Morgunblaðið - 28.03.2020, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.03.2020, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2020 ✝ Halldór Þor-valdsson fædd- ist á Siglufirði 18. febrúar 1934. Hann lést á sjúkra- húsinu á Húsavík 20. mars 2020. Foreldrar hans voru Þorvaldur Grímur Björnsson, f. 24. september 1884, d. 4. júní 1958, og Sigrún Bjarnadóttir, f. 22. febrúar 1904, d. 11. maí 1951. Bræður hans voru Bjarni Þorvaldsson, f. 3. september 1924, d. 10. febrúar 2014, og Þórhallur Þor- valdsson, f. 20. maí 1940, d. 21. júlí 1991. Eiginkona Hall- dórs er Kolbrún Kristjánsdóttir, f. 20. febrúar 1938. Börn þeirra eru Þorvaldur Daði, f. 23. maí 1955, Kristján Stefán, f. 27. maí 1960, og Björk, f. 24. apríl 1967. Útför Halldórs fer fram í dag, 28. mars 2020. Jæja, nú ertu farinn frá okkur Dóri minn. Við stöndum eftir með söknuð í hjarta og verklaus. Þú varst alltaf að sýsla og brasa eitt- hvað. Við tókum þátt í því að bestu getu, en stundum náðum við ekki að fylgja þér eins og þegar þú ákvaðst að kaupa gróð- urhús handa Kollu. Það átti að fara niður í vor en okkur fannst þessi aðgerð of sein og í fyrsta skipti sagði ég mitt álit og þá hik- aðir þú. Svo þegar illvígi sjúkdómur- inn, sem þú barðist við, var farinn að taka sinn toll þá ákvaðst þú að afhenda okkur Kidda húsið. Ég móaðist við í fyrstu en nú hef ég ákveðið að taka þig til fyrirmynd- ar og framkvæma verkið í vor. Ég fann góðan stað og ég ætla að einblína á það að rækta rósir, Kolla fær að fylgjast með og taka þátt. Elsku Dóri, þú varst góð fyr- irmynd og kenndir okkur margt, þú sagðir hlutina eins og þeir voru og inn á milli með húmor og glettni. Það var gaman og fróðlegt að ferðast með þér og hlusta á sögur af mönnum og atburðum sem þú hefur lent í. Þín tengdadóttir Kristín. Það er kaffitími og ég fer í kaffi eins og svo ótaloft áður til ömmu og afa á Foss. Afi hellir upp á kaffi, alltaf fjóra bolla í einu, og amma gerir pönnukökur, eða hvað sem er. Það er sumar, ég fer í sólbað á pallinn til ömmu og afa, það er steikjandi hiti á pallinum. Afi slær grasið, það er svo góð lykt af nýslegnu grasi. Hann er ber að ofan með derhúfu, sólbrúnn. Myndarlegasti maður sem ég hef séð. Við amma sitjum í sólstólun- um á meðan og svo kemur þú líka. Þú spyrð frétta, jæja vina mín. Þú klappar strákunum á kollinn. Fossvellir 18 hafa verið mitt annað heimili síðan ég fæddist. Ég get kallað fram lyktina þar hvenær sem er. Fyrir mér, algjör griðastaður. Alltaf hlýtt, alltaf faðmlag, alltaf stutt í húmorinn. Ég mun sakna stóru hlýju handanna þinna sem ég er búin að halda svo mikið í undanfarna daga. Það er gott að eiga þig að, vina mín. Já, afi, þú hefur gert margt fyrir mig líka. Þetta lagast allt. Þín afastelpa Birgitta. Halldór Þorvaldsson ✝ Sigfríð Valdi-marsdóttir fæddist á Fá- skrúðsfirði 27. september 1933. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 19. mars 2020 eftir stutt veikindi. Foreldrar Sig- fríðar voru Valdi- mar Lúðvíksson, sjómaður og verkamaður, f. 1. ágúst 1894 á Hafnarnesi við Fá- skrúðsfjörð, d. 26. maí 1985, og Guðlaug Kristbjörg Svein- björnsdóttir húsfreyja, f. 28. janúar 1907 í Berufirði, Beru- neshreppi, d. 22. janúar 1976. Þau voru búsett í Hafnarfirði. Systkini Sigfríðar eru: Sigur- björg Haraldína, f. 21. júlí 1925, d. 23. september 1989; Lúðvík Ingibjörn, f. 29. október 1926, d. 5. maí 1952; Heiðrún Hulda, f. 15. október 1927, d. 16. febrúar 1991; Bjarnþór, f. 3. október 1929, d. 14. febrúar 1998; Þóra, f. 5. mars 1931; Ágúst Már, f. 2. maí, d. 17. desember 1996; Ásta, f. 19. október 1937, d. 6. mars 1991; Viðar, f. 11. mars 1939, d. 14. maí 2015; Hákon, f. 