Morgunblaðið - 28.03.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.03.2020, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2020 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fékk bíllinn ekki skoðun? Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl Sameinuð gæði BJB-Mótorstilling þjónustar flesta þætti endurskoðunar anngjörnu verði og að ki förum við með bílinn n í endurskoðun, þér kostnaðarlausu. á s au þin að www.aman.is Tangarhöfða 2 • 110 Reykjavík • Sími 533 1020 • aman@aman.is er okkar fag Víngerð Nýttu þér frábæra netverslun Ámunnar www.aman.is Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Vilhjálmur Ari Arason, læknir og meðlimur í sóttvarnaráði, furðar sig á því að ráðið hafi ekki verið kallað saman til fundar eftir að kórónu- veirufaraldurinn barst til Íslands. Kveðst hann hafa hvatt til þess að boðað væri til fundar en ekki fengið nein viðbrögð formanns. Sóttvarnaráð er skipað sjö full- trúum auk sóttvarnalæknis sem er ritari þess. Á heimasíðu landlæknis- embættisins segir að ráðið móti stefnu í sóttvörnum og skuli vera heilbrigðisyfirvöldum til ráðgjafar um aðgerðir til varnar útbreiðslu smitsjúkdóma. Fékk fullan stuðning „Þetta ráð er fyrst og fremst til ráðgjafar fyrir ráðherra og sótt- varnaækni og á að vera til staðar ef mikil vá steðjar að. Við héldum fund 14. febrúar sem var mjög góður og þá fékk sóttvarnalæknir fullan stuðning á þeim aðgerðum sem plan- aðar voru. Eins var áréttað að meta þyrfti stöðuna eftir því hvernig hlut- irnir þróuðust. Síðan hefur verið keyrt á þessu aðgerðastigi. Ég held að það séu flestir sammála um að þetta hefur lukkast vel en ég held engu að síður að samráð sé af hinu góða,“ segir Vilhjálmur Ari. „Hugsi um stöðuna“ Hann segir að rétt sé að gæta að ólíkum sjónarmiðum sem kunni að vera uppi. „Manni finnst synd að fyrst maður situr í þessu ráði skuli maður ekki vera nýttur. Ekki það endilega að við séum með betri lausnir en það er þá alla vega búið að ræða málin.“ Meðal þeirra atriða sem Vil- hjálmur hefði kosið að rædd yrðu í sóttvarna- ráði er hvort rétt sé að halda skól- um og leikskólum opnum í kórónuveiru- faraldrinum. „Það eru ný vís- indi fyrir mér ef faraldur eins og þessi dreifist ekki mest meðal barna,“ segir hann meðal annars. Annað sem hann hefði viljað ræða á þessum vettvangi er hug- myndir tveggja lækna sem vildu loka norðausturhorni landsins fyrir umferð til að hefta að veiran bærist þangað. „Ég sem heimilislæknir er hugsi um stöðuna víða úti á landi þar sem innviðir eru ekki eins traustir. Ég hefði viljað að þessu væri gefinn betri gaumur.“ Allir á fullu Ólafur Guðlaugsson, formaður ráðsins, segir í samtali við Morgun- blaðið að hlutverk þess sé að vera ráðherra til ráðgjafar. „Þetta er ekki einhver kjaftaklúbbur. Ef það eru spurningar til ráðsins þá komum við saman og fjöllum um þær. Við höf- um ekki fengið þær spurningar frá ráðherra.“ Hann kveðst hafa rætt við Þór- ólf Guðnason, sóttvarnalækni og rit- ara ráðsins, um hvort rétt væri að kalla það saman en ekki hafi enn komið til þess. „Ég þekki þessar at- hugasemdir Vilhjálms. Það gefur auga leið að allir í ráðinu eru nú á fullu, við erum öll að reyna að láta vinnuna ganga sem hraðast. Við höf- um ekki séð ástæðu til að ráðið komi saman og álykti,“ segir Ólafur. Hann segir ennfremur að ekkert ósætti sé innan ráðsins. Góð samstaða hafi verið á síðasta fundi þess. Vill að sóttvarnaráð verði kallað til fundar  Ráðið ekki fundað síðan 14. febrúar vegna kórónuveiru Vilhjálmur Ari Arason Ólafur Guðlaugsson Morgunblaðið/Eggert Sóttvarnir Gripið hefur verið til ýmissa ráðstafana vegna kórónuveirunnar. Þórólfur Guðnason Baldur Arnarson baldura@mbl.is Kjartan Már Kjartansson, bæjar- stjóri Reykjanesbæjar, segir útlit fyrir 20% atvinnuleysi í sveitarfé- laginu vegna kórónufaraldursins. Þetta sé fjórða meiriháttar áfallið fyrir bæjarfélagið á öldinni og það „langþyngsta“. Í fyrsta lagi hafi brotthvarf varnarliðsins 2006 