Morgunblaðið - 28.03.2020, Blaðsíða 40
HANDBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Handknattleiksþjálfarinn Aron
Kristjánsson segir algera óvissu
ríkja að svo stöddu um framhaldið
hjá sér varðandi mögulega þátttöku
á Ólympíuleikunum í Tókýó. Aron er
landsliðsþjálfari karla hjá Asíurík-
inu Barein. Síðasta haust vann liðið
sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum
undir stjórn Arons í fyrsta skipti í
sögunni.
Var samningur Arons fram-
lengdur fram yfir leikana en þeim
hefur nú verið frestað vegna kór-
ónuveirunnar. Fara þeir fram á
næsta ári en dagsetning liggur ekki
fyrir.Aron er í svolítið sérkennilegri
stöðu því í millitíðinni samþykkti
hann að taka aftur við stjórn karla-
liðs Hauka í sumar.
„Þetta er allt í óvissu eins og stað-
an er núna,“ sagði Aron þegar
Morgunblaðið hafði samband við
hann og spurði hann út í stöðuna.
„Við eigum eftir að vinna úr þessari
stöðu sem upp er komin. Það er ein-
hvern veginn allt í biðstöðu. Allir eru
að bíða eftir að samkomubanni verði
aflétt og hjólin fari að snúast. Hvort
sem það er hér eða erlendis. Auk
þess er enn óákveðið hvenær Ól-
ympíuleikarnir fara fram. Verða
þeir haldnir að vetri til eða að sumri
til?“ sagði Aron en hann hefur hing-
að til ekki stýrt félagsliði samhliða
landsliði Barein.
Hann segist í raun eiga eftir að
funda bæði með vinnuveitendum sín-
um í Barein og forráðamönnum
Hauka um framhaldið.
Aron segir fleiri verkefni spila inn
í varðandi landsliðsþjálfarastarfið en
Persaflóaleikarnir hafi átt að fara
fram í apríl en hefur verið frestað og
þykir líklegt að þeir verði í desem-
ber á þessu ári.
Missti af leikunum í Aþenu
Aron Kristjánsson hefur ekki
keppt á Ólympíuleikum. Hann var í
landsliði Íslands sem vann sig inn á
leikana í Aþenu 2004 með árangri
sínum á HM í Portúgal árið 2003.
Aron meiddist hins vegar á hné áður
en að leikunum kom og gat ekki ver-
ið með í Aþenu. Annar kunnur þjálf-
ari, Kristján Andrésson, kom þá inn
í landsliðshópinn.
Meiðslin sem um ræðir bundu
raunar endi á leikmannsferil Arons á
sínum tíma. Í vetur sá hann fram á
að upplifa Ólympíuleika sem þjálfari
en nú er staðan óljós hjá honum eins
og áður segir.
Eigum eftir
að vinna úr
þessari stöðu
Aron var á leið á ÓL 2020 með lið
Barein en hefur samið við Hauka
Morgunblaðið/Hari
Barein Aron Kristjánsson hefur átt góðu gengi að fagna sem þjálfari karla-
landsliðs Barein en liðið er á leiðinni á Ólympíuleikana í Tókýó.
40 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2020
28. mars 1980
„Við leikum ekki fallegan
handknattleik en hins vegar
árangursríkan.
Liðið þarf að
bæta við sig
einni æfingu á
viku til þess að
verða betra, æfa
sex sinnum í
viku. Það á
ýmislegt eftir ólært og getur
náð enn lengra,“ segir pólski
þjálfarinn Bogdan Kowalc-
zyck við Morgunblaðið eftir
að lið Víkings vinnur Íslands-
mót karla með fullu húsi
stiga, fyrst íslenskra liða eft-
ir að tvöföld umferð var tekin
upp.
28. mars 1976
Kvennalandslið Íslands í
handknattleik sigrar Kanada,
14:13, í vináttu-
landsleik í
Laugardalshöll
en liðin höfðu
gert jafntefli,
12:12, þar dag-
inn áður. Arn-
þrúður Karls-
dóttir skorar helming marka
íslenska liðsins, 7 talsins, en
hún lék sama leik í fyrri við-
urHeigninni og skoraði þá
líka helminginn, eða 6 mörk.
