Fréttablaðið - 29.08.2020, Page 12
Gunnar
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is
Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Deilurnar eru
ekki prívat-
mál lögreglu
eða yfirvalda.
Þær koma
okkur öllum
við
Jón
Þórisson
jon@frettabladid.is
Mín skoðun Lára G. Sigurðardóttir
Undanfarið hefur verið fjallað nokkuð um deilur og átök innan embættis lögreglunnar á Suðurnesjum. Ásakanir um undirmál, einelti, frændhygli í ráðningum og að fólki sé bolað úr starfi eru meðal þess sem þar gengur
á milli starfsmanna. Hvað sem er rétt í því eru þessar
ásakanir vísbending um að ekki sé allt með felldu
innan embættisins. Langvarandi veikindaleyfi lykil
starfsmanna við embættið styðja einnig þá ályktun.
Í sömu átt bendir inngrip dómsmálaráðherra,
þegar lögreglustjórinn á Suðurnesjum var færður frá
embættinu og komið í nýtt starf í ráðuneytinu í mál
efnum landamæra almennt, sem í augnablikinu að
minnsta kosti eru öll nær lokuð.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem upp koma mál innan
lögreglunnar af þessu tagi. Sami dómsmálaráðherra
lét til sín taka nýlega þegar þáverandi ríkislögreglu
stjóra var gert að láta af störfum, gegn ríkulegum
starfslokagreiðslum. Það var í kjölfar langvarandi
ósættis, f lokkadrátta og ásakana um að menn hafi
notið tengsla í samningum sínum við embættið.
Þá er ekki langt síðan illdeilur loguðu innan em
bættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, þar
sem sumpart sömu persónur og leikendur komu við
sögu og nýlega suður með sjó.
Skýringarnar á þessum væringum innan lögregl
unn ar eru sjálfsagt fjölmargar. Svo tekið sé dæmi af
þessu nýjasta máli hafa fjölmiðlar ítrekað reynt að
graf ast fyrir um hvernig nákvæmlega í málinu liggur.
Þar hafa menn komið að lokuðum dyrum og því
svarað með að ekki sé heimilt að lýsa persónulegum
málefnum starfs manna.
Á vef lögreglunnar lýsir hún hlutverki sínu. Gætt
skuli almannaöryggis, tryggja réttaröryggi, halda
uppi almannafriði og allsherjarreglu. Jafnframt
að sýna skuli árvekni í starfi og þekkja góð skil á
skyldum og ábyrgð sem starfinu fylgir. Gæta skuli
að samviskusemi, hlut lægni, réttsýni og hófsemi. Að
lokum segir að starfs menn lögreglu geti því aðeins
vænst trausts og virðingar vegna starfa sinna, að þeir
gegni hlutverki sínu með það að leiðarljósi að þjóna
samfélaginu af heiðarleika, hlutlægni, réttsýni, nær
gætni, trúmennsku, þagmælsku og þekkingu.
Þarna er raðað saman orðum sem lögreglan sjálf
telur hafa þýðingu. En svo virðist að frjáls lega sé
gengið um merkingu þeirra. Um það vitna þær deilur
sem ítrekað virðast blossa upp innan lögreglunnar.
Deilurnar eru ekki prívatmál lögreglu eða yfir
valda. Þær koma okkur öllum við, því almenningur
á mikið undir að starf lögreglu sé rækt í anda þessara
orða. Hinum almenna lögreglumanni sem starfa þarf
við þær aðstæður að yfirmenn séu í sífelldum átökum
er ekki gert auðvelt að sinna sínum verkum í þessum
anda. Einnig má spyrja hvernig á því standi að þeir
sem gæta eiga þess að allt sé í röð og reglu í samfélag
inu, haldist ekki betur á eigin málum en raun ber
vitni.
Hver á að gæta varðanna?
Verðirnir
Ég sit hér við tölvuna mína og velti fyrir mér hinum nýja veruleika sem líf mitt er. Liðnir eru dagarnir þar sem ég gekk frjálslega um heimilið
mitt. Fjórir karlmenn sitja á víð og dreif um húsið
með fjórar vefmyndavélar í gangi liðlangan daginn.
Ef ég stíg út fyrir skrifstofurýmið mitt þarf ég að
hugsa mig tvisvar um hvaða leið skal velja. Fyrst eftir
að skóli strákanna byrjaði með vefkennslu átti ég það
til að ganga grunlaus inn í miðja kennslustund. Ég hef
líka ætt inn á vinnufund hjá eiginmanninum.
