Morgunblaðið - 28.03.2020, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2020
Sérkennileg er íslensk kímnigáfa. „Allt í þessu fína frá Kína,“ sagðifrúin um daginn í miðri sóttkví. Hún talaði reyndar líka um „mí-tú-kallinn“ þegar réttað var yfir frægum manni vestra.Fyrir langalöngu var íslensk kennslukona sem batt hárið í hnút,
þó alls ekki svo fast að það teygðist á augnsvipnum. Strákarnir sáu ástæðu
til að kalla hana „Kínverjann með varadekkið“. Óneitanlega skáldleg mynd
– en ósmekkleg er hún.
Guðmundur góði Arason (1161-1237) Hólabiskup er ein sérkennilegasta
persóna Íslandssögunnar. Hann vígði brunna og læknaði fólk. Mann með
slíkan mátt vantar okkur sárlega núna. – Guðmundar var minnst á árlegum
Gvendardegi í Auðunarstofu um miðjan þennan mánuð á Hólum þar sem
Solveig Lára vígslubiskup ræður ríkjum. Þökk sé henni.
Um fáa Íslendinga hefur meira verið skrifað en Guðmund góða. Í Sturl-
unga sögu eru t.d. aðeins ell-
efu menn nefndir oftar en
hann, og eru þá ótaldar
nokkrar sögur, þar á meðal
Guðmundar saga eftir Arn-
grím ábóta (d. 1361). Enginn
reyndist fátæklingum betri
en Gvendur góði enda flykkt-
ust þeir til hans. Af þeim sökum og öðrum hraktist hann úr biskupsstólnum
hvað eftir annað og fór sveit úr sveit. Þau 34 ár sem hann átti að heita bisk-
up var hann lengstum fjarri Hólastað. Deilurnar við veraldlega höfðingja
voru heiftúðugar og jafnvel var barist í kirkjugörðum.
Í Íslendinga sögu Sturlu Þórðarsonar segir um höfuðkirkjuna og ástand-
ið í Hólabiskupsdæmi á árunum 1209-1210: „Aumleg og hörmuleg kristni
var þar þá að sjá. Sumir prestar lögðu messusöng [þ.e. hættu að syngja
messu] fyrir hræðslu sakir við guð, sumir frömdu [messusöng] fyrir
hræðslu sakir við höfðingja, sumir að sínum sjálfsvilja. Höfuðkirkjan,
móðirin, sat í sorg og sút og sumar dæturnar með henni, en sumar gleymdu
yfir [þ.e. hlökkuðu yfir] hennar harmi. Lifði hver sem lysti, en enginn þorði
um að vanda né satt að mæla“ (Sturlunga saga I 1946:254).
Saga Arngríms ábóta um Guðmund góða mun vera síðasta tilraunin til að
fá því framgengt að hann yrði tekinn í helgra manna tölu. Þessi saga er afar
athyglisverð þó hún sé langdregin á köflum. En stílbrigðin eru mögnuð og
myndirnar einnig. Látum dæmin tala þar sem rætt er um Gvend góða:
„Hann samdi [þ.e. batt saman] sínar lendar með linda [þ.e. belti] skírlífis,
svo að eigi um aldur var honum kona kennd né eignuð […] Hann lærði
líkamann [þ.e. kenndi líkamanum] með föstum og fáheyrðu aðhaldi að þjóna
andanum“ (Biskupa sögur III 1953:163).
Og: „Hreinleika síns kjöts geymdi hann í fagri féhirslu síns líkama undir
hinum trausta lási trúlegs skírlífis sem hinn mætasta gimstein er aldrei
skyldi brotna“ (420).
Það er meiri safi í þessu en í orðum Íslendingsins sem sagði: „Ég veit
ekki af hverju ég djoínaði í þetta missjón.“
Mí-túkallinn
Tungutak
Baldur Hafstað
hafstad.baldur@gmail.com
Ljósmynd/Wikipedia, Mats Wibe Lund
Brunnur Gvendarbrunnar draga nafn sitt af nafni Guðmundar Arasonar
hins góða Hólabiskups sem fór víða um land, vígði brunna og læknaði fólk.
Það verður tæpast sagt að 21. öldin byrji vel, allavega ekki fyrir okkur Íslendinga. Fyrsta áfall-ið var hrunið haustið 2008, sem mun lifa í söguokkar alla tíð. Það tengdist auðvitað atburðum
úti í hinum stóra heimi en varð þungbærara fyrir okkur
en flestar aðrar þjóðir. Ekki bara vegna hins fjárhags-
lega áfalls heldur ekki síður vegna þess, að traustið, sem
var þrátt fyrir allt til staðar í samfélaginu, hvarf og hef-
ur ekki komið aftur.
