Morgunblaðið - 04.04.2020, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2020
Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Fræðslusjóði
til nýsköpunar- og þróunarverkefna árið 2020.
Styrkir
Ekki eru sérstök áherslu- eða forgangssvið en umsóknir skulu taka
mið af þeim áskorunum sem markhópur framhaldsfræðslunnar
stendur frammi fyrir um þessar mundir.
Verkefnin skulu vera opin öllum fræðsluaðilum, mega ekki gera kröfu um umtalsverðan eða
íþyngjandi kostnað, eða flókna sérfræðiþekkingu fyrir þá sem nýta sér afurðina.
Verkefni sem raunhæft er að koma í framkvæmd fyrir lok árs 2020 og uppfylla önnur skilyrði
auglýsingarinnar, Skilmála og úthlutunarreglna Fræðslusjóðs, njóta forgangs.
Telji stjórn Fræðslusjóðs að umsóknir fullnægi ekki forsendum auglýsingarinnar, eða falli
ekki að þörfum markhóps framhaldsfræðslu, áskilur hún sér rétt til að hafna einstökum
eða öllum umsóknum.
Umsækjendur þurfa að hafa faglega þekkingu og reynslu af að vinna verkefni sem sótt eru
um styrki til.
Að auki þurfa umsóknir að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
Vera vandaðar og skýrt fram settar.
Skýr tenging við markhóp laga um framhaldsfræðslu.
Mæti sýnilegri þörf fyrir úrræði í framhaldsfræðslu.
Hafi skýr skilgreind markmið og skilgreinda verkefnastjórn.
Hafi skýra kostnaðar-, verk- og tímaáætlun.
Skili hagnýtri afurð og verði vel kynnt.
Umsóknarfrestur er þrjár vikur eða til 27. apríl 2020.
Eingöngu er tekið við rafrænum umsóknum á viðeigandi umsóknareyðublöðum.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð eru á vef Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins www.frae.is
Píratar rifjuðu upp í fyrirspurn-artíma á Alþingi á fimmtudag
hvaða erindi þeir eiga á löggjafar-
samkomuna. Þórhildur Sunna
Ævarsdóttir spurði fjármálaráð-
herra út í kjara-
samninga við hjúkr-
unarfræðinga og
taldi greinilega að
hann ætti að opna
ríkissjóð upp á gátt
og semja án tillits til
hinna svokölluðu
lífskjarasamninga.
Það hefði verið afar
óábyrgt áður en
kórónuveiran skók
efnahagslíf lands-
ins, en eftir að það
gerðist eru samn-
ingar umfram lífs-
kjarasamninga vita-
skuld óhugsandi.
Ábyrgðarleysi Þórhildar Sunnukom ekki aðeins fram í þessu
viðhorfi hennar til kjarasamninga,
heldur ekki síður til þess hversu
ómálefnalegt innlegg hennar var í
umræðunum. Með í meira lagi
undarlegum hætti tókst henni að
þvæla tali um „HeForShe-viðburð í
New York með bleika köku,“ sem
fjármálaráðherra mun á sínum
tíma hafa skreytt, inn í umræður
um kjör hjúkrunarfræðinga og virt-
ist telja að kökuskreytingar ráð-
herrans hefðu eitthvað með kjara-
viðræðurnar að gera.
Þegar svo ráðherrann reyndi aðsvara upphófst mikið gjamm í
þingmönnum Pírata sem endaði
með því að þingforseti þurfti að
minna þá á grundvallaratriði í sam-
skiptum og samræðum fólks.
Alla jafna skiptir ekki endilegamiklu máli þó að Píratar eða
aðrir sem lítið erindi eiga setji upp
leikþætti í sal Alþingis. Á alvöru-
tímum er ekki skaðlaust að slíkt
vaði uppi.
Þórhildur Sunna
Ævarsdóttir
Skammarleg
umræða Pírata
STAKSTEINAR
Bjarni
Benediktsson
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Samið hefur verið um að verkefnið
Horses of Iceland haldi áfram, fram
á mitt næsta ár. Ríkið leggur fram
19 milljónir sem er ónýtt fjárveiting
frá síðstu fjórum árum. Hagsmuna-
aðilar leggja fram sambærilegt mót-
framlag.
Tilgangur verkefnisins er að
byggja upp orðspor íslenska hests-
ins um allan heim til að leggja grunn
að aukinni verðmætasköpun og út-
breiðslu hestsins á heimsvísu. Ís-
landsstofa stendur fyrir verkefninu
ásamt Félagi hrossabænda, Lands-
sambandi hestamannafélaga og
Félagi tamningamanna. Kristján
Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra
og samningsaðilar hans gengu frá
samningnum í gegnum fjarfunda-
únað.
Við sama tækifæri var undirrit-
aður samningur við Félag hrossa-
bænda og Tilraunastöð Háskóla Ís-
lands í meinafræði á Keldum um
prófun á forvarnarbóluefni gegn
sumarexemi í útfluttum hrossum.
Bólusetningin hefur verið þróuð á
Keldum og verður athugað hvort
hún gagnast hestum sem fluttir
verða á þekkt sumarexemsvæði.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Útreiðartúr Hreyfa þarf hrossin þótt kaffistofuspjallið í hesthúsum minnki.
Kynna hestinn áfram
Verkefnið Horses of Iceland fram-
lengt Bóluefni gegn sumarexemi
Allt um sjávarútveg
Malbikað verður víða í borginni
fyrir tæpan milljarð króna í sumar
samkvæmt upplýsingum Reykja-
víkurborgar. Borgarráð hefur
heimilað umhverfis- og skipulags-
sviði að bjóða út framkvæmdir við
malbikun í sumar. Er áætlað að
malbika um 20,2 kílómetra af göt-
um og verður unnið við hefð-
bundnar malbiksviðgerðir. Einnig
verður lagt malbik á götur sem
verða endurnýjaðar í sumar.
Verja á 6,2 milljörðum á árunum
2018-2022 til endurnýjunar á mal-
biki í borginni.
Malbikað í borginni
fyrir tæpan milljarð