Morgunblaðið - 04.04.2020, Side 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2020
✝ Alda Björns-dóttir fæddist
í Vestmannaeyjum
4.7. 1928, hún lést
á Hraunbúðum í
Vestmannaeyjum
18.3. 2020. For-
eldrar hennar
voru Ingveldur
Jónsdóttir, f. 3.5.
1904 á Steinsmýri
í Meðallandi, V-
Skafta-fellssýslu,
d. 23.6. 1994, og Einar Björn
Sigurðsson verslunarmaður, f.
25.10. 1895 á Seyðisfirði, d.
14.11. 1964. Systir Öldu var
Ingibjörg Ágústa, f. 19.10.
1926, d. 31.3. 2019. Þau
bjuggu í Pétursborg en síðan
á Heiðarvegi 30. Hinn 10.1.
1948 giftist Alda Hilmi
Högnasyni, f. 27.8. 1923, d.
5.12. 2014 rafvirkjameistara
frá Vatnsdal, Vestmanna-
eyjum. Börn þeirra eru: 1
Hörður, f. 12.12. 1947, maki
Sunneva Marentza Paulsen, f.
10.11. 1950, börn þeirra eru
1a Fríða María, f. 28.2. 1974,
maki Kristján Guðjónsson,
börn hennar Sunneva Líf, Þor-
geir Atli og hans Iðunn Gígja.
1b Ingi Björn, f. 20.7. 1980,
synir hans eru Pétur Hrafn og
Bjarki Steinn. 2 Hrefna, f. 3.7.
1949, maki Ólafur Örn Ólafs-
son, f. 14.1. 1947, synir þeirra
eru 2a Hilmir, 2b Örvar
Bjarki og Emilía Sara. 6b
Snædís„ maki Hrannar Jóns-
son, börn þeirra eru Andrea
Björk og Stefanía Dagmar. 7
Örn, f. 1.4. 1965, maki Annika
Morit Guðnadóttir, f. 23.12.
1961. Börn þeirra eru 7a Þor-
steinn Ingi, maki Snæfríður
Jóhönnudóttir, sonur þeirra er
Hilmir Marel. 7b Sólveig Alda,
unnusti Björgvin. 8 Óðinn, f.
1.4. 1965, maki Martina Fil-
ippone, f. 15.3. 1966, börn
þeirra 8a Regína Ósk, maki
Anton Rafn Gunnarsson, 8b
Stefani og 8c Natatsja. Alda
ólst upp í Vestmannaeyjum
fyrir utan tvö ár í Neskaup-
stað. Hún vann um tíma í Bak-
aríi hjá Rikka á Sandi. Alda
og Hilmir hófu búskap sinn á
Heiðarvegi 30 þar sem for-
eldrar Öldu bjuggu síðar í
Vatnsdal þar sem foreldrar
Hilmis bjuggu. Fluttu 1957 í
hús sem þau byggðu á Tún-
götu 22 bjuggu þar til ársins
2014 er þau fluttu að Hraun-
búðum. Alda var listræn og
sótti námskeið hjá Veturliða
Gunnarssyni og Bjarna Jóns-
syni. Um tíma var hún sminka
hjá Leikfélagi Ve, starfaði
með Kvenfélaginu Líkn og
Vorinu. Listin varð hennar
ævistarf með húsmóð-
urhlutverkinu. Skömmu fyrir
eftirlaunaaldur varð hún með-
limur í Gallerý Heimalist og
starfaði þar jafnt sem fram-
leiðandi og sölumaður um ára-
bil. Útförin fór fram í kyrrþey
28. mars 2020.
Guðni, maki
Harpa Theódórs-
dóttir börn þeirra
eru Salka Sól,
Klara og Högni.