16. ágúst 1940, og drengur, f. 18. Þau Sigfríð og Guðmundur eignuðust sex börn, auk þess sem Guðmundur gekk elstu dóttur Sigfríðar í föðurstað. Börn þeirra eru: Ásdís Birna Stefánsdóttir, f. 30. september 1951; Ragnhildur, f. 30. júlí 1953; Hulda, f. 7. nóvember 1954, d. 16. mars 1999; Einar, f. 12. september 1956; Valdimar Ingi, f. 18. apríl 1960; Hrefna, f. 9. febrúar 1965, og Ásta María, f. 17. september 1969. Hálf- systir þeirra, dóttir Guð- mundar, er Auðbjörg Lilja Lindberg, f. 13. ágúst 1951. Þau Sigfríð og Guðmundur bjuggu um tíma í Laugarási þar sem þau sáu um garðyrkjustöð, en árið 1955 fluttust þau til Vestmannaeyja þar sem þau bjuggu til ársins 1966 er þau fluttu til Hveragerðis og tóku við Garðyrkjustöðinni Gufudal. Sigfríð vann ýmis störf auk garðyrkjustarfanna, m.a. vann hún í Kaupfélagi Árnesinga og á Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum. Lengst af vann hún þó á Elli- og dvalarheimilinu Ási þar sem hún sá fyrst og fremst um bakstur og matreiðslu, auk þess sem hún sinnti þar næt- urvakt í mörg ár. Guðmundur lést 17. desem- ber 2004. Síðasta árið bjó Sigfríð á elli- og dvalarheimilinu Ási í Hvera- gerði. Í ljósi aðstæðna í þjóðfélag- inu fór jarðarförin fram í kyrr- þey 27. mars 2020. mars 1945, d. 9. maí 1945. Sigfríð ólst upp á Fáskrúðsfirði fram að unglings- aldri er hún flutti suður til Hafn- arfjarðar til systur sinnar. Seinna fluttu svo foreldrar hennar einnig til Hafnarfjarðar og þar bjuggu flest systkini hennar einnig lengst af. Sigfríð vann um tíma í versl- un í Hafnarfirði og á sauma- stofu við kjólasaum, en sauma- skapur lék ætíð í höndum hennar. Eftir að hún eignaðist elstu dóttur sína fluttist hún í Laugarás í Biskupstungum þar sem hún gerðist ráðskona hjá læknishjónunum Knúti og Huldu. Í Laugarási kynntist hún til- vonandi eiginmanni sínum, Guðmundi Einarssyni frá Iðu í Biskupstungum, og árið 1952 gengu þau í hjónaband. For- eldrar Guðmundar voru hjónin Einar Sigurfinnsson, f. 14. sept- ember 1884, d. 17. maí 1979, og Ragnhildur Guðmundsdóttir, f. 29. apríl 1895, d. 7. október 1990. Elsku besta amma í Hveró er fallin frá, 86 ára að aldri. Amma ólst upp á Fáskrúðsfirði en á unglingsaldri fannst henni kom- inn tími til að standa á eigin fót- um og flutti þá suður til systur sinnar í Hafnarfirði. Um 16 ára aldur ákvað amma að freista gæfunnar, sótti um starf á kjóla- saumastofu og taldi mönnum trú um að hún væri þaulvön sauma- kona. Amma var ráðin til vinnu og saumastofan fékk þar með til sín hörkuduglegan starfskraft. Sissa amma var snögg að til- einka sér allt sem þurfti enda var hún sérstaklega lunkin við saumaskap og prjónaskap. Þær eru ófáar flíkurnar sem við barnabörn og barnabarnabörn höfum fengið að gjöf fyrir vikið. Síðar bauðst ömmu að fara í nám í hattasaumi en það kaus hún að gera ekki því þá hefði Dísa, mamma okkar, eytt löngum stundum á vöggustofu. Í staðinn réð amma sig sem ráðs- konu til læknishjónanna í Laug- arási í Biskupstungum. Það varð ansi afdrifaríkt því þar tók á móti henni aðstoðarmaður lækn- isins, Guðmundur Einarsson frá Iðu í Biskupstungum. Þau amma urðu síðar ástfangin og giftust, Gummi gekk mömmu okkar í föðurstað og var alltaf afi okkar. Við munum vart eftir öðru heimili Sissu ömmu og Gumma afa en Önnubergi í Hveragerði – sem stundum gekk undir nafn- inu Ömmuberg. Önnuberg var í jaðri hverasvæðisins í miðju Hveragerðis. Amma brýndi allt- af fyrir okkur krökkunum að koma ekki nálægt hverunum, enda væri það stórhættulegt. Enn í dag höfum við ekki þorað inn á hverasvæðið, því ekki veit á gott að brjóta gegn fyrirmæl- um ömmu. Það var alltaf mest spennandi í heimi að fá að gista hjá ömmu og afa þegar foreldrar okkar þurftu að sinna einhverjum er- indum, nánast eins og á jól- unum. Þar var ávallt boðið upp á kókópöffs með mjólk í morgunmat, stundum leyndust verðlaun í pökkunum og var mikil spenna ef nýr kókópöffs- pakki var opnaður. Amma leyfði samt alls ekki að gramsað væri í pakkanum til að reyna að veiða upp verðlaunin. Andrésblöð á dönsku voru til í möppuvís, Lukku-Láki, Rattati og Daldón- arnir fræddu okkur um villta vestrið og svei mér þá ef Svalur og Valur voru ekki líka á svæð- inu. Amma og afi fóru líka oft til Spánar í sumarfrí. Alltaf komu þau með einhverjar sniðugar og stundum skrýtnar gjafir til baka handa okkur krökkunum sem aldrei höfðu sést áður hér á landi. Eftir að afi féll frá bjó amma ein í Heiðarbrún. Þar var alltaf gott að kíkja við ef maður átti leið hjá Hveragerði, stoppa og spjalla eilítið. Ef barnabarna- börnin voru með í för voru þau ávallt velkomin hjá langömmu og fengu oft að heyra alls konar sögur frá því í gamla daga. Amma las ýmiss konar bók- menntir fram á síðustu stundu, skáldsögur, fræðibækur, Íslend- ingasögur, sagnfræði og allt milli himins og jarðar. Hún hafði góða sjón og þurfti ekki einu sinni gleraugu. Á endanum stendur samt ekki eftir einhver tiltekin minn- ing um ömmu heldur tilfinning. Hlý tilfinning. Því amma var alltaf, alltaf góð. Við söknum hennar. Heiða María Sigurð- ardóttir, Lilja Sigurð- ardóttir og Magnús Eiríkur Sigurðsson. Mig langar að fá að kveðja elsku Sigfríð Valdimarsdóttur frænku, eða Sissu eins og hún var alltaf kölluð, með þessum fá- tæklegu orðum. Það er skrýtið þegar maður hugsar það, þá finnst manni eins og sumir ættu að vera eilífir og það á við um Sissu frænku. Ég minnist þess þegar ég var barn fór ég oft með foreldrum mínum, en pabbi minn og Sissa voru systkin, yfir Hellisheiðina í bíltúr til að heimsækja Sissu, Gumma og börnin þeirra. Það var fátt skemmtilegra en að fara í heimsókn til Sissu og Gumma í Hveragerði. Á þeim tíma ráku þau gróðrastöð í Gufudal fyrir ofan Hveragerði og ekkert var meira spennandi en að fá að koma og vinna í gróðurhúsinu. Þegar maður er barn er maður einstaklega stoltur af því að manni sé treyst til að pakka gúrkum og tómötum en fyrir því treystu Sissa og Gummi mér þegar ég kom í heimsókn. Þegar heim var komið í Hafnarfjörðinn aftur var ég óspör á að láta vin- ina vita að ég hefði verið að vinna í gróðurhúsi hjá frænku minni og frænda en Gumma kallaði ég alltaf frænda. Síðar fluttist ég á unglings- aldri ásamt fjölskyldu til Hvera- gerðis og urðu þá samskiptin meiri. Þegar við Sissa hittumst ýmist í eldhúsinu hjá foreldrum mínum eða í eldhúsinu hennar gátum við talað um allt á milli himins og jarðar. Sissa var góð- ur hlustandi, einstaklega hlý og góð manneskja og við hana gat maður rætt jafnt um gleði eða sorgir. Hún var barngóð og var börnum mínum og barnabörnum góð frænka. Ég á eftir að sakna þess að fá ekki faðmlag og kossa frá Sissu frænku sem ég fékk ætíð þegar við hittumst. Ég trúi því að hún sé nú komin á betri stað og muni njóta þessa að vera hjá Gumma og Huldu sinni ásamt systkinum sem þegar hafa kvatt en þar sem systkinin og fjöl- skyldan var saman komin var alltaf gleði. Elsku Sissa mín ég er þakklát fyrir að hafa fengið að sitja hjá þér í veikindum þínum síðustu dagana, halda í höndina þína og spjalla við þig þó svo ég væri ekki viss hversu mikið þú heyrð- ir í mér enda skipti það engu máli því samtölin voru aðeins okkar á milli. Hver lítil stjarna, sem lýsir og hrapar, er ljóð, sem himininn sjálfur skapar. Hvert lítið blóm, sem ljósinu safnar, er ljóð um kjarnann, sem vex og dafnar. Hvert lítið orð, sem lífinu fagnar, er ljóð við sönginn, sem aldrei þagnar. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Megi góður Guð passa þig og þína elsku Sissa mín. Ég votta börnunum þínum og fjölskyldu þeirra mína dýpstu samúð. Guðlaug Björk Bjarnþórs- dóttir (Gulla frænka). Sigfríð Valdimarsdóttir ✝ AlexanderSvavar Gunn- arsson fæddist 10. desember 1939. Hann lést á heimili sínu Stekkj-arkinn 11 7. mars 2020. Hann var sonur Ingibjargar Sóf- usdóttur, f. 10.9. 1918, og Gunnars Guðmundssonar, f. 11.6. 1919. Svavar fæddist í Hafnarfirði og bjó þar alla tíð. Hann ólst upp hjá for- eldrum sínum og var næstelstur fimm bræðra sem allir lifa bróður sinn, þeir eru: Guðmundur Hauk- ur, Sævar, Gunnar og Kristinn Ingi. Þann 26. desember 1961 kvæntist hann eftirlifandi eig- inkonu sinni Rannveigu Að- alsteindóttur, f. 25.10. 1940. Börn þeirra eru: 1) Margrét, gift Braga Finnbogasyni, börn þeirra eru Ásrún Ósk, Svava Dröfn, Grétar Bragi og Aðalsteinn. 2) Að- alsteinn, kvæntur Helgu Jó- hannsdóttur, dætur þeirra eru Auður Ýr (látin), Agnes Ýr og Íris Ösp. 3) Ingibjörg gift Jóni Magn- úsi Halldórssyni, þeirra synir eru Svavar, Ástþór og Daníel. Barna- barnabörnin eru 14. Svavar lærði húsasmíði í Iðn- skólanum í Hafnarfirði, lauk meistaranámi frá Iðnskólanum í Reykjavík og starf- aði alla tíð við iðn sína. Hann var lengi í stjórn Iðnaðar- mannafélagsins í Hafnarfirði. Hann hafði yndi af stangaveiði og var m.a. stofnandi Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar. Hann vann mikið fyrir félagið, var í stjórn félags- ins og varaformaður til margra ára. Svavar var formaður Kast- klúbbs Íslands, Íslandsmeistari í fluguköstum og kenndi fluguköst ásamt félögum sínum frá 17 ára til 77 ára en varð þá að hætta vegna heilsubrests. Hann og fjölskyldan voru mik- ið fyrir ferðalög innanlands. Þá voru ófáar veiðiferðirnar með stórfjölskyldunni í bæði lax- veiðiár og silungsvötn, oftast var farið í Hlíðarvatn í Selvogi en þangað var farið á hverju sumri. Svavar smíðaði húsið í Stekkjarkinn og fluttu þau inn 1966 og bjó hann þar til æviloka. Hann smíðaði sumarbústað í Skorradal og dvaldi fjölskyldan oft þar. Útför hefur farið fram. Elsku afi, það sem kemur upp í hugann þegar við hugsum til baka eru ófáar frábærar stundir. Allar ferðirnar í bústaðinn sem þú smíðaðir í Skorradalnum, veiði- ferðirnar í Hlíðarvatn og óteljandi útilegur sem farið var í sama hvernig viðraði. Það var alltaf hægt að kíkja í kaffi og spjalla um veiði, flugur og hvar ætti að veiða þetta sumarið, hvaða veiðistöng ætti að kaupa eða hvaða línu ætti að velja og hlusta á eina og eina veiðisögu. Það var alltaf jafn gaman að sjá þessar stóru hendur hnýta allar þessar smáu flugur alveg óaðfinn- anlega. Ógleymanlegt er þegar við krakkarnir (eða mamma) gáfumst upp á páfagaukunum okkar og þú tókst þessi grey að þér og komst þeim fyrir í bílskúrnum. Þú gerðir þér lítið fyrir og smíðaðir risabúr fyrir þessa þrjá gauka og ekki leið á löngu þar til gaukarnir fóru að fjölga sér og þú varst kominn á fullt í páfagaukaræktun og sendir til gæludýrabúða og einstaklinga. Ekki má gleyma öllum þeim stundum sem við eyddum saman í bílskúrnum við alls konar bras eins og að framleiða túttubyssur, smíða teygjubyssur og bílavið- gerðir. Þar miðlaðir þú líka til okkar þekkingu þinni í trésmíð- inni sem mun varðveitast. Hvíldu í friði, elsku afi okkar, þú átt sérstakan stað í hjörtum okkar. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson) Ásrún Ósk, Svava Dröfn, Grétar Bragi og Aðalsteinn. Svavar Gunnarsson Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Jón G. Bjarnason, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.