Fréttablaðið - 29.08.2020, Page 6

Fréttablaðið - 29.08.2020, Page 6
Við höfum því reynt að halda okkur við grunnþarfirnar. En við tókum þá ákvörðun að halda áfram að styðja börn þeirra verst settu til íþrótta- eða tóm- stundastarfs. Baldur Rafn Sigurðsson, sóknarprestur í Njarðvík H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Æskulýðssjóði til verkefna sem tengjast tilgangi sjóðsins. Hlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka. Æskulýðssjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki tvisvar sinnum á ári, 15. október og 15. febrúar. Að þessu sinni verður verður lögð áhersla á að styðja verkefni sem stuðla að nýsköpun í æskulýðsstarfi. Umsóknareyðublöð og leiðbeiningar er að finna á: www.rannis.is/sjodir/aesku-ithrotta/aeskulydssjodur/. Umsóknum skal skila á rafrænu formi fyrir kl. 16:00 fimmtudaginn 15. október. Nánari upplýsingar veitir Andrés Pétursson, andres.petursson@rannis.is, sími 699 2522. Umsóknarfrestur er 15. október 2020 Æskulýðs- sjóður Sumt er alveg óþolandi! Eins og að farsímaáskri sé ekki með í heimapakka Vertu með AlltSaman hjá Nova! Eitt verð fyrir ótakmarkað net heima, í farsímann, snjalltækin og úrið fyrir alla á heimilinu. Prófaðu frítt í mánuð nova.is/AlltSaman Blaðið í dag og safn eldri blaða á frettabladid.is SUÐURNES Prestar í þremur presta- köllum á Suðurnesjum hvetja sveit- arfélög á svæðinu til þess að hækka framfærslustyrki. Fjölgað hafi í hópi þeirra sem sækja um aðstoð til kirkjunnar og búist við því að það aukist enn frekar í haust þegar uppsagnarfresti margra lýkur. Segja þeir það ekki hlutverk kirkjunnar að létta ábyrgð sveitarfélaga af framfærslu fólks. Baldur Rafn Sigurðsson, sóknar- prestur í Njarðvík, segir ásókn fólks í aðstoð kirkjunnar hafa aukist tölu- vert, sérstaklega innan Keflavíkur. Hafi því prestaköllin ákveðið að fara í nánara samstarf til að dreifa álaginu og fengið auka starfsmann einu sinni í mánuði frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Mestur stuðningurinn eru kort í Bónus eða debetkort sem Hjálparstarfið úthlutar. En kirkj- urnar eru einnig í samstarfi við Rauða krossinn um fataúthlutanir. Meðal þess sem kirkjan hefur hlaupið undir bagga með hjá fólki í neyð eru skólamáltíðir barna. En nú er svo komið að ekki verður unnt að halda því áfram. Hver skólamáltíð á Suðurnesjum kostar á bilinu 310 til 413 krónur sé fólk í áskrift. „Tölu- verðir peningar fóru í þetta og við lögðum til við sveitarfélögin að þau tækju þetta yfir,“ segir Baldur. Samkvæmt Baldri hefur inn- streymið dregist saman í bæði Vel- ferðarsjóði Suðurnesja í Kef lavík og Líknar- og hjálparsjóði Njarð- víkurkirkna. „Við höfum því reynt að halda okkur við grunnþarfirnar. En við tókum þá ákvörðun að halda áfram að styðja börn þeirra verst settu til íþrótta- eða tómstunda- starfs,“ segir hann. Ásamt aukinni ásókn í stuðning við matarkaup skortir marga einnig lyf. Framfærslustyrkir eru mun lægri á Suðurnesjum en til dæmis á höfuðborgarsvæðinu. Í Reykja- nesbæ getur styrkur verið allt að 153 þúsund krónum á mánuði til einstaklinga og 244 þúsund til sambúðarfólks. Í Suðurnesjabæ eru upphæðirnar 167 og 273 þúsund. Til samanburðar geta einstaklingar fengið 208 þúsund krónur á mánuði í Reykjavík og sambúðarfólk 332 þúsund og í Kópavogi eru upphæð- irnar 192 og 307 þúsund. Er því um að ræða tugþúsunda króna mun. Baldur segist heyra það frá sveit- arstjórnum að verið sé að reyna að vinna í þessum málum. En svæðið hefur vissulega sérstöðu. Bæði er atvinnuleysi þar langhæst, nálægt 20 prósentum í ágúst, en einnig er þar mikill fjöldi hælisleitenda. Reykjanesbær hafi samning við Útlendingastofnun en hælisleit- endur séu í auknum mæli farnir að leita eftir aðstoð hjá kirkjunni. „Stór hluti af þeim sem koma til okkar eru hælisleitendur, til dæmis kom stór hópur frá Venesúela eftir áramótin, en sumir hafa búið hér í tvö eða þrjú ár,“ segir Baldur. kristinnhaukur@frettabladid.is Prestar styrkja ekki lengur skólamáltíðir Prestar á Suðurnesjum hvetja sveitarfélögin á svæðinu til að hækka fram- færslustyrki sem eru mun lægri en á höfuðborgarsvæðinu. Hætta þarf að styrkja skólamáltíðir en tómstundastarf verði enn styrkt fyrir þá verst settu. Framfærslustyrkur til einstaklings er 55 þúsund krónum lægri í Reykjanesbæ en Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Vespumenning og sprengingar hafa verið til umræðu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KÓPAVOGUR Kópavogsbær hefur gripið til aðgerða vegna mikillar óæskilegrar hópamyndunar á grunnskólalóð. En eins og greint var frá í fréttum um miðjan ágúst voru hátt í 200 ungmenni saman komin á lóð Hörðuvallaskóla í Kórahverfi. Var bílum keyrt inn á lóðina, læti mikil og þurfti lögreglan að hafa afskipti af ungmennum, sem sum hver voru vopnuð kylfum. Sigríður Björg Tómasdóttir, almannatengill Kópavogsbæjar, segir aðgerðirnar tilkomnar vegna atviksins í Hörðuvallaskóla, og það sé enn sem komið er bundið við hann þó að ungmennin séu ekki endilega öll nemendur þar. „Bænum er umhugað um öryggi barna og ungmenna og því var grip- ið til aðgerða í kjölfar hópamynd- unar um miðjan ágúst. Þess má geta að við höldum úti reglulegum útivöktum félagsmiðstöðva til þess að fylgjast með og sporna við óæski- legri hópamyndun. Þetta er gert í góðu samstarfi við foreldraröltið og skólana,“ segir Sigríður. Voru læti og fyrirgangur mikill og ljóst að þessi hópamyndun sam- rýmist ekki sóttvarnasjónarmið- um. „Enginn slasaðist en þarna var kominn saman allt of mikill fjöldi,“ segir hún. Vespumenning unglinga hefur líka verið til umræðu í hverfinu, bæði á lóð Hörðuvallaskóla, leik- skóla og annars staðar. Að ungl- ingar keyri of hratt, hjálmlaus og óvarlega. Einnig að þeir valdi íbúum hverfisins ónæði með því að sprengja hvellhettur á öllum tímum. – khg Útivakt og foreldrarölt eflt í Kópavogi 2 9 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.