Morgunblaðið - 28.03.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.03.2020, Blaðsíða 18
ÚR BÆJARLÍFINU Albert Eymundsson Höfn Hátíðarstemning skapast ávallt í þekkingar- setrinu Nýheimum á Höfn þegar fram fer árleg afhending viðurkenninga og fjölmargra styrkja sveitarfélagsins til ýmissa aðila og félagasam- taka. Athöfnin fór fram 13. mars og rétt slapp við samkomubannið. Það er mikilvægt og ekki síður á tímum eins og við erum að upplifa í dag að fagna og vekja athygli á fjölbreyttri menningu, félagastarfsemi, umhverfisvitund og frumkvöðla- starfsemi.    Mesta eftirvæntingu skapa oftast menn- ingarverðlaunin og umhverfisverðlaunin. Menn- ingarverðlaun Hornafjarðar hlaut að þessu sinni Kristján Heiðar Sigurðsson fyrir áralangt starf og framlag að menningarmálum í héraðinu. Hann byrjaði ungur að leika á hljóðfæri og hefur alla tíð skemmt Hornfirðingum á dansleikjum og ýmsum skemmtunum, m.a. stjórnað vinsælum sýningum Hornfirska skemmtifélagsins í tæp 20 ár og Kvennakórnum yfir áratug svo fátt sé nefnt.    Umhverfisverðlaun hlutu: Heiðrún Þor- steinsdóttir og Hermann Hansson fyrir fallega og snyrtilega lóð í Hlíðartúni 14, veitingastaðurinn Pakkhúsið í flokki fyrirtækja og stofnana fyrir vel hirta og snyrtilega lóð og Gunnar Helgason og Hafdís Bergmannsdóttir, bændur á Stóra-Bóli á Mýrum, fyrir fallegt og snyrtilegt lögbýli.    Ekrubandið (kallast við sum tækifæri Hilmar og fuglarnir) er áhugaverð hljómsveit, skipuð hljóðfæraleikurum, sem gerðu garðinn frægan á árum áður. Þeir hafa haldið sér við með því að leika saman við ýmis tækifæri og þá helst fyrir eldri borgara, t.d. á þorrablótum. Undanfarin ár hafa þeir reglulega skemmt heimilisfólki á hjúkr- unarheimilinu Skjólgarði. Þeir létu ekki slá sig út af laginu þegar heimsóknarbannið vegna kórónu- veirunnar tók gildi á heimilinu. Þeir notfærðu sér tækjabúnað í Hafnarkirkju sem hægt er að senda atburði og athafnir beint í sjónvarp á hjúkrunar- heimilinu og fyrstu tónleikar þeirra félaga voru haldnir í vikunni.    Vertíðin hefur verið óvenjuleg. Menn muna vart aðrar eins ógæftir. Þá kemur sér vel að mikil endurnýjun hefur orðið í bátaflotanum og hægt að róa í verri veðrum. Sömuleiðis er engin loðnu- veiði annað árið í röð og humarveiðar sem byrja fljótlega verða ekki svipur hjá sjón. Tekist hefur að halda úti daglegri vinnslu hjá Skinney- Þinganesi en engar tarnir hjá starfsfólki vegna loðnubrestsins. Eins og ástand mála er í dag kemur sér vel að geta unnið ferskar afurðir, frystar og saltaðar allt eftir síbreytilegum að- stæðum.    Hitaveituframkvæmdir eru áberandi í sveitarfélaginu þar sem verið er að leggja um 20 km lögn frá Hoffelli í Nesjum og út á Höfn ásamt framkvæmdum á virkjunarstað. Þrátt fyrir erfitt tíðarfar og óvissu í þjóðfélaginu von- ast menn eftir að það hafi ekki afgerandi áhrif á verklok.    Farfuglarnir vekja alltaf áhuga íbúa hér um slóðir enda Suðausturlandið fyrsti viðkomu- staður fjölda þeirra. Sömuleiðis heldur Fugla- athugunarstöð Suðausturlands áhugafólki upp- lýstu um komu fuglanna á fésbókinni og fuglar.is. Það fer vel á því einmitt núna að fá sér göngutúr úti í náttúrunni og horfa eftir þessum kærkomnu vorboðum. Menning og framtakssemi verðlaunuð Ljósmynd/Menningarmiðstöð Verðlaunahafar Frá úthlutun menningarverðlauna, umhverfisviðurkenninga og styrkja í Nýheimum. Kleppsmýrarvegur 8 | 104 Reykjavík | 581 4000 | solarehf.is | solarehf@solarehf.is Sótthreinsiþrif Áratuga þekking og reynsla er kemur að smitgát og sýklavörnum eftir COVID-19 smit á vinnustöðum og stofnunum 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2020 Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Grásleppuvertíð er hafin en fyrstu bátarnir byrjuðu um síðustu helgi. Byrjunin var ekkert til að hrópa húrra fyrir og afli var lítill hjá þrem- ur fyrstu bátunum sem lönduðu á Þórshöfn í byrjun vikunnar og sjó- veður hefði mátt vera betra. „Það var rosaleg kvika og þá rótast þarinn upp en grásleppan sýgur sig fasta við botninn og hreyf- ir sig ekki fyrr en um hægist, verk- unin á netunum er oft hroðaleg við þessar aðstæður,“ sögðu grásleppu- sjómenn sem höfðu ekki erindi sem erfiði, sumir með netin full af þara. Nánast ekkert var af meðafla og þorskur sést varla þarna á miðunum, sögðu sjómenn. Þótt þessir fyrstu dagar vertíð- ar séu daufir segja þeir lítið um framhaldið, veðurfarið ræður alltaf mestu um hvernig gengur. Páskarn- ir eru einn helsti sölutíminn á afurð- inni, ásamt jólunum. Einnig er óvissa með sölu á grásleppubúk því Kína er eini markaðurinn fyrir hann. Morgunblaðið/Líney Rýrt Guðjón Gamalíelsson með rýran afla eftir fyrstu löndun. Hafa séð betri byrjun  Grásleppuvertíð hafin á Þórshöfn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.