Morgunblaðið - 04.04.2020, Page 27
UMRÆÐAN 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2020
Fyrir 50 árum nánast upp ádag lauk í Belgrad í Júgó-slavíu keppni þar sem átt-ust við úrvalslið Sovétríkj-
anna og heimsliðið. Keppnin fór
fram á 10 borðum og var tefld fjór-
föld umferð. Varamaður í heimslið-
inu var Friðrik Ólafsson, ótvíræður
heiður sem sýndi sterka stöðu hans á
alþjóðavettvangi skákarinnar. Júgó-
slavar áskildu sér þann rétt að velja
þrjá heimamenn í liðið, Gligoric, Iv-
kov og Matulovic, en þeir hlutu ein-
ungis fjóra vinninga af 12 mögu-
legum. Friðrik kom inn fyrir
Reshevskí á 6. borði heimsliðsins í
lokaumferðinni en tapaði fyrir Smys-
lov.
Þessi keppni var án efa einn af
stærstu skákviðburðum 20. aldar og
tókst framkvæmdin geysilega vel.
Allir bestu skákmenn heims voru
mættir til Belgrad og Sovétmenn
stefndu að yfirburðasigri enda valinn
maður í hverju rúmi með heims-
meistarann Boris Spasskí fremstan í
flokki. Þeim gekk miðlungi vel að
raða niður á borð enda við að eiga
hverja prímadonnuna á fætur ann-
arri meðal liðsmanna. Innan heims-
liðsins var ástandið svipað. Max
Euwe, heimsmeistari 1935-’37, var
fenginn til að velja liðið og raða
mönnum niður á borð. Hann skipaði
Bobby Fischer á 1. borð en því mót-
mælti „önnur fiðla“, Bent Larsen,
kröftuglega og vísaði m.a. til þess að
Fischer hefði hætt þátttöku á milli-
svæðamótinu í Túnis 1967. Júgó-
slavar höfðu sent mann yfir hafið til
að semja við Fischer en eftir útspil
Larsens var ekki talið líklegt að
hægt væri að koma þessum tveimur
saman á svið. En okkar maður sam-
þykkti óvænt að taka stöðu á 2. borði
og heimsliðið gat hafið keppni með
fullskipað lið.
Larsen tapaði í 17 leikjum í 2. um-
ferð fyrir Spasskí en þar sem sú
magnaða skák hefur birst áður í
þessum pistlum færum við okkur
upp á annað borð. Skákferill
Fischers virtist í uppnámi á þessum
tíma en í Belgrad hófst einstæð
sigurganga í skáksögunni. Hann
vann fyrstu skákina og aftur þá
næstu og síðan einvígið við Petrosj-
an, 3:1. Sovétmenn mörðu sigur sam-
anlagt, 20½:19½, og gátu þakkað
gamla varðliðinu, Botvinnik, Keres
og Smyslov, sem vart stigu feilspor.
En úrslitin á fyrstu fjórum borð-
unum, 5½:10½, voru álitshnekkir
fyrir „sovéska skákskólann“:
Heimurinn – Sovétríkin 1970; 1.
umferð:
Bobby Fischer – Tigran Petrosj-
an
Caro Kann-vörn
1. e4 c6 2. d4 d5 3. exd5 cxd5 4.
Bd3 Rc6 5. c3 Rf6 6. Bf4 Bg4 7. Db3
Ra5 8. Da4+ Bd7 9. Dc2 e6 10. Rf3
Db6 11. a4!
Endurbót á gamalli skák Capa-
blanca sem fékk að leika –Bb5.
11. … Hc8 12. Rbd2 Rc6 13. Db1
Rh5 14. Be3 h6 15. Re5 Rf6 16. h3
Bd6 17. 0-0 Kf8 18. f4 Be8 19. Bf2
Dc7 20. Bh4 Rg8 21. f5!
Uppbygging svarts hefur mis-
lukkast og þetta var rétti tíminn til
að brjótast í gegn.
21. … Rxe5 22. dxe5 Bxe5 23.
fxe6 Bf6 24. exf7 Bxf7 25. Rf3 Bxh4
26. Rxh4 Rf6 27. Rg6 Bxg6 28. Bxg6
28. … Ke7!
Kóngur varnarjaxlsins Petrosjans
virtist króaður af úti í horni en hann
eygði þann möguleika að komast í
skjól á á drottningarvæng.
29. Df5 Kd8 30. Hae1 Dc5 31. Kh1
Hf8 32. De5 Hc7
Ekki 32. … Dc7 vegna 33. Dxd5+!
og vinnur.
33. b4 Dc6
34. c4! dxc4 35. Bf5!
Hvítreita biskupinn var í sérstöku
uppáhaldi hjá Fischer.
35. … Hff7 36. Hd1 Hfd7
Eða 36. … Rd7 37. He1 o.s.frv.
37. Bxd7 Hxd7 38. Db8+ Ke7 39.
Hde1+
- og Petrosjan gafst upp, 39. …
Kf7 er svarað með 40. De8 mát.
