Fréttablaðið - 29.08.2020, Side 2
Þó að hlutum sé
hent þá hverfa þeir
aldrei, þeir eru alltaf ein-
hvers staðar.
Ágústa Edwald Maxwell,
fornleifafræðingur
Veður
Sunnan 3-8 síðdegis, skýjað að
mestu og úrkomulítið, en dálítil
rigning suðvestanlands í kvöld.
Hiti 8 til 16 stig að deginum,
hlýjast á SA-landi. SJÁ SÍÐU 38
„En að lifa í friði langar jú alla til, ekki satt?“
Ekki er vafi á að margir bíða í ofvæni eftir sýningum Þjóðleikhússins á Kardemommubænum, en nýlegar tilslakanir sóttvarna gera mögulegt að
hefja æfingar á þessu kunna verki Thorbjörns Egner. Verkið var fyrst sýnt í leikhúsinu árið 1960 og er þetta í sjötta sinn sem verkið er sett á fjal-
irnar þar. Yfirskrift myndarinnar hér að ofan er tilvitnun í f leyg orð úr Vísum Bastíans bæjarfógeta í Kardemommubæ. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
FORNLEIFAR „Þetta er hluti af rann-
sóknarverkefni sem ég stend fyrir
og er unnið í Háskóla Íslands,“ segir
Ágústa Edwald Maxwell fornleifa-
fræðingur um fornleifauppgröft
sem staðið hefur yfir í Hljómskála-
garðinum í Reykjavík.
„Verkefnið snýst um að skoða
ruslavenjur, ruslamenningu og
endurvinnslu frá 19. öld fram á 20.
öld,“ segir Ágústa, sem hefur ásamt
nemendum við háskólann grafið
upp elsta ruslahaug borgarinnar.
Haugurinn var í notkun á árunum
1905–1930 og hefur uppgröfturinn,
sem tók um tíu daga, farið fram
syðst og vestast í Hljómskálagarð-
inum.
„Við höfum fundið mikið af járn-
brotum, sem líklega eru úr niður-
suðudósum og ílátum, og mjög
mikið af gleri, sem er þá umbúðir
og flöskur en líka glös og svoleiðis,“
segir Ágústa og bætir við að einnig
hafi fundist talsvert af rafmagns-
tengdum hlutum. „Þetta eru hlutir
frá svona 1920. Öryggi og perustæði,
til dæmis.“
Þá segir hún greinilegt að hinum
ýmsu hlutum hafi verið hent á
þessum árum líkt og nú og nefnir
dæmi um að fundist hafi tindáti,
kaffikanna, bollar, diskar og búkur
af lítilli dúkku. „Þó að hlutum sé
hent þá hverfa þeir aldrei, þeir eru
alltaf einhvers staðar,“ segir Ágústa.
Ruslið sem fundist hefur í haugn-
um í Hljómskálagarðinum verður
borið saman við rusl sem fundist
hefur í öðrum öskuhaugum, til að
mynda í Kvosinni, miðbænum og
víðs vegar í borginni. „Við skoð-
um hvernig samsetning ruslsins
breytist frá 19. öld og fram á þá 20.,
sérstaklega þegar fólk fer að bera
minni ábyrgð á ruslinu sínu sjálft
þegar ábyrgðin flyst yfir til borgar-
innar,“ segir Ágústa og vísar til þess
að um árið 1905 hafi borgin farið að
sjá um að safna rusli frá heimilum.
„Um þetta leyti var fólki bannað
að henda rusli hvar sem er og átti
að vera með það í ruslatunnum
eins og við þekkjum í dag. Ösku-
karlar tóku ruslið og fóru með það
á hauginn og þessi er einn sá elsti.
Svo varð ruslið í rauninni uppfyll-
ing í mýrina hérna við Tjörnina,“
útskýrir Ágústa.
Aðspurð um framhaldið segir
Ágústa að nú sé unnið að því að
hreinsa þá gripi sem fundist hafa
við uppgröftinn og bætir við að
áhugavert gæti verið að lengja tíma-
línuna. „Það gæti verið gaman að
fá jafnvel enn nýrra safn og teygja
tímalínuna frá kannski 1930 til 1960
af því að maður veit að þegar plastið
fer að koma þá breytist margt.“
birnadrofn@frettabladid.is
sighvatur@frettabladid.is
Ýmsir gripir leyndust
í gömlum ruslahaug
Fornleifauppgröftur hefur staðið yfir á gömlum ruslahaug í Hljómskálagarð-
inum. Fundist hafa ýmsir fornir gripir, svo sem málmar og gler en einnig tin-
dáti og kaffikanna. Verkefnið snýr að ruslavenjum og -menningu Íslendinga.
Ágústa Edwald Maxwell og Katrín Georgsdóttir nemi hreinsa jarðveg af
brotum sem komu í ljós við uppgröftinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Sími: 561 1433
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunnudaga 9.00 -16.00
• Austurströnd 14
• Hringbraut 35
PREN
TU
N
.IS
NÝBAKAÐ
BRAUÐ
ALLA DAGA
.......................................
www.bjornsbakari.is
Reimar Pétursson lögmaður.
SKOÐUN „Stjórnvöld hafa upp á síð-
kastið með nokkrum pennastrikum
sett reglur sem gjörbreyta sam-
félagsgerðinni. Reglurnar benda
til að vilji þeirra standi til þess að
skapa lokað en veirulaust land með
víðtækum hömlum á atvinnufrelsi
þeirra fjölmörgu sem stunda ferða-
þjónustu sem og annarra.“ Svo
hefst grein Reimars Péturssonar
lögmanns sem birtist á vef Frétta-
blaðsins í morgun.
Í greininni segir Reimar landið
hafa verið rekið án tillits til stjórn-
arskrár og laga um margra mánaða
skeið og að þær ráðstafanir sem
gripið hafi verið til hafi staðið yfir
of lengi.
Grein Reimars má lesa í heild á
frettabladid.is/skodun. – atv
Ráðstafanir
brjóti gegn
stjórnarskrá
ATVINNUMÁL Í gær var 133 starfs-
mönnum sagt upp störfum hjá
móðurfélagi Isavia sem hluti af
hagræðingaraðgerðum vegna áhrifa
COVID-19. Var tólf til viðbótar
boðið að lækka starfshlutfall sitt.
Áður hafði 101 starfsmanni verið
sagt upp í mars síðastliðnum. Hefur
stöðugildum hjá móðurfélagi Isavia
nú fækkað um 40 prósent frá því að
heimsfaraldurinn hófst. – ab
Fleirum sagt
upp hjá ISAVIA
Miðinn var keyptur á Ísafirði.
SAMFÉLAG Íslendingur vann 95,6
milljónir króna í kvöld þegar hann
hlaut annan vinning í Eurojackpot.
Sjö miðahafar skiptu heildarvinn-
ingnum á milli sín og voru hinir
miðarnir keyptir í Litháen, tveir í
Finnlandi og þrír í Þýskalandi
Samkvæmt Íslenskri getspá var
íslenski miðinn keyptur hjá N1
á Ísafirði. Er þetta í fjórða sinn á
innan við tveimur árum sem annar
vinningur í EuroJackpot kemur til
Íslands. – ab
Vann tæpar 100
milljónir króna
2 9 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð