Morgunblaðið - 04.04.2020, Síða 16

Morgunblaðið - 04.04.2020, Síða 16
ÚR BÆJARLÍFINU Ólafur Bernódusson Skagaströnd Vetur konungur hefur heldur bet- ur sýnt okkur Skagstrendingum klærnar síðustu tæpa fjóra mánuði. Fara þarf 25 ár aftur í tímann eða til ársins 1995 til að finna jafn snjó- þungan vetur. Þessi snjóþyngsli hafa valdið miklu álagi á snjómokst- ursmenn, sem oft hafa þurft að sinna mokstri í snarvitlausum veðrum til að hægt sé að halda hjólum atvinnu- lífsins gangandi. Að vísu eru Skag- strendingar ekki óvanir töluverðum snjó en nú í vetur hefur verið óvenju illviðrasamt. Þeir sem hafa árlega stytt hjá sér veturinn með því að dvelja lengri eða skemmri tíma í sól- arlöndum hafa ekki getað það nú vegna Covid 19, sem öllu stjórnar um þessar mundir.    Gríðarlegt álag er líka á starfs- menn Greiðslustofu Vinnumála- stofnunar á Skagaströnd um þessar mundir því umsóknum um atvinnu- leysisbætur þessar vikurnar má líkja við hamfaraflóð. Allir starfs- menn Greiðslustofunnar eru með sínar tölvur heima hjá sér og vinna þaðan og leggja sig fram um að af- greiða umsóknir eins hratt og mögu- legt er til að fólk fái bæturnar sínar á réttum tíma.    Veiran skæða hefur líka orðið til þess að Nes-listamiðstöðin er lokuð og atvinnulífið í bænum er í hægagangi. Þeir sem eiga þess kost vinna heima en auðvitað verður ekki öllum störfum sinnt að heiman.    Grásleppuveiðar eru að hefjast en trillukarlarnir eru flestir í óðaönn að undirbúa sig undir að leggja. Ótíðin að undanförnu hefur ekki boðið upp á mikla sjósókn og eru karlarnir að bíða eftir að sjá betri tíð í kortunum. Línu- og snurvoðar- bátar hafa fiskað ágætlega þá daga sem gefið hefur á sjó.    Um áratugi hafa tvær dísil- vélar séð Skagaströnd fyrir raf- magni ef eitthvað hefur brugðist með afhendingu rafmagns frá Rarik. Nú hefur önnur vélin verið fjarlægð og sett í færanlegan gám til að nýta hana til raforkuframleiðslu í neyð- artilvikum hvar sem er á landinu. Rarikmenn segja þetta óhætt vegna þess að með tilkomu hitaveitunnar muni ein vél duga til að sjá íbúunum fyrir rafmagni ef annað bregst. Fram til 2013 tilheyrði Skagaströnd svokölluðum „köldum svæðum“ og þá voru hús í bænum hituð með raf- magni þannig að eftir að heita vatnið kom er raforkuþörfin miklu minni.    Hugsjón er nafnið á fyrirtæki í útfararþjónustu, sem ung hjón á Skagaströnd stofnuðu nýlega. Hug- sjón mun þjónusta allt Norðurland vestra þar sem engin útfararþjón- usta er fyrir hendi á svæðinu. Hefur hið nýja fyrirtæki fjárfest í fallegum fjórhjóladrifnum Lincoln-líkbíl til að vera ekki eins háð tíðarfarinu. Segja má að hjónin kunni vel til verka því hann er meðhjálpari við Hólanes- kirkju og hefur sem slíkur oft stjórn- að útförum þaðan. Konan er svo organisti og kórstjóri við kirkjuna auk þess að vera mjög góð söngkona sjálf. Útfararþjónustan mun bjóða upp á alla þjónustu frá A til Ö sem viðkemur útförum á svæðinu.    Norðurá er fyrirtæki sem tek- ur við sorpi af Norðurlandi til urð- unar á athafnasvæði sínu við Stekkjarvík, sem er miðja vegu milli Blönduóss og Skagastrandar. Tekið er við öllu sorpi af svæðinu frá Hrútafirði austur í Öxarfjörð. Á árinu 2019 tók Norðurá á móti 26.081 tonni af úrgangi en það var aukning um 4.300 tonn frá árinu 2018. Haustið 2018 hófst á urðunar- svæðinu söfnun og brennsla á met- angasi upp úr urðunarhólfinu og hef- ur brennslan gengið vel og allur búnaður til þess virkað sem skyldi. Á árinu 2019 var þannig brennt 400.000 rúmmetrum af gasi sem ella hefði farið út í andrúmsloftið. Nú er til skoðunar hjá Norðurá hvort ekki sé hægt að nýta gasið til að brenna dýrahræ og ýmsum úrgangi úr slát- urhúsum og frá bændum. Sótt hefur verið um stækkun á starfsleyfi fyrir- tækisins og hefur það þegar tryggt sér stærra athafnasvæði við Stekkjarvíkina til að svo megi verða. Hamfaraflóð umsókna Snjóþyngsli Fara þarf 25 ár aftur í tímann til að finna jafn snjóþungan vetur og nú á Skagaströnd. Snjórinn í Banka- stræti er 5-6 metra þykkur. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Morgunblaðið/sisi Framkvæmd Starfsmenn Auðverks ehf. hafa undan- farnar vikur unnið við lagnavinnuna við Seljaveg. