Morgunblaðið - 28.03.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2020
ALVÖRUMATUR
Á ÖRFÁUM MÍNÚTUM
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Íbúar hjúkrunarheimila búa við vissa einangrun
því heimilin hafa sett heimsóknarbann til að
reyna að koma í veg fyrir að kórónuveiran smit-
ist inn á heimilin. Aðstandendur hafa í sumum
tilvikum getað heilsað upp á fólkið sitt úr fjar-
lægð, með því að standa fyrir utan heimilin. Það
vakti mikla lukku meðal íbúa á hjúkrunarheim-
ilinu Mörk þegar sönghópurinn Lóurnar stillti
sér upp á göngustígnum fyrir utan og söng.
Heimilismenn sátu úti á svölum dúðaðir í hlý föt
og vafðir í teppi, tóku undir, veifuðu til söng-
fólksins og fögnuðu með lófataki.
Einangrun íbúa hjúkrunarheimilisins Markar rofin
Morgunblaðið/Eggert
Fögnuðu söng Lóanna ofan af svölum heimilisins
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Í heildina séð eru aðgerðirnar gott
fyrsta skref en þær hefðu í raun átt
að koma fyrr og án þess að vera und-
ir formerkjum þess að veiran geisar
hér,“ segir Heiðrún Lind Marteins-
dóttir, framkvæmdastjóri Samtaka
fyrirtækja í sjávarútvegi, þegar leit-
að er álits hennar á aðgerðum sem
sjávarútvegs- og landbúnaðarráð-
herra kynnti í gær og ætlað er að
lágmarka neikvæð áhrif kórónu-
veirunnar á íslenskan sjávarútveg og
landbúnað.
„Ég er jákvæður gagnvart því ef
ríkisstjórnin ætlar að sýna landbún-
aði þennan skilning. Annars hefur
ekki staðið á ráðuneytinu að liðsinna
okkur í þessum vandræðum,“ segir
Gunnar Þorgeirsson, formaður
Bændasamtaka Íslands.
Gunnar segir að Bændasamtökin
og Samtök garðyrkjubænda hafi
kallað eftir því að brugðist verði
strax við takmörkun á innflutningi
grænmetis með því að bæta í niður-
greiðslu flutningskostnaðar raf-
magns og auka landgreiðslur til úti-
ræktunar grænmetis. Þannig sé
hægt að auka framleiðslu innanlands
en það taki tíma. Þá hafi Bændasam-
tökin óskað eftir auknum framlögum
til Ráðgjafarþjónustu landbúnaðar-
ins vegna þeirrar vinnu sem hún hafi
lagt í vegna faraldursins en ekki sé
hægt að innheimta hjá einstökum
bændum. Gunnar segir því jákvætt
að fjallað sé um þessi mál í aðgerðum
ráðuneytisins. Þar eru einnig boðað-
ar greiðslur til fólks sem sinnir af-
leysingarþjónustu fyrir bændur sem
ekki geta sinnt skepnum sínum
vegna veikinda.
Geyma fiskinn í sjónum
Boðað er að afgreiðslu rekstrar-
leyfa í fiskeldi verði flýtt og stjórn-
sýslan styrkt. Auka á fjárveitingar
til hafrannsókna, sérstaklega loðnu-
rannsókna, og aukið svigrúm til að
flytja aflaheimildir á milli fiskveiði-
ára.
Heiðrún Lind segir að stjórn-
kerfið hafi illa ráðið við aukin verk-
efni sem fylgt hafi fiskeldinu sem
nýrri atvinnugrein. „Það er mjög til
bóta ef hægt er að standa við lög-
bundna fresti því allar tafir hafa fjár-
hagsleg áhrif.“
Hún segir að möguleikar á
geymslu aflaheimilda séu í anda
góðrar fiskveiðistjórnunar. „Þegar
svona aðstæður skapast, þar sem
eftirspurn hrynur, hjálpar það til við
skipulagið að hægt sé að geyma fisk-
inn í sjónum þar til betur árar.“
Aðgerðirnar eru gott fyrsta skref
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnir aðgerðir til að draga úr neikvæðum áhrifum veirunnar
Forsvarsmenn atvinnugreinanna fagna Bændasamtökin vilja auka innlenda framleiðslu matvæla
Gunnar
Þorgeirsson
Heiðrún Lind
Marteinsdóttir
Stjórn Samherja ákvað í gær að
Þorsteinn Már Baldvinsson sneri
aftur til starfa og yrði forstjóri við
hlið Björgólfs Jóhannssonar, sem
gegnir forstjórastarfi sínu áfram
þar til annað verður ákveðið.
„Þorsteinn Már Baldvinsson fær
það verkefni að leiða aðgerðir Sam-
herja vegna þeirra fáheyrðu að-
stæðna sem eru uppi vegna út-
breiðslu Covid-19. Stjórn Samherja
telur að sterk forysta með ítarlega
þekkingu á mannauði, veiðum,
vinnslu, sölu, flutningum og öllum
öðrum rekstri samstæðunnar muni
skipta sköpum í þeim aðgerðum
sem ráðast þarf í,“ segir í tilkynn-
ingunni.
Þorsteinn Már aftur
í forstjórastólinn hjá
Samherja
„Fyrst og fremst
viljum við standa
með sjóðs-
félögum okkar.
Við treystum því
að fólk muni ekki
sækja um þetta
nema það sé að
komast í vand-
ræði. Við erum
líka að verja okk-
ur með því að
stíga fljótt inn og bjóða upp á þenn-
an möguleika,“ segir Guðrún Haf-
steinsdóttir, formaður Lands-
samtaka lífeyrissjóða.
Lífeyrissjóðirnir eru afar stórir
lánveitendur í íbúðarhúsnæði.
Stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða
hvetur lífeyrissjóðina til að veita
sjóðsfélögum sem lenda í greiðslu-
erfiðleikum greiðslufrest. Þá eru líf-
eyrissjóðirnir aðilar að samkomulagi
lánveitenda um tímabundna
greiðslufresti á lánum fyrirtækja.
Báðar aðgerðirnar eru vegna efna-
hagsástandsins sem skapast hefur
vegna kórónuveirunnar.
Margir í vandræðum
Búast má við því að þúsundir sjóð-
félaga verði atvinnulausar eða í
skertu starfshlutfalli og því verði
margir í vandræðum með lífeyris-
sjóðslánin. Guðrún veit ekki til þess
að sjóðirnir hafi metið það við hverju
megi búast í umsóknum um
greiðslufresti en segir að það verði
töluvert mikið. helgi@mbl.is
Veita
greiðslu-
fresti
Koma til móts
við sjóðsfélaga
Guðrún
Hafsteinsdóttir