Og nú, rúmum áratug eftir þá atburði, þegar við erum
komin vel á veg með að vinna okkur upp úr því, breiðist
kórónuveiran yfir heiminn og í kjölfar hennar má búast
við jafnvel enn þyngra fjárhagslegu áfalli en varð af
völdum hrunsins.
Ferðaþjónustan var orðin ein af grundvallaratvinnu-
vegum okkar en nú hafa ferðamennirnir horfið eins og
dögg fyrir sólu.
En þegar við horfum til baka verður okkur ljóst að
þetta er ekkert nýtt. Tuttugasta öldin byrjaði heldur
ekki vel, þótt hún færði okkur sem þjóð sjálfstæði.
Kannski má segja að þá þegar hafi reynt á burði okkar
til að vera sjálfstæð þjóð.
Fyrst fengum við heimastjórn 1904
og svo fullveldi 1918, þótt við værum
enn í konungssambandi við Dan-
mörku, og svo fullt sjálfstæði 1944.
En fullveldinu var fagnað 1. desem-
ber 1918 í skugga spænsku veikinnar, sem hafði gert
vart við sig nokkrum vikum áður og um það bil, sem
heimsstyrjöldinni fyrri var að ljúka.
Spænska veikin hefur verið hræðileg upplifun fyrir
ömmur og afa minnar kynslóðar, eins og við heyrðum
reyndar á tali þeirra, þegar við vorum börn. Og rétt
rúmum áratug eftir spænsku veikina barði kreppan
mikla að dyrum, sem hafði djúpstæð áhrif hér á fjórða
tug síðustu aldar. Atvinnuástand var mjög erfitt en
sennilega hefur það ástand og andrúmsloft í samfélag-
inu greitt götu almannatrygginga, sem komu til skjal-
anna í kjölfar kreppunnar og Alþýðuflokkurinn átti
heiðurinn af.
Kannski má segja að í okkar samfélagi hafi almanna-
tryggingar leitt til þeirra grundvallarbreytinga á sam-
félagi þeirra tíma, sem við höfum notið góðs af síðan.
En svo kom heimsstyrjöldin síðari með öllum þeim
ósköpum og grimmdarverkum, sem henni fylgdu, og
kalda stríðið í kjölfarið.
Í ljósi þeirra dimmu daga, sem hafa fylgt spænsku
veikinni fyrir hundrað árum, þurfum við, sem nú lifum
hér, ekki að kvarta.
Eftir sem áður þurfum við að takast á við erfiðan
heimsfaraldur en við mun betri aðstæður en fyrri kyn-
slóðir Íslendinga.
Þeim faraldri kunna hins vegar að fylgja efnahagsleg
áföll, sem verða ekki síðri en áföll heimskreppunnar
miklu.
Þótt hárskerar og hárgreiðslukonur hafi í samtali við
sjónvarpsstöðvar sl. mánudagskvöld tekið lokun á stof-
um þeirra með brosi á vör og sjái fyrir sér nýja jólatíð í
maí og júní er ekki víst að það sé nein jólatíð fram undan
fyrir okkar þjóðarbúskap á næstu mánuðum og miss-
erum.
Það er mun líklegra að áhrifin verði djúp efnahags-
lægð eins og fylgdi fyrr á tíð skyndilegu hvarfi síldar-
innar eða aflabresti á þorskveiðum. Og það getur orðið
jafn erfitt að finna ferðamennina aftur ekki síður en síld-
ina.
Verði aðstæður slíkar hér á næstu árum getum við
kannski eitthvað lært af þeim, sem innleiddu almanna-
tryggingar í kjölfar kreppunnar miklu á fjórða áratug
síðustu aldar.
Og hvað gæti falizt í því?
Að útrýma fátækt á Íslandi.
Slíkar efnahagsaðstæður munu herða mjög að því
fólki, sem veikast er fyrir að óbreyttu. Sá þjóðfélags-
hópur hefur að verulegu leyti horfið í skuggann af öðr-
um þjóðfélagsmálum og átökum. Þeir
stjórnmálaflokkar, sem voru stofn-
aðir til að berjast fyrir hagsmunum
þeirra, hafa horfið af vettvangi og
arftakar þeirra gleymt þeim rótum
sínum.
Það er liðin tíð, að verkalýðsforingjar sitji á þingi. Nú
er það Inga Sæland ein, sem tryggir þeim hópum rödd á
Alþingi.
Almannatryggingakerfið varð ekki til á einni nóttu á
fjórða áratug síðustu aldar. Og aðgerðir til að útrýma fá-
tækt í eitt skipti fyrir öll á Íslandi verða það ekki heldur.
Og þar sem nánast er hægt að slá því föstu að erfiðir
tímar séu fram undan er ástæða fyrir þá, sem á annað
borð hafa áhuga á að eyða í eitt skipti fyrir öll fátækt á
Íslandi (og í þeim hópi er sá fjöldi útigangsmanna, sem
enn er til staðar í næsta nágrenni við okkur öll), að taka
höndum saman, hvar í flokki sem þeir standa, til þess að
undirbúa aðgerðir í þá veru.