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að því að endurnýja lagnir fyrir kalt vatn og fráveitu á Seljavegi í Reykjavík. Samhliða er lögð regnvatnslögn og nýir rafmagns- strengir. Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Veitna, segir að fyrst og fremst sé ráðist í þessar framkvæmdir vegna nýja hót- elsins við Seljaveg, Center-Hótel Granda, sem áformað er að taki til starfa síðar á þessu ári. Þetta verður risahótel með 195 herbergjum. Kostnaður við verkið er áætlaður ríflega 40 milljónir króna og Auðverk ehf. er verktaki. Vegna framkvæmdanna þurfti að loka Mýrargötu á tímabili og var umferð hleypt um hjáleið. Búið er að malbika Mýrargötuna og hleypa umferð um götuna að nýju, en talsvert mikil umferð er jafnan um Mýrar- götuna. Ólöf segir að enn sé unnið í lögnum á Seljavegi. Verk- takinn hafi reynt að hafa götuna opna fyrir umferð á kvöldin og nóttunni en lokað er á meðan unnið er á dag- inn. Reiknað sé með að Seljavegurinn verði malbikaður öðrum hvorum megin við páska. sisi@mbl.is Endurnýja lagnir vegna risa- hótels við Seljaveg í Reykjavík 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2020 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum GIMLI fasteignasala / Grensásvegi 13, 108 Rvk. / s 570 4800 / gimli@gimli.is www.gimli.is Mikil sala! Góður sölutími framundan. Óskum eftir öllum tegundum eigna á skrá. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Formaður VR er uggandi vegna hækkunar verðlags á nauðsynja- vöru. Það muni leiða að óbreyttu til kaupmáttarrýrnunar hjá launa- fólki til viðbótar lækkun launa vegna atvinnuleysis og lækkunar starfshlutfalls. Leggur hann áherslu á að styðja þurfi launafólk betur og segir að ef ráðist verður í beina ríkisstyrki eða lækkun tryggingagjalds þurfi að skilyrða það þannig að hvati sé fyrir fyrir- tækin að halda verðlagi niðri. Ekkert virðist vera að gerast í samningum verkalýðshreyfingar- innar og atvinnulífsins eftir að ASÍ hafnaði því að lækka launakostnað fyrirtækjanna tímabundið. „Við hjá VR erum að meta stöðuna og teikna upp þau atriði sem við teljum að þurfi að laga og þurfi að koma sam- hliða frekari úr- ræðum fyrir at- vinnulífið,“ segir Ragnar Þór Ing- ólfsson, for- maður VR, spurður um stöðuna. Hann segir að meira þurfi að gera fyrir launafólk sem verður fyrir tekjuskerðingum. Á sama tíma sé verðlag að hækka. Heild- salar og framleiðendur séu að til- kynna um 3 til 10% verðhækkanir og erlendir birgjar að hækka vörur frá 10 og upp í 100% vegna skorts að aðföngum og vinnuafli. Við þetta bætist veiking krón- unnar. „Kaupmáttur mun rýrna, hversu mikið er ómögulegt um að segja,“ segir Ragnar. Skynsamleg leið Ragnar segist geta tekið undir hugmyndir Eflingar og Stefáns Ólafssonar um lækkun trygginga- gjalds. Það gæti verið skynsamleg leið og góð fyrir heimilin en slíka eftirgjöf eða ríkisstuðning þyrfti að tengja við vísitölu neysluverðs og verðbólgumarkmið Seðlabank- ans. Það yrði þá hvati til þess að fyrirtæki héldu að sér höndum við verðhækkanir og jafnvel tækju eitthvað á sig sjálf eins og almenn- ingur. Að öðrum kosti þyrftu þau að greiða aðstoðina til baka. Skilyrða þarf frekari stuðning  Formaður VR er uggandi vegna hækkunar verðlags sem leiðir til kaupmáttarrýrnunar hjá launafólki  Segir að erlendir birgjar boði allt að 100% verðhækkun vegna ástandsins  Meira þurfi að gera Ragnar Þór Ingólfsson Útreikningar hagdeildar VR lágu til grundvallar tillögum formanna VR og Verkalýðsfélags Akraness um tímabundna skerðingu á mótfram- lagi atvinnurekenda í lífeyrissjóð, en ekki hagdeildar ASÍ eins og misritaðist í blaðinu í gær. Með því að lækka mótframlagið úr 11,5% í 8% í þrjá mánuði myndi lífeyrir sjóðfélaga lækka um 0,16% eða 772 krónur á mánuði, samkvæmt upplýsingum VR. Miðað er við 40 ára einstakling með 650 þúsund kr. laun á mán- uði. Þá er miðað við að skerðing mótframlagsins myndi taka til mánaðanna apríl, maí og júní. Ef ekki væri farið í aðgerðina og kaupmáttur myndi skerðast þess vegna um 1% myndi það kosta launafólk 4.300 kr. á mánuði, sam- kvæmt sömu útreikningum VR. 3% skerðing kaupmáttar myndi kosta launafólk 12.900 kr. á mán- uði, miðað við einstakling með 650 þúsund kr. í laun á mánuði. Lífeyrir lækkar um 0,16% HAGDEILD VR REIKNAR ÚT LÍFEYRISSJÓÐALEIÐINA Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.