Morgunblaðið - 04.04.2020, Page 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2020
● Íslenska krónan
veiktist um 11,9%
á móti evru í
marsmánuði og
stóð evran í 156,2
krónum í lok mán-
aðarins, saman-
borið við 139,6
krónur í lok febr-
úarmánaðar.
Þetta kemur fram
í nýrri Hagsjá
Landsbankans.
Þar kemur einnig fram að velta á gjald-
eyrismarkaði hafi aukist verulega í
marsmánuði miðað við mánuðinn á
undan. Þannig hafi veltan numið 390,5
milljónum evra, jafnvirði 58 milljarða
króna, samanborið við 76 milljónir evra,
jafnvirði 10,5 milljarða króna, í febrúar.
Alls seldi Seðlabanki Íslands 69 millj-
ónir evra, jafnvirði 10,2 milljarða króna,
á móti veikingu krónunnar.
Krónan veiktist um
11,9% á móti evru
Krónan Hefur ekki
verið jafn veik og
nú svo árum skiptir.
STUTT
allangs tíma sökum ósamkeppnis-
hæfs orkuverðs og lágs verðs á áli í
sögulegu samhengi,“ sagði þar jafn-
framt um stöðu álversins.
Sigurður Hannesson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins,
hefur bent á að hátt raforkuverð á
Íslandi ógni samkeppnishæfni ís-
lenskra álvera. Samtímis hefur ál-
verð verið lágt en fyrir vikið hefur af-
koman versnað.
Rekstrarskilyrði álvera hafa síðan
versnað til muna vegna kórónuveiru-
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
ISAL tapaði rúmlega milljarði króna
á mánuði á rekstri álversins í
Straumsvík í fyrra.
Samkvæmt ársreikningi var tapið
44,6 milljónir dala 2018 en 104,6
milljónir dala í fyrra. Þessar fjár-
hæðir samsvara um 5,2 og 12,7 millj-
örðum miðað við gengi dalsins í lok
hvors árs.
Samanlagt tap
síðustu tvö ár
nemur því um 18
milljörðum
króna.
Þrír kerskálar
eru í álverinu í
Straumsvík sem
er í eigu Rio
Tinto. Slökkt var
á skála þrjú sl.
sumar af öryggis-
ástæðum og dró það úr framleiðsl-
unni í fyrra. Endurræsingu skálans
lauk í nóvember. Samkvæmt árs-
reikningi minnkaði framleiðslan úr
212 þúsund tonnum í 183,6 eða um
hér um bil 14%.
Meta rekstrarhæfið
Fram kom í tilkynningu í febrúar
síðastliðnum að Rio Tinto myndi
„hefja sérstaka endurskoðun á starf-
semi álversins í Straumsvík (ISAL)
til að meta rekstrarhæfi þess til
framtíðar og leita leiða til þess að
bæta samkeppnisstöðu þess“. „Gert
[er] ráð fyrir að rekstur ISAL í
krefjandi aðstæðum í áliðnaði verði
áfram óarðbær til skemmri og með-
faraldursins. Pétur Blöndal, fram-
kvæmdastjóri Samáls, Samtaka ál-
framleiðenda, lýsti því í samtali við
Morgunblaðið fyrir helgi hvernig ís-
lensku álverin væru komin í alvar-
lega stöðu.
Eftirspurnin minnkað mikið
Áætlað væri að heimsbirgðirnar af
áli færu í 6 milljónir tonna, en þær
voru 4 milljónir tonna eftir fjármála-
kreppuna 2008. Eftirspurn hefði
enda minnkað mikið, meðal annars í
bílaiðnaði. Til skoðunar væri að loka
álverum, þar með talið á Íslandi.
Að sögn Péturs fer mikil vinna í að
halda starfsemi álvera gangandi.
Það sé ekki hægt að stöðva fram-
leiðsluna án þess að valda stórtjóni
og tefla rekstrinum í tvísýnu.