Núna er búið að setja reglur til að tryggja að hús
móðirin sé ekki að flækjast á fundi sem hún á ekkert
erindi á. En kórónaveiran hefur ekki bara breytt dag
legu lífi heima fyrir.
Nýir tískustraumar
Cindy Crawford birtist á samfélagsmiðlum með
grímu í stíl við blússu sína og Nancy Pelosi sást með
silkiklút í kúrekastíl, sem tónaði við himinbláan kjól
hennar og hælaskó. Tískustraumar á Ítalíu slá lík
lega allt annað út. Ítölsk kunningjakona mín hló og
hristi höfuðið yfir móður sinni sem er komin vel yfir
sjötugt, en sú var að fjárfesta í „trikini“ því það mun
vera heitasta tískan þar í landi. Þá færðu bikiníbuxur,
topp og grímu – allt í stíl!
Hliðin sem margir óttuðust
Þótt vel hafi tekist að takmarka útbreiðslu veirunnar
á Íslandi, þá er hún farin að sýna á sér hlið sem margir
óttuðust. Atvinnuleysi mældist rúmlega tvöfalt
hærra í júlí í samanburði við júlí í fyrra. Atvinnu
lausir þjást oft í þögninni og heilsa þeirra fær ekki
mikla athygli, en sýnt hefur verið að atvinnulausir
finni oftar fyrir þunglyndi, kvíða, lélegu sjálfsáliti og
líkamlegum sársauka. Þeir eru auk þess líklegri til
að fá háan blóðþrýsting, heilablóðfall, hjartaáfall og
gigt.
Fyrir utan aukið atvinnuleysi getur streita sem
fylgir óvissuástandi í heimsfaraldri lagst þungt á við
kvæma. Í vikunni var sagt frá því að merki væru um
að tíðni sjálfsvíga og sjálfsvígshugsana hefði aukist
umtalsvert það sem af er ári.
Hamfarir ofan á hamfarir
Ofan á heimsfaraldurinn færir árið 2020 okkur í
fyrsta skipti tvöfaldan fellibyl í Bandaríkjunum og
þurrt þrumuveður sem kveikti 625 elda allt um kring
hér í Kaliforníu. Reykurinn læsir sig í öll vit – svolítið
eins og að vera lokaður inni í litlu rými með keðju
reykingamanni. Loftið er svo lélegt að meira að segja
flugurnar láta ekki lengur sjá sig. Fuglarnir eru hættir
að syngja – nema krákurnar. Það þarf meira til að
kæfa skrækina í hræætunum enda líklegast að bíða
eftir því að við drepumst.
Loftgæðin síðustu daga eru svipuð og stór hluti
jarðarbúa þarf að búa við dags daglega á Indlandi.
Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er
loftmengun á heimsvísu ein algengasta dánarorsök
af völdum lungnakrabbameins, heilablóðfalls og
hjartasjúkdóms. Fyrir utan það getur umhverfis
mengun til skemmri eða lengri tíma skert lungna
starfsemi, sem fer ekki vel með núverandi heims
faraldri sem herjar á lungun.
Aðlögunarhæfni
Í öllu þessu er maður minntur á að á örskotsstundu
getur náttúran hrifsað lifibrauð okkar og skraut
fjaðrirnar sem maður hefur sankað að sér í formi
veraldlegra hluta. En það er eitt sem hún getur ekki
hrifsað og það er hugur manns. Maðurinn sem lífvera
hefur í gegnum tíðina sýnt ótrúlega aðlögunarhæfni.
Indverjar hafa aðlagast mengun sem maður myndi
ekki vilja sætta sig við, tískugúrúar finna leið til að
tolla í tísku með grímur og húsmóðir hefur hægar um
sig. Í eldfimum veruleika er því ágætt að muna að það
er í eðli okkar að aðlagast breyttum aðstæðum.
Eldfimur veruleiki
HAFÐU FJÖLPÓSTINN
ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU
– MEST LESNA DAGBLAÐ LANDSINS
Auglýsingaefnið lendir á eldhúsborðinu þegar
blaðið er opnað!
Íslendingar lesa Fréttablaðið
daglega að meðaltali.*
Kannaðu dreiileiðir og verð í síma 550 5050
eða sendu tölvupóst á orn@frettabladid.is.
Útvegum einnig hagstæð verð í prentun.
93.000
*Prentmæling Gallup, 12 - 80 ára, okt. - des. 2019.
Mannnöldatölur Hagstofu Íslands 2019
2 9 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN