Morgunblaðið - 28.03.2020, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.03.2020, Blaðsíða 38
Í dag eiga hjónin Hrönn Ágústsdóttir og Sigurbjörn Fanndal gullbrúðkaup. Þau giftu sig 28. mars 1970 í Nes- kirkju. Þau eiga þrjú börn og tíu barnabörn. Þau ætluðu að fagna þessum merkisáfanga á erlendri grundu en eru óvænt heima í Heiðar- ásnum. Árnað heilla Gullbrúðkaup 38 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2020 kassagerd.is kassagerd@kassagerd.is Klettháls 1, 110 Reykjavík +354 545 2800 Vandaðar vörur þurfa hágæða umbúðir til að komast ferskar í hendur kröfuharðra kaupenda. Hver sem varan þín er þá höfum við umbúðirnar sem henta henni. Áralöng reynsla og sérþekking okkar tryggir að við finnum bestu lausnina sem hentar fyrir þinn rekstur, hratt og örugglega. Við bjóðum breitt úrval umbúða frá traustum og öflugum samstarfsaðilum. Þannig getum við tryggt þér lausnir sem auka árangur þinn í rekstri, í sátt við umhverfi og náttúru. Ef þú hefur spurningar varðandi umbúðir þá höfum við svörin. Hafðu samband eða kíktu í kaffi og leyfðu okkur að hjálpa þér að finna lausnirnar sem henta þínum þörfum. Spjöllum um umbúðir. UmBúÐiR eRu oKkAr fAg 60 ára Gunnar Her- sveinn er Reykvíkingur. Hann er heimspekingur að mennt frá HÍ og er rithöfundur og verk- efnastjóri miðlunar hjá Reykjavíkurborg. Maki: Friðbjörg Ingi- marsdóttir, f. 1959, framkvæmdastýra Hagþenkis. Börn: Sigursteinn J., f. 1989, og Heiðdís Guðbjörg, f. 1990. Stjúpbörn eru Særós Rannveig Björnsdóttir, f. 1982, Ragnheiður Eyjólfsdóttir, f. 1984, og Eyjólfur Ingi Eyj- ólfsson, f. 1989. Barnabörn eru sjö. Foreldrar: Sigursteinn Hersveinsson, f. 1928, d. 2010, kennari og rafeindavirki, og Ingibjörg Kolbeinsdóttir, f. 1929, d. 2012, húsmóðir. Þau voru búsett í Reykjavík. Gunnar Hersveinn Sigursteinsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Skyndilega hefurðu þörf fyrir að tjá þig, og vilt helst ræða allar tilfinn- ingar sem fljúga í gegnum hugann. Sannleikurinn er oft sagna bestur. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú hefur svo margt á þinni könnu að þú sérð ekki út úr augum. Allir geta fengið óskir sínar uppfylltar – en kannski ekki alveg eins og þeir ímynd- uðu sér. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Láttu ekki þörfina fyrir fé- lagsskap blinda þig. Gefðu þér tíma til þess að njóta lífsins. Leiðin fram undan liggur bara upp á við. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Stundum er það affarasælast að láta hverjum degi nægja sína þján- ingu nú eða gleði. Láttu það ekki trufla þig þó að aðrir séu í fríi. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Leikurinn gengur ekki út á það að ná forskoti og halda því. Komdu vinum þínum á óvart. Allur er varinn góður. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þér væri hollt að hlusta á ráð- leggingar fagmanna. Bældar tilfinningar ná upp á yfirborðið og þér léttir. 23. sept. - 22. okt.  Vog Einbeittu þér að heimili og fjöl- skyldu í dag. Reyndu ekki að skerast úr leik, vertu með eins lengi og þú getur. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú vilt annaðhvort breyta vini þínum eða hann þér. Daður er í kortunum og þér fer fram í því. Margt smátt gerir eitt stórt. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Stjórnsemi er mikill löstur þegar hún er úr hófi fram. Þín bíða vegleg verðlaun fyrir góða frammi- stöðu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Hugkvæmni þín er aðdáun- arverð og mun færa þér margan sig- urinn. Þú vilt fást við eitthvað sem gef- ur lífinu gildi. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú gætir komið fram hefnd- um í dag, ef það er það sem þú kærir þig um. Farðu út fyrir þægindamörkin. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það hvílir þungt á þér að finna einhverjar leiðir til að afla meiri tekna. Innst inni veistu að þið hjónin hafið ekki sama smekk, en gott er að reyna að fara bil beggja. hafa ferðalög um Evrópu og Banda- ríkin verið tíð hjá okkur hjónunum og við fórum í 10 daga ferð með skemmtiferðaskipinu Concordia á 60 ára afmælisárinu okkar. Við keyptum sumarhús á Spáni fyrir 15 árum og dveljum þar að jafn- aði fjóra mánuði á ári, þar sem við njótum sólarinnar og ég get unnið þess á milli með VPN-tengingu við fyrirtækið heima. Við keyptum strax bíl sem kemur í góðar þarfir á þess- um slóðum. Meðal ferðalaga innan- lands má nefna sveitina mína, Hnjót við Patreksfjörð, og þangað kíki ég nú flest sumur. Þar get ég sameinað ter.is var síðan stofnuð í febrúar árið 2000. Netverslunin var hönnuð með sérfræðingum Hringiðjunnar í Tæknigarði og var sú fyrsta á sínu sviði hérlendis. Yngri sonur minn, ásamt tengda- syni, hefur nú tekið við rekstrinum. Ég er þó áfram í stjórn fyrirtækisins og starfa þar enn, en að mestu leyti í fjarvinnu, aðallega að heiman og frá Spáni með VPN-tengingu við fyrir- tækið. Afmælisdeginum verður varið heima með nánustu fjölskyldu. Síðan hafa strákarnir mínir og dóttir okkar sett upp prógramm í sumar þar sem flogið verður til Króatíu og þar verð- ur haldin tvöföld 70 ára afmælishátíð, því konan nær einnig þessum áfanga í september. Ég hef átt miklu láni að fagna í fjölskyldumálum. Fjölskyldan hefur verið samhent og fjölskyldufyr- irtækið tengt okkur enn betur saman. Ég hef verið í góðum tengslum við skólafélaga í gegnum tíðina, þar sem stunduð hefur verið taflmennska, far- ið út að borða, í hjólatúra og ferðalög. Á sl. ári fagnaði ég 50 ára útskriftar- afmæli með skólafélögunum úr Loft- skeytaskólanum. Ég hef ferðast talsvert hin síðari ár. Hjólreiðar hafa verið í miklu uppáhaldi hjá mér og lengsti hjólreiðatúrinn stóð í fimm daga. Flogið var með skólafélaga til Standsted og hjólað þaðan til Cam- bridge, Luton, Oxford og London. Þá Ó lafur Arason fæddist 28. mars 1950 í Hafnarfirði og ólst upp þar í bæ. „Ég var sendur í sveit að Hnjóti við Patreks- fjörð, á æskuheimili móður minnar, 6 ára gamall, og var þar á sumrin til 12 ára aldurs.“ Skólaganga Ólafs hófst í Barna- skóla Hafnarfjarðar við Lækjargötu, svo í Flensborgarskólanum, þaðan sem hann lauk gagnfræðaprófi 1967. „Næstu tvö árin stundaði ég nám við Loftskeytaskólann og útskrifaðist þaðan vorið 1969. Árgangurinn fór í fimm landa útskriftarferð til Evrópu með Gullfossi sem var afar fátítt á þessum tímum. Eftir það tók við tveggja ára starf sem loftskeyta- maður á Seyðisfirði og síðan á síðu- togurum. Þá tók við þriggja ára nám í Tækniskóla Ísland og síðan tvö ár til viðbótar í Tækniskólanum í Árósum sem lauk með útskrift í rafmagns- tæknifræði haustið 1976.