Heimurinn – Sovét-
ríkin fyrir 50 árum
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Ljósmynd/Informant
Heimsmeistari Boris Spasskí fylgist með viðureign Petrosjans og Fischers.
Við hlið hans styður Tal hönd við kinn og framar kljást Hort og Polugajevskí.
Víðir Reynisson,
yfirlögregluþjónn hjá
Ríkislögreglustjóra,
leggur ríka áherslu á
að við verðum öll
heima um páskana
vegna Covid 19-
veirunnar og leggjum
þannig okkar af
mörkum til að sveigja
kúrfuna frægu niður
og til hægri í stað
þess að sleppa henni áfram upp, í
veldisvexti. Með því að hitta sem
fæsta, fara ekki í sumarbústaðinn
með ættingjum og vinum eða
halda í jeppa- og sleðaferðir upp á
hálendið, eins og það er nú freist-
andi, stuðlum við að því að heil-
brigðiskerfið okkar ráði við afleið-
ingar þessarar vondu veiru.
Annars er hætt við manntjóni þar
sem gjörgæslueiningar okkar
munu ekki geta tekið við öllum
þeim sem þurfa hugsanlega á því
að halda.
Það er nú ekki mikið á okkur
lagt að vera heima við um
páskana. Ég held við gleymum því
alltof oft hversu gott við höfum
það yfirhöfuð hér á landi. Ekkert
samfélag er fullkomið og það eru
alltaf einhverjir sem minna mega
sín, og væri vissulega hægt að
gera talsvert fyrir marga sem hafa
það ekki gott. En á heildina litið
erum við Íslendingar í afar góðri
stöðu. Og ef það eru aðaláhyggjur
okkar margra, hvort við getum
farið í ferðalög um páskana, utan
lands eða innan, þá
eru þær áhyggjur
okkar hjóm eitt.
Ég er reyndar ekki
alveg sammála Víði
með það að ferðast
innanhúss um
páskana. Góðir
göngutúrar í fallegri
íslenskri náttúru, ná-
lægt heimilum okkar
auðvitað, bæta, hressa
og kæta. Og ég mæli
eindregið með þeim.
En sleppum öllum
ferðalögum um páskana þetta
árið, takk.
Annað. Horfði á Kára Stefáns-
son í Kastljósinu í vikunni. Hann
var jákvæður og bjartsýnn og ég
held ég endi þetta á lokaorðum
Kára, sem ég er svo sammála:
„Ég er handviss um að við kom-
um út úr þessum faraldri betra
samfélag en við fórum inn í
hann.“
Heima um páskana
Eftir Gísla Pál
Pálsson
» Annars er hætt við
manntjóni þar sem
gjörgæslueiningar okk-
ar munu ekki geta tekið
við öllum þeim sem
þurfa hugsanlega á því
að halda.
Gísli Páll Pálsson
Höfundur er forstjóri
Grundarheimilanna.
Gunnar Gíslason fæddist 5.
apríl 1914 á Seyðisfirði. For-
eldrar hans voru hjónin Gísli
Jónsson og Margrét Arnórs-
dóttir. Gunnar lauk guðfræði-
prófi frá HÍ 1943.
Gunnar varð á útskriftar-
árinu sóknarprestur og bóndi í
Glaumbæ í Skagafirði og
gegndi þeim störfum til ársins
1982. Hann var prófastur í
Skagafjarðarsýslu 1977-1982.
Hann var þingmaður
Norðurlandskjördæmis vestra
fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1959-
1974. Hann sat á allsherjar-
þingi Sameinuðu þjóðanna
1965 og í bankaráði Búnaðar-
banka Íslands 1969-85.
Gunnar sat í hreppsnefnd
Seyluhrepps 1946-86, var
sýslunefndarmaður 1984-1988,
í stjórn Varmahlíðar 1947-73, í
stjórn Skógræktarfélags Skag-
firðinga 1947-81 og var formað-
ur þess 1961-1981 og heiðurs-
félagi. Hann var í stjórn
Byggðasafns Skagfirðinga
1948-86 og formaður Karla-
kórsins Heimis 1954-65. Hann
var einn af stofnendum hesta-
mannafélagsins Stíganda og
var í stjórn félagsins 1951-75
og heiðursfélagi þess.
Kona Gunnars var Ragn-
heiður Margrét Ólafsdóttir, f.
1915, d. 1999. Þau eignuðust
sex börn.
Gunnar lést 31. mars 2008.
Merkir Íslendingar
Gunnar
Gíslason
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
Veistu um góðan
rafvirkja?
FINNA.is
- meira fyrir áskrifendur
Lestumeira
með vikupassa!
Fyrir aðeins 1.890 kr. færð þú netaðgang
að öllu efni úr blaði dagsins og næstu 6 daga.
- Fréttir
- Ritstjórnargreinar
- Menning
- Íþróttir
- Daglegt líf
- Viðskipti
- Fastir þættir
- Aðsendar greinar
- Aukablöð
- Viðtöl
- Minningargreinar
- Umræðan
Vikupassi er auðveldari
leið til að lesaMorgunblaðið
á netinu.
Fáðu þér vikupassa af
netútgáfu Morgunblaðsins.