Fram kemur í ársreikningi ISAL
að rúmlega 400 manns störfuðu að
meðaltali hjá álverinu í Straumsvík í
fyrra, eða álíka margir og árið 2018.
Bjarni Már Gylfason, upplýsinga-
fulltrúi Rio Tinto á Íslandi, segir að-
spurður að starfsmannafjöldinn hafi
ekki breyst að undanförnu. Hvað
snertir framleiðsluna segir Bjarni
Már áætlað að hún verði svipuð í ár
og í fyrra.
Birtist í verri afkomu
Í nýja ársreikningnum er fjallað
um horfurnar í áliðnaði.
„Áliðnaðurinn mun áfram standa
frammi fyrir krefjandi aðstæðum á
alþjóðamörkuðum og óvissu um
stefnumörkun, sem mun endur-
speglast í lágri afkomu í greininni.
Árið 2020 hófst með lítilli eftirspurn
en kórónuveirufaraldurinn mun hafa
umtalsverð áhrif á markaðina og
heimshagkerfið. Hversu mikið og
hversu lengi á eftir að koma í ljós en
útlitið er dökkt,“ segir þar meðal
annars í lauslegri þýðingu.
Segir þar jafnframt að nú fari
saman ósamkeppnishæfur orku-
kostnaður álversins og sögulega lágt
álverð. Bjarni Már segir Rio Tinto
munu halda áfram endurskoðun á
starfseminni í Straumsvík sem sagt
var frá í febrúar sl. og leita leiða til
að bæta samkeppnishæfnina. Það
feli í sér viðræður við stjórnvöld og
Landsvirkjun um raforkuverð.
Tapaði yfir milljarði á mánuði
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Krefjandi tímar Róðurinn hefur þyngst hjá álverinu í Straumsvík vegna kórónuveirufaraldursins.
Álverð hrynur
» Verð á áli var um 1.900 dalir
á tonnið í lok mars í fyrra en
var um 1.450 dalir síðdegis í
gær sem er um fjórðungs-
lækkun á einu ári.
» Útlitið er dökkt og kann
verðið að lækka enn frekar.
12,7 milljarða tap af rekstri álversins í Straumsvík í fyrra Tapið var 5,2 milljarðar á árinu 2018
Í ársreikningi er bent á ósamkeppnishæft raforkuverð álversins í Straumsvík og sögulega lágt álverð
Bjarni Már
Gylfason
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Í lok febrúar námu heildareignir ís-
lenskra lífeyrissjóða 4.919 milljörð-
um króna. Höfðu þær minnkað um
87,5 milljarða frá lokum jan-
úarmánaðar en talsverðar lækkanir
urðu á eignamörkuðum hér heima
og erlendis í febrúar. Jafngildir
lækkunin því að eignasafn sjóðanna
hafi dregist saman um 1,7% í mán-
uðinum. Í janúarmánuði hafði
aukningin frá áramótum numið
0,8%.
Gera má ráð fyrir að eignasafn
sjóðanna taki á sig enn stærra högg
þegar marsmánuður verður gerður
upp en eftir að kórónuveiran al-
ræmda tók að dreifa sér um Evr-
ópu og Bandaríkin hefur sigið mjög
á ógæfuhliðina á flestum eigna-
mörkuðum. Það á ekki síst við um
hlutabréfamarkaði en erlendar
eignir íslensku lífeyrissjóðanna eru
nær allar bundnar í hlutabréfum.
Þá hefur íslenski hlutabréfamark-
aðurinn einnig tekið djúpa dýfu.
Hefur úrvalsvísitala Kauphallarinn-
ar t.a.m. lækkað um tæp 19% það
sem af er ári.