verið mikið högg. „Þegar herinn fór höfðu menn smáaðdraganda og gátu brugðist við með aðgerðum til að skapa störf. Þá fylgdi mikið atvinnuleysi í kjölfarið. Margir höfðu verið á tiltölu- lega háum launum hjá hernum án þess að hafa mikla viðurkennda grunnmenntun úr íslensku skóla- kerfi. Þegar herinn fór þurfti þetta fólk að sætta sig við miklar skerð- ingar og kannski fara í önnur og lægra launuð störf. Starfsþjálfun þeirra eða menntun hjá hernum nýtt- ist ekki, eða var ekki viðurkennd til launa. Það einkenndi það erfiðleika- tímabil,“ segir Kjartan Már. Framboð af ódýru húsnæði Í öðru lagi hafi bankahrunið haust- ið 2008 komið hart niður á bænum. „Eftir að herinn fór varð mikið framboð af ódýru húsnæði. Það átti þátt í að hingað streymdi fólk. Það má segja að fótunum hafi verið kippt undan þeim sem fluttust hingað í þeirri von að fá ódýrt húsnæði og vinnu; höfðu húsnæði en ekki vinnu í bankahruninu. Það var þungur pakki í félagsþjónustunni, hjá verkalýðs- félögunum og hjá Vinnumálastofnun í atvinnuleysisbótum. Þá var talsvert um að fólk flytti utan, t.d. til Noregs og fengi vinnu þar. Það verður varla reyndin núna því kórónuveirufarald- urinn er heimsfaraldur.“ Í þriðja lagi hafi verið mikill vöxtur í ferðaþjónustu eftir eldgosið í Eyja- fjallajökli árið 2010. Þau umsvif hafi haft gríðarleg áhrif á atvinnulífið og átt þátt í mikilli íbúafjölgun. Með falli WOW air í lok mars í fyrra hafi hafist samdráttarskeið í ferðaþjónustu og árstíðasveiflan aukist aftur. Uppsagnir hjá Bláa lóninu Í fjórða lagi hafi faraldurinn lamað flugsamgöngur og stóran hluta at- vinnulífs á svæðinu. Það birtist meðal annars í því að Bláa lónið hafi sagt upp um 200 starfsmönnum í vikunni og boðið fjölmennum hópi starfs- manna að fá hlutabætur meðan far- aldurinn gengur yfir. Kjartan Már segir það ljósan punkt í stöðunni að Reykjanesbær sé aðeins betur í stakk búinn en áður til að takast á við áföll. Bærinn hafi og sé enn að vinna að endurskipulagningu efnahags sveitarfélagsins og hafi treyst stoðir grunnþjónustunnar. Álagið á félagsþjónustuna muni m.a. ráðast af því hversu lengi fólk verður án vinnu vegna faraldursins. Þá benti Kjartan Már á að í gær hefðu borist þær fréttir að sveitar- félög gætu og mættu nota hlutabóta- leiðina eins og aðrir. „Hvort hún verði nýtt er óljós,“ segir Kjartan Már. Síðasta áratug hefur fjöldi er- lendra ríkisborgara sest að á Suður- nesjum. Kjartan Már telur að hátt hlutfall þeirra verði um kyrrt. Þeir séu orðnir hluti af samfélaginu. Það sé ekki að vænta mikilla breyt- inga á íbúafjöldanum. „Stór hluti þessa fólks starfar á flugvellinum. Dreifing þeirra á at- vinnugreinar er miklu minni heldur en meðal heimamanna.“ Hvað snertir íbúðamarkað bendir hann á að hlutfall leiguíbúða sé óvíða hærra á landinu en suður með sjó. Bæjarráð Reykjanesbæjar sam- þykkti í fyrradag aðgerðir til að örva efnahagslífið. „Meðan lögin heimila ekki annað ætlum við að fresta greiðslu fasteignagjalda. Sérstaklega hjá fyrirtækjum,“ segir Kjartan Már. Gengið sé út frá því að aflögufær fyrirtæki haldi áfram að greiða gjöld. Loks segir hann sveitarfélagið hvorki áforma uppsagnir né niður- skurð í félagsþjónustu. Veiran langversta áfallið til þessa  Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir reiknað með allt að 20% atvinnuleysi í sveitarfélaginu á næstunni  Sveitarfélagið hafi sýnt aðhald og sé betur í stakk búið til að mæta áfallinu en fyrri áföllum á öldinni Morgunblaðið/Eggert Leifsstöð Langtímastæðin við flugstöðina standa nánast auð þessa dagana. Atvinnuleysi í Reykjanesbæ frá aldamótum Frá febrúar 2000 til febrúar 2020* og spá fyrir lok mars 2020** 20% 15% 10% 5% 0% '00 '01 '02 '03 '04 '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20 *Heimild: Vinnumálastofnun **Spá Reykjanesbæjar Spá fyrir lok mars 2020: 20%* Lok febrúar 2020: 9,8% Lok mars 2009: 17,1% Kjartan Már Kjartansson KÓRÓNUVEIRUFARALDUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.