2c Sindri maki
Dýrleyf Bjarna-
dóttir Þormar
börn þeirra eru
Hilmir Bjarni,
Alda Guðrún, börn
hennar Dagný,
Snæbjörn og Hlyn-
ur. 2d Andri maki Heiða Lind
Heimisdóttir börn þeirra eru
Heimir Örn og Lilja Björk. 3
Guðný Sigríður, f. 19.2. 1951,
börn hennar eru 3a Helgi Karl
börn hans eru Helga Ósk,
dóttir hennar er Ísabella
Oddný, Hafdís Alda, Heiðrún
Inga og Hrefna Björk. 3b
Margrét Andrea og 3c Hörður
Snær, maki María Rún Ólafs-
dóttir barn þeirra er Heiðar
Óli. 4 Birna, f. 2.4. 1953, maki
Gunnar Ingi Einarsson, f.
29.10. 1951, d. 26.2. 1995, dæt-
ur þeirra eru 4a Alda, maki
Kristján Georgsson, sonur
þeirra er Bjarni Rúnar. 4b
Hrefna og 4c Iðunn, maki
Tryggvi Sveinn Bjarnason,
börn þeirra eru Gunnar Ingi
og Anna Birna. 5 Inga Jóna, f.
8.3. 1963. 6 Högni, f. 4.2.
1964, börn hans eru 6a Birkir
Þór í sambúð með Gharib Za-
hor. Börn Birkis eru Jón
Elsku mamma, hún hafði oft
á orði að hún ætti örugglega
heimsmet í heimsóknum enda
börnin hennar átta og allir
vinir og vandamenn sáu til
þess að hún fékk daglega ein-
hvern til sín. Nammiskúffan
alltaf full og maltöl í ísskápn-
um. Hún gætti þess að allir
sem komu til hennar skrifuðu
nafnið sitt í gestabók sem hún
og pabbi bjuggu til þegar þau
unnu ýmis verk fyrir galleríið.
Þegar heimsóknabannið var
sett á tók hún því með skiln-
ingi en þá var eins og henni
þætti nóg komið, lagðist á
koddann sinn og sofnaði svefn-
inum langa enda orðin 91 árs.
Mamma var okkur fjölskyld-
unni og þá meina ég stórfjöl-
skyldunni sem nær út fyrir
okkur systkinin mjög dýrmæt.
Hún fylgdist með öllum og
gætti þess að allir ættu sinn
sess hjá henni, hjartahlýjuna
átti hún ómælda.
Hún var mikil tilfinningavera
og ræktaði með sér jákvæðni
og glaðlyndi og þess urðu allir
varir sem umgengust hana.
Mamma var listakona. Í
gamla daga málaði hún á
stramma sem aðrar konur
saumuðu síðan. Hún málaði
veggteppi, púða og dúka, olíu-
málverk og blóm á flauel. Um
tíma málaði hún á steina, sleif-
ar og stokka fyrir eldfæri. Hún
bjó líka til gólfvasa úr ýmsu
efni, huldi það með gifsi og
festi í það brot úr gömlum und-
irskálum eða litla mósaíkmola.
Borðstofan varð vinnustofa
þegar flestir voru í heimili.
Hún hélt nokkrar sýningar í
heimabyggð og höfuðborginni.
Hafði hún þó nokkra búbót af
þessu auk ánægjunnar sem list-
in veitti henni. En auk alls
þessa þá saumaði hún kjóla,
kápur, buxur og jakka á okkur
krakkana, fræg eru orðin sem
drengur í nágrenninu lét falla
um föt sem hún saumaði á
Hörð fyrir þjóðhátíð: „Alda,
mikið djö … er hann Hörður
smart“. Hún fór að vinna í Gall-
eríi Heimalist þegar hún náði
eftirlaunaaldri. Heimilið á Tún-
götu stóð alltaf opið fyrir vin-
um okkar systkina, komum við
aldrei að tómum kofunum. Hún
bakaði og bakaði og alltaf nóg
til í búrinu, hvílík eljusemi og
ást sem hún gaf af sér. Og hún
gætti þess vel að við fengjum
hollt að borða, ræktaði gulræt-
ur og grænkál o.fl. Ég segi það
gjarnan: Það voru forréttindi
að fá að alast upp í kærleika
yndislegu foreldranna minna
og ég minnist þess í bænum
mínum og þakka fyrir mig.
Hrefna Hilmisdóttir.