Erlendar eignir eru tæp 30% af
heildareignasafni sjóðanna. Í febr-
úarmánuði lækkuðu þær hins vegar
um 57,4 milljarða króna en inn-
lendu eignirnar um rúma 30 millj-
arða.Tryggingafræðileg staða líf-
eyrissjóðanna batnaði mjög á
síðasta ári og áttu margir þeirra
ein bestu ár í sögu sinni með tilliti
til ávöxtunar. Samkvæmt tölum
Seðlabankans jukust eignir þeirra á
árinu um 722,8 milljarða króna. Því
hafa þeir talsvert svigrúm til þess
að taka á sig verðlækkanir á mörk-
uðum nú, án þess að koma þurfi til
skerðinga á réttindum sjóðfélaga.
Sjóðfélagalán í jafnvægi
Ný útlán lífeyrissjóðanna til sjóð-
félaga námu 7,4 milljörðum króna í
febrúar. Þar af námu verðtryggð
lán tæpum 4,1 milljarði og óverð-
tryggð lán rúmum 3,3 milljörðum
króna. Drógust útlánin saman um
4,2 milljarða frá fyrri mánuði þegar
þau námu 11,6 milljörðum. Sé hins
vegar litið til febrúarmánaðar 2019
eru útlánin nánast á pari en þá
námu þau 7,4 milljörðum, verð-
tryggð lán tæpur 4,1 milljarður og
óverðtrygð tæpir 3,4 milljarðar.
Fjöldi nýrra útlána var 757 í febr-
úar og meðalfjárhæð lánanna því
rúmar 9,7 milljónir króna. Hafa
lánin að meðatali ekki verið jafn lág
síðan í desember 2018. Í febrúar í
fyrra nam meðalfjárhæð nýrra út-
lána 11,5 milljónum króna.
Kauphallir Hlutabréfamarkaðir hafa verið í frjálsu falli síðustu vikur og
hafa flestir fjárfestar séð á bak miklum fjárhæðum í lækkunarhrinunni.
87,5 milljarða lækkun
Eignir íslenskra lífeyrissjóða minnkuðu um 1,7% í febrúar
Erlendar eignir gáfu mest eftir eða um 57,4 milljarða króna
Lokagreiðsla vegna sölu 75% hlutar
í Icelandair Hotels og tengdum
fasteignum til Berjaya Land Ber-
had var innt af hendi í gær. Til stóð
að sú greiðsla bærist ekki fyrr en
31. maí. Afhending á bréfum Ice-
landair Hotels fer fram í kjölfarið.
Ný stjórn verður skipuð, einn
fulltrúi frá Icelandair Group og
tveir frá nýjum hluthafa.
Vegna breyttra markaðs-
aðstæðna varð að samkomulagi að
lokagreiðslan fyrir hlutinn í hótel-
keðjunni yrði lækkuð frá því sem
áður var tilkynnt um. Nemur lækk-
unin tæpum 1,5 milljörðum króna.
Heildarkaupverð hlutarins nemur
6,5 milljörðum eða 45,3 milljónum
dollara.
Upphaflegar áætlanir Icelandair
stóðu til þess að losa um allan
eignarhlut sinn í hótelunum. Niður-
staðan varð að lokum sú að flug-
félagið heldur í fjórðungshlut í
keðjunni og mun gera það í að
minnsta kosti þrjú ár.
Stofnandi Vincent Tan er stjórnar-
formaður Berjaya í Malasíu.
Kaupverðið
lækkar um
1,5 milljarða
4. apríl 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 141.38 142.06 141.99
Sterlingspund 174.77 175.61 176.82
Kanadadalur 99.37 99.95 100.5
Dönsk króna 20.736 20.858 20.794
Norsk króna 13.517 13.597 13.793
Sænsk króna 13.972 14.054 14.201
Svissn. franki 146.4 147.22 146.95
Japanskt jen 1.3019 1.3095 1.3225
SDR 192.94 194.08 194.03
Evra 154.87 155.73 155.23
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 183.6599
Hrávöruverð
Gull 1588.05 ($/únsa)
Ál 1463.5 ($/tonn) LME
Hráolía 25.61 ($/fatið) Brent