28. mars 1976
Karlalandslið Íslands og Kan-
ada mætast sama dag í Laug-
ardalshöllinni og það er mun
ójafnari viðureign því Ísland
vinnur auðveldlega, 22:11.
Jón H. Karlsson og Guðjón
Magnússon eru markahæstir
í íslenska liðinu með 4 mörk
hvor. Kanadísku liðin komu
til Íslands til að búa sig undir
handknattleikskeppni Ól-
ympíuleikanna á heimavelli í
Montreal um sumarið.
28. mars 2001
„Þessir strákar gefast aldrei
upp. Þeir hafa gífurlegan
metnað og sýndu það svo
sannarlega núna. Ég er alveg
í skýjunum yfir árangrinum,“
segir Atli Hilmarsson, þjálf-
ari KA, við Morgunblaðið eft-
ir að lið hans tryggir sér
deildarmeistaratitilinn í
handbolta karla á ævintýra-
legan hátt. Jónatan Magnús-
son skoraði sigurmark KA
gegn ÍR, 21:20, þegar þrjár
sekúndur voru eftir, á sama
tíma og Fram missti titilinn
úr höndum sér með óvæntu
tapi gegn Stjörnunni.
28. mars 2009
Sandra Pétursdóttir úr ÍR set-
ur nýtt Íslandsmet í sleggju-
kasti kvenna og
bætir gamla
metið um 3,29
metra þegar
hún kastar
54,19 metra á
vetrarkastmóti
ÍR í Laugardal.
Sandra endurheimti þar með
metið sem Kristbjörg Helga
Ingvarsdóttir náði af henni
átta mánuðum áður og hún
hélt því í fimm ár, þar til Vig-
dís Jónsdóttir sló það árið
2014.
28. mars 2015
Ísland sigrar Kasakstan 3:0
undir þaki á Astana Arena-
leikvanginum í undankeppni
EM karla í fótbolta. Eiður
Smári Guðjohnsen og Birkir
Bjarnason koma Íslandi í
þægilega stöðu með mörkum
á fyrsta hálftímanum og
Birkir innsiglar sigurinn með
öðru marki sínu á lokamínútu
leiksins.
Á ÞESSUM DEGI
Þrátt fyrir að Ólympíuleikunum í
Tókýó hafi verið frestað er Anton
Sveinn McKee, eini Íslendingurinn
sem hafði unnið sér keppnisrétt
þar, öruggur með að þurfa ekki að
vinna sér hann inn að nýju. Alþjóða-
ólympíunefndin, IOC, tilkynnti í
gær að allir sem hefðu tryggt sér
keppnisrétt á leikunum mundu
halda honum. Reiknað er með að
leikarnir fari fram sumarið 2021 en
þá á að halda þá í síðasta lagi sam-
kvæmt upplýsingum frá IOC. Leik-
arnir áttu að standa yfir frá 24. júlí
til 9. ágúst í sumar.
Anton öruggur á
leikana að ári
Ljósmynd/Simone Castrovillari
Tókýó Anton Sveinn McKee keppir í
bringusundi á Ólympíuleikunum.
Handknattleiksdeild Víkings hefur
samið við Jón Gunnlaug Viggósson
og mun hann þjálfa meistaraflokk
karla til ársins 2023. Þá hefur fé-
lagið ráðið Andra Berg Haraldsson
sem aðstoðarþjálfara. Jón Gunn-
laugur tekur við í sumar af Gunnari
Gunnarssyni, sem hefur þjálfað lið-
ið undanfarin fimm ár. Jón Gunn-
laugur er með Master Coach-
þjálfaragráðu frá Handknattleiks-
sambandi Evrópu. Áður hefur hann
m.a. þjálfað kvennalið FH og ÍBV
og karlalið HK, ásamt yngri lands-
liðum Íslands.
Jón Gunnlaugur
tekur við Víkingi
Morgunblaðið/Kristinn
Þjálfari Jón Gunnlaugur Viggósson
tekur við karlaliði Víkings.
DANMÖRK
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Eggert Gunnþór Jónsson, knatt-
spyrnumaður frá Eskifirði, veltir
þessa dagana fyrir sér hvert hans
næsta skref verði á ferlinum en
samningurinn við SönderjyskE frá
Suður-Jótlandi í Danmörku rennur
út í sumar.
„Það er alveg inni í myndinni hjá
mér að semja aftur við SönderjyskE,
enda kann ég vel við mig hérna,“
sagði Eggert við Morgunblaðið í gær
en hann hefur leikið með danska lið-
inu í rúmlega þrjú ár og spilað með
því 75 leiki í úrvalsdeildinni, tuttugu
þeirra á yfirstandandi tímabili sem
óvíst er hvenær lýkur.
Orðrómur hefur verið um að
Eggert sé á heimleið og þá mögu-
lega í FH, en hann sagði að engar
viðræður um slíkt hefðu átt sér
stað.
„Nei, það er ekkert til í þessu. Ég
er svo sem opinn fyrir öllu, útiloka
ekki möguleikann á að fara til Ís-
lands eða eitthvað annað, en er ekki
búinn að ákveða neitt eða hugsa
mikið út í það enn sem komið er.
Enda er maður aðallega að bíða og
sjá hvernig málin þróast alls staðar
út af því sem er í gangi.
Ég tel mig hafa ennþá hafa mikið
fram að bjóða, kroppurinn er í góðu
standi, ég spila alla leiki hérna hjá
SönderjyskE, þannig að ég sé bara
hvernig þetta þróast. Og það verða
ýmsir möguleikar hérna úti. En
vissulega horfir maður í kringum sig
á einhverjum tímapunkti fyrst samn-
ingurinn er að renna út,“ sagði Egg-
ert.
SönderjyskE er sem stendur í ell-
efta sæti af fjórtán liðum þegar tvær
umferðir eru eftir af hefðbundinni
keppni í úrvalsdeildinni og á fyrir
höndum umspilskeppni um áfram-
haldandi sæti þegar hægt verður að
spila á nýjan leik í Danmörku að
loknum kórónufaraldrinum.
Launin greidd af ríkinu
Þar er Eggert í sömu stöðu og
flestir aðrir leikmenn í dönsku úr-
valsdeildinni um þessar mundir en
danska ríkið greiðir laun þeirra sem
stendur.
„Já, við erum á þessari hjálp frá
ríkinu og fáum laun eins og venju-
lega á meðan við erum í leyfi.
SönderjyskE fylgir bara leiðbein-
ingum frá ríkinu eins og allir aðrir.
Vonandi getum við byrjað að æfa aft-
ur sem fyrst en um það veit auðvitað
enginn neitt enn sem komið er.“
Eggert hefur verið atvinnumaður
í tæp fimmtán ár, eða síðan hann
yfirgaf heimaslóðirnar og lið Fjarða-
byggðar á miðju sumri 2005, þá tæp-
lega sautján ára gamall, og samdi við
skoska úrvalsdeildarfélagið Hearts
frá Edinborg. Eftir rúm sex ár þar
og 133 leiki í skosku úrvalsdeildinni
lék Eggert með Wolves og Charlton
á Englandi, Belenenses í Portúgal og
Vestsjælland í Danmörku en síðan
með Fleetwood á Englandi í tvö ár
áður en leiðin lá til Danmerkur á ný
og í raðir SönderjyskE. Samtals hef-
ur Eggert spilað 312 deildaleiki á
ferlinum og 21 leik með A-landsliði
Íslands, síðast vináttuleik gegn Sví-
þjóð í janúar 2019.
„Ég kann vel við mig hérna“
Eggert Gunnþór Jónsson hefur áhuga á að leika áfram með SönderjyskE
Samningurinn að renna út Heldur öllum möguleikum opnum
Ljósmynd/SönderjyskE
Danmörk Eggert Gunnþór Jónsson kom til liðs við SönderjyskE frá enska
liðinu Fleetwood Town fyrir rúmum þremur árum