Hvað er móðurhjartað stórt?
Þessu get ég ekki svarað en tel
að það hafi verið mjög stórt hjá
mikilli vinkonu okkar Róberts
bróður, henni Öldu Björns-
dóttur sem nú hefur kvatt
þennan heim. Alda, Hilmir og
fjölskylda þeirra hafa alltaf
skipað sérstakan sess í lífi
okkar bræðra. Það var svo
margt fallegt og einlægt við
samband Öldu og Hilmis og
það sama gilti í raun um öll
samskipti við þau. Það er dýr-
mætt að eiga svona vini á veg-
ferð sinni. Alda og Hilmir
frændi voru einhvern veginn
svo aldurslaus í allri sinni af-
stöðu, þau samsömuðu sér með
ungum jafnt sem öldnum og
voru alltaf eðlilegur hluti af
umræðunni í hverjum hópi,
sama hvort það var í þeirra
aldurshópi eða meðal vina
barna þeirra. Þau voru okkur
yngra fólkinu góðar fyrir-
myndir. Á heimili þeirra að
Túngötu 22 var gjarnan safn-
ast saman, börn þeirra og vin-
ir áttu sér alltaf tryggan
samastað þar. Það fann ég
glöggt þegar ég dvaldi hjá
þeim um lengri eða skemmri
tíma, og á ég þaðan margar og
dýrmætar minningar. Túnó
var í gegnum árin leiksvið
mikilla og góðra samskipta,
þar sem þau hjónin sýndu
gestum sínum einlægan áhuga
og tóku þátt í umræðunni á
sinn einstaka hátt. Alda dró
upp liti og teiknaði umgjörð
lífsins og Hilmir sagnamaður-
inn tengdi sögusviðið frá fortíð
og í nútíð á sinn litríka ljóð-
ræna hátt. Alda var listræn og
það er margt fallegt sem ligg-
ur eftir hana, hún gladdi mig
oft með því að segja mér að
sinn fyrsti myndlista- og
teiknikennari hefði verið faðir
minn Ólafur Gränz og hann
hafi haft áhrif á myndlistar-
iðkun hennar. Sagan endur-
tekur sig, því nú erum við
Hörður sonur hennar og vinur
minn saman í myndlist og þar
nýt ég góðs af reynslu hans og
ráðum. Ég á eftir að sakna
Öldu mikið, og einnig minnast
þess sem hún sagði jafnan við
mig þegar ég kom til hennar:
„Ert þetta þú Henrý minn,
mikið er ég fegin að sjá þig,
mér finnst ég alltaf eiga svo
mikið í ykkur Róberti, mér
finnst þið alltaf vera eins og
strákarnir mínir.“ Þetta var
og er dýrmætt og ég vissi allt-
af að hún sagði þetta af heilum
hug og af mikilli einlægni og
elsku sem hún átti í svo ríkum
mæli. þetta voru notaleg sam-
skipti og væntumþykjan var
gagnkvæm. Alda mín það er
ómetanlegt að hafa átt ykkur
Hilmi og fjölskyldu ykkar að
vinum á áratuga samferð sem
aldrei bar skugga á. Fyrir það
er ég þakklátur. Ég trúi því að
Hilmir hafi tekið á móti Öldu
sinni og að nú leiðist þau sam-
an inn í sólarlagið, horfi yfir
góða hópinn sinn og gleðjist
yfir góðu dagsverki.
Nú er lífsins göngu lokið
á leiðarenda meira ljós.
Af mörgum tókstu mesta okið
máttu þiggja lof og hrós.
Þín nú bíða Hilmis hendur
hlýja bjarta brosið hans.
Leiða þig um nýjar lendur
ljúf er vegferð þessa manns.
Alda mín, nú er þú kveður
okkur hér á móður jörð.
Minningum hjá okkur hleður
hjartnæmum í þakkargjörð.
Nú eru komin kaflaskil
kynslóð endurnýjast
Til ykkar visku horfa vil
viðmót gott og hlýjast
(HÞG)
Hugur okkar Ingu er hjá
allri fjölskyldunni.
