóttir
✝ HrafnhildurLilla Guð-
mundsdóttir fædd-
ist 24. ágúst 1942.
Hún lést 6. mars
2020.
Útförin fór fram
í kyrrþey.
gæða sér á góðgæti
og hlusta á samræð-
ur um alla heima og
geima. Það var sko
spjallað. Stundum
var hiti í samræðun-
um og stundum var
hlegið út í eitt. Þú
hafðir ákveðnar
skoðanir, varst fljót
til svars, vel inni í
málum og hafðir líka
mikinn húmor og
gast alveg hlegið að þér og þínum.
Þú varst mikið náttúrubarn,
þekktir alla fugla, allar plöntur og
vildir alltaf vera með dýr á heim-
ilinu. Þér þótti ótrúlega vænt um
Grundarfjörð, þar sem þú vildir
helst alltaf vera og þekktir öll ör-
nefni og kennileiti.
Í öllum okkar heimsóknum
gerðu strákarnir mínir sig heima-
komna, yfirtóku tölvur og sjón-
vörp og létu ekki sitt eftir liggja í
góðgætinu, og þér þótti það bara
sjálfsagt og varst fljót á fætur
þegar sá yngri kallaði. Svo settistu
í stólinn þinn og tókst upp prjón-
ana og eftir þig liggja ófáir gall-
arnir, peysurnar, vettlingarnir og
ullarsokkarnir sem strákarnir
hafa fengið að njóta og mér þykir
svo vænt um. Afar dýrmætt.
Hvíldu í friði, elsku Lilla, og
takk fyrir allt.
Jóhanna Beck.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, afi
og langafi,
SIGURÐUR INGVARSSON,
Þrúðvangi 20, Hafnarfirði,
lést á öldrunardeild, Vífilsstöðum,
miðvikudagskvöldið 25. mars.
Útförin fer fram í kyrrþey í ljósi núverandi aðstæðna.
Ágústa Jónsdóttir
Ingvar Sigurðsson Bjarney Grendal Jóhannesd.
Jón Helgi Sigurðsson Sara Lind Ólafsdóttir
Tómas Sigurðsson Arnfríður Kr. Arnórsdóttir
Agnar Sigurðsson Eva Rós Sigurðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir og afi,
GUÐNI JÓNSSON,
lést á Landspítalanum 25. mars.
Útförin fer fram í kyrrþey.
Ásgeir Guðnason Elín Gróa Guðjónsdóttir
Anna Sigríður Guðnadóttir Hörður Lárusson
og barnabörn
Eiginmaður minn elskulegur,
ÓLI JÓHANNESSON,
lést á heimili sínu 24. mars.
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verður
jarðarför í kyrrþey.
Sigr. Steinunn Magnfreðsdóttir