Morgunblaðið - 28.03.2020, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.03.2020, Blaðsíða 48
G e i r s g a t a 4 - 5 1 9 4 4 9 0 - v i ð H a f n a r t o r g Suðurlandsbraut 54 bláu húsin (við faxafen) Kringlunni 552 8600 Opið frá kl. 12 til 16 mánudag til laugardags Lokað sunnudaga 567 0120 Pössum hvort annað. Kær kveðja frá starfsfólki, Saxófónleikarinn Tumi Árnason og trommuleikarinn Magnús T. Eliassen koma fram á viðburðinum Tóma- mengi í kvöld kl. 20 í samstarfi við Iðnó, Vodafone og Vísi og verður tónleikum þeirra streymt í beinni á net- inu og lokað verður í Mengi við Óðinsgötu meðan á því stendur. Streymið fer m.a. fram á mengi.net, Youtube og Facebook-síðu Mengis. Tekið verður á móti frjálsum framlögum til listamannanna og má finna frekari upp- lýsingar um þær stuðningsleiðir á vef menningarhúss- ins Mengis. Tumi og Magnús í Tómamengi LAUGARDAGUR 28. MARS 88. DAGUR ÁRSINS 2020 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.196 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is „Við eigum eftir að vinna úr þessari stöðu sem upp er komin. Það er einhvern veginn allt í biðstöðu. Allir eru að bíða eftir að samkomubanni verði aflétt og hjólin fari að snúast. Hvort sem það er hér eða erlendis,“ segir handknattleiksþjálfarinn Aron Kristjánsson í samtali við Morgunblaðið. Aron var á leið með landslið Barein á fyrirhugaða Ól- ympíuleika í Japan í sumar. Þeim hefur nú verið frestað og samningur Arons rennur út í haust. Aron er auk þess búinn að ráða sig til Hauka á næsta tímabili. »40 Aron á eftir að funda með vinnuveitendum sínum í Barein ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Kvöldvakan Heima, stofutónleikar Helga Björns og Reiðmanna vind- anna, sló í gegn fyrir viku og verð- ur því endurtekin með svipuðu sniði í Sjónvarpi Símans, á út- varpsstöðinni K100 og á mbl.is klukkan átta í kvöld. Vilborg Hall- dórsdóttir, eiginkona Helga, flutti á eftirminnilegan hátt áhrifaríkt ljóð frá Ítalíu, en hjónin hafa lengi verið með annan fótinn þar og haldið tengslum við ítalska vini sína. Vilborg seg- ir að þegar ákveðið hafi verið að sýna Kvöld- vökuna hafi hún nýlega fengið ljóð- ið sent og nefnt það við Helga hvort það ætti ekki heima í þætt- inum. „„Jú,“ svaraði hann að bragði og það var aldrei spurning. Ég þýddi það því snarlega vegna þess að í sýningu eins og þessari er líka svo gaman að hlutirnir séu alls konar.“ Útgöngubann Írski munkurinn Richard Hed- rick, sem býr á Ítalíu, samdi ljóðið, sem nefnist „Útgöngubann“. „Um allan heim vaknar fólk upp við nýjan heim NÚNA,“ segir í ljóðinu. Vilborg segir að það eigi svo vel við um ástandið. „Allt er að gerast núna,“ segir hún og bendir á að ljóðið hafi farið sem eldur í sinu í netheimum Ítalíu. Hjónin voru saman í Leiklistar- skólanum og hafa oft brugðið sér í leik. Næsta verkefni Vilborgar er hlutverk í kvikmynd Elvars Aðal- steinssonar, Sumarljós og svo kom nóttin, en stefnt er að tökum í júlí. Annars er allt óráðið vegna kórónuveirunnar, sem kemur í veg fyrir að hjónin geti unnið við það sem þau hefðu annars unnið við. Vilborg á að vera fararstjóri á veg- um Heimsferða í gönguferð á Ítal- íu um mánaðamótin maí-júní en óvíst er hvort ferðin verður farin. „Ég hef engar tekjur meðan á samskiptabanninu stendur en get haldið áfram að skrifa og þýða,“ segir hún. „Svo hef ég boðið fram aðstoð mína í sauðburði hjá vin- konu minni í Gnúpverjahreppi, en þar hef ég verið áður, skrifað leik- rit og sett upp.“ Vilborgu er margt til lista lagt. Hún samdi til dæmis ljóðið „Húsið er að gráta – Mér finnst rigningin góð“ 1978, sex árum áður en Helgi og Grafík gerðu lag við textann, sem nánast hvert mannsbarn á Ís- landi þekkir. Hún hefur lengi verið fararstjóri hjá ítölskum ferða- mönnum og sungið mikið fyrir þá á ferð um landið. „Mitt stærsta svið er á Lögbergi og þar er góður hljómburður,“ segir hún. Bætir við að þar syngi hún alltaf ljóðið „Þegar danski fáninn var týndur við Öxará“ eftir Halldór Laxness. „Það kann eiginlega enginn lagið nema ég!“ Hún segir að ítölsku ferðamenn- irnir kunni vel að meta sönginn á íslensku. „Það skiptir svo miklu máli að erlendir ferðamenn hafi ís- lenskan leiðsögumann, því hann getur tengt þá inn í tunguna, menninguna, jarðfræðina og svo framvegis. Sem leiðsögumaður er ég allt í senn, bæði fjallkona og forseti, nokkurs konar menningar- sendiherra. Með það í huga er óskiljanlegt að íslensk stjórnvöld hafi dregið lappirnar eins lengi og raun ber vitni og ekki lögleitt starfið. Eins og staðan er nú má hundurinn minn leiðsegja. Enginn getur bannað það!“ Fjallkona og forseti Kvöldvakan Heima Vilborg Halldórsdóttir flytur ljóðið Útgöngubann sem hefur farið sem eldur um sinu í netheimum á Ítalíu.  Vilborg Halldórsdóttir leikkona flytur ljóð og fer í sauðburð Konur & Krínólín Vilborg er kona margra hatta og hlutverka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.