Henrý Þór Gränz.
Alda Björnsdóttir
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, sonur
og bróðir,
JÓN GUNNLAUGSSON,
fyrrverandi stýrimaður hjá Eimskipi,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
fimmtudaginn 19. mars.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Fríða Kristín Jónsdóttir Ísak Þ. Þorsteinsson
Hildur Jónsdóttir Alexander Leonard Vidal
Gunnlaugur Baldvinsson Hildur Jónsdóttir
og systkini hins látna
Hjartans þakkir til allra sem auðsýndu
samúð, vinsemd og kveðjur vegna andláts
okkar ástkæra
RÓBERTS JÓNS JACK,
rafverktaka og byggingaverktaka,
sem lést á Landspítalanum miðvikudaginn
18. mars. Sérstakar þakkir færum við
starfsfólki á blóð- og krabbameinslækningadeildunum 11B og
11G fyrir hlýju og góða umönnun.
Sigrún Jóna Baldursdóttir
Vigdís Linda Jack Björgvin Ibsen Helgason
Baldur Þór Jack Kolbrún Lís Viðarsdóttir
Heiða Hrund Jack
Sigrún Ruth, Snæbjörn Helgi, Róbert Alejandro,
Arnþór Bjartur, Birkir Hrafn og Bjarni ÞórÁstkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
ARI BOGASON
bókakaupmaður á Seyðisfirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Fossahlíð á
Seyðisfirði laugardaginn 28. mars og verður
jarðsunginn laugardaginn 4. apríl.
Útförin fer fram í kyrrþey vegna aðstæðna í samfélaginu.
Aðstandendur þakka starfsfólki Fossahlíðar fyrir umhyggju sem
hinum látna var sýnd. Þeim sem vilja minnast hans er bent á
Hollvinasamtök sjúkrahússins á Seyðisfirði.
Bogi Þór Arason Hanna Guðjónsdóttir
Kristrún Aradóttir Birgir Sigmundsson
Þorsteinn Arason Inga Þorvaldsdóttir
Bryndís Aradóttir Magnús Svavarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGURVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR,
Gaukshólum 2, Reykjavík,
lést á Landspítalanum sunnudaginn
29. mars. Útför hefur farið fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
Sigrún Erla Þorleifsdóttir Jörundur Jónsson
Sædís Guðríður Þorleifsd.
Aðalheiður Ósk Þorleifsd. Þorsteinn Adamsson
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
BJARNI ANDRÉSSON,
fyrrverandi framkævmdastjóri,
frá Tálknafirði,
lést miðvikudaginn 2. apríl á líknardeild
Landspítalans í Kópavogi.
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu fer útförin fram í kyrrþey.
Sigrún Helga Guðlaugsdóttir
Andrés Bjarnason Kristjana Pálsdóttir
Björk Bjarnadóttir Sölvi Steinarr Jónsson
Jens Bjarnason G. Sigríður Ágústsdóttir
Hilmar Bjarnason Anna Björk Sverrisdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð,
hlýhug og fallegar kveðjur vegna andláts og
útfarar okkar ástkæra föður, tengdaföður,
afa og langafa,
BIRGIS BJARNASONAR,
Aðalstræti 20, Bolungarvík,
áður bónda á Miðdal.
Starfsfólki hjúkrunarheimilisins Bergs í Bolungarvík færum við
sérstakar þakkir fyrir einstaka umönnun, vináttu og virðingu.
Jónína Birgisdóttir
Lárus Guðmundur Birgisson Hugrún Alda Kristmundsdóttir
Guðný Eva Birgisdóttir Elías Þór Elíasson
barnabörn, makar og barnabarnabörn
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og
vinarhug vegna andláts og útfarar okkar
ástkæru
ÞORGERÐAR ÁRNADÓTTUR.
Sérstakar þakkir færum við öllum þeim sem
önnuðust hana í veikindum hennar.
Fjölskyldan
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru
vinsamlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi lið-
ur, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr felliglugg-
anum. Einnig er hægt að slá
inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Minningargreinar