Víða um lönd er nú meira og meira rætt um svokölluð
borgaralaun, sem gætu verið aðferð til þess. Um þau eru
að sjálfsögðu skiptar skoðanir. Finnar, sem af ein-
hverjum ástæðum eru tilbúnari til að prófa nýjar hug-
myndir en margir aðrir, hafa verið að að gera tilraunir
með þau, sem væntanlega er hægt að læra eitthvað af.
Og kannski má segja, að þau lög, sem nú hafa tekið
gildi hér um hlutastörf, þar sem launin eru að hluta til
greidd úr opinberum sjóði, séu ein hugsanleg útgáfa
borgaralauna.
Hér þurfa verkalýðsfélög að koma við sögu og áhuga-
fólk úr öllum flokkum.
Það hefur í vaxandi mæli verið að gerast hér, að fólk
úr ólíkum flokkum tekur höndum saman um að vinna að
framgangi afmarkaðra mála. Dæmi um slíkt eru sam-
tökin Orkan okkar, þar sem íhaldsmenn og kommún-
istar fyrri tíðar, sem voru svarnir fjandmenn í kalda
stríðinu, hafa tekið höndum saman um málefni, sem
varðar fullveldi íslenzku þjóðarinnar.
Kannski er nauðsynlegt að vinna að útrýmingu fá-
tæktar með þeim hætti.
21. öldin byrjar ekki vel
Eru borgaralaun aðferð
til að útrýma fátækt?
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Franski heimspekingurinn Alexisde Tocqueville er einn fremsti
frjálshyggjuhugsuður Vesturlanda.
Hann reyndi að skýra, hvers vegna
bandaríska byltingin 1776 hefði
heppnast, en franska byltingin 1789
mistekist. Skýringin var í stystu
máli, að Bandaríkjamenn byggju
við sérstakar aðstæður, gnótt af
ónumdu landi og fjarlægð frá hugs-
anlegum árásaraðilum, en þeir nytu
líka hins breska stjórnfrelsisarfs
síns og hefðu verið nógu hyggnir til
að skipta valdinu vandlega á milli
margra aðila. Jafnframt væru þeir
trúaðir og félagslyndir, og það héldi
valdafíkn og sérhagsmunastreitu í
skefjum. Þess vegna hefði Banda-
ríkjamönnum tekist að sameina
jafnræði og frelsi. En hvað ættu
frjálslyndir menn að óttast?
Svar Tocquevilles í riti hans,
Lýðræði í Vesturheimi, er frægt:
„Ég sé fyrir mér múg óteljandi
manna, sem allir eru svipaðir og
jafnir og önnum kafnir við að afla
þeirra lítilmótlegu og lágkúrulegu
gæða, sem þeir fylla með sál sína.
Hver og einn þeirra gengur einn
sér og lætur sér fátt um örlög ann-
arra finnast. Sjóndeildarhringur
hans takmarkast við börn og vini.
Þótt meðbræður hans séu nálægt,
veitir hann þeim ekki eftirtekt.
Hann kemst í snertingu við þá án
þess að finna fyrir þeim. Hann er
aðeins til í sjálfum sér og fyrir
sjálfan sig. Og eigi hann fjölskyldu,
þá á hann að minnsta kosti ekki
lengur ættjörð.“
Tocqueville heldur áfram: „Yfir
þessum skara rís risastórt, stjórn-
lynt yfirvald, sem sér eitt um að
fullnægja þörfum þeirra og velja
þeim brautir í lífinu. Það er altækt,
smámunasamt, reglubundið, forsjált
og milt. Það myndi líkjast föður-
valdi, væri verkefni þess að búa
menn undir fullorðinsár, en það
hefur annan tilgang og ólíkan, að
hindra að þeir komist úr bernsku.
Það hefur ekkert á móti því, að
menn gleðjist, að því tilskildu, að
þeir hugsi ekki um annað á meðan.
Þetta vald vinnur fúslega að slíkri
hamingju, en það heimtar að fá eitt
að skammta hana og skipuleggja.
Það gætir öryggis manna, stjórnar
framleiðslu þeirra, ræður kjörum
þeirra, skiptir með þeim arfi. Hvað
er þá eftir annað en taka af þeim
ómakið við að hugsa og lifa?“
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Hrollvekja
Tocquevilles
:
Glæsilegt páskablað
fylgirMorgunblaðinu
föstudaginn 3. apríl
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími 569 1105 – kata@mbl.is
PÖNTUN AUGLÝSINGA
fyrir mánudaginn 30.mars
–– Meira fyrir lesendur
SÉRBLAÐ
Gómsætur og girnilegur matur
Páskasiðir – Ferðalög – Viðburðir