Morgunblaðið - 04.04.2020, Side 14

Morgunblaðið - 04.04.2020, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2020 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Vegagerðin hefur óskað eftir tilboð- um í tvöföldun Suðurlandsvegar frá Vesturlandsvegi að Bæjarhálsi. Um er að ræða 1.000 metra kafla. Jafnframt hefur Vegagerðin sótt um framkvæmdaleyfi til Reykja- víkurborgar og er sú ósk til með- ferðar hjá skipulagsfulltrúa. Verkið var á áætlun árið 2021 en ríkisstjórnin hefur flýtt fram- kvæmdinni um eitt ár til að vega upp á móti kólnun hagkerfisins. Vegagerðin beið ekki boðanna og var auglýst eftir tilboðum í verkið mánudaginn 30. mars sl. Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 21. apríl. Ganga rösklega til verks Ganga á rösklega til verks því verklok eru áætluð 1. nóvember í haust. Verkið felst í að fullgera eystri akbraut Suðurlandsvegar, milli Vesturlandsvegar og Bæjarháls. Eystri akbrautin verður tengd við núverandi vegakerfi í báðum endum. Sett verður upp ný veglýsing og vegrið til að aðskilja akstursstefnur. Núverandi undirgöng undir Suður- landsveg við Krókháls verða lengd og breikkuð þannig að hægt verður að skilja betur milli bílaumferðar og gangandi/hjólandi, segir í verklýs- ingu. Markmið framkvæmdanna er að sögn Vegagerðarinnar að auka ör- yggi og greiða fyrir umferð. Sér- staklega er bent á aukið öryggi óvarinna vegfarenda í undirgöngun- um við Krókháls. Einnig megi benda á að framkvæmdinni fylgi endurbætur á umhverfi vegarins sem enn er ófrágengið. Vegarstæði Suðurlandsvegar, sem til stendur að breikka, var að stórum hluta sprengt í berg. Var það verk unnið árið 2003. Vegurinn var mikil samgöngubót á sínum tíma og létti verulega umferðarálagi af Höfðabakka og Bæjarhálsi, sem áð- ur var aðalleiðin að Suðurlandsvegi. Næsti áfangi breikkunar Suður- landsvegar í Reykjavík verður frá Bæjarhálsi í átt að Hólmsá. Vega- gerðin kynnti árið 2009 matsáætlun vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar frá Vesturlandsvegi að Hólmsá. Þessi framkvæmd er á samgöngu- áætlun áranna 2025 til 2029. Í drögum að matsáætluninni frá 2009 kemur fram að Vegagerðin áformi að tvöfalda Suðurlandsveg frá vegamótum Vesturlandsvegar að Hólmsá ofan Reykjavíkur. Aðlaga þurfi tengingar mislægra vegamóta við Bæjarháls og tenging- ar við hringtorg við Breiðholtsbraut. „Tvöfalda þarf hringtorg við Norðlingavað og byggja veggöng og aðlaga tengingu við Heiðmörk. Byggð verða mislæg vegamót við Hafravatnsveg og aðlaga þarf lýs- ingu, reið-, hjóla- og gönguleiðir að nýjum tvöföldum vegi.“ Þá segir enn fremur að við vega- mót Breiðholtsbrautar sé landrými takmarkað og einnig sé þrengt að vegsvæði við Rauðavatnsskóg. Á þeim vegkafla verði byggður vegur með þröngu vegsniði. Breikkun á vegi boðin út Ljósmynd/Vegagerðin Vegastæðið Tvöföldun Suðurlandsvegar verður á þeim kafla sem sprengdur var niður í kletta á sínum tíma. Vesturlandsvegur K rókháls Hádegismóar Bæj arhá ls Tvöföldun Suðurlandsvegar Frá Vesturlandsvegi að Bæjarhálsi Fyrirhuguð tvö- földun á 1 km kafl a MÖRK ÚTBOÐS MÖRK ÚTBOÐS Undirgöng Suðu rland svegu r  Ríkisstjórnin flýtti framkvæmdum við Suðurlandsveg í Reykjavík um eitt ár

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.