“ Á námsárunum notaði Ólafur hvert tækifæri sem gafst til að leysa loft- skeytamenn af á ýmsum skut- togurum. Þegar heim kom frá Dan- mörku réð hann sig til tímabundinna starfa hjá verktakafyrirtækinu Raf- afli við aðlögun raflagnateikninga og umsjón með eftirlitskerfi við bygg- ingu Kröfluvirkjunar. Vorið 1977 tók hann við stöðu yfirmanns radíó- eftirlits Pósts og síma sem hann gegndi næstu fjögur ár. Hann starf- aði síðan í eitt ár á tölvudeild Heim- ilistækja en réð sig þá aftur til starfa til Pósts og síma, nú á línudeildina við hönnun línulagna og var þar næstu tvö árin. Samhliða störfum sínum hjá Pósti og síma kenndi Ólafur radíó- fræði í Póst- og símaskólanum. „Haustið 1983 tók ég við deildar- stjórn í rafiðnaðardeild Iðnskólans í Hafnarfirði þar sem ég starfaði næstu tíu árin. Á þessu tímabili lauk ég uppeldis- og kennslufræðinámi við Kennaraháskólann og síðan tveggja ára samnorrænu framhaldsnámi fyrir starfsmenntakennara, sem haldið var á vegum Gautaborgarháskóla í sam- vinnu við norrænu ráðherranefndina. Hugurinn stefndi á einkarekstur og stofnaði ég tæknifyrirtækið Tæknibæ og varð framkvæmdastjóri þess frá 1991. Netverslunin Compu- áhugamál eins og silungsveiðar og gönguferðir. Ég er nýbúinn að setja upp eftirlitskerfi þar og vantar ekk- ert nema ljósleiðarann sem kemur í vor. Þá hafa ferðirnar til Grenivíkur, æskustöðva konunnar orðið ótal- margar. Hvort sem farið var hring- inn, um Mývatnssveit eða vestur á firði, var alltaf komið við fyrir norðan í leiðinni, þótt það væri stundum tals- vert úr leið.“ Ólafur sat í nefnd um slysavarnir 1979-80, var trúnaðarmaður HÍK í IH 1985-89, sat í stjórn IÐNÚ 1985- 91 og eftir hann liggja tvær kennslu- bækur, Rafeindatækni og Rafeinda- fræði, sem kenndar hafa verið í verk- menntaskólum landsins í áraraðir. Hann hefur verið formaður hús- félagsins í Skipholti 50c frá 2002. Fjölskylda Eiginkona Ólafs er Agnes Arthúrs- dóttir, f. 14.9. 1950, leikskólakennari. Þau eru búsett í Garðabæ. Foreldrar hennar: Hjónin Arthúr Vilhelmsson, f. 26.6. 1920, d. 31.5. 1997, verka- maður og Kristjana Jónasdóttir, f. 4.3. 1921, d. 21.6. 2010, verkakona. Börn Ólafs og Agnesar eru 1) Sig- ríður, f. 21.3. 1980, viðskiptafræð- ingur, forstöðumaður fjárstýringar hjá Alvogen. Eiginmaður hennar er Bernharður Marzellíus Guðmunds- son, f. 21.8. 1980, stjórnarformaður. Þau eiga þrjú börn; 2) Arthúr, f. 11.6. 1983, hugbúnaðarverkfræðingur hjá Ólafur Arason framkvæmdastjóri – 70 ára Fjölskyldan Ólafur og Agnes með afkomendum á jólapeysukeppni fjölskyldunnar 2018. Tvöföld 70 ára afmælishátíð í sumar Ljósmynd/Massi Hjónin Stödd í afmælishófi. 40 ára Jón Gunnar er uppalinn í Mosfellsbæ, hefur verið búsettur í London en býr nú í Reykjavík. Hann er með doktorspróf í fjöl- miðlafræði frá Gold- smiths, University of London og hefur m.a. unnið sem aðjúnkt við þann skóla og Háskóla Íslands. Hann er nú starfandi forstöðumaður Alþjóða- málastofnunar Háskóla Íslands. Systir: Erla Ólafsdóttir, f. 1976, sjúkra- þjálfari, búsett í Mosfellsbæ. Foreldrar: Guðrún Oddný Gunnarsdóttir, f. 1944, starfaði á hjúkrunarheimilinu Eir, búsett í Reykjavík, og Ólafur Jónsson, f. 1946, fyrrverandi framkvæmdastjóri, búsettur á Selfossi. Jón Gunnar